Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 10
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JULI 1982 Gagnkvæm tillitssemi er allra hagur I rnfi'rnarráni hefur borist í hendur skýrsla, sem unnin er i Bandaríkjunum. I*ar eru borin saman sjálfvirkur öryggisbúnaður fvrir ökumann og farþega í fram sæti (sjálfvirk bílbelti í framsætum og púðar er skjótast út úr mæla- boroi vio árekstur), og hin hefö- bundnu þriggja punkta bílbelti, sem búio er aó lögleiöa í mörgum löndum, þar á meðal á íslandi. Höfundar skyrslunnar, þeir Yos- ef Sheffí og Douglas B. Brittain, rannsökuðu tvær hliðar þeirra valmöguleika er til greina komu. í fyrsta lagi var gengið út frá því að viðkomandi öryggis- búnaður væri fyrir hendi í öllum bílum er lentu í slysum. Síðan voru varnaráhrif hvers örygg- isbúnaðar fyrir sig reiknuð út. Þá voru upplýsingar um notkun sjálfvirka búnaðarins og þriggja punkta beitanna mataðar inn í tölvu og fengnar út tölur er tal- ist gætu raunhæfar miðað við að allir bílar væru annaðhvort með sjálfvirk bílbelti, loftpúða eða að löggilding um notkun bílbelta að viðlagðri refsingu væri í gildi. Út frá þeim upplýsingum og öðrum um almenna hegðun og atferli ökumanna voru síðan reiknaðir út möguleikarnir á því hversu mörgum mannslífum hægt væri að bjarga á ári í Bandaríkjunum, miðað við 31.500 dána á síðasta ári. Út- koman úr því reikningsdæmi var þessi: sem bíllinn rekst oftar en einu sinni á, fer veltur eða því um líkt. Annar ókostur við loftpúð- ana er að þá er einungis hægt að nota einu sinni, og kostnaður við að setja nýja í bíla er mjög mik- ill. Þar sem púðar þessir blásast upp við árekstur á aðeins 15—20 kílómetra hraða, yrðu þeir mörgum ökumanninum dýrir. I þeim bílum sem sjálfvirk Áhrif hinna mismunandi öryggiskerfa Ahrif orviíjiis-húnaoar í slvsum Fjöldi híla þar scm kerfin va-ri í notkun vin árrkstur Fjöldi manna scm foroan yrni frá dauna minan vin 31500 á ári sjátfvirk ¦'{ punku belli 55% (45-65%) 55% (45-65%) 9350 (6380-13310) l<oftpúoar áxamt hand-fi'siu ncora tnhi 45% (35-55%) 70% (60-80%) 9920 (6610-13860) Itilht'ltalög mt'o viourlögum 55% (45-65%) 60% (55-70%) 10395 (7800-14330) Tölurnar í svigunum eru hæata og lægsta mögulega tala. Því má segja að með notkun bílbelta sé hægt að bjarga 7800 til 14.330 mannslífum á ári. Frá Umferðarráði Eins og fram kemur af töfl- unni munar um þúsund manns- lífum eftir því hvort besti eða versti kosturinn er valinn. Þó má ætla að þessi munur sé að ein- hverju leyti reiknisfræðilegur, innan óvissumarkanna. Höfundar benda samt á nokk- ur atriði sem mæla með löggild- ingu um notkun hinna hefð- bundnu bílbelta að viðlagðri refsingu frekar en sjálfvirku kerfunum. Um loftpúðana gildir það með- al annars, að þeir þenjast út á einum fertugasta þúsundasta úr sekúndu og tæmast hálfri sek- úndu síðar. Útbúnaðurinn er því að mestu gagnslaus í slysum þar bílbelti eru í notkun, í greininni er eingöngu talað um VW Golf og Chevrolet Chevette, hefur hins vegar komið í ljós við rann- sókn að 25% ökumanna hafa tekið beltin úr sambandi. Þó að gert sé ráð fyrir að þau séu þriggja punkta í rannsókninni, eru þau belti sem nú eru á mark- aðnum eingöngu með skáólum. Stærsti ókosturinn við þessi sjálfvirku kerfi er þó sá, að mati þeirra Sheffi og Brittain, að það tæki um það bil 10 ár að koma þeim fyrir í öllum bílum í Bandaríkjunum. „Á meðan færu 55.000 mannslíf forgörðum," segja þeir félagar. Þeir láta sér samt ekki nægja að færa fram þessi sterku rök fyrir lögbindingu um notkun bílbelta sem besta valkostinum, heldur reikna þeir út kostnaðinn við val hinna ýmsu kosta. Hve hár kostnaðurinn yrði á fram- leiddan bíl miðað við sjálfvirk belti, loftpúða eða lögbindingu um notkun þriggja punkta belta. Eftir að hafa fundið út auka- kostnað á hvern framleiddan bíl, reikna þeir út kostnaðinn miðað við tíu milljónir seldra bíla í Bandaríkjunum á ári. Síðan reikna þeir út hvað það kostar að bjarga hverju mannslífi miðað við öryggisbúnað. Samantekið líta þær niðurstöður svona út: Tölur sem tala sínu máli þriggja punkta beltum í fram- sæti). Það sem er athyglisvert í þess- ari grein, fyrir utan þessar tölur er, að höfundar velta ekki hinni Kostnaður við framkvæmd hinna ólíku öryggisráðstafana Kerfi Kostnaoar-aukning pr. bíl Kostnaoar-aukning á 10 millj. bíla Fjöldi mannslífa bjargan KoMtnanur á mannNlíf wm sem bjargao er Sjáirvirk 3 punkta helti $50 $500000000 7.850 (4880-11810) $64.000 (42300-102500) Loflpúoar meo handfcstu ncora belti $600 $6000000000 X420 (5110-12360) »712600 (485400-1174200) Kílbellalög m. viourlögum $7000000 8895 (6300-12830) $790 (590-1100) Munurinn á fjölda mannslífa sem forðað er frá dauða (s.b. töflu 1), stafar af því að höfundar draga frá þau 1500 mannslíf sem núverandi öryggisb- únaðir bjarga á ári. Þessar tölur tala sínu máli. Lögbinding þriggja punkta sæt- isbeltisins er næstum hundrað sinnum ódýrari en sjálfvirka beltið og yfir þúsund sinnum ódýrara en loftpúðarnir. Bílbeltalög, ásamt viðurlögum við broti á þeim, eru einföldust, áhrifamest og ódýrust (allar bif- reiðar eru nú framleiddar með þrálátu spurningu fyrir sér, hvort einstaklingur eigi að hafa rétt til að velja um að vera með bílbelti eða ekki. Þeir ganga út frá því sem gefnu, að ráðstafan- ir, er haldi mönnum kyrrum í bílsætunum við árekstur, geti bjargað mannslífum. Spurningin sé aðeins hvaða tegund ráðstaf- ana sé heppilegust. Undir Jökli III Djúpalónssand- ur og Dritvík Það er öllum kunnugt hversu tíminn getur haft endaskipti á hlutunum. Saga þjóðanna sann- ar þetta áþreifanlega. Héruð, jafnvel heilir landshlutar, sem fyrrum voru miðstöð menning- ar- og atvinnulífs eru nú auðn og eyðimörk. Aðeins rústir einar minna á forna frægð og nokkrir „hlykkjóttir stafanna baugar" á fornum handritum greina frá því lífi og starfi, sem þar blómstraði fyrrum. Þetta þekkja allir, sem erlendis hafa verið og hafa reynt að kynna sér brot af fornri sögu hinna gömlu menn- ingarþjóða. Þótt saga okkar þjóðar sé ekki löng miðað við sögn annarra Evrópuþjóða eigum við samt álíka hliðstæðu. Að vísu skortir þar rústir glæsilegra bygginga og frægðarsögur skráðar á pergament finnast varla, svo af þeim sökum kann ýmsum að þykja það lítils um vert að beina þangað för. En ég álít að öllum sé hollt að gera tilraun til að setja sig í spor forfeðranna, kynnast örlítið þeirri baráttu sem þeir urðu að heyja fyrir lífi sínu og sinna og þeim ástæðum er þeir áttu við að búa í því stríði. Ströndin á utanverðu Snæ- fellsnesi er kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja komast í nána snertingu við slíka staði, er búa yfir mikilli sögu. Fyrr á tímum var fjölmennt undir Jökli. Sá fjöldi óx mjög er vertíðin hófst og menn flykktust í verið og enn fjölgaði þegar bændur sumir norðan úr landi, komu í hinar árlegu skreiðar- ferðir „vestur undir Jökul" og höfðu meðferðis hundruð hrossa undir böggum. Þá var hér iðandi mannlíf. En kjörin voru kröpp. Við hverja vík og hvern vog frá Búðum að Ólafsvík bjó fólkið, flest í eymd og neyð, lifði á því sem sjórinn gaf, því grasnytjar handa búsmala voru litlar, og sá gróður sem þar óx og var nýtan- legur til eldiviðar var rifinn upp með rótum, þegar rekasprekin, fjöruþangið eða fiskbeinin dugðu ekki til uppkveikjunnar. Einna hörðust mun þessi bar- átta hafa verið í Dritvík og er því vel við hæfi að hafa þar síð- asta áningarstaðinn í þessari ferð umhverfis Jökul. Þegar komið er nokkuð norður fyrir Purkhóla liggur afleggjari frá þjóðveginum til vinstri í átt- ina að ströndinni. Þetta er ak- Spölkorn r út í buskann brautin yfir hraunið að Djúpa- lónssandi, sem er í allbreiðri vík er skerst inn í landið. Hún endar á höfða að sunnanverðu við vík- ina. Frá bílnum göngum við niður á sandinn eftir götuslóða, sem heitir Nautastígur. Djúp- lónin eru tvö og aðskilin frá sjónum með háum malarkambi. í þeim er ferskt vatn. Menn héldu fyrrum, að neðra lónið væri botnlaust, en Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson rannsökuðu málið. Fengu þeir sér bát, reru út á lónið og mældu dýpið. Reyndist það vera 15 fet. Undir kletti einum í víkur- botni eru aflraunasteinarnir frægu: Fullsterkur 155 kg, hálf- sterkur 140 kg og hálfdrættingur 49 kg. Sá fjórði, Amlóði er var 23 kg. mun hafa brotnað fyrir nokkru og er þar með úr leik. f* am \ * f * GúltiiM'Vurlaniji ftr|ð hir Tn'illakirkjii J Malarri/aetija llnalhiirrl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.