Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 31 Að vera fremur en gera eftir Torfa Ólafsson Fátt mun þáð fólk hér á landi, sem ekki þekkir nafn Móður Ter- esu í Kalkútta. Hún er af albönsk- um ættum komin en ólst upp í Júgóslavíu, fædd 1910 og ákvað ung stúlka að helga Guði líf sitt. Hún gekk í svonefnda Loreto- reglu og stundaði fyrst kennslu- störf í Kalkútta, en henni rann svo til rifja eymdin og umkomuleysið á götum borgarinnar, að hún gat ekki varið það fyrir sjálfri sér að kenna efnuðum stúlkum inni í þokkalegri skólastofu, meðan fólk tærðist upp af hungri og sjúkdóm- um fyrir utan húsvegginn. Því fékk hún lausn frá klausturheitum sínum og stofnaði nýja reglu, Kærleikstrúboðana, sem fékk staðfestingu páfastólsins 1950. Reglunni bættust brátt nýir með- limir, meðan fækkaði í öðrum reglum. Það gildir svipuðu máli um klausturreglur og lifandi ver- ur: þær fæðast, vaxa upp, lifa sitt blómaskeið og síðan hnignar þeim og þær deyja. Þær virðast kallaðar til starfs af Guði, þar sem þörfin er brýnust þá og þá stundina. Um þessar mundir var í Kalk- útta ensk kona, Ann Blaikie að nafni. Hún hafði unnið í verslun sem rekin var til ágóða fyrir trú- boðsstarf, en þar sem hún var orð- in barnshafandi, varð hún að hætta um skeið í búðinni. Aðgerð- arleysi var henni þó ekki að skapi og því kom hún að máli við vin- konu sína, sem eitthvað þekkti til Móður Teresu og starfs hennar. 26. júlí 1954 gengu þær á fund hennar og buðu aðstoð sína við söfnun gjafa fyrir jólaskemmtun sem halda átti fátækum börnum. Móðir Teresa hefur frá upphafi tekið hverri liðveislu tveim hönd- um og fól hún þeim gjafasöfnun fyrir börn, jafnt kristinna manna og muslima, því hún hefur aldrei mismunað fólki eftir trú þess eða skoðunum. Brátt bættust þeim liðsmenn úr hópi kvenna og nú var stofnað til samtaka sem nefndust „Maríufélagið", því þetta ár var helgað Maríu mey. Félagið starf- aði í fyrstu að stuðningi við trú- boðsstarfsemi yfirleitt. Fyrstu fé- lagskonurnar voru kaþólskar en brátt bættust í hópinn konur frá öðrum trúarbrögðum, svo s'em hindúum og búddistum, og nú var farið að skipta liðinu niður í hópa. Áður en langt um leið hófst starf í þágu holdsveikra og var safnað fé og hjúkrunargögnum. Þegar frá leið lét Móðir Teresa konur úr Maríufélaginu leggja systrunum lið við hjúkrun og kennslu og nú komu enn fleirí leikmenn til aðstoðar við þær, þeirra á meðal læknar og hjúkrun- arkonur, og starfsemin færðist sí- fellt í aukana. Og innan skamms datt Móður Teresu í huga að mynda úr þessum samtökum hjálparsveit, sem yrði Kærleikstrúboðunum til aðstoðar eftir föngum. Hún ákvað að kalla samtökin Samverkamenn, en það heiti sótti hún til Mahatma Gandhi, sem hafði notað það um samverkamenn sína. Hún kvaddi forustufólk samtak- anna til fundar í Róm 1969 og þar voru þeim samin lög. Við gerð þeirra varð að gæta hinnar mestu varúðar, því að samtökin voru ætl- uð öllum mönnum með góðan vilja, hvort sem þeir voru kristnir, búddistar, hindúar eða heiðingjar. Lögin voru lögð fyrir Pál VI páfa 26. mars og veitti hann þeim blessun sína. Þar með voru alþjóðasamtök Samverkamanna Móður Teresu orðin að veruleika. Móðir Teresa er æðsti stjórnandi þeirra og hún skipar sjálf forustu- menn þeirra í þeim löndum, þar sem þeim er komið ájegg, að sjálf- sögðu samkvæmt tillögum trúnað- armanna sinna, þar sem hún þekkir ekki nógu vel til sjálf. Kosningar eru engar í samtökun- um og engum er heimilt að stofna til þeirra upp á eigin spýtur. I þeim er leitast við að ánetjast ekki pappírsvinnu og þarflausu skipu- lagsstarfi, svo að t.d. eru ekki skrifaðar fundargerðir á fundum starfshópanna. Móðir Teresa segir sjálf að engin samtök í heiminum séu „minna skipulögð" en þessi. Samtökin greinast í stórum dráttum í þrennt: almenna hópa, sem lúta stjórn lands-„tengiliðs", samtök sjúkra og þjáðra og æsku- lýðssamtök. Móðir Teresa hefur illan bifur á heitunum „formaður" og „yfirmaður" og því kallar hún stjórnendurna „tengiliði" = links, því að samtökin eiga að vera eins- konar keðja fólks með góðan vilja sem nær um heiminn allan og hún lítur á stjórnendurna sem hlekki eða tengiliði í þeirri keðju. í almennu hópunum eru minnst 4 og mest 12 meðlimir og skipar tengiliður landsins þeim stjórn- anda. Hóparnir koma saman einu sinni í mánuði til bænahalds og viðræðna um starfið. Hver með- limur ber ábyrgð á sjálfum sér og starfi sínu, hann skuldbindur sig aðeins til að lesa daglega bæn Samverkamanuanna og leitast við að lifa í anda Móður Teresu, í anda kærleika, miskunnsemi og bróðurhug. Grundvallarhugmynd- in er sú að Kristur lifi áfram í okkur ölluni og að við lánum hon- um hendur okkar til að þjóna bræðrum okkar og systrum. Eng- inn yfirheyrir félagann, hann þarf ekki að gefa neina skýrslu og eng- inn áminnir hann þótt ekki verði séð í hverju starfsemi hans felst. Hann ber aðeins ábyrgð gagnvart Guði. Og fyrstu skyldurnar hefur hver maður við fjölskyldu sína, í henni á hann fyrst og fremst að sýna kærleika sinn, því að Guð hefur trúað honum sérstaklega fyrir þeirri fjölskyldu. Fjársöfnun er ekki aðalverkefni samtakanna. Móðir Teresa hefur meira að segja bannað Samverkamönnum sínum að efna til nokkurrar fjárplógs- starfsemi í þágu hinna umkomu- lausu. En Kærleikstrúboðarnir og Samverkamennirnir taka fúslega 1 Æ ;. - l^ ¦ t P &'° afe ¦m- Æ. • m^ W '- L^H^H Lm' ^fk W\A m Jt ^lra ¦ * \ám * <w ¦¦ \^H r Jóhannes Páll páfi II tekur á móti Samverkamönnum Móour Teresu á leiðtogafundinum í Róm 14.—16. maí 1982. Fremst á myndinni eru, talið frá vinstri: Jóhannes Páll páfi II, Móðir Teresa, Mary Walsh fri írlandi og Patty Kump frá Bandaríkjunum. „Að vera samverkamað- ur Móður Teresu er fremur að vera en gera eitthvað. Við verðum að leggja rækt við okkar innri mann, reyna að skilja að það er Kristur, sem við erum að þjóna. Það þarf ekki alltaf mikið til að endurspegla kærleika hans, stundum þarf ekki annað en brosa framan í barn eða hlusta stundarkorn á einstæðing, sem engan hefur til að blanda geði við." við gjöfum til starfseminnar og koma þeim áleiðis. Starf samtaka hinna sjúku og þjáðu felst í því að hverjum þeim sjúklingi, þjáðum manni eða bækluðum, sem taka vill þátt í starfinu, er úthlutað nafni ein- hverrar systur eða bróður í reglu Kærleikstrúboðanna og biður hann síðan fyrir þeim skjólstæð- ingi sínum. Hann skrifar systur- inni eða bróðurnum þegar hann vill, en hann getur ekki vænst svars nema einstöku sinnum, því að bréfaskriftir Kærleikstrúboð- anna eru mjög takmarkaðar. En systurinni eða bróðurnum er styrkur að því að vita, að bak við hana eða hann stendur hópur stuðningsmanna sem biður fyrir honum og styrkir hann í starfi hans. Æskulýðsstarfsemin miðar að því að virkja ungt fólk í þessum sama anda og efla félagshug með- al þess. Samtök Samverkamanna eru ekki enn til hér á landi en það er ósk Móður Teresu að til þeirra verði efnt áður en langt um líður. I því skyni var höfundi þessara lína boðið að taka þátt í leiðtogafundi samtakanna, sem háður var í Róm dagana 14.—16. maí sl. Þar sem ég hef á undanfórnum árum annast móttöku gjafa og áheita til Móður Teresu, bæði beint og eins ásamt Vinum Indlands inn á gíróreikn- ing 23900-3, og komið þeim áleiðis, * var ég eini íslendingurinn sem samtökin vissu um. Fyrir ári var farið að leita hófanna um stofnun samtakanna og þeirri viðleitni lauk með þessu boði. Þetta var 3. leiðtogafundur Samverkamann- anna, 2. fundurinn var haldinn í Lippstadt í V-Þýskalandi 1976. Ég fór fyrst til Englands og átti tal við systur Marie Celir.e M.C., sem er stjórnandi húss pglunnar við Bravington Road 177 i London. Það er hún sem tekur á móti gjöf- um og áheitum héðan og kemur þeim áleiðis. Kærleikstrúboðarnir reka þrjú slík systrahús í London. Systurnar við Bravington Road reka gistiheimili fyrir flakkara og áfengissjúkMnga, þar sem hlynnt er að þeim og þeír fá morgunmat. Þá reka þær heimili fyrir vangefn- ar og geðtruflaðar konur, sem þær hafa fundið á vergangi. Einnig gefa systurnar umkomulausu fólki að borða einu sinni á dag og er mikil aðsókn að þeim máltíðum, stundum yfir 300 manns hvert sinn. Ungir menn taka að sér vörslu á drykkjumannaheimilinu sem sjálfboðaliðar og skiptast á. Enginn skortur er á mönnum til þeirra starfa, þótt næturgestirnir séu ekki alltaf sem Ijúfastir í um- gengni og húsgögn og gluggarúður geti oft brotnað þegar mest geng- ur á. Leiðtogafundurinn hófst í San Gregorio í Róm 15. maí. Það er skamman spöl frá Colosseum. Móðir Teresa var í forsæti en henni til aðstoðar Ann Blaikie, sem fyrr var getið og er nú tengi- liður alþjóðasamtakanna. Þar var og Jacqueline de Dekkers, tengi- liður sjúkra og þjáðra, belgísk að ætt. Hún þjáist af sjúkdómi í hrygg og hefur verið skorin upp 32 sinnum. Er hún þó glöð og létt í lund með afbrigðum. Þátttakendur voru 89 frá 31 landi. Fulltrúar voru frá 7 löndum sem ekki höfðu verið með áður: íslandi, Finnlandi, Ungverjalandi, Lesotho, Suður-Afríku og Zimba- bwe. Ann Blaikie bauð gesti vel- komna. Þá flutti Móðir Teresa ræðu og á eftir henni sagði Jacqueline de Dekkers frá starfi sjúkra og þjáðra. Messa var um hádegvsbilið báða fundardagana og dagskránni lauk ávallt með hugleiðingu í kirkjunni. Fjallað var um starf samtakanna yfirleitt, starfsreglur þeirra og fjármál og gerðar voru smábreytingar á starfsreglum. Síðari daginn kvaddi Móðir Teresa okkur, full- trúa hinna nýju landa, á sinn fund, bað okkur að koma starf- seminni á laggirnar heima hjá okkur og loks þrýsti hún hendur okkar af móðurlegri hlýju og bað Guð að blessa okkur og starf okkar. 17. maí, daginn eftir að fundin- um lauk, tók Jóhannes Páll II páfi á móti fundargestum í Vatíkan- inu. Voru það alls um 100 manns og voru börn starfsmanna fundar- ins sett á fremsta bekk. Páfi flutti stutt ávarp og faðmaði að sér bornin. Hverjum gesti var afhent- ur rósakrans (talnaband) sem hann hafði blessað. Áður en ég fór frá London í sjálfa Rómarförina, heimsótti ég Ann Blaikie, samkvæmt ósk henn- ar. Hún fræddi mig eftir föngum um Samverkamennina og sagði að lokum við mig eitthvað á þessa leið: „Að vera samverkamaður Móður Teresu er fremur að vera en gera eitthvað. Við verðum að leggja rækt við okkar innri mann, reyna að skilja að það er Kristur sem við erum að þjóna. Það þarf ekki alltaf mikið til að endur- spegla kærleika hans, stundum þarf ekki annað en brosa framan í barn eða hlusta stundarkorn á einstæðing sem engan hefur til að blanda geði við. Kærleikurinn get- ur verkað án mikilla athafna en bægslagangurinn er til lítils gagns ef kærleikann vantar, enda segir postulinn: Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla ..." VÖRUAFCREIDSLAINNANLANDSFLUGS 27933 Viö bendum vi&skiptavinum okkar á ao kynna sér nyju númerin á bls. 78 í símaskránni. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.