Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 37 TEE AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS r ¦¦•'•t-mí'Vh',•¦-. ¦; Þessir hríngdu . . %wtf* Einu besta fimleikafélaginu úthýst 7255-2202 hringdi: „Til hamingju Hafnfirðingar. Eitt árið úthýsum við einu besta fimleikafélagi íslands með æf- ingar. Já, fimleikafélagið Björk; þær eru margfaldir íslandsmeist- arar og bikarmeistarar, en geta ekki æft nema takmarkaðan tíma á árinu. Lokaðar úti úr húsum Hafnfirðinga yfir sumartímann. Til frekari fróðleiks, þá gátu Hafnfirðingar ekki sent stúlkur á alþjóðlegt fimleikamót í Sviss nú í sumar. Samt sem áður er það ekki aðalatriðið, heldur hitt, að með- limir fimleikafélagsins Bjarkar standa ekki jafnfætis óðrum fim- leikaféiögum. Best væri að athuga eða huga að því, að senda meðlimi Bjarkar á æfingu til annarra fé- laga. Gerpla og Fylkir, gangi ykk- ur vel í Sviss." Hálfgerð móðgun 2044-1747 hringdi vegna mynd- ar, sem birtist af tveimur starfs- mönnum Pósts og síma í Morgun- blaðinu í gær. „Þarna eru starfs- menn Pósts og síma, að horfa á leik N-írlands og Austurríkis, sem fram fór á fimmtudag. Fyrir utan það, að mér finnst hálfgerð móðg- un við hina fjölmörgu knatt- spyrnuunnendur að birta mynd af þessu í blaðinu og ýfa þannig upp svekkelsið, þá finnst mér myndin sýna best, hvað aðstandendur sjónvarpsins eru illa starfi sínu vaxnir og ófyrirhyggjusamir. Það hefði verið lít.ið mál að gefa áhugamönnum kost á að fylgjast með þessari keppni í fríi sjón- varpsins." „Myndi kosta þá starfið ef ég fengi ad ráða" 7860-5510 hringdi: „Ég tel, að knattspyrnuáhuga- menn séu stór hluti sjónvarps- glápenda. Stór hluti þess hóps borgar sín afnotagjöld, svo að segja, aðeins til þess að geta horft á knattspyrnuþætti sjónvarpsins og þá kannski aðrar íþróttir. Sam- kvæmt mínu áliti, nægja þessi af- notagjóld til þess að standa undir stærri mola, en dottið hefur af borði útvarpsráðs, og öðrum borð- um ríkisfjölmiðlanna, til þessa. En nú finnst mér fyrst ég höggva í harðan skalla. Það að sjónvarps- menn hafa ekki gert heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu betri skil, en raun ber vitni, myndi kosta þá starfið, ef ekki þyngri dóm, ef ég fengi einhverju að ráða, eða þá mínir kollegar." Útvarpið og afvopnun í austri og vestri Velvakandi góður! I hádegisútvarpi 30. júní talaði Einar Örn Stefánsson fréttamað- ur um kjarnorkuviðræður í Genf. Hann hafði mörg orð um svokall- aða friðarhreyfingu á Vesturlönd- um, fundahöld hennar og þrýsting á ráðamenn vestan tjalds. Svo undarlega vildi til að hann sagði ekki eitt einasta orð um friðar- hreyfingu þá, sem stofnuð var í Sovétríkjunum nýlega og reynt hefur að andæfa kjarnorkuvíg- búnaði austan tjalds. Hvers vegna skyldi fréttamað- urinn ekki hafa lýst nema annarri hliðinni á þessum málum? Af hverju segir hann ekki frá því, að þeir menn, sem gert hafa kröfu um afvopnun austan tjalds hafa sætt handtökum og ofsóknum yf- irvalda eins og lesa hefur mátt í blaðafréttum undanfarnar vikur? Reynsla þessarar sovésku frið- arhreyfingar sýnir best, hve ójafn leikurinn er fyrir þá, sem berjast fyrir afvopnun á Vesturlöndum og í Austur-Evrópu. Hún segir okkur líka að þótt almenningur vestra knýi fram niðurskurð á vígbúnaði, mun ekkert slíkt gerast fyrir aust- an. Þar er fólkið einfaldiega ekki spurt og hefur engin tök á því að hafa áhrif á ráðamennina. Ætla fréttamenn ríkisútvarpsins að leyna þessari staðreynd? Hafa þeir ef til vill aðeins áhyggjur af kjarnorkusprengjum NATO? H.K. ? human w&?/ GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Það er garður beggja megin við húsið. Rétt væri: Það er garður báðum megin við húsið. Eða:... beggja vegna við húsið. Ánægð með sitt Hún fékk poppkorn og blöðru á sjómannadaginn og trúlega aftur á 17. júní þessi unga snót úr Vestmannaeyjum. Hún fór ekki fram á meira þá dagana, var ánægð með sitt hlutskipti. (Ljósm. Sigun?eir.) ALLTAF A SUNNUDOGUM OG EFNISMEIRA BLAD! DANIEL BRUUN hermaöur, fornleifafræöingur, rithöfundur ÁRBÆJARSAFN 25 ÁRA Kvikmyndaleikkonan ROMY SCHNEIDER JAMES JOYCE Umdeildur í lifanda lífi — frægur látinn Ittairgrotftlfafttft Simnudagurínn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.