Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982 Framkvæmdanefnd sýningarinnar, Ulio fri vinstri: Friorik G. Frioriksson, Kggert Asgeirsson formaður, Sverrir Kristinsson og Hrafnhiidur Schram, sem verio hefur nefndinni til aontodar. Á myndina vantar þau Aslaugu Sverrisdóttur og Finn Fróóason. Ljósm. Emilía Bj. Björnsdóttir. Oft er gott það er gamlir kveða Sýning á íslenskri alþýðulist á Kjarvalsstöðum ÍSLENSK alþýðulist er yfirskrift sýningar, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Sýningin er haldin að tilhlutan þing- kjörinnar nefndar í tilefni árs fatlaðra, og Öldrunarráðs Is- lands, og er henni skipt í tvennt, þar sem annars vegar er myndlist eftir fjölmarga listamenn, og hins vegar handmennt- ir margs konar. Auk þess eru á sýningunni gripir eftir hina kunnu listamenn Ásmund Sveinsson og Sigurjón Ólafsson, er heiðra sýninguna þannig með verkum sínum. hafa fremur valið ullarband og vefstól eða penðil, liti og léreft til þessarar iðju. List þeirra er svo- kölluð alþýðulist og með henni hafa þeir gefið okkur kost á því að njóta með sér hluta þess „ávaxtar" sem áður er til vitnað. Sumir úr þessum hópi tilheyra þeim sem eru nefndir naivistar. Einlægni er eitt megineinkennið á verkum þeirra. I þessum fáu línum verður ekki lagt neins konar listrænt mat á gildi sýningarinnar. Slíkt er sýn- ingargesta. Hins vegar verður ekki staðist að varpa fram þeirri spurningu hvort þau verk sem unnin eru af einlægni séu sönn list. í sýningarskrá frá 1962 ritar Björn Th. Björnsson listfræðingur eftirfarandi um alþýðulist: „Marg- ar fremstu listmenningarþjóðir heims hafa eignazt frábæra al- þýðumálara, svonefnda naivista. Með hispurslausu sjálfræði sýna þeir okkur gjarnan hlutina á hinn óvæntasta hátt, rata ævintýralega stigu þar sem aðrir sáu ekki nema venjugróna slóð. Þann skilning getur enginn lagt sér til. Hann verður að spretta innra með manni sem ósnortinn er af allri venju, manni sem hefur til brunns að bera ósvikna listræna gáfu." Sumir þeirra erfiðismanna sem fyrst hafa gripið penna í hönd og ritað minningar sínar að brauðstriti afloknu hafa skapað verk sem teljast fullgild á akri ís- lenskra bókmennta. Höfum við ef til vill eignast einhver slík verk í heimi íslenskrar myndlistar, unn- in með pensli, litum og lérefti eða ullarbandi og vefstól? Af fram- anskráðu má það ljóst vera að vel er við hæfi að efna til sýningar á íslenskri alþýðulist á ári aldraðra. Megi það enn sannast að „oft er gott það er gamlir kveða"." Bestu verkin ef til vill heima í stofu? Hrafnhildur Schram listfræð- ingur hefur verið sýningarnefnd- inni til aðstoðar við val verka og Meðalaldur hækkað úr 31,9 árumí 73,7 ár í ávarpi í sýningarskrá segir Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri i heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu svo: „Tuttugasta öldin er öld gamla fólksins. Aldrei áður í sögu heims- ins hafa jafn margir náð eins há- um aldri og nú. Sem dæmi um þessa þróun hér á landi má nefna að á árunum 1950—1860 voru með- alævilíkur kvenna 37,9 ár og karla 31,9 ár. Nú eru meðalævilíkur kvenna 79,7 ár og karla 73,7 ár. En þessi þróun er ekkert einsdæmi. Alls staðar í heiminum fer öldruð- um fjölgandi. í þróunarlöndunum er þessi staðreynd þó mest áber- andi og á sama tíma gerast þar örar þjóðfélagsbreytingar sem í mörgum tilvikum grafa undan hefðbundnum hlutverkum aldr- aðra. Með þessar staðreyndir í huga var flutt tillaga og samþykkt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna um að á árinu 1982 skyldi haldin heimsráðstefna um öldrun. Átti ísland aðild að þeim tillögu- flutningi. Ráðstefna þessi mun hefjast þann 26. júlí nk. og er til- gangur hennar sá að hleypt verði af stokkunum alheimsátaki í mál- efnum aldraðra með það fyrir augum að tryggja félagslega og efnahagslega velferð þeirra og stuðla að aukinni þátttöku aldr- aðra í þjóðfélaginu. Elliárin eru viðkvæmur aldur. Öldrun fylgir fyrr eða síðar hrörn- un sem ryður sjúkdómum braut, þó ellin sjálf sem slík valdi ekki sjúkdómum. En menn eldast mjög misjafnlega. Margir, sem náð hafa gamals aldri eru líkamlega og andlega hraustir og aldraðir hafa margsinnis sýnt fram á að þeir geta skilað góðu dagsverki og þar með þjóðfélaginu talsverðum arði. Aldraðir hafa í mörgum tilvikum unnið afreksverk, t.d. á sviði lista og vísinda. Sú sýning sem nú er hér á Kjarvalsstöðum er glöggt dæmi um hverju aldraðir fá áorkað eftir að hefðbundnu ævistarfi lýkur." Naivistar meðal alþýðulistamanna. Framkvæmdanefnd sýningar- innar skipa þau Eggert Ásgeirs- son, sem er formaður, Áslaug Sverrisdóttir, Finnur Fróðason, Friðrik G. Friðriksson og Sverrir Kristjánsson. Sverrir ritar í sýningarskrána um íslenska alþýðulist, og segir þar meðal annars: „Skömmu eftir að sýningu á verkum skólagenginna listamanna lauk þar sem við nú stöndum var hafist handa um að safna hingað verkum svonefndra alþýðulista- manna. Einu sinni var sagt að all- ar leiðir lægju til Rómar! sama mætti segja um listina. Vegur þeirra sem hér sýna hefur einkum legið til listarinnar um skóla lífs- ins. í bókinni „Um ellina" eftir Cicero segir: „Vorið er tákn æsk- unnar og lofar uppskeru síðar meir. Hinar árstíðirnar eru ætlað- ar til að skera upp og njóta ávaxt- anna. Ávöxtur eilinnar er, svo sem ég hef hvað eftir annað tekið fram, endurminning um gnægð "þeirra gagna sem fyrrum var afl- að." Á síðari hluta æviskeiðsins eykst oft þörfin á því að tjá sig og gefa öðrum kost á því að kynnast endurminningunni eða hugðarefn- unum. Margir grípa þá penna í hönd og skrá ævisögu sína eða yrkja ljóð. Þeir sem hér eiga verk Þessi litli stokkur lætur ekki mikið yflr íer, en þó er hann trúlega einn merkasti gripur sýningarinnar. Þetta er smástokkur með trénöglum, eftir Bólu-Hjálmar. Þetta er trúlega elsti gripur, sem þekktur er eftir Bólu- Hjilmar, fri 1813, úr beyki. Hann er í einkaeign, og hefur ekki verið sýndur opinberlega fyrr. uppsetningar sýningarinnar á Kjarvalsstöðum. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði hún, að hér á landi hlyti að vera óhemjumikið til af alþýðulist margs konar. „Hér er oft á ferðinni listrænt fólk, sem vegna anna við brauð- stritið hefur ekki sinnt áhugamáli sínu fyrr en það' er komið á efri ár," sagði Hrafnhildur, „það er misjafnt hvað fólk tekur sér fyrir hendur, en þetta má allt kalla „al- þýðulist" eða „heimilislist" eða hvað sem fólki kann að þykja best. Það er líka mjög mismunandi hvað það er sem fólk vinnur úr. Sumir eru í útskurði, aðrir í myndlist, vefnaði og yfirleitt öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Þetta hefur breyst talsvert nú síðustu árin, eftir að auðveldara er orðið að ná í ýmsa hluti til listiðkunar, svo sem liti. Listmálun er því orð- in algeng núna, en áður var það meira horn, bein og tré, sem unnið var úr." — Er þessi alþýðulist eitthvað séríslenskt fyrirbæri? „Nei, alls ekki. Alþýðulist í þess- um dúr er þekkt með flestum þjóð- um, og það er merkilegt hvað hún er lík þo langt sé í milli þjóðland- anna. Það er í henni barnsleg ein- lægni, þessir listamenn sjá heim- inn oft með öðrum augum en aðr- ir, og það er það sem gefur þessari list einna mest gildi. — Það ber svo að hafa í huga við þessa sýn- ingu, að hér er ekki á ferðinni yfir- litssýning íslenskra alþýðulista- manna, heldur er þetta sýnishorn af því sem til er." Eggert Ásgeirsson, formaður sýningarnefndarinnar, tók í sama streng, og sagði hugsanlegt að bestu verkin væru heima í stofu, án þess að um þau væri vitað, eða að áhugi væri á að sýna þau opin- berlega. „Ég held þó að meira og meira af þessu sé að koma fram í dagsljósið," sagði Eggert. „Fólk var mjög feimið við þetta, en brautin var að vissu leyti rudd af ísleifi Konráðssyni, og þeim er á eftir koma hefur oftast verið vel tekið. Okkur er þó vitaskuld ljóst að mörg góð verk og mikilhæfir listamenn liggja óbættir hjá garði, en samt þykir okkur vænt um að hafa átt þátt í að koma þessum verkum fyrir almenn- ingssjónir hér með þessari sýn- ingu." Frá Kólu-I Ijálmari til okkar daga Á sýningunni getur að líta verk bæði látinna listamanna og þeirra er enn vinna að list sinni, en á sýningunni eru verk eftirtalinna: Jóns Hróbjartssonar, Ámunda Jónssonar, Sölva Helgasonar, Hjálmars Jónssonar frá Bólu, Halldórs Jónssonar frá Akureyri, Kristins Ástgeirssonar, Jóns Stef- ánssonar frá Möðrudal, Gísla Jónssonar frá Búrfellskoti, Samú- els Jónssonar frá Selárdal, Ólafar Grímeu Þorláksdóttur (Grímu), Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, Sæmundar Valdimarssonar, ís- leifs Konráðssonar, Óskars Magn- ússonar, Blómeyjar Stefánsdóttur, Eggerts Magnússonar, Gunnþór- unnar Sveinsdóttur og þeirra Ásmundar Sveinssonar og Sigur- jóns Ólafssonar, sem áður er getið. Enn eru svo nokkur verk eldri, eft- ir ókunna höfunda, í eigu Þjóð- minjasafns og fleiri aðila. Vinna úr járni, tré, steini, uII og jurtum. Handmenntasýningin er í öðr- um sal Kjarvalsstaða, og þar eru eingöngu sýnd verk núlifandi fólks. Þau sem sýna eru Vilhjálm- ur Hinrik ívarsson á Merkinesi í Höfnum, Jóhanna Jóhannesdóttir á Svínavatni í A-Hún., Markús Jónsson á Borgareyrum undir Eyjafjöllum, Þorsteinn Diomed- esson á Hvammstanga, Guðbrand- ur Magnússon á Siglufirði, Sigurð- ur Guðjón Filippusson á Hóla- brekku í Mýrarhreppi í A-Skaft., Árný Þorleifsdóttir og Frímann Sigurðsson í Sunnuhlíð í Bessa- staðahreppi, Ingibjörg Tryggva- dóttir á Húsavík, Eymundur Björnsson á Dilksnesi í Nesja- hreppi, A-Skaft. og Sigurður Fil-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.