Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 39 • Zico númer 10 til vinstri skorar fyrsta mark Brasilíu gegn Argentínu. Killol í markinu kemur engnm vömura við og boltínn þenw út netið. V-Þýskaland sigraði 2 — og á nú góöa möguleika á aö komast áfram PIERRE Littbarski og Klaus Fischer voru valdir i vestur-þýska landsliðið aftur i leikinn gegn Spáni i gær- kveldi og héldu þeir upp i það með því að skora mórk liðsins. Þjóðverj- arnir sigruðu í leiknum með tveimur mörkutn gegn einu og var staðan í halfleik 0—0. Leikið var fyrir framan 90.000 áhorfendur á Santiago-vellinum í Madrid og virkuðu Þjóðverjarnir taugaóstyrkir til að byrja með. Síðan hresstust þeir og voru mun ákveðnari en heimaliðið. Þeir fengu sæmileg færi en nýttu þau ekki sem skyldi. Spánverjar áttu einnig sín færi og eftir hálftíma leik átti Carlos Santillana gott skot rétt framhjá. Fyrsta markið kom á 50. mín- útu. Wolfgang Dremmler, sem átti frábæran leik á miðjunni hjá Þjóðverjum, átti þá hörkuskot af löngu færi á markið. Arconada varði en hélt ekki knettinum sem hrökk til Littbarski og átti hann ekki í neinum vandræðum með að pota honum yfir línuna af stuttu færi. • Klans Fischer skoraði annað mark V-Þýskalands i gærkvöldi gegn Spáni. Þetta var fyrsta mark Fischers í keppninni til þessa en hann hefur lítið leikið með. Littbarski átti allan heiðurinn af seinna markinu sem Klaus Fischer gerði á 75. mínútu. Spán- verjarnir minnkuðu ekki muninn fyrr en á 81. mínútu er Jesus Zam- ora skoraði með skalla. Þjóðverjarnir voru mun betra liðið í leiknum og var sigur þeirra öruggur, og eiga þeir nú góða möguleika á því að komast í und- anúrslitin. Það veltur þó allt á leik Englands og Spánar á mánudag- inn. Vinni England þann leik með tveggja marka mun komast þeir áfram, annars Þjóðverjarnir. Spánverjarnir eiga ekki mögu- leika lengur. Liðin voru þannig í gær: Vest- ur-Þýskaland: Schumacher, Kaltz, Förster, Stielike, Förster, Briegel, Breitner, Dremmler, Littbarski, Rummenigge, Fischer. Spánn: Arconada, Camacho, Gordillo, Al- esanco, Tendillo, Alonso, Zamora, Urquiaga, Juanito, (Lopez Ufarte á 46. mínútu), Santillana, Quini, (Sanches á 65. mínútu). „Eigum góðan möguleika" „LEIKURINN var drengilega leik- inn nema síðustu mínúturnar er Arg- entínumenn höguöu sér eins og villi- menn," sagði Tele Santana, þjálfari Brasilíumanna, eftir leikinn við Arg- entínu í gær. „Við eigum mjög góða möguleika á að hreppa heimsmeist- aratitilinn, þrátt fyrir að enn eigum við eftir að leika gegn mjög erfiðum mótherjum," bætti hann við. „Við vorum betri í síðari hálf- leiknum, en þeim fyrri því sjálfs- traust okkar óx stöðugt. Við erum afskaplega ánægðir með úrslitin þar sem okkur nægir jafntefli gegn ít- alíu." sagði Santana. Eins og annars staðar kemur fram meiddist Zico í leiknum en talið er öruggt að hann geti leikið gegn Italíu á mánudag. „Hann meiddist í vöðva, rétt fyrir neðan hné en hann er ekki' brotinn, og með réttri meðferð ætti hann að vera klár í næsta leik," sagði þjálf- arinn. Argentínsku leikmennirnir yfir- gáfu leikvanginn fljótlega eftir leikinn og neituðu að tala við fréttamenn. Menotti, þjálfari þeirra, sagði: „Það var enginn ruddaskapur í leiknum þó hann hafi verið spilaður kröftuglega. Þannig leika karlmenn." Hann bætti við: „Brasilía er með mjög gott lið, sem getur án nokkurs vafa orðið heimsmeistari ef það heldur áfram að spila eins og það gerir nú." Keegan meö gegn Spáni? „ÉG ER búinn að leika tennis á hörðum velli og kenndi mér einskis meins. Ég veit ég er orðinn góður af meiðslunum og vona innilega að ég getí tekið þitt í leiknum gegn Spin- verjum," sagði Kevin Keegan fyrir- liði Englands í samtali við frétta- stofu AP, en hann hefur sem kunn- ugt er átt við meiðsli í baki að stríða. Til þess að leita læknis skaust hann m.a. til Hamborgar og heimsótti þar lækni nokkurn sem hann þekkir. Ron Greenwood, þjálfari enska landsliðsins, hefur ekkert látið hafa eftir sér um möguleikana á því að Keegan leiki gegn Spánverjum, i mánudag. Án kappans hefur enska liðið gert það gott, unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli. Talið er líklegt að ef Keegan verður með, verði það einungis sem varamaður. EKKERT verður leikið i heimsmeistarakeppninni í dag, en i morgun verða tveir leikir i dagskri. Sovétríkin og Pólland leika í A-riðli kl. 19.00 og Norður-írland og Frakkland leika í D-riðli kl. 15.15. Á minudaginn verða einnig tveir leikir og eru það þeir síðustu í milli- ríðlunum. Spinn og England spila kl. 19.00 og Brasilia leikur gegn ítalíu kl. 15.15. FIMM leikir fara fram í 1. deildarkeppninni um helgina, og þrír leikir í 2. deild: Laugardagur 3. júlí kl. 1. deild Akranesvöllur — ÍA:Víkingur 14.30 1. deild Akureyrarvöllur — KA:UBK 14.00 1. deild Keflavíkurvöllur — ÍBK:ÍBÍ 14.00 1. deild Laugardalsvöllur — Fram:ÍBV 16.00 2. deild Kaplakrikavöllur — FH:Þróttur N. 16.00 2. deild Laugardalsvöllur — Fylkir:Völsungur 13.00 2. deild Vopnafjarðarvöllur — Einherji:Skallagrímur 14.00 Sunnudagur 4. júlí 1. deild Laugardalsvöllur — ValunKK 20.00 =*M^W^ÆÆÆ ¦¦ Æf'BS/wl r Jl^mim ¦^I^^Hr vW m m Stórleikur í dag á Laugardalsvelli kl. 16.00. BV Fylkjum liði Framarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.