Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982
21
Vegir á Suður- og Vesturlandi eru víða mjög slæmir eftir rigningarnar síðust.u daga. Þessa mynd, sem Helgi
Bjarnason tók, sést veghefill frí Vegagerð ríkisins sem hefur fest sig á þjóðveginum i Leirársveit í fyrradag.
Suöur- og Vesturland:
Vegir víða slæmir eftir rigningarnar
MIKIL úrkoma hefur verið á Suð-
ur- og Vesturlandi undanfarna
daga. Nokkrar vegaskemmdir hafa
verið. M.a. þá fór sundur ræsi i
Kornahlíð við Geitabergsvatn i
Svínadal. Varð af þessum sökum
að loka Borgarfjarðarbraut. Þá fór
Svínadaisvegur í sundur við Súluá,
sem er skammt neðan við Eyrar-
vatn. Einnig á Akrafjallsvegi fór
ræsi í sundur við Galtavík.
Þessar skemmdir sagði Lorens
Rafn hjá Vegagerðinni, að hefðu
helztar orðið. Vegir væru slæmir
eftir rigningarnar frá Suður-
landi og vestur á Snæfellsnes.
En verið væri að gera við þessar
skemmdir, svo fólk ætti að kom-
ast leiðar sinnar óhindrað um
helgina vegna skemmdanna.
jr
Skotveiðifeíag Islands um hreindýraveiðar í haust:
Eftirlit með skotvopnum
ónógt og skipulagið tryggir
ekki skynsamlega nýtingu
Á FÉLAGSFUNDI Skotveiðifélags
íslands, síðastliðinn þriðjudag, var
fjallað um fyrirkomulag við hrein-
dýraveiðar á komandi veiðitímabili.
Er í ályktun fundarins harðlega átal-
ið, að sportveiðimenn skuli enn vera
svo til útilokaðir frá veiðunum. Þá
telur fundurinn að núverandi skipu-
lag tryggi ekki skynsamlega nýtingu
hreindýrastofnsins og eftirlit með
skotvopnum og framkvæmd veið-
anna sé mjög ábótavant. Ályktun
Skotveiðifélags íslands um hrein-
dýraveiðar 1982 frá 20. júlí fer hér á
eftir:
„Fundurinn átelur það harðlega
að með reglugerð um hreindýra-
veiðar 1982 skuli sportveiðimenn,
sem áhuga hafa á hreindýraveið-
um, enn vera svo til útilokaðir frá
veiðunum. Fundurinn telur sjálf-
sagt og eðlilegt að sportveiði-
mönnum gefist kostur á því að
taka á löglegan og vel skipulegan
hátt þátt í hreindýraveiðunum.
Reynsla undanfarinna ára hefur
leitt í ljós að núverandi skipulag
veiðanna tryggir ekki æskilega
heildarnýtingu hreindýrastofns-
ins, með hliðsjón af við viðhaldi
Rafveita Hafn-
arfjarðar óskar
28% hækkunar
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar
hefur heimilað Rafmagnsveitu
Hafnarfjarðar að sækja um 28%
gjaldskrárhækkun frá og með 1.
ágúst næstkomandi. Auk þess hef-
ur rafmagnsveitan fengið heimild
til þess að fara fram á hækkun
vegna hugsanlegrar heildsölu-
verðshækkunar á raforku frá
Landsvirkjun.
hans. Svæðisbundnar veiðar hafa
leitt til ofnýtingar stofnsins á
sumum svæðum eins og t.d. á
Fljótsdalsheiði, þar sem hart hef-
ur verið gengið að törfum á und-
anförnum árum og má segja er að
tarfafæð þar sé uggvænleg. Á öðr-
um svæðum hefur stofninn verið
vannýttur t.d. á fjörðunum þar
sem hreindýrum hefur fjölgað
óeðlilega mikið. Á undanförnum
árum hefur leyfilegur fjöldi
hreindýra aldrei verið felldur,
samkvæmt veiðiskýrslum og að-
eins hluti dýranna hefur verið
felldur á veiðitímanum í ágúst og
september. Hefur orðið að leyfa
veiðar á haustin utan veiðitíma
undanfarin ár. Afurðir dýra, sem
Sölustofnun lagmetis:
Útflutningurinn
jókst um 35%
fyrstu 6 mánuðina
ÚTFLUTNINGUR Sölustofnunar lagmetis hefur aukist mjög mikið á þessu
ári eða um 35% að magni til, miðað við fvrstu sex mánuði síðasta árs og ef
miðað er við árið 1980 þá hefur útflutningurinn aukist um tæplega 84%. Ef
miðað er við fyrstu sex mánuði síðasta ars, þá var verðmætisaukningin á fyrri
hluta ársins orðin um 140% og ef miðað er við 1980 hefur verðmætið
fimmfaldast.
Heimir Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Sölustofnunar lag-
metis, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að f.o.b. verðmæti
þeirra afurða, sem hefðu verið
fluttar út fyrstu sex mánuði þessa
árs væri á milli 60 og 70 milljónir
króna. „Það er allt sem bendir til
að um metár verði að ræða hjá
okkur," sagði Heimir.
Hann sagði að mest hefði aukn-
ingin í lagmetisútflutningnum
orðið til Vestur-Þýzkalands, en
það sem af væri árinu væri út-
flutningurinn orðinn tíu sinnum
meiri en á sama tíma í fyrra og
þrettán sinnum verðmætari.
Uppistaðan í útflutningnum þang-
að væri niðursoðin rækja.
Ennfremur hefur orðið töluverð
söluaukning á reyktum síldarflök-
um „kippers“ til Bandaríkjanna.
Þá hefur orðið nokkur aukning í
útflutningi á þorsklifur- og hrogn-
um og ennfremur á grásleppukaví-
ar. Hefur sala á grásleppukavíar
fimmfaldast ef miðað er við árið
1980, en aukist um 25% ef miðað
er við síðastliðið ár.
„En það eru e'-ki bara björtu
hliðarnar," sagði Heimir. „Það
hefur orðið samdráttur í sölu á
gaffalbitum til Sovétríkjanna, en
hins vegar vonumst við til að
vinna þennan samdrátt upp þegar
líður á árið með nýgerðum sam-
ningum. Ennfremur höfum við átt
í erfiðleikum á brezka markað-
num. Okkar áætlun þar hefur ekki
staðist og kenni ég efnahags-
kreppunni þar í landi um. Bretar
hafa verið þeir einu, sem hafa tek-
ið við allri okkar framleiðslu und-
ir okkar vörumerki til þessa, en
árangurinn er enn ekki nógu góð-
ur,“ sagði Heimir að lokum.
eru felld á haustin utan veiðitíma,
eru lélegri og rýrari en dýra
felldra á veiðitímanum og veiðar
utan veiðitíma hafa boðið heim
hættu á veiðiþjófnaði. Nýtingu af-
urða hreindýranna hefur verið
mjög ábótavant undanfarin ár t.d.
hefur allt of lítið verið nýtt af
skinnum dýranna.
Heimamenn á hreindýraslóðun-
um kvarta yfir því að allt eftirlit
með veiðunum sé í molum.
Fundurinn telur augljóst að nú-
verandi skipulagning veiðanna
tryggi alls ekki skynsamlega nýt-
ingu hreindýrastofnsins og eftirlit
með skotvopnum, sem notuð eru
við veiðarnar, og framkvæmd
veiðanna sé mjög ábótavant."
Þessi mynd er tekin á iþróttamóti á Víðivöllum í vor. Hesturinn mun vera Skarði
frá Syðra-Skörðugili og knapi er Sigurbjörn Bárðarson. i.jósm: VK.
Þekktir hestar og kunnir
knapar á „Revlon-open“
I DAG, laugardag, verður haldið að
Víðivöllum opið mót í hestaíþróttum.
Eru það íþróttadeildir Fáks og Harðar
scm standa að þessu móti ásamt ís-
lensk-Ameríska sem gefur öll verðlaun,
en mótið ber yfirskriftina „Revlon-
open“.
Keppt verður í tölti, fjórgangi,
fimmgangi og gæðingaskeiði, auk
þess sem unglingar keppa í tölti.
Einnig verða kappreiðar þar sem ein-
göngu verður keppt í skeiði, bæði 150
og 250 metrum. Keppni hefst klukk-
an átta fyrir hádegi með unglinga-
keppni og reiknað er með að úrslit
verði um fjögurleytið og að þeim
loknum verði byrjað á kappreiðum.
Að sögn Guðmundar Jónssonar, eins
af forráðamönnum mótsins, er þátt-
taka mikil og þar á meðal flestir af
kunnustu knöpum landsins. Einnig
verða þekktir hestar í keppni, bæði í
íþróttagreinum og kappreiðum.
„Nokkrir af þessum hestum unnu til
verðlauna á nýafstöðnu Landsmóti,"
sagði Guðmundur ennfremur.
Frá Flugleiðum:
Rangfærslur Arnarflugsmanna
Erling Aspelund framkvæmda-
stjóri stjórnunardeildar Flugleiða
hafði samband við Morgunblaðið
og bað um birtingu á eftirfarandi:
Flugleiðir hf. telja óhjá-
kvæmilegt að leiðrétta örfáar af
þeim rangfærslum sem fram
koma í greinargerð frá Arnar-
flugi er birst hefur í blöðum.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá, var gert ráð fyrir því í tillög-
um að samvinnu milli Flugleiða
og Arnarflugs, að fólk frá Arn-
arflugi kæmi til starfa við af-
greiðslu á Keflavíkurflugvelli en
starfsfólki Flugleiða fækkað að
sama skapi. Þetta kom skýrt
fram í þeim samkomulagsdrög-
um sem lögð voru fyrir Flugleið-
ir og félagið hafnaði. Fullyrð-
ingar Arnarflugs um að þetta
séu ósannindi eru marklausar.
I þessum tillögum að sam-
komulagi var líka gert ráð fyrir
að Flugleiðir létu Árnarflugi í té
tölvuþjónustu, aðstöðu og þekk-
ingu til framkvæmdar á áætlun-
arflugi milli landa. Verðlag á
slíkri þjónustu átti að miða við
dreifingu fastakostnaðar. í
greinargerð Arnarflugs er stað-
fest að óskað var eftir slíkri
þjónustu.
Arnarflug segir íslandskynn-
ingum erlendis einkum hafa ver-
ið sinnt af forseta íslands, al-
þingismönnum, Ferðamálaráði,
ferðaskrifstofum og fleiri aðil-
um. Viðurkennt er í greinargerð
Arnarflugs, að Flugleiðir hafi
„tekið þátt í íslandskynning-
unni“, en jafnframt sagt að
kynningarstarf félagsins í Evr-
ópu hafi einkum beinst að Amer-
íkufluginu og þá með glugga-
auglýsingum. Flugleiðir draga
ekki í efa þátt forseta íslands,
þingmanna, Ferðamálaráðs og
ferðaskrifstofa í landkynn-
ingarstarfi. En á síðasta ári
lögðu Flugleiðir fram 30 millj.
króna í þessu skyni í beinum
fjárútlátum fyrir utan annað
kynningarstarf. Óhætt er að
fullyrða að enginn einn aðili
hérlendis hafi lagt jafn mikið fé
til landkynningar og Flugleiðir á
erlendri grund.
Fullyrðingar Arnarflugs um
einokun Flugleiða á millilanda-
leiðum eru gjörsamlega út í hött
eins og allir vita sem hafa kynnt
sér milliríkjasamninga um
gagnkvæm flugréttindi.
Þegar samgönguráðherra
ákvað einhliða að skipta upp
flugleiðum sagði forstjóri Arn-
arflugs í blaðaviðtölum að sam-
keppnin, sem var að byrja milli
Flugleiða og Arnarflugs, hefði
leitt til „óeðlilega lágra far-
gjalda í sumar“. Nú segir í grein-
argerð Arnarflugs að áætlunar-
flug Arnarflugs til Amsterdam,
Zúrich og Dússeldorf muni
lækka fargjöldin! Flugleiðir telja
ekki þörf á að elta ólar við „rök-
semdir" af þessu tagi né aðrar
viðlíka sem finna má í greinar-
gerð Arnarflugs.