Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JULI 1982 fHsrgtttiM&foífc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuoi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. ísafjörður Bolungarvík Isafjörður hefur verið höfuðstaður Vestfjarða og mikil- væg þjónustumiðstóð við nærliggjandi héruð allar götur síðan þéttbýli fór að myndast í landinu. Á morgni aldar- innar (1901) vóru ísfirðingar þegar orðnir um 1200 talsins og vóru'þá aðeins tveir byggðakjarnar fjölmennari í land- inu: Reykjavík og Akureyri. Enn í dag er ísafjörður í hópi mikilvægari framleiðslustaða í þjóðarbúskapnum, þó fólksfjölgun hafi verið örari á ýmsum stöðum — og Vest- firðir státi nú af fleiri þéttbýliskjörnum. Á ísafirði búa nú um 3.400 manns. Þar af eru milli 1.600 og 1.700 á starfsaldri. Tæplega 40% vinnandi fólks sinnir störfum í sjávarútvegi, veiðum og vinnslu, sem er óvenju hátt hlutfall, og hafa ísfirðingar verið í framvarðarsveit hagræðingar og tækninýjunga í sjávarútvegi, ekki sízt í frystiiðnaði. Isafjörður skilar hlutfallslega stærra fram- lagi í útflutningsframleiðslu og gjaldeyristekjum þjóðar- búsins en mörg fjölmennari byggðarlög. Fyrir nokkrum áratugum var Alþýðuflokkurinn ráðandi afl á ísafirði og flaggaði óspart hugmyndum um opinberan rekstur í atvinnulífi. Hugmyndir flokksins í þeim efnum fengu nokkra reynsluprófun, sem ekki þótti gefa góða raun — en skiluðu engu að síður mikilvægum lærdómi. Það var síðan framtak einstaklinga, og samtaka á þeirra vegum, sem byggðu upp atvinnulífið á Isafirði og í nágrannabyggð hans, Bolungarvík, og óvíða er atvinnulíf traustara — og húsakynni fólks eða almennar tekjur jafnbetri en á þessum stöðum. Það er svo önnur og dekkri hlið á tilverunni, að mál hafa þróazt þann veg í sjávarútvegi, undir vinstri stjórnum undanfarin ár, að rekstraröryggi í útgerð og fiskvinnslu er nú minna og í meiri hættu en nokkru sinni — með tilheyr- andi áhrifum á og afleiðingum fyrir atvinnu- og afkomuör- yggi viðkomandi fólks. I sveitarstjórnarkosningunum 22. maí sl. fékk Sjálfstæð- isflokkurinn 43,9% atkvæða í Bolungarvík og 39,9% á ísa- firði — og fjóra fulltrúa af 9 kjörna á hvorum staðnum um sig. Hér vantar herzlumun í hreinan flokksmeirihluta. Þessi úrslit spegla pólitísk viðhorf fólks og reynslulærdóm í þessum tveimur kaupstöðum Vestfirðingafjórðungs. Vestfirðir AVestfjörðum búa á milli 10 og 11 þúsund manns, eða aðeins 4,6% þjóðarinnar. Rúmlega 5.000 manns eru á vinnualdri. Þar af starfa rúmlega 43% í sjávarútvegi, veið- um og vinnslu, sem er hærra hlutfall en í sambærilegum landshlutum. Þessi 4,6% þjóðarinnar, sem á Vestfjörðum búa, skila um fjórðungi þeirrar freðfiskframleiðslu, sem flutt er á erlenda markaði á vegum SH. Hlutfall Vestfirð- inga í freðfiskútflutningi á vegum SÍS mun eitthvað lægra. Ekki er þó langt frá lagi að áætla, að um 30% freðfisksút- flutningsins komi frá þessum 4,6% þjóðarinnar. Afkoma þjóðarinnar í bráð og lengd byggist á því, að viðhaldið sé byggð í landinu öllu, sem er forsenda þess að hægt sé að fullnýta þær auðlindir Iands og lagar, er lífs- kjörum þjóðarinnar ráða. Sjávarplássin, sem mynda verð- mætakeðju um gjörvalla strandlengju landsins, byggja mörg hver helft tilveru sinnar á nærliggjandi landbúnað- arhéruðum. Þannig skarast þessir meginþættir þjóðar- búskaparins. En nýting fiskstofna og markaður búvöru er hvorttveggja skýrum takmörkunum háð. Þessvegna þarf orkuiðnaður að koma til sem ný stoð undir lífskjör í land- inu. Vestfirðir eru fátækari að jarðvarma en aðrir landshlut- ar. Margfaldur húshitunarkostnaður með olíu — saman- borið við verð á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu — veld- ur óumdeildum lífskjaramismun. Þann mismun verður að minnka, annaðhvort með skattfrádrætti eða með öðrum hætti. Víða kalt og léleg sp Patreksfjörður: Miklar framkvæmdir við fjarvarmaveitu ralnksfirrti, l.júlí. Miklar rramkvæmdir standa nú yfir á Patreksfírði viö fjarvarmaveitu fyrir staðinn á vegum Orkubús Vestfjaröa. Allur innri hluti þorpsins er í tak- inu í þessu verkefni sem nú stendur en það er Sigtún, Brunnar, Hjallar, Aðaistræti frá apótekinu og inn að Mikladalsá og ennfremur Mikla- dalsvegur. Það er Múli hf. á Patreksfirði sem vinnur þetta verk fyrir Orkubú Vestfjarða en fyrirsvarsmenn Múla eru Ólafur Bæringsson, Björn Guð- mundsson og Gísli Ólafsson. Við svona framkvæmdir, skurð- gröft og annað, vill oft fylgja mikill sóðaskapur en verktakar við þetta verk virðast leggja sig alla fram að vinna þetta á sem snyrtilegastan máta. Er sómi að allri vinnutilhögun þeirra svo og frágangi. Finnst mér rétt að geta þessa sér- staklega, þar sem venjulega stendur ekki á aö finna að, en minna um að þess sé getið ef vel er staðið að verki. Páll Neskaupstaður: Þorskurinn ekki horfinn „Nú fiska togararnir. Barði var að koma inn með 150 tonn, mest þorsk," sagði Ásgeir Lirusson, fréttaritari Mbl. á Neskaupstað í gær. „Núna er Bjartur að rótflska og Birtingur var að fara út, þannig að þorskurinn er ekki aldeilis horfinn." Ásgeir sagði að veðurfar hefði verið fremur leiðinlegt að undan- förnu, þó hefði hitinn komist upp í 20 stig sl. fimmtudag. Kvað hann bændur í Norðfjarðarsveit ekki sjá fram á mikinn heyfeng í sumar því mikið kal væri í túnum. Akureyri: Sumarið seint á ferðinni „Það hefur ekki komið rigningar- dropi hér í vor svo heitið geti," upp- lýsti Víkingur Guðmundsson frétta- ritari Mbl. á Akureyri. „Veður hefur Harþokan, sem lengi hefur verið kennd við Austfirði hcfur að vanda heimsótt firði þar eystra í sumar. Hefur hún lætt sér inn á firðina fyrrihluta dags og birgt mönnum þar sólarsýn. Hér má sji hana læðast inn með Norðfirði og hylja sýn til I lellisfjarðar og Viðfjarðar. Ljósmjnd j.g.k. ver um í rík hef og nót inn tilh þaí ast sag Gni frel spr töh Túi ar sen að : I fyr ekl hej mii rýj Svc til aðs J byí skó á 1 skó hei ið um væi Nú stei gru fra ar kva Samþykkt borgarstjórnar: Næstu byggingarsvæi Grafarvog og í Keldn; Borgarstjórn samþykkti á fundi sín- iim í fyrrakvöld tillögu borgarráðs- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breyt- ingar á framkvæmdaröð aðalskipulags- ins, og ákvað því að næsta íbúðarbyggð í Reykjavík verði á strandsvæðunum við Grafarvog og í Keldnalandi, og á suður- hluta Seláss. Samkvæmt tillögunni verða næstu iðnaðarsvæði við Grafarvog sunnanverðann og austur af Áburðar- verksmiðjunni, en landnotkuh norðan Grafarvogs verður breytt þannig, að fyrirhuguðum iðnaðarsvæðum yst og syðst á Gufuneshöfðanum verður breytt í ibúðarbyggð frá vatnaskilum og til surturs. Þá verður meginhluti þess lands Keldna, sem átti að fara undir framtíð- arstækkun opinberra stofnana, felldur undir ibúðarbyggð. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði tillögu borgarráðsmanna hafa verið lagða fram í borgarráði í framhaldi af stefnubreytingu borgarstjóra í skipulagsmálum, og þær væru beinar afleiðingar kosninganna í vor. Við- skilnaður fyrrverandi meirihluta í skipulagsmálum hefði verið slíkur að engan tíma mætti missa. Borgarbúar hefðu ákveðið í kosningunum, að ekki skyldi byggt upp tii heiða við Rauða- vatn. Þegar hefði verið skipuð nefnd til að athuga með kaup á þeim hluta Keldnalandsins sem ætlaður væri fyrir íbúðarbyggð, og þegar væri haf- in á því athugun hver kosnaður af flutningi Gufuness-radíós yrði, en því færi fjarri, að borgarbúar þyrftu að greiða þann kostnað, ef af flutningi yrði. Davíð sagði brýnt fyrir Reykja- víkurborg að venda sínu kvæði í kross, annars yrði um algjört öng- þveiti í lóðamálum að ræða. Álfheiður Ingadóttir hélt 45 mín- útna ræðu og sagði tillögu sjálf- stæðismanna ótrúlega og einkennast af bráðræði og sýndarmennsku. Ef hún yrði samþykkt myndu vönduð vinnubrögð í skipulagsmálum heyra fortíðinni til. Vandkvæðin við fram- kvæmd hennar væru mörg. Lagði Álf- heiður til að tillagan fengi tvær um- ræður, að skipulagsnefnd yrði fengin hún til efnislegrar meðferðar á milli umræðna, og að umsögn nefndarinn- ar og kort lægju frammi við aðra um- ræðu. Davíð Oddsson sagði þarflaust að senda stefnumarkandi álit meiri- hlutans fyrir skipulagsnefnd á þessu stigi málsins, nefndin fengi málið til meðferðar eftir samþykkt tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Páll Gíslason sagði ýmislegt, sem gerst hafi síðustu mánuði, hafa styrkt borgina gagnvart þeim sem semja þyrfti við um kaup á landi á austur- svæðum, eitt af því væri hin afdrátt- arlausa yfirlýsing borgarbúa í kosn- ingunum, um að ekki skyldi byggt á Rauðavatnssvæðinu. Páll sagði að til greina kæmi að flytja tilraunastöðina á Keldum á brott, ef ekki mætti byggja í námunda hennar vegna smithættu. • Sólrún Gísladóttir sagði tillögu sjálfstæðismanna í raun ekki fela í sér stefnubreytingu, heldur væri að- eins um örlitla breytingu á landnotk- unarröðun frá því í tíð vinstri meiri- hlutans að ræða. Hún sagði að byrjað væri á öfugum enda með því að ætla að reisa nýja borg í austri, og lágði til að kannaðir yrðu fyrst möguleikar á að flytja Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni og reisa þar í staðinn blandaða byggð. Gerður skyldi sam- anburður á göllum og kostum byggð- ar í Vatnsmýrinni og á Norðlinga- holti. Sólrún sagði að ýmsir efuðust um ágæti þess að flytja flugvöllinn, en kostirnir við að byggja á svæðinu væru fleiri en ókostirnir. Byggð í Vatnsmýrinni mundi þétta borgar- myndina, hún færði fólkið nær at- vinnutækifærunum, hún yki á fjöl- breytni í íbúðavali, og mikið mundi sparast í samgöngum. Utandagskrártillaga Sólrúnar var tekin til umræðu, eftir að leitað hafði verið afbrigða, en Davíð Oddsson lagði síðar til að tillögunni yrði vísað til Borgarskipulags og skipulags- nefndar til athugunar, og var það samþykkt með 12 atkvæðum gegn einu. Davíð Oddsson gagnrýndi tillögu- flutning Kvennaframboðsins og sagði það óeðlileg vinnubrögð, svo ekki væri meira sagt, að koma með jafn veiga- miklar tillögur utan dagskrár. Menn þyrftu að kynna sér slíkar tillögur, og því þyrftu menn að vanda sig betur við slíkan tillöguflutning, hér væri gert ráð fyrir að flytja eitt stykki flugvöll rétt eins og hendi væri veif- að. Vilhjálmur Vilhjálmsson minnti á yfirlýsingar fulltrúa fráfarandi meirihluta um að Keldnaland og Grafarvogsland yrðu tekin til bygg- inga þegar Rauðvatnssvæðið og Norðlingaholtið yrði að fullu byggt. Hann sagði fulltrúa Alþýðubanda- lagsins í skipulagsnefnd hafa nefnt engin þau atriði varðandi tillögu sjálfstæðismanna sem borgarskipu- lag eða borgarverkfræðingur þyríftu að athuga á þessu stigi málsins, þótt eftir þeim hefði verið gengið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.