Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982 31 Áttræðisafmæli: Sigurður Thorodd- sen verkfræðingur Um tíuleytið á rúmhelgum dög- um er ljósleitum Saab-bíl gjarnan ekið fremur hægt i hlaðið við Ármúla 4. Út stígur harðfullorð- inn maður í meðallagi hár, þéttur nokkuð, alla jafna í yfirhöfn og alltaf með alpahúfu. Þarna fer Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur. Hann gengur seinlega upp að dyrunum og hyggur á leiðinni að gróðri eða öðru athyglisverðu. Honum liggur víst lítið á — og þó. Nóg er að starfa. Ævitíminn eyöist, unnid skyldi langtum meir. Síst þeim lífid leióist OAfrv. orti Björn í Saudlauksdal. Þegar inn er komið heilsar hann á sinn sérstaka hátt með glaðlegu hó, hó. Alltaf eins, sér enda ekki tilgang í að breyta góðum venjum. Hann kann betur við að tekið sé undir kveðjuna. Þarna gerir hann alla jafna stuttan stans, en á þó yfirleitt nokkur orðaskipti við fólkið. Þeim samræðum lýkur oftast með setningunni: þa er neddla þa, sem hefur hreint ótrú- lega merkingarvídd en þó alltaf að umræðum um viðkomandi mál megi gjarnan vera lokið. Úr neðsta liggur leiðin um hæð í efra. En leiðin er ekki greið. Stigarnir geta svo sem verið nógu seinfarnir — 20 þrep upp á fyrsta pall og annað eins þar fyrir ofan. — Oft þarf að stoppa og ræða við menn, þó tekur steininn úr þegar lögð er eldhúslykkja á leiðina. Þar er nefnilega um þetta leyti oft stadd- ur góðvinur Sigurðar og hjálpar- hella Ási Gvuð þúsundþjalasmið- ur með meiru og sérlegur ráðgjafi um flest er að daglegu amstri lýt- ur. Fleiri koma í kaffi. Umræð- urnar snúast um menn sem eru eða voru og málefni gömul og ný. Létt er yfir og sögur sagðar. Sig- urður hefur á hraðbergi sögu að hverju atviki rétt eins og góði dát- inn Sveik og eins og Sveik oftast eitthvað spaugilegt. En ekki má tefja of lengi, í mesta lagi tvær meðalpípur. Hann fer í yfirhöfn- ina og setur alpahúfuna upp, hafi þá unnist tími til að taka hana Dómar í Kosovo Belgrad, 22. júlí. AP. DÓMSTÓLL í héraðinu Kosovo í Júgóslaviu dæmdi í dag átta menn af albönsku bergi brotna til fangelsisvistar frá tveimur og upp í ellefu ár, fyrir að hafa stundað iðju sem væri fjandsam- leg ríkinu. Hópurinn var ákærður í heild fyrir að hafa haft á prjón- unum áform um að koma af stað byltingu gegn stjórn landsins, en sumir túlka það svo að fólk í Kosovo telji eðli- legt að fólk af albönskum ætt- um fái meiri stjórn í sinum málum. í Kosovo er 77 prósent íbúanna af albönskum ættum. Eftir þessa síðustu dóma hafa 43 menn fengið dóma fyrir sams konar ákærur, á innan við tveimur vikum, og allmargir sitja í fangelsi og bíða dóms. Fegurðardísir hrifnar af páfa l.ima, Perú, 23. júlí. AP. ÞÁTTTAKENDUR í Miss Uni- verse keppninni í Perú greiddu í dag atkvæði um það, hvaða mann þær teldu merkastan sem nú væri uppi. Jóhannes Páll páfi II fékk 22 atkvæði, Móðir Teresa fékk 8 atkvæði og Reagan Bandaríkjaforseti 6. Alls eru þátttakendur í keppn- inni 77. ofan. Eftir viðkomu í nokkrum herbergjum á hæðinni er síðari hluti stigans tekinn léttilega. Sig- urður hefur skrifstofu þarna uppi þar sem hann afgreiðir nauðsyn- leg mál eftir einkunnarorðunum: það sem er búið það er gert og þá er það ekki eftir. Úr skrifstofunni liggur leiðin oftast inn um virkj- anadeildina þvi enn hefur hann mikinn áhuga á orkumálunum. Hann heilsar á flest öll borð og kannar að hverju fólkið starfar. Tekur af sér, sest, fær meira kaffi og reykir aftur eina til tvær pípur. Enn eru málin rædd á gamansam- an hátt en oft frá nokkuð öðru horni. Meira heyrist frá yngri ár- um hans í starfi og leik og þeim fjölda fólks sem hann hefur kynnst. Oft kemur setningin: þa er nebbla þa, sem þá getur allt eins merkt: það þýðir ekkert að fást um það eða: enginn fær gert við því eða ef frásögn gengur seint: æ blessaður farðu nú að koma þessu út úr þér. Þarna koma iðulega vís- ur sem tengjast atburðum þeim sem um ræðir eða Sigurður klikkir út með latneskri setningu. Svo stendur hann snöggt upp, nefnir að þetta gangi ekki, kveður alla og kallar sína eða jafnvel elskuna sína og fer, kannski minnugur Hávamála um að ljúfur verður leiður ef lengi situr annars fletj- um á. Sú mynd sem hér hefur verið dregin upp af Sigurði Thoroddsen er Ijóslega aðeins brot úr daglegu lífi manns sem hefur dregið sig í hlé af vettvangi dagsins og tekið til við aðra iðju. Sigurður Thoroddsen hóf rekst- ur sjálfstæðrar verkfræðistofu 1932. Frá þeim tíma og allt fram til 1975 tók stofa þessi mestallan tíma hans, en starfsvettvangurinn var allt Island. Hann ferðaðist því mikið og kynntist vel landsins högum, enda allt í senn, athugull, forvitinn og minnugur í meira lagi. Hann hafði því vítt sjónar- svið sem oft veitti honum þá sýn er kynjagler ein gátu í ævintýrun- um. Samferðamaður Sigurðar sagði hann hlaupa í verkfræði- legan hnút er hann kæmi á hugs- anlegan virkjunastað. Þá var Sig- urður líklega að skyggnast í gler- ið. Eins og að líkum lætur sjást verk Sigurðar Thoroddsen víða um land. Á ferli hans, sem vegna vinnusemi verður enn þá lengri en ætla mætti af árum, gekk að sjálfsögðu á ýmsu. Gangur fyrir- tækis endurspeglar í mörgu ástand í landi á hverjum tíma og víst er að ekki var alltaf auðvelt að halda fyrirtækinu gangandi. Sigurður hefur alltaf verið skjótur að sjá möguleika og nýta þá. Kom sá eiginleiki verkfræðistofunni oft að góðu gagni við öflun verkefna og úrlausn þeirra. Sigurður hlýtur að hafa verið ágætur í fræðunum a.m.k. þar sem hann beitti sér, en það sem á kann að hafa vantað bætti hann upp með innsýn fyrst en síðar einnig reynslu. Jafnframt segist hann alltaf hafa haft mannalán.. Við sem þekkjum Sigurð „gamla" á stofunni hugsum líklega minna um verk hans utan hennar en innan. Hann hefur sérstaka hæfileika til þess að stjórna og umgangast fólk þannig að þægi- legur andi haldist á vinnustað án þess þtað gefa eftir á kröfum um afköst og gæði. Mannseðlið má segja að sé samsett úr ýmsum þáttum svo sem greind, minni, gæsku, dugnaði, metnaði, hégóma- girnd, viðkvæmni, tilfinningasemi og fleira. Þættir þessir hafa mis- jafnt vægi hjá hverjum og einum og ná mismiklum þroska eftir að- stæðum. Sigurður hefur náð að þroska með sér þá þætti er mestu varða í mannlegum samskiptum án þess þó að slaka um of á öðrum. En síðast og ekki síst. Hann hefur líklega aldrei látið eftir sér að finnast verkefni leiðinlegt. Sigurð- ur hefur lifað og starfað með ágætum í anda vísunnar: Ad lifa kátur líst mér mátinn bestur. I»ó ad bjáti eitthvad á úr því hlátur gera má. Sigurður Thoroddsen er barn síns tíma órofa tengdur því sem áður var, en jafnframt áhugasam- ur um nýjungar og framfarir. Nafnið Sigurður Thoroddsen hefur tengst verkfræði hér á landi frá því er verkfræðin fluttist hingað sem sérstök fræðigrein í lok 19. aldar. Fyrstur var Sigurður Jónsson Thoroddsen og síðar Sig- urður Skúlason Thoroddsen bróð- ursonur þess fyrsta. Báðir héldu þeir verkfræðimerkinu á lofti með sóma og höfðu stéttarstolt. Verkfræðistofan sem Sigurður stofnaði og rak ber áfram nafn hans og verður vonandi til þess að tengsl nafnsins og verkfræðinnar haldist. Með afmæliskveðju frá starfsfélögum. E]G]G]G]Q]E]E]E]E]Q] 51 51 51 51 51 51 51 51 Bingo kl. 2.30 í dag •aug-U- ardag. J3 Aöalvinningur: J3 Vöruútekt fyrir kr. 5 3000. G E]E]G]G]G]E]G]G]E]E Lindarbær Gömlu dansarnir í kvöld frá kl. 21.00 til 02.00. Rútur Kr. Hannesson og félagar leika. Söng- kona Mattý Jóhanns. Aögöngumiöasala í Lindarbæ frá kl. 20.00. Sími21971. Gömludansaklúbb- urinn Lindarbæ. HVOLI KVÖLDl Mætum öll á sveitaball sumarsins Ómar — Bessi — geir og hljómsv. meiriháttar stuöi. KL. 9$ Magnús — Þor- Ragga Bjarna í i Kýlum á þaö Stuö — Stuð Sumargleð- isstuð SHvoli í kvöld Glæsilegasta gjafahappdrætti, sem um getur • Samba-bifreið frá Vökli — tvímælalaust bíll ársins. FRÁ SJÓNVARPSBÚÐINNI LÁGMÚLA 7: • Fisher myndsec,ulband — þaö bezta. • — 3 Samsung-tæki — sjónvarpstæki hljómtæki og örbylgjuofn. Samsung fer sigurför um heiminn. Hjónarúm af fullkomnustu gerð frá Ingvari Gylfa — sannkölluó völundarsmíð. Pési planki tekur nokkrar léttar sveiflur. Tökum lífiö létt meö sumargleðissprett. Léttlynda Lína — príma- donnan í óperu sumarsins — er þegar mætt á svæðiö — skjálfandi af tilhlökkun. Jónas og fjölskylda verða að sjálfsögöu til staðar — það er á hreinu. § og SÆTAFERÐIR FRA: BSÍ Umferðamiðstööinni Þorlákshöfn, Hveragerði og Selfossi. Ath.: Sumargleðin Vík í Mýrdal, sunnudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.