Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 1
40 SIÐUR
160. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
ísraelar þrengja
að skæruliðum
Beirúi, 23. júlí. AP.
ÍSRAELAR héldu uppi hörðum loftárásum í hálfa aöra klukkustund á stöðv-
ar Palestínuskæruliða í Líbanon í dag og týndu 52 menn lífi eða særðust, að
sögn lögreglu. Hæfðu sprengjur ísraela ýmsar stöðvar skæruliða PLO í
Beirút, og þykir staða skæruliða hafa enn versnað.
Rúmlega 400 Pólverjar
flýðu eftir fótboltakeppni
Varsjá, 23. júlí. AP.
VIKUBLAÐIÐ Polityka sagði í dag, aö aðeins um helmingur þeirra Pólverja,
sem fóru til Spánar til að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í knatt-
spyrnu, hefði snúið aftur. Sagði tímaritið að 819 hefðu ferðast til Spánar með
tveimur opinberum ferðaskrifstofum, og hefðu rúmlega 400 þeirra ákveðið
að verða eftir þegar keppninni lauk.
Loftárásirnar þykja til marks
um það að Israelar hafi misst þol-
inmæðina og fyllst vonleysi um að
takast megi að leysa Líbanon-deil-
una eftir diplómatískum leiðum.
Habib, sendimaður Bandaríkja-
stjórnar, ræddi við Hafez Assad,
Sýrlandsforseta, og Abdul Halim
Khaddam, utanríkisráðherra, um
brottflutning skæruliða PLO frá
Vestur-Beirút. Flaug hann síðdeg-
Tíu hljóta
dóma í
Kossovo
Belgrað, 23. júlí. AP.
TÍU MANNS, á aldrinum 17 til 35
ára, hlutu i dag fangelsisdóma i
Kossovo-héraði fyrir aðild að
ólöglegum samtökum aðskilnaö-
arsinna, að sögn Tanjug-fréttastof-
unnar. Dómarnir voru allt frá
fimm mánuðum til fimm ára.
Átta menn úr hópnum voru
dæmdir fyrir ofbeldisaðgerðir,
einn fyrir að dreyfa fjandsam-
legum áróðri og sá tíundi hlaut
dóma fyrir að hylma yfir athæfi
hinna.
Dómarnir eru liður í aðför
stjórnvalda að íbúum Kossovo af
albönsku bergi, sem krafizt hafa
meira sjálfsforræðis. Snemma á
síðasta ári létu a.m.k. níu manns
lífið og 250 slösuðust í uppþotum
í Kossovo. Um 77% íbúa í Kosso-
vo eru Albaníumenn. Á fjórða
hundrað manns hafa hlotið
fangelsisdóma í framhaldi af
uppþotunum.
Leyniskjöl
Ixindon, 23. júlí. AP.
RANNSÓKN hófst á því í dag
hvernig atvikaðist að leyniskjöl um
skotfæraflutninga um Bretland
fundust á víðavangi.
Skjölin fundust á fjölfarinni
götu í Penarth í Wales, og í þeim
var að finna upplýsingar um
flutninga á skotfærum frá
bryggju í Suður-Wales til flug-
stöðvar bandaríska hersins í Upp-
er Heyford við Oxford.
í skjölunum var að finna nöfn
is til Saudi-Arabíu, og hermdu
fregnir að tilraunir hans til að fá
Sýrlendinga til að taka við skæru-
liðum PLO, hefðu reynst árang-
urslausar.
Mahmoud Labadi, talsmaður
PLO, sagði í dag að tilgangur Is-
raela með loftárásunum væri að
koma í veg fyrir að Líbanon-deil-
an yrði leyst með friðsamlegum
hætti, þar eð þeir óttuðust að það
mundi leiða til að Bandaríkja-
menn viðurkenndu PLO.
í fregnum frá ísrael sagði að
þotur hefðu gert árásir á skrið-
drekastöðvar og virki PLO við
flugvöllinn í Beirút og Sabra-
hverfinu. Hermdi útvarpið í Líb-
anon að sprengjur hefðu hæft
skotmörk í jaðri Fakhani-hverfis-
ins, þar sem höfuðstöðvar PLO er
að finna.
Einnig féllu sprengjur á flótta-
mannabúðir PLO, íbúðarhverfi í
vesturhluta Beirút, og á virki PLO
við íþróttavöllinn í vesturhlutan-
um. Sömu svæði urðu fyrir barð-
inu á loftárásum ísraela í gær,
sem stóðu í klukkustund, en þá
féllu átta óbreyttir og 24 slösuð-
ust, að sögn lögreglunnar í Líb-
anon.
ísraelar lokuðu öllum undan-
komuleiðum frá Sídon í dag til að
koma í veg fyrir flótta skæruliða
PLO. Komið var upp um starfsemi
skæruliðahóps Palestínumanna og
írana upp úr miðnætti.
Samsteypustjórninni í ísrael
bættist liðsauki í dag, er Tehiya-
flokkurinn gekk til liðs við stjórn-
ina, sem þá hefur 64 sæti af 120 á
þinginu í stað 61 sætis.
á vlðavangi
ökumanna, skráningamúmer
vörubifreiða þeirra og nákvæma
tímasetningu skotfæraflutn-
inganna um M4-hraðbrautina.
Finnandi skjalanna sagði við
blaðamann, að ef hann væri
hryðjuverkamaður hefði hann get-
að notað skjölin til að verða sér úti
um sprengiefni, sem vinna hefði
mátt með tíu sinnum meira tjón
en unnið var með sprengingunum í
London í vikunni.
Sagði vikuritið, að af einstökum
hópum, sem sendir voru, hefðu að-
eins um 30 til 35% þátttakenda
snúið til baka, en í hópum auðugra
ferðalanga, eins og blaðið tekur til
orða, hafi flestallir komið til baka
frá Spáni.
í ritinu er sagt frá ýmsum til-
vikum þar sem ferðalangar stigu
af langferðabifreiðum á leið til
Spánar. Þannig stóð 25 ára karl-
maður að nafni Krzysio upp þegar
bifreiðin fór yfir ítölsku landa-
mærin og spurði: „Má ég flýja
núna?.“ Bifreiðin hefði numið
staðar, Krzysio hefði tárast smá-
vegis, tekið bakpokann sinn og
labbað burt.
Þá hefðu tvær stúlkur yfirgefið
rútuna þegar hún skömmu seinna
staðnæmdist í Triest, og sex
manns létu sig hverfa, þegar áð
var í Marseille í Frakklandi.
Ennfremur skýrði ritið frá því að
16 ferðalangar af 43 hefðu yfirgef-
ið aðra rútu, sem fór til Spánar, sá
fyrsti þegar komið var til Mílanó.
Yfirvöld takmörkuðu verulega
öll ferðalög til útlanda eftir að
herlög gengu í gildi í desember sl.
TILKYNNINGAR herstjórnanna í
Bagdad og Teheran bentu til þess í
dag, að dregið hafi úr umfangi hern-
Hins vegar tilkynnti Jaruzelski
tilslökun á þessum reglum á mið-
vikudag. Þó fengju menn eingöngu
að sækja ættingja sína í útlöndum
heim, ef ættingjarnir byðu.
Langar biðraðir mynduðust við
símstöðvar í dag þegar aflétt var
sjö mánaða banni við talsíma-
hringingum til útlanda. Jafnframt
voru hópar pólitískra fanga látnir
lausir, en ekki hefur fengist stað-
fest hversu margir fanganna
1.227, sem tilkynnt var á miðviku-
dag að látnir yrðu lausir, hefðu
fengið að fara úr fangelsi.
aðaraðgerðanna eftir meiriháttar
átök á landamærunum í gær.
í frétt frá írak sagði að 12 ír-
anskir hermenn hefðu verið felldir
þegar brynþyrlur gerðu árásir á
óvinastöðvar við Basra. Einn
skriðdreki og skotfærageymsla
voru eyðilögð í árásinni.
í fréttum frá íran var hins veg-
ar aðeins talað um tilraunir íraka
til loftárása á borgir í íran. Hefði
orrustuþotum verið snúið við með
öflugum loftvörnum.
í annarri frétt frá írak sagði að
fimm íranskir hermenn hefðu fall-
ið þegar þeir gerðu tilraun til að
komast í gegnum varnarlínu ír-
aka.
Háttsettur leiðtogi í íran sagði
að íranir hefðu hafið heilaga inn-
rás í írak til að sjá til þess að
lögum islams yrði framfylgt þar.
Hvatti hann íraka til að „gereyða"
stjórn Husseins forseta.
Af hálfu beggja deiluaðila var
miklum hernaðarsigrum lýst í
gær, en ekki var minnst einu orði
á sömu sigra í dag.
Sovézkt njósnaskip
í árekstri við kafbát
London, 23. júlí. AP.
SOVÉZKT njósnaskip sigldi á og laskaði mikið brezka kafbátinn
Opussum í vesturhluta Ermarsundsins fyrr í mánuðinum, að sögn
Daily Mirror. Leikur grunur á að ásiglingin hafi verið gerð af ásettu
ráði.
Að sögn blaðsins var
njósnaskipið að fylgjast með
ferðum flotadeildarinnar, sem
var á heimleið frá Falklands-
eyjum, þegar ásiglingin átti
sér stað að næturlagi 12. júlí.
Njósnaskipið beygði
skyndilega og tók stefnu á
kafbátinn, sem maraði rétt
undir yfirborði sjávar. Kaf-
bátsforinginn fyrirskipaði
neyðarköfun þegar ljóst var
hvert stefndi, en ásiglingunni
var ekki forðað.
Daily Mirror sagði að reynt
hefði verið að hylma yfir at-
vikið „á æðstu stöðum". Tók
marga daga að sigla stutta
leið til hafnar í Portsmouth
og var kafbáturinn, sem er af
Oberon-gerð, látinn sigla inn
að næturlagi til að ekki yrði
tekið eftir tjóninu. Þá voru
lagðar yfir hann yfirbreiðslur
í þurrkví af sömu ástæðum.
Talsvert tjón varð á turni
kafbátsins og skrokk, og einn-
ig laskaðist stýrisbúnaður
hans. Gert er ráð fyrir að við-
gerð kosti hálfa milljón sterl-
ingspunda. Talið er að sov-
ézka njósnaskipið hafi ekki
laskast svo neinu nemi.
Kafbáturinn Opussum er 89
metra langur og með 69
manna áhöfn. Um borð eru 24
tundurskeyti. Að sögn Daily
Mirror tók Opussum ekki þátt
í aðgerðunum við Falklands-
eyjar.
Dregur úr átökum
Írana og íraka
Nikésíu, 23. júli. AP.