Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 11 Árásaraðilar en ekki vopn skapa stríðshættu vnsnnnK- — sagði Margaret Thatcher á afvopnunarþingi SÞ eftir Birgi ísl. Gunnarsson Árásaraðílar, en ekki vopn skapa stríðshættu — sagði Margaret Thatcher á afvopnunarþingi SÞ. Fyrri hluti afvopnunarráð- stefnu SÞ einkenndist af ræðu- höldum fulltrúa fjölmargra þjóða, sem aðild eiga að SÞ. Þeim al- mennu umræðum lauk síðari vik- una, sem íslenskir þingmenn sátu ráðstefnuna, en þá viku fóru nefndarstörf einnig í fullan gang. I grein hér í Mbl. þ. 25. júní sl. gerði ég nokkra grein fyrir um- ræðum og þingstörfum fyrri viku okkar þingmanna í New York. Hér verður nokkuð fjallað um viðburði síðari vikuna. Almennu umræðunni lauk mið- vikudaginn 2. júní. Þá vikuna vakti mesta athygli ræða Margar- et Thatcher, forsætisráðherra Bretlands. Kvað nokkuð við annan tón í ræðu hennar en hjá flestum öðrum ræðumönnum. Flest ríki, einkum í þriðja heiminum, lögðu áherslu á að kjarnorkuvopnakapp- hlaup Bandaríkanna og Sovétríkj- anna væri mesta ógnunin við heimsfriðinn. Thatcher sagði hinsvegar: „Aðalógnun við heims- friðinn liggur ekki í tilvist ákveð- inna vopnategunda. Hættan liggur í aðgerðum sumra ríkja, sem beita önnur ríki valdi." M.ö.o. það eru ekki vopnin heldur árásaraðilarn- ir, sem valda stríði. Thatcher sagði einnig: „Enginn myndi sigra í kjarnorkustríði ... Þessi vopn hafa hins vegar til þessa skilað þeim árangri að þau hafa hindrað stríð. í 37 ár hafa kjarnorkuvopn verndað friðinn á milli austurs og vesturs." Síðar sagði hún: „Hlutverk okkar er að virkja tilveru kjarnorkuvopna í þágu friðar eins og við höfum gert í hálfa mannsævi. í því verkefni ber kjarnorkuveldunum skylda til að sína hógværð og ábyrgð. Eg tel að aðalhlutverk þeirra ríkja, sem ekki hafa kjarnorkuvopn sé fólgið í því að viðurkenna að frekari dreifing kjarnorkuvopna til fleiri þjóða getur ekki verið leiðin til friðvænlegri heims." Enn sagði Thatcher: „Síðan Nagasaki (1945) hefur engin deila komið upp í heiminum þar sem kjarnorkuvopn hafa verið notuð. Hins vegar hafa á þessum tíma verið háð um 140 stríð, þar sem venjulegum vopnum hefur verið beitt og í þeim hafa 10 milljón manna dáið ... Fá ef nokkur af þessum 140 stríðum má rekja til vígbúnaðarkapphiaups." Thatcher dró úr þeim fullyrð- ingum, sem einkum kornu frá ríkj- um þriðja heimsins, að fjármagn það, sem færi í kjarnorkuvopna- kapphlaupið gæti stórlega bætt efnahagsástandið í heiminum, ef því fjármagni væri veitt í þróun- arverkefni. Um það sagði hún: „Kjarnorkustríð er hræðileg ógnun, en stríð með venjulegum vopnum er hræðileg staðreynd. Ef við drögum úr hernaðarútgjöldum í heimi, þar sem margir eru hungraðir og margt annað þarf að gera, þá ætti gagnrýni okkar og gerðir fyrst og fremst að beinast að venjulegum vopnabúnaði, en hann tekur um 90% allra hernað- arútgjalda í heiminum." Thatcher tók sérstaklega fram, að þrátt fyrir þessi raunsæju orð sín vildi hún afvopnun og stjórn á vopna- búnaði undir eftirliti. Þegar fulltrúar hinna einstöku Hinir þrír eru enn til staðar og bíða þess að verða „færðir á stall". En í landlegum var það ein helsta skemmtun sjómanna að fást við þessa steina, ekki síst þegar þeir voru í blautum sjó- klæðum, hefja þá á loft og leggja frá sér á stall einn þar hjá. Þannig var manndómspróf þeirra tíma. Norðan við víkina gengur hár og breiður hraunhryggur fram í sjó. Heitir hann Suðurbarði eða Víkurbarði. Yfir þennan hrygg liggur leiðin í Dritvík, sem er þar rétt fyrir norðan. Fram af Suðurbarða, Dritvíkurmegin, er mikill klettur úti í sjó sem heitir Tröllakirkja. Þar er hellir og segir sagan, að Bárður Snæfells- áss hafi stigið fyrst á land í Dritvík og framið blót í hellinum sér tíl heilla, eftir siglinguna yfir hafið frá Noregi. Og þá erum við koniin í aðal- verstöðina. Fróðir menn telja að á 16. öld hafi útgerð hafist í Dritvík og þaðan hafi verið róið allt fram á miðja síðustu öld eða í um það bil 300 ár. Vitað er að milli 60 og 70 bátum, sex- og áttæringum, var róið þaðan þegar umsvifin voru mest og þá munu sjómenn- irnir hafa verið allt að 400, auk alls þess fólks, sem starfaði í landi við verkun aflans og ýmis önnur störf. Sandurinn í botni víkurinnar nefnist Maríusandur og klettar tveir úti á víkinni eru kallaðir Bárðarskip og Bárðar- trúss. Bendir það til þess að þau tvö, María mey og Bárður Snæ- fellsáss, hafi verið verndarar Dritvíkur. Innsiglingin var mjótt sund milli Bárðarskips og Dritvíkurbjargs, sem er utan- vert við víkina. Hún var afar hættuleg í ólgusjó og mátti engu skeika, svo illa færi. En þegar komið var inn fyrir Bárðarskip, á Pollinn svonefnda var legan trygg. Síðan voru skipin dregin upp á sandinn og raðað þar hlið við hlið. Ekki eru miklar menjar sjá- anlegar nú um þetta mikla og merkilega athafnalíf. Vitað er um nöfn á nokkrum þurrabúðum sem stóðu í lægð í hrauninu upp af Pollinum. Við manntal 1703 bjuggu í Dritvík 33 manns. Á víð og dreif á hraunkambinum voru svo búðir vermanna. Þær voru hlaðnar úr grjóti, mosa troðið í glufurnar og sandi mokað að. Brekán og segl voru notuð m.a. í þakið. Þannig var aðbúnaðurinn. En uppi í hrauninu sjást enn leifar af grjóthleðslunum þar sem fiskurinn var þurrkaður og hertur. I Dritvík var ekkert vatn að fá, svo menn urðu að sækja það í Djúpalón og bera það eftir götunni yfir Suðurbarðann. Hér hefur aðeins verið drepið á örlítið brot þeirrar sögu, sem gerðist í þessari fornu verstöð. Væri það ekki verðugt verkefni fyrir lagtæka áhugamenn að gangast fyrir endurbyggingu nokkurra þessara búða í sömu mynd og þær voru í áður fyrr? Það framtak yrði áreiðanlega vel þegið. Og á leiðinni til baka að bíln- um er sjálfsagt að rifja upp hið snjalla erindi Jóns Helgasonar úr kvæðinu Áfangar en það er svona: Nú er í Dritvík daufleg vist, dningalegt nesio kalda. Sjási ekki lengur seglin hvít sjóndeildarhringinn tjalda. Trifllakirkjunnar tíoasöng tóna þau Hlér og Alda. Fullsterk mun þungt ao færa á stall, fáir sem honum valda. ríkja höfðu flutt ræður sínar, fengu fulltrúar ýniissa samtaka og stofnana að taka til máls. Tóku þau ræðuhöld tvo daga. Meðal ræðumanna í þeim umræðum var Olof Palme, fyrrverandi forsætis- ráðherra Svía, en hann kynnti niðurstöður sérstakrar sjálfstæðr- ar afvopnunarnefndar, sem hann veitti forstöðu og í áttu sæti ein- staklingar frá ýmsum hlutum heims. Tillögur þeirrar nefndar eru í mörgum liðum. Sá Iiður, sem e.t.v. hefur vakið hvað mesta at- hygli í Evrópu er tillaga um belti sín hvoru megin við landamæri Austur- og Vestur-Evrópu, þar sem ekki yrðu staðsett nein kjarn- orkuvopn, sem ætluð eru til nota á vígvöllum. Jafnframt því sem ræðuhöld fóru fram í fundarsal alisherjar- þingsins fóru nefndir afvopnunar- þingsins í fullan gang þessa viku. Þingið starfar í þremur aðal- nefndum og tvær þeirra skipta sér í sex undirnefndir. í þessum nefndum er reynt að ná samkomu- lagi um samhljóða ályktanir þingsins. Athygli vakti að full- trúar ýmissa smærri ríkja höfðu sig mjög í frammi í nefndunum. Nefndarmenn hafa fengið í hend- ur drög að ályktunum, sem sérstök undirbúningsnefnd 78 ríkja hafði unnið. Þar eru sérstaklega auð- kennd öll þau atriði, sem ágrein- ingur var um í undirbúningsnefnd og settar fram hugmyndir að text- um, þar sem fram koma hin ýmsu sjónarmið, sem tekist er á um. Hætt er við að áhuginn á mála- miðlun gera endanlega texta út- vatnaðan og merkingarlítinn í sumum atriðum a.m.k. Þó var að heyra að ýmsar þjóðir vildu frekar láta ganga til at- kvæðagreiðslu heldur en að þynna textann um of, en í slíkri atkvæða- greiðslu, þar sem hvert ríki hefur eitt atkvæði, er líklegt að stórveld- in yrðu undir. Sú niðurstaða myndi fyrst og fremst hafa póli- tíska þýðingu, en vafasamt er um raunhæfan árangur. Niðurstöð- unnar er beðið með nokkurri eftir- væntingu, þó að flestir geri sér grein fyrir að líklegri vettvangur til raunhæfrar afvopnunar séu þær sérviðræður, sem nú fara fram milli stórveldanna um ein- staka þætti vígbúnaðar. Fyrirhugað er að afvopnunar- þinginu ljúki föstudaginn 9. júlí, en þó gæti það dregist fram á þá heigi. LÍKLEófl HEFfll '~^N HBNNDrDÚR ^v HLRTRIEFPEIR HEF0U 5TEIKT HRNN LIFRNDI . SUMAR BUSTADALAND áglæsilegum stað, eignarland midsvædis i Borgarfiröi Höfum til sölu mjög skemmtilegt svæði undir sumarbústaði. Svæðið er skipulagt sem sumarbústaðaland, skógi og kjarri vaxið eignarland, aðeins 50 km frá Akranesi. Hægt er að fá 2500-5000 fermetra á mjög góðu verði. Einnig útvegum við mjög góða sumarbústaði 30 m2, 36 m2, 42 m2, á hvaða byggingarstigi sem er, eftir óskum kaupanda. Upplýsingar á skrifstofu okkar milli kl. 09.00-17.00 alla virka daga og milli kl. 13.00-15.00 tvær næstu helgar. Sigurjón og Þorbergur h/f Akranesi - Sími 93-2722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.