Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ1982 Mannréttindi eru ekki verzlunarvara Svar til áhugamanna um stjórnarskrármálið Greinargerð frá Œafi G. Einarssyni, alþm. Annir og fjarvera Ég sá í Tímanum fyrir nokkrum dögum að „áhugamenn í Vestur- Húnavatnssýslu um stjórnar- skrármálið" hafa orðið áhyggjur af því, hvort þeir muni fá svör við spurningum, sem þeir beindu til mín í Tímanum þ. 29. apríl sl. Um leið svöruðu þeir sumum spurn- ingunum, sem ég beindi til þeirra í grein í Morgunblaðinu þ. 15. apríl sl. Þótt þeir biðji mig aðeins að svara í Tímanum, verð ég að biðja Mbl. líka fyrir þetta greinarkorn, vegna forsögunnar. Vona ég að það valdi ekki mikilli ókyrrð. Um leið og ég þakka hófsamleg svör, en dálítið mögur að vísu, bið ég forláts á þeim drætti, sem orð- inn er á mínu svari, heilir tveir mánuðir. Á honum eru þær skýr- ingar, að fyrstu vikuna í mái var allt verksmiðjufárið og virkjana- æðið að ganga yfir á Alþingi. Þann tíma áttu íbúar Norðurlands- kjördæmis vestra marga fulltrúa í alþingishúsinu, þótt ekki væru þeir allir kjörnir þingmenn. Þar sátu þeir slímusetur, sveitarstjór- rnamenn, landverndarmenn, kon- ur og karlar úr öllum flokkum, töl- uðu við hina kjörnu fulltrúa, höfðu jafnvel smávegis í hótunum, sumir hverjir. Út á þetta fengu þeir steinullarverksmiðju á Sauð- árkrók og svolítið öðruvísi Blöndu- virkjun en Hjörleifur hafði hugs- að sér. Fram að sveitarstjórnarkosn- ingum hafði ég svo í ýmsu að snú- ast vegna þeirra. Síðan þurfti ég til útlanda á fund og tók mér frí í þrjár vikur í tengslum við þá ferð, þótti vissara að bíða ekki fram á haustið með fríið. Og þá er komið fram í lok júní þegar ég loks sest niður til að svara spurningunum. En fyrst nokkur orð um inngang- inn að máli Húnvetninga og svör þeirra við mínum spurningum. Kosningaréttur — almenn mann- réttindi í upphaflegu dreifibréfj sínu segjast þeir félagarnir hafa gert grein fyrir þeirri skoðun sinni, að „fjölgun þingmanna á Stór- Reykjavíkursvæðinu myndi ekki leysa vandamál þjóðarinnar eða auka jafnrétti þegnanna". Ég veit satt að segja ekki um neinn, sem heldur því fram, að fjölgun þingmanna yfirleitt muni „leysa vandamál þjóðarinnar", ekki heldur þótt fjölgunin væri bundin við tiltekið kjördæmi. Þarna erum við sammála. Hins vegar held ég því fram, að jöfnun atkvæðisréttar muni „auka jafnrétti þegnanna", og þar sýnist mér við vera ósammála. Þessu jafnrétti, sem ég legg áherzlu á, en þeir ekki, má auðvitað ná með öðr- um hætti en þeim, að fjölga þing- sætum í Reykjavíkur- og Reykja- neskjördæmum, t.d. með fækkun þingsæta í dreifbýlinu, eða gjör- breyttri kjordæmaskipan. I grein minni þann 15. apríl setti ég ekki fram neina tillögu um, hvernig jöfnuði yrði náð, það var heldur ekki umræðuefnið. Um það verður að nást sem víðtækast samkomu- lag, og ég hef ekki talið að lausnin fælist í fækkun þingsæta dreifbýl- isins. Ég hef mínar skoðanir á, hvernig þetta verði best gert, en það er efni í aðra grein. „Áhugamenn" segja: „Af grein Ólafs í Mbl., virðist að öðru leyti mega ráða að hann telji jöfnun atkvæðavægis hið eina sem máli skiptir í jafnréttismálum þegn- anna." Þetta er hinn versti útúrsnún- ingur. Hvergi í grein minni er orð í þessa átt. Hins vegar er ég þar aðeins að ræða um kosningarétt- armál, af gefnu tilefni frá „áhuga- mönnunum". Olafur G. Einarsson Grein mín gefur því ekki tilefni til þeirrar ályktunar, sem hér er gerð. Ég hef þá bjargföstu skoðun, að ekki beri að versla með mann- réttindi. Þess vegna þykir mér rangt að réttlæta misvægi at- kvæðisréttar með upptalningu ýmsra gæða, sem ekki verður not- ið í jafnríkum mæli á Hvamm- stanga sem í Reykjavík, svo dæmi sé tekið. Aðstaða til atvinnuvals, heilbrigðisþjónustu, menntunar og samgangna, getur, eðli sínu samkvæmt, aldrei orðið jöfn í öll- um byggðum þessa lands. Búsetu- skilyrði má jafna að einhverju marki, en aldrei að fullu vegna þess að það er ekki unnt. Sá sem metur það meir, að búa í sveit fremur en í borg, hann hlýtur að gera svo, og öfugt. Ég hef öngva trú á, að fjöldi þingmanna í við- komandi kjördæmi ráði þar nokkru um. Þá fáein orð um svörin við mín- um spurningum. Misrétti réttlætt með öðru misrétti Fæstum spurninga minna er svarað beint, en sumum alls ekki. Af svörum ræð ég þó, að í þéttbýli skuli atkvæðavægi vera minna en í dreifbýli, og það er m.a. rökstutt með því, að svo sé í ótilteknum öðrum löndum. Þá er beint sagt, að það teljist „algjörlega óréttlæt- anlegt að bæta ofan 'á því kosn- ingaréttlæti að hafa jafnt at- kvæðavægi" á Reykjavíkursvæð- inu og annars staðar vegna áhrifa íbúanna þar á Alþingi. Þetta svar er látið nægja við 6 spurningum. Svona einfalt er það. Ég spurði, hvort bréfritarar hefðu dæmi um það, að íbúar dreifbýlisins hafi verið beittir órétti af þingmönnum þéttbýlis. Svarið er, að svo sé ekki gert af ráðnum hug, hins vegar verði sama krónan ekki notuð nema einu sinni. Þannig megi segja, að þeir, sem undir verða í samkeppn- inni um hana, séu órétti beittir. Mér þykir þessi röksemdafærsla ekki sannfærandi. Sannleikurinn er sá, að miklum fjármunum er varið árlega til atvinnuppbygg- ingar í hinum dreifðu byggðum. Það fjármagn á að sjálfsögðu ekki síður uppruna sinn á Reykjavíkur — Reykjanessvæði en annars staðar. Það hvarflar ekki að mér, að jafnrétti þegnanna muni leiða af sér misrétti í fjárveitingum, nema síður sé. Dæmi um misrétti nefna grein- arhöfundar byggingaáætlunina í Breiðholti á sínurn tíma. Það er óheppilegt dæmi. Með þeirri áætl- un var verið að leysa yfirþyrm- andi húsnæðisvanda mikils fjölda fólks, sem þá þegar var búsettur í Reykjavík. Þessi áætlun var liður í samkomulagi við verkalýðshreyf- inguna, þetta var ekki gert til að laða fólk utan af landi til Reykja- víkur. Ég spurði hvernig það væri Yfirlit Eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson dósent Fæða ht'ilbrigði í síðustu fimm greinum var fjallað um orkuefni, bætiefní og trefjaefni og í hvaða afurðum þessi efni er helst að finna. Nú er kominn tími til að draga allt sarnan á einn stað, koma með ályktanir, benda á hverju er helst ábótavant, hvað þarf að auka og hvað þarf að minnka. Ráðleggingar um fæðuval er best að byggja á grunnflokkum fæðunnar: úr jurtaríki (kornmat- ur + garðávextir) og úr dýraríki (kjöt-fiskur-egg + mjólkurmat- nr). I næstu greinum verður svo fjallan um hvern þessara flokka fyrir sig. Orkuefni Er orkuefnaneysla íslendinga eins og best verður á kosið eða er þörf fyrir einhverjar breytingar á því sviði? Orkuefnin — eins og áður hef- ur komið fram — eru einkum þrjú: koivetni, fita og hvíta (prót- eín). Hver eru „æskilegustu" hlutföll milli þessara efna þegar best lætur? Samnorræn manneldismark- mið gera ráð fyrir að sterkja (önnur kolvetni en sykur) gefi 40—50% orkunnar, sykur ekki yfir 10%, fita ekki yfir 35% og hvíta 10—15%. En hvernig er þetta í reynd? Rannsóknir sýna að íslendingar fá nú um 24% orkunnar úr sterkju, um 19% úr sykri, 41% úr fitu og 16% úr hvítu. Af þessu sést að: • Neysla sterkju þyrfti að aukast um nærri því helming. • Neysla fitu þyrfti að minnka um fimmtung. • Neysla sykurs þyrfti að minnka um helming. En hvernig er hægt að auka sterkjuneysluna? Með því að borða meira af korni ogkartöfl- um, þ.e. með því að borða meira af jurtaafurðum sem innihalda þetta orkuefni. Afar mikilvægt er að draga úr neyslu á fitu með því að minnka neysluna á feitmeti, fitu utan á kjöti og allri harðri fitu. Einnig þarf að skera niður sykurneysl- Trefjaefni Meðalneysla íslendinga á trefjaefnum er að jafnaði 12—19 grömm á dag. Er álitið æskilegt að skammturinn nemi allt að 30—40 grömmum (I Afríku er neyslan allt að 150 grömmum á dag). Til þess að auka neyslu trefja- efna þarf að auka notkun á grófu korni og garðávöxtum. Eru trefja- ríkustu afurðirnar á markaðnum hveitiklíð, musl, gróf brauð og ýmsir garðávextir. ORKUEFNAHLUTFÖLL ífæði íslendinga 1979 — 1980 samanborið við norræn markmið SYKUR 19% SYKUR ekkiyfir 10% ÖNNUR KOLVETNI 40—50% ÖNNUR KOLVETNI 24% FITA 41% FITA ekkl yflr 35% HVlTA 16% HVÍTA 10Í-15% NEYSLUKÖNNUN MANNELDISRAÐS V SAMNORRÆN ANNELDISMARKM € Bætiefni Bætiefnin eru fjölmennasti efnaflokkurinn af þessum þrem. Er afar brýnt að hver og einn hagi sínu fæðuvali þannig að hann fái ráðlagðan dagskammt (RDS) af þeim öllum úr fæðinu. Rannsóknir sýna að íslend- ingar fá sumir hverjir of lítið D-vítamín, fólasín, járn og zink og í vissum tilvikum of lítið af fjöl- ómettuðum fitusýrum og Bl- og C-vítamíni. Til þess að auka neysluna þurfa þeir að borða meiri innmat (D-vít), kjöt og fisk (járn og zink), garðávexti (C-vítamín og fólasín) svo og gróft korn og mjólkurmat (Bl). En auk þess þarf að seilast út fyrir þessa fjóra flokka. D-víta- mín fæst helst úr lýsi og sólböo- um og fjölómettaðar fitusýrur (ásamt E-vítamíni) úr æskilegum jurtaolíum. á ofneyslu á ýmsurn aukaefnum og aðskotaefnum i matvælum. í fyrri greinum var varað m.a. við ofneyslu á söltuðum mat, nítr- ít- og nítratsöltuðum (saltpétur- söltuðum) og reyktum mat vegna hugsanlegra skaðlegra áhrifa á heilsuna. Borðið sem mest af nýmeti og frystum mat. Jafnframt má benda á að í sumum garðávöxtum eru C-vítamín og karotín (undan- fari A-vítamíns) sem ásamt C-vítamíni minnka líkur á sum- um tegundum krabbameina. Lokaorð Enda þótt fæði íslendinga sé að mörgu leyti gott er það ekki fullkomið. Margt mætti hér bet- ur fara ef fólk færi etir þeim leiðbeiningum sem manneldis- fræðingar gefa. Hin gullna regla er að borða í hófi og velja fjölbreytta fæðu úr öllum fæðuflokkum. Er það eina tryggingin sem til er fyrir því að maður fái öll næringarefni. Það sem þarf að aukast í fæð- inu er fyrst og fremst gróft korn og garðávextir úr jurtaríkinu, svo og magurt kjöt, fiskur og mjólkurmatur úr dýraríkinu, þ.e. magrar dýraafurðir. Það sem þarf að minnka er fyrst og fremst fita og allt feit- Samantekt Hér er rétt að staldra við og draga saman það sem hér kom fram á einn stað. Efnaflokkur orkuefni (sterkja) bætiefni (D-, Bl-, C- vitamín o.fl.) trefjaefni Besta uppspretta korn og kartöflur gróft korn og garðávextir. magrar dýraafurðir Eins og sjá má er brýnast að auka neyslu á jurtaafurðum, eink- um grófu korni og garðávöxtum. En jafnframt ber að auka neyslu á mörgum dýraafurðum: kjöti, fiski og mjólkurmat. Fjölbreytni í fæðuvali er ekki aðeins æskileg vegna ofan- greindra efna, heldur einnig vegna þess að þá er síður hætta meti, djúpsteiktur matur og þess háttar svo og sykur og allar syk- urvörur þ.á m. kökur, sælgæti, gos o.fl. í næstu greinum verður — eins og áður hefur komið fram — nánar fjallað um hina ýmsu fæðuflokka og hvaða næringarefni við getum helst fengið úr þeim hverjum fyrir sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.