Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 36
ást er... ... að finna til unaðar yfir móð- ureðlinu. TM Reo U S Pat Off -all riflhts reserved «1982 los Angeles Tlmes Syndicate Heppinn eða hitt þó heldur að úr öllum þessum mikla fjólda lög- fræðinga skulir þú einmitt hitta á mig! 17. dagur. Hungrið sverfur æ meira að mér og ég er farinn að sjá ofsjónir. Siggi breyttist i morgun í svínslæri... „Margt er það sem miöur fer" HÖGNI HREKKVÍSI HÖGMi------AAATUR / Ágæti Velvakandi! „Margt er það sem miður fer," er upphafið að gamalli vísu, og var hún talin allgóð á sínum tíma, enda til hennar vandað á flesta lund. Reyndar er nú þetta atriði lítil nýlunda hér á landi og sjálf- sagt víðar, en sennilega er það hreint einsdæmi, að þjóðarskútan sé látin reka á reiðanum svo árum skiptir, og verðbólgan sömuleiðis, óllum þegnum þjóðfélagsins til bölvunar og niðurlægingar — inn- anlands og utan-. Verðhækkanir dynja á svo til daglega og hið opinbera gengur á undan með pálmaviðargrein í hendi. Jafnvel eitt lítið frímerki heldur ekki gildi sínu nema viku í senn og bætt er á skattþunga almennings nýjum og nýjum skammarstrikum mánað- arlega eða svo, án þess að nokkur maður viti með hverju fólkið á að borga. Hins vegar gengur enginn þess dulinn, að mikið þurfi til að standa straum af hinum miklu út- gjöldum ríkisins, ekki síst fólks- haldinu, sem er helmingi meira en nokkurt vit er í — og alltaf er fleirum og fleirum bætt á jötuna, til þess að skaffa þeim „bita", sem ekki nenna að vinna. Fast er ruðst um í launastiganum og keppst um þrepin, sem eru á milli 20 og 30 í staðinn fyrir 2 eða 3 — og harð- svíraðir fjárkúgarar heimta stöð- ugt meiri peninga af gjaldþrota atvinnufyrirtækjum, er borga að vísu með lántökum alla háðungina svo vitlaust, sem það er, og öllum mikillar bölvunar, því ekkert er hægt að gera við allt þetta öng- þveiti nema hleypa því út í verð- lagið. Svo eru fíflalætin hafin að nýju, æ ofan í æ. Gjaldeyri virðist sóað í hreint gegndarleysi — nýj- um togurum lagt við bryggju og gljáandi bifreiðum kastað á rusla- haugana eftir 2ja ára notkun, eða stundum tæplega það. Erlendum vörum af mörgu tagi er hrúgað inn í landiö á kostnaö innlendra, án þess að gæðamat sé uppkveðið og veikbyggðar atvinnugreinar þar að lútandi jafnaðar við jörðu — af ráðnum hug. Síðasta loðnu- torfan hefur þegar verið sett í bræðslupottinn og þeir fáu þorsk- ar, sem þvælast hungraðir um Strandagrunn og flotamið hafa ekki einu sinni frið til að auka kyn sitt á Selvogsbanka, vegna harðr- ar atlögu þeirra, sem vita ekki hvað þeir eru að gera. En „fátt er svo með öllu illt að ekki fylgi nokkuð gott", segir gamalt mál- tæki, og það er sannanlega ekki út í hött í þessu tilfelli, eftir því sem best verður séð, því allt flýtur á meðan það ekki sekkur. Þó er það nú samt svo, að fólkið er síður en svo ánægðara nú en það var fyrir 60 árum, að því er virðist a.m.k. Hér fjölgar drykkjusjúkum jafnt og þétt, sömuleiðis eiturlyfja- neytendum hvers konar, svo og af- brotafólki, sem eigi kann fótum sínum forráð á neinn hátt og læt- ur sér fá óhæfuverk fyrir brjósti brenna, oft á tíðum. Þessu fólki öllu er sjálfsagt erfitt að koma til hjálpar, því miður, nema með guðs hjálp og góðra vætta. Valtýr Guðmundsson Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina sem þeim liggur á hjarta — eða hringja milli kl. 10 og 12 mánudaga til föstu- daga. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð. Þeir, sem ekki koma því við að skrifa, slá þá bara á þráðinn og Velvakandi kemur orðum þeirra áleiðis. Nöfn, nafnnúmer og heimilisföng þurfa að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Kynnið unglinga- hljómsveitirnar Kæri Velvakandi! Þessar línur eru m.a. skrifaðar til þeirra háu herra sem sitja í Útvarpsráði. Ég spyr: Er ekki hægt að skjóta tíu til fimmtán mínútna þætti inn í dagskrá Út- varpsins eða Sjónvarpsins, sem kynnti allar þær unglinga- hljómsveitir, sem hér spretta upp eins og gorkúlur út um hvippinn og hvappinn. I Kópavogi eru t.d. unglingahljómsveitir algengar og að mínu mati skipaðar mjög góð- um tónlistarmönnum, svo sem „Útrás" og „Te fyrir tvo", sem fram kom í Stundinni okkar ekki alls fyrir löngu. Einnig má hér nefna „Presto", „Nautn", „Nast" og „Óli madda", „Neskamess" og kvennahljómsveitina „Toffies". Allt eru þetta mjög hressir krakk- ar sem þurfa á góðri kynningu að halda. En þetta voru aðeins hljómsveitir í Kópavogi. Miklu fleíri eru til í Reykjavík og víðar. Ef hvergi finnst tími til þess að skjóta áðurnefndu inn, finnst mér það sýna brýna þörf á frjálsu út- varpi. J.K.S., ungur tónlistaráhugamaður Þessir þurfa varla kynningar við, en bréfritara finnst íslenskar unglinga- hljómsveitir fá litla kynningu í ríkisfjölmiðlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.