Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.07.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1982 5 ; — i. Gamla rjómabúid hjá Baugs- stöðum til sýnis í sumar EINS og undanfarin sumur verður gamla rjómabúið hjá Baugsstöð- um, austanvið Stokkseyri, opið almenningi til skoðunar á laugar- dögum og sunnudögum í júlí- og ágústmánuði milli kl. 13 og 18. 10 manna hópar og fleiri, geta fengið að skoða búið á öðrum tímum, ef haft er samband við gæslumanninn, Skúla Jónsson, í síma 1360 á Selfossi með góðum fyrirvara. Vatnshjólið og vélarnar munu snúast í sumar — og minna á löngu liðinn tíma, þegar vélvæðing var að hefjast í íslenskum landbúnaði. Mest aðsókn að Gosa í Þjóð- leikhúsinu síðastiiðinn vetur LKIKAKI l>jóðleikhússins lauk með síð- ustu sýningu á Meyjaskenimunni laug- ardaginn 26. júní sl. Hefjast æfingar að nýju um mánaðamótin ágúst-september, en fyrsta frumsyningin á nýju leikári verður um miðjan september á Litla sviðinu. Kvrsta frumsýningin á Stóra sviöinu verður upp úr 20. september. Mesta aðsókn í vetur hlaut barna- leikritið Gosi með 17.908 sýningar- gesti á 40 sýningum, þá koma Amade- us með 12.468 sýningargesti á 32 sýn- ingum, en bæði þessi leikrit verða sýnd nokkrum sinnum til viðbótar á hausti komanda. Næst þessum verk- efnum í aðsókn koma svo Dans á rós- um og Hús skáldsins með rösklega 10 þúsund sýningargesti hvor sýning. — Sú sýning sem oftast var sýnd í vetur var hinsvegar farandsýningin Upp- gjörið, sem sett var upp af tilefni Al- þjóðaárs fatlaðra. Uppgjörið var sýnt alls 72 sinnum víðsvegar í Reykjavík og nágrenni, þar af 4 sinnum á Litla sviðinu. Áhorfendur á þessari sýningu urðu alls 7.558, eða tæplega 105 til jafnaðar á sýningu. Verkefni leikársins á liðnum vetri voru 18 talsins og skiptast þannig að verkefni á Stóra sviðinu voru 11 tals- ins, en á Litla sviðinu 2, farandsýning var 1 og gestaleikir 4, 3 á Stóra svið- inu og 1 á Litla sviðinu. — Á árinu voru frumsýningar á 4 nýjum íslensk- um verkum, þar af er ein ópera, og sýningar á verkum frá Bandaríkjun- um, Bretlandi, Frakklandi, Þýska- landi, Austurríki, Ungverjalandi, ít- aliu og Finnlandi. Samtals komu 101.608 sýningar- gestir á sýningar í leikhúsinu eða á vegum þess. Er þá ótalin heimsókn Rajatabla-leikhópsins frá Venesúela scm sýndi fjórum sinnum í leikhúsinu á vegum Listahátíðar, og sömuleiðis er ótalin dagskrá sú sem Þjóðleikhús- ið stóð að á áttræðisafmæli Halldórs Laxness í aprítmánuði ásamt Rithöf- undasambandinu og Bandalagi ís- lenskra listamanna og flutt var einu sinni fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Islenski dansflokkurinn var með tvær uppfærslur á árinu, sýningu á Póstur og sími: Erlendar skuldir 72 millj. um áramót — Greiðslur vegna vanskilaorlofs 10 millj. ERLENDAR skuldir Pósts og síma um sl. áramót voru rúmlega 72 millj- ónir kr. eða um 15—16% af heildar- árstekjum stofnunarinnar. I>á varð Póstgíróstofan að greiða um 10 millj. kr. í vanskilaorlof vegna síð- asta orlofsárs. Upplýsingar þessar koma fram í júníhefti Póst- og símafrétta, sem Pétur Sigurdsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða: Samningur- inn bætir ekki kjör hinna lægst launuðu „ÞAÐ ER með þessa nýgerðu samn- inga eins og reyndar þá samninga aðra, sem núverandi forysta Alþýöu- sambands íslands hefur undirritað, að þeir bæta í engu kjör hinna lægst launuðu og því hlýt ég að vera óánægður með þá,“ sagði Pétur Sig- urðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, í samtali við Mbl., er hann var inntur álits á nýgerðum kjara- samningi milli ASÍ og VSÍ, en ASV á ekki aöild aö honum. — Annars hef ég ekki skoðaö þennan samning niður í kjölinn og vil því ekki tjá mig um hann efnislega að öðru leyti, sagði Pétur Nigurðsson ennfremur. Aðspurður um 2,9% vísitölu- skerðingu 1. september nk., sagði Pétur Sigurðsson, að samningur um slíkt væri fráleitur að sínu mati. — Það hefur verið helzta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar í gegnum tíðina, að tryggja fullar verðbætur á laun og þetta samrýmist því auðvit- að ekki. Pétur Sigurðsson sagði ennfrem- ur, að allar samningaviðræður hefðu legið niðri meðan viðræður ASÍ og VSÍ hafa farið fram. — Menn voru sammála um að sjá hvað kæmi út úr þeim og fara svo af stað. Ég reikna því með því, að við förum að talast við um eða eftir helgina, en hvað út úr því kemur er auðvitað ógerlegt að segja. Ég verð hins veg- ar að segja, að ég er ekkert sérstak- lega bjartsýnn á þessar viðræður, sagði Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða að síð- ustu. gefið er út af Póst- og símamála- stofnuninni. I tilefni af erlendu skuldunum segir: „Sú var tíðin að stofnunin fékk að standa fjár- hagslega á eigin fótum og gat fjár- magnað rekstur og framkvæmdir af eigin tekjum að viðbættum vörukaupalánum til skamms tíma. Nú er þetta á annan veg. Erlendar skuldir Pósts og síma um sl. ára- mót voru rúmlega 72 millj. kr. eða um 15—16% af heildarárstekjum stofnunarinnar. Greiðsluþunginn vegna erlendra lána er því orðinn mikill." Þá kemur fram að Póstgíróstof- an varð að greiða um 10 millj. kr. vegna síðasta orlofsárs, án þess að hafa fengið greiðslur frá viðkom- andi fyrirtækjum. Orlofshafar fá orlofið greitt frá Póstgíróstofunni með vöxtum á sama hátt og starfsmenn þeirra fyrirtækja sem stóðu í skilum reglulega. Þessar orlofsfjárgreiðslur eru vegna 16 fyrirtækja, sem ekki hafa staðið í skilum og eru þau flest í sjávar- útvegi, segir í Póst- og símafrétt- um. Þar segir einnig, að undanfar- in ár hafi alltaf verið um að ræða Feröaþjónusta fyrir fatlaða BORGARSTJÓRN Reykjavíkur staðfesti í gærkvöldi samþykkt borg- arráðs frá 15. júní á fyrirkomulagi ferðaþjónustu fyrir fatlaða. Samkvæmt samþykktinni verð- ur ferðaþjónusta fatlaðra rekin í tengslum við Strætisvagna Reykjavíkur, og yfirstjórn hennar verður í höndum forstjóra SVR að höfðu samráði við borgarstjóra. Dagleg stjórn ferðaþjónustunn- ar verður hins vegar í höndum eft- irlitsmanns, sem skipaður verður af borgarráði, að fenginni tillögu forstjóra SVR. Eftirlitsmaður ek- ur flutningabifreiðum þjónust- unnar eftir því sem tími leyfir frá daglegri stjórn. Eftir því sem ástæður þykja til að mati yfirstjórnar ferðaþjón- ustu fatlaðra, verður haft samráð við forsvarsmenn samtaka ör- yrkja í Reykjavík varðandi breyt- ingar á ferðaþjónustunni. Breytingartillaga Öddu Báru Sigfúsdóttur um að eftirlitsmaður skyldi skipaður að fenginni tillögu stjórnar SVR en ekki forstjóra, og um að yfirstjórn ferðaþjónustunn- ar yrði skylduð til að hafa samráð við samtök öryrkja varðandi breytingar á ferðaþjónustunni fékk aðeins níu atkvæði og náði því ekki fram að ganga. nokkur vanskil fyrirtækja. Síðan segir: „Nú hefur þetta aukist veru- lega eða um 230% frá sl. ári. Þótt Póstgíróstofunni sé skylt að greiða út orlofsfé, þótt því hafi ekki verið skilað til hennar, því takmörk sett, hve mikið fjár- magn er fyrir hendi í orlofssjóði, þegar vanskil fara að verða eins gífurleg og hér er um að ræða.“ tveim ballettum eftir Hlíf Svavars- dóttur sem hún stjórnaði sjálf, og rómaða sýningu á Giselle þar sem Helgi Tómasson, María Gísladóttir og Per Arthur Segerström dönsuðu sem gestir, en Anton Dolin og John Gilpin stjórnuðu uppsetningunni. í íslenska dansflokknum eru nú 10 dansarar. 32 leikarar eru fastráðnir við Þjóð- leikhúsiö, en auk þeirra tóku 23 aðrir leikarar þátt í sýningum leikhússins á leikárinu og 15 söngvarar. Eftirtaldir leikstjórar stýrðu sýningum leikhúss- ins í vetur: Benedikt Árnason, Brynja Benediktsdóttir, Eyvindur Erlends- son, Haukur J. Gunnarsson, Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Lárus Ymir Oskarsson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Sveinn Einarsson, Wilfried Steiner og Þórhallur Sig- urðsson. Leikmyndir hönnuðu Birgir Engilberts, Björn G. Björnsson, Willi- am Chappell, Robin Don, Guðrún Svava Svavarsdóttir, Sigurjón Jó- hannsson og Þórunn S. Þorgrímsdótt- ir. Nú í vor hafa staðið yfir æfingar á nýjasta leikriti Guðmundar Steins- sonar og ber það hcitið Garðveisla, en leikstjóri er María Kristjánsdóttir og Þórunn S. Þorgrímsdóttir gerir leik- mynd og búninga. Verður Garðveisla f.vrsta frumsýningin á Stóra sviðinu í haust. Þá var í vor fullæft fyrsta verk haustsins á Litla sviðinu og heitir það Tvíleikur (Duet for one), breskt verð- launaleikrit eftir Tom Kempinski; leikstjóri er Jill Brooke Árnason, en leikmyndin er eftir Birgi Engilberts. Ix>ks koma fljótlega upp að nýju sýn- ingar leikhússins á Gosa og Amade- usi, en í haust er einnig von á gesta- leikjum og strax í september hefjast æfingar á þeim verkum sem frumsýnd verða í október og nóvember. Sambyggt hleöslu- og rafsuðutæki Rafkapals- tromlur Verkfæra- kassar Súlu- borvélar Málningar- sprautur Þráölaus borvél meö hleöslutæki Loftpressur Smerglar Hleöslutæki inhell vandaöar vörur Skeljungsbúðin Síðumúla 33 símar 81722 og 38125

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.