Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 3. JÚLI1982 77 Umsjénarmaður Gísli Jónsson 153. þáttur Enn hef ég fengið Pálsbréf, og mun ekki af veita. Góö- kunningi minn, Páll Helgason á Akureyri, hefur sjöunda bréf (til mín) svo og mælir nú í Ijóðstöfum í fyrsta sinni: Fárra kosta mitt er mál, Mm því sljó er hyggja. Sama graut í sömu skál og síoast máttu þiggja. Ef allir töluðu og rituðu mál svo margra kosta sem Páll Helgason, þyrfti engu að kvíða í því efni. Hyggja hans er og ekki sljórri en svo, að hann er hverjum manni hnaskari að taka eftir mállýtum í því sem hann les. Ég hef haft þann sið að birta mjög margt af þessum mállýt- um til viðvörunar, en aldrei getið úr hvaða blöðum eða tímaritum lesmálið er. Slíkt gæfi einungis til kynna hvaða lesmál er Páli tamt, en væri ekki vísbending um málfar einstakra blaða. Áður en vitn- að er til dæma úr Pálsbréfi VII, skal aðeins vikið að eign- arfallinu fárra kosta í upp- hafslínunni á vísu Páls. Held ég svo áfram að taka í smá- skömmtum dæmi um forsetn- ingarlaus aukaföll, sem ég hef miklar mætur á. Eignarfallið fárra kosta nefnist eoliseignarfall og þarfn- ast sjáanlega ekki forsetn- ingar, enda bágt að finna hver hún ætti þá að vera. Mjög ein- föld dæmi um eðliseignarfall, úr daglegu nútímamáli, eru: Barnið er þriggja ára, húsið er margra hæða (margra hæða hús). Eðliseignarfall er algeng- ara að fornu en að nýju og mun í því bókmáli, sem varð- veist hefur, gæta áhrifa frá latínu, en í henni voru höfund- ar íslenskra fornrita spreng- lærðir. Talað er um korn til dæmis, það sem var lítils vaxt- ar. Seinna stældi góður prest- ur, Eiríkur Brynjólfsson, söng- texta um Nóa, sem var „mikils háttar maður". En þegar sagt er að einhver sé mikillar ættar, þá fer að verða spurning hvort ekki væri réttara að flokka það undir upprunacignarfall I síðasta þætti var sagt frá hinu nauðasjaldgæfa tímaeign- arfalli (kom annars dagsl. Þá er ónefnt tillitseignarfall (með lýs- ingarorðum), dæmi: Vegurinn er erfiður yfirferðar. Hann er illur viðureignar. Konungsgarð- ur forn var sagður rúmur inn- gangs, en þröngur brottfarar. Ekki vildi ég hafa gleymt stað- areignarfalli, sem varðveitist til dæmis í orðasambandinu þessa heims og annars Víkjum þá aftur að bréfi Páls. Hann tekur dæmi úr blaði, þar sem skrifað var um að koma upp frystu skauta- svelli. Höfundur mun eiga hér við „vélfryst" skautasvell, þ.e. svell sem verður til með til- styrk frystivéla, en ekki af náttúrlegum orsökum. Því tek- ur Páll þetta upp, að svell er að sjálfsögðu frosið, og það hljómar andkannalega að heyra orðasambandið fryst svell. Þó skal viðurkennt að munur er á því og hinu, ef tal- að væri um frosio svell. Það væri hrein tátólógía, og er hér auglýst eftir góðu nýyrði um þetta fyrirbæri mannlegs máls. Óþörf tvítekning, svo sem frosið svell, andvana lík, snauður fátæklingur, heitir al- þjóðlegu orði tautologia. Ég tók þann kost, sem sjá má, að rita það eftir íslensku lagi, því að mig skortir þarna gott nýyrði. I næstu klausu (Pálsbréf VII, 2) er dæmi um skakka beygingu sagnarinnar að valda. Sú beyging, sem rétt telst, er mjög óregluleg: valda, olli, hef valdið. Þetta veldur því, að menn hneigjast til að segja: hefur ollið eða ollað. Þótt dæmi um slíkt tal séu gömul á bók- um, er það ekki talið „rétt" mál. E!nda þótt sögnin sé vand- meðfarin, vildi ég biðja menn um að firrast hana ekki og flýja til hinnar ljótu sagnar að orsaka. Við skulum heldur segja að valda einhverju og hætta þá á hvort við kunnum að beygja sögnina rétt, heldur en að tala um að orsaka eitt- hvað. Þriðja dæmi Páls er um brenglaða orðarðð: „Ég held að þær í Grýlunum hefðu látið sér ekki detta það í hug." Þetta er mjög einkennilegt. Atviksorðið ekki á þarna að koma strax á eftir hjálpar- sðgninni hefðu. En gott var að fá þetta dæmi. Staða atviks- orða í íslensku er einmitt í stórhættu fyrir áhrif frá ensku. Þau áhrif eru hins veg- ar á þann veg að færa atviks- orð framar, en það á að vera að íslenskri hefð og hætti. At- viksorð heita á latínu adverbia (meðsagnarorð), því að tíðast standa þau einmitt með sögn- um og tákna þá hvar, hvernig og hvenær eitthvað gerist og á hve háu stigi eitthvað er. At- viksorð er jafnan eftirsett í ís- lensku: Hann kemur aldrei. Hún veit þetta áreiðanlega. í ensku er atviksorð hins vegar fyrirsett í slíkum dæmum: He never comes. She certainly knows this. Því miður heyri ég og sé mörg dæmi þess, að farið sé að hafa enska háttinn á þessu í máli okkar. Ýkt dæmi væri: Hún núna veit þetta, í stað þess að segja: Hún veit þetta núna. Mér dettur því í hug að dæmið, sem Páll tók, vitni um ofleiðréttingu (hypercorrect- ion). Maðurinn veit af því, að hætta er á að hafa atviksorðið of framarlega. Nú ætlar hann aldeilis að gæta sín og segir, „að þær í Grýlunum hefðu lát- ið sér ekki detta þetta í hug". Oft hefur í þessum þáttum verið drepið á notkun fornafn- anna hvor og annar og sam- hengi þeirra. I bréfi Páls (VII, 4) er þessi klausa: „... og þeir sem síðastir eru í röðinni reyna að telja kjarkinn hvor í aðra." Hér skortir á samræmi eintölu og fleirtölu. Hvorir (hverjir) telja kjarkinn í aðra, en hvor (hver) telur kjark í annan. Þá skal minnst á beygingu sagnarinnar að Ijá = lána, að gefnu tilefni frá Páli Helga- syni. Sögnin hét á eldra mál- stigi léa og lýsingarhátturinn léað. Nú er tvennt til. Hljóða- sambandið éa breytist þrá- sinnis í já með þeirri sérís- lensku breytingu sem heitir samdráttur (tvö atkvæði verða eitt). Yrði þessi breyting í öll- um kennimyndum, kæmi út samræmd beyging: Ijá - Ijáði - Ijáð. En málinu er ýmislegt betur gefið en samræmi. Það er einnig sú venja, að grannt sérhljóð falli niður á eftir breiðu sérhljóði eða tvíhljóði. Ef það gerðist í öllum kenni- myndum, kæmi út samræmda beygingin lé - léði - léð. I nafnhætti reyna menn löngum að láta sagnir enda á a (eða á), og því heitir sögnin nú að Ijá, en í síðari kennimyndunum hefur orðið brottfall. Kemur þá út hin ósamræmda beyging: Ijá - léði - léð (nútíð: ég ljæ). Þetta mun tíðast. Hitt get ég ekki talið rangmæli, þótt menn samræmi beyginguna: ljá, ljáði, ljáð. Fyndnasta dæmið úr 7. bréfi Páls (til mín) er svo: „Margt verður gert af hálfu skólans í tilefni af 100. ártíð hans." Ártíð er dánarafmæli: Skól- inn ætlar sem sagt að verða margtækur í athöfnum, þegar hann hefur verið dauður í hundrað ár. P.s. Vegna fyrirspurnar í Vel- vakanda á þriðjudaginn, leit- aði ég til starfsmanna Orða- bókar Háskólans um aldur orðasambandsins alla vega í merkingunni að minnsta kosti. Ekki fundust eldri dæmi en frá okkar öld og þau nýleg, t.d. í verkum Jónasar Árnasonar og Þorsteins frá Hamri. Verzlunarmannahelgin: Hátíð Rejkjavíkur skáta að Úlfljótsvatni rÁ% SKÁTAFÉLÖGIN í Reykjavík ætla að haida afmælismót um verslun- armannahelgina í ár til að minnast þess að 70 ár eru lioin frá því fyrsta skátasveitin var stofnuð í Reykjavík. Heiðursgestir verða frú Hrefna Tynes og Óskar Pétursson. Kjör- orð mótsins er „Austur aftur". Mótið er tvíþætt, annars vegar skátabúðir og hins vegar fjöl- skyldubúðir. Dagskrá verður í gangi fyrir alla aldurshópa. Dagskráin í skátabúðunum byggist á flokksstarfi, og er aðal- lega um að ræða ýmsa dagskrár- pósta og markferð. Meðal dag- skrárpósta má nefna trjárækt, girðingu, hnýtingar, radíóskátun, '*».»(#• refaveiðar, gönguferðir, vatnasaf- ari, þrautabraut o.fl. 83000 4ra herb. íbúö viö Hólabraut, Hafn. Góö 4ra herb. íbúð á 1. hæö í tvíbýlishúsi, þríbýlishúsi, bílskúrsrétt- ur, bein sala. hagstæö kaup Einbýlishús viö Uröarstíg, Hafn. Litið járnklætt timburhús. hagstætt verð. Einbýlishús viö Unnarstíg, Hafn. Lítið einbýlishús á einni hæð, hagstætt verð. Laust fljótlega. Við Sólheima, Rvík litil snotur íbúð með sérinngangi. Hagstætt verð. Opiö alla daga til kl. 10 e.h. FASTEICNAÚRVALID SÍMI 83000 SilfurtelgM Sölustión Auöunn Hermannsson, Kristján Eiriksson hæstaréttarlögmaöur Til sölu Járnvarið timburhús Til sölu er þetta fallega hús staösett í Hafnarfiröi. Stærö þess er 172,4 m2 og stækkunarmöguleikar miklir. Bílskúrsréttur er viö husið. Lóðin er stór og fyrirkomulag skemmtilegt. Mjög athyglisverö eign sem gefur ótakmarkaöa möguleika. Nánari upplýsingar í síma: 25977, 25972, 54731. HÚSEIGNIN "55 Sími 28511 Opið í dag, verðmetum eignir sam- dægurs. Einbýlishús Mossfellssveit Hæö og kjallari 240 fm plús söklar að búlskúr, húsið er timburhús á steyftum kjallara, nýtt, verð kr. 2,3 millj. Skipti koma til greina. Hótel til sölu Veitinga og gistihús í fullum rekstri. 19 ára steinhús uti á landi samtals 320 fm á einni hæö, 6 gistiherb. Stór (50—60 manna) salur, auk þess 5 herb. íbúö í húsinu, bílskúr, allur búnaður fylgir með, verö 1,6 millj. Kleppsvegur — 3ja herb. 90 fm í lyftublokk við Kleppsveg mjög vönduð íbúð, gott skápa- rými.suðu svalir. Verö 900—1 millj. Hraunbær — 2ja herb. Vönduð 2ja herb. íbúð á 2. hæð við Hraunbæ. 67 fm. Verö 700 þús. Dalsel 7—8 herb. 160 fm íbúð á tveim hæðum 6 svefnherb. Verð 1.6—1.7 millj. Gamli bærinn — verö aöeins 750 þús. 85 fm hæð og ris allt sér í gömlu steinhúsi. Stórar stofur, stórt barnaherb., og eldhús á hæðinni. í risi stórt svefnherb., og bað. Verð aðeins 750 þús. Njálsgata — 4ra herb. efri hæö verö 750 þús. 75 fm efri hæð í þríbýli í skemmtilegu eldra járnklæddu timburhúsi. Verð 750 þús. Hraunbær — 4ra herb. 110 fm á 4. hæð. Mjög vönduð, sér smíöaöar innróttingar. 3 svefn- herb., stofa með suður svölum. Þvottahús í íbúðinni. Verð 1.100 þús. Skiþti koma til greina á góðri 3ja herb. íbúð í Þingholtunum. li ) HÚSEIGNIN Skólavörðustíg 18, 2. hæð. Pétur Gunnlaugsson, loglræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.