Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1982
39
„Það var gott að vinna, en við
erura alls ekki öniggir með sigur i
deildinni. Það eru sjö umferðir eftir
og ailt getur gerst. Mér finnst deild-
in heldur slakari en í fyrra, liðin sem
komu niður eru ekki eins sterk og
ÍBK og ÍBÍ voru. En sterkasta liðið
sem ég hef séð er Þór Akureyri, ann-
ars hef ég ekki séð raikið til þeirra,“
sagði Asgeir Elíasson, leikmaður og
þjálfari Þróttar Reykjavík, eftir að
liðið hafði sigrað Njarðvíkinga með
2 mörkum gegn 1 á Laugardalsvell-
inum í gærkvöldi.
Staðan í leikhléi var jöfn, 1—1, en
glæsimark Kristjáns Jónssonar í
síðari hálfleik færði Þrótturum
sigur í leiknum. Tekin var auka-
Þróttur bætti tveimur
stigum í safnið í gær
spyrna inn á teig Njarðvíkinga og
skallað frá. Kristján fékk boltann
u.þ.b. 35 metra frá marki og sendi
hann rakleiðis til baka í netið með
glæsilegu þrumuskoti sem mark-
vörðurinn réði ekkert við.
Daði Halldórsson tók forystuna
fyrir Þrótt strax á 6. mínútu leiks-
ins með marki úr vítaspyrnu, og
Jón Halldórsson jafnaði fyrir
gestina fyrir hlé.
Þróttarar voru sterkara liðið og
sigur þeirra fyllilega sanngjarn. I
liðinu eru nokkrir skemmtilegir
leikmenn og spila þeir á köflum
ágæta knattspyrnu. Það sama má
reyndar segja um Njarðvíkinga.
Nokkrir skemmtilegir strákar eru
í liðinu, og þeir hafa greinilega
burði til að leika ágætan fótbolta
og gerðu það á stundum.
Manchester United til
landsins í byr jun ágúst
Enska stórliðið Manchester Un-
ited kemur, sem kunnugt er, hingað
til lands í byrjun ágúst og leikur hér
tvo leiki. Kapparnir koma til lands-
ins 3. ágúst, leika við Val í Reykja-
vík miðvikudaginn 4., og síðan við
KA á Akureyri fimmtudaginn 5. ág-
úst.
í liðinu eru, eins og allir vita,
margir af frægustu og bestu
knattspyrnumönnum Englands í
dag. Hægt er að nefna Bryan
Robson, Ray Wilkins, Steve Copp-
• Bryan Robson var einn besti
leikmaður enska landsliðsins i
HM-keppninni á Spáni í sumar.
Vonandi fáum við að sjá hann með
Manchester United hér á landi i
ágúst
ell, Frank Stapleton og svo mætti
halda lengi áfram.
Liðið á sér marga stuðnings-
menn hér á landi og er það því
mikill hvalreki á fjörur íslenskra
knattspyrnuunnenda að fá liðið
hingað til lands.
United er nýbúið að gera heil-
mikinn auglýsingasamning við
SHARP fyrirtækið, um að það
auglýsi á búningum félagsins, en
United hefur ekki áður leikið með
auglýsingu á búningi sínum. Er
þessi auglýsingasamningur, að
sögn, sá allra stærsti sem um get-
ur í sögu enskrar knattspyrnu.
Framkvæmdastjóri United, Ron
Atkinson, þykir einn sá allra líf-
legasti í ensku knattspyrnunni og
lið hans þykja ætíð leika skemmti-
lega knattspyrnu. Hann eyddi
miklum peningum í upphafi síð-
asta keppnistímabils i kaup á leik-
mönnum, og nýlega festi hann
kaup á Arnold Muhren frá Ips-
wich. Einnig er vitað að hann hef-
ur mikinn áhuga á að ná í Alan
Brazil frá Ipswich, þannig að það
verður örugglega skemmtilegt lið
sem leikur hér á Laugardalsvellin-
um og á Akureyrarvelli í byrjun
ágúst.
Ensku leikmennirnir munu ör-
ugglega taka þessa ferð mjög al-
varlega, þar sem leiktímabilið í
• Gamia kempan, Lou Macari, hef-
ur leikið með United til margra ára.
Hann ieikur væntanlega með þeim
hér á landi.
Englandi verður rétt í þann mund
að hefjast og hart er barist um
stöðurnar í liði eins og þessu.
Við munum auðvitað skýra nán-
ar frá, hvaða leikmenn koma, um
leið og það kemur í ljós.
Hér má sjá alla sigurvegara í meistaramóti golfklúbbsins Keilia sem fram fór um siðustu helgi.
Golf um
GOLFMENN verða á feröinni um
helgina eins og venjulega. Tvö
stærstu mótin eru Pepsi Cola-
keppnin hjá GR í Grafarholtinu og
Toyota-keppnin sem GK í Hafnar-
firði heldur.
Pepsi Cola-keppnin er fyrir
helgina
bæði kyn og eru leiknar 36 holur.
Fyrirkomulag Toyota-keppninnar
er þannig að á laugardag leika 2.
og 3. flokkur, auk öldunga- og
kvennaflokks. Á sunnudag leika
svo meistara- og 1. flokkur karla.
Allir flokkar leika 18 holur.
Selfoss:
Meistaramótið
í frjálsum
MEICTARAMÓT íslands í frjálsum
íþróttum verður haldið á Selfossi um
helgina og verða flestir af bestu
mönnum okkar þar i sviðsljósinu.
Ágætur árangur náðist í sumum
greinum á Reykjavíkurleikunum
um síðustu helgi, þannig að met
gætu átt eftir að fjúka um helgina
þar sem frjálsíþróttafólkið virðist
vera í ágætri æfingu um þessar
mundir.
• Oddur Sigurðsson verður I eldlin-
unni á Selfossi um helgina, er meist-
aramótið í frjálsum íþróttum fer þar
fram. Oddur er okkar sterkasti
spretthlaupari í dag, og sýndi hann
stórskemmtilega takta um síðustu
helgi í Laugardalnum, Ld. er hann
hljóp síðasta sprettinn á 4x400 m
hlaupinu i keppninni við Walesbúa.
Góður árangur
Fylkisstráka
6. FLOKKUR Fylkis í knattspyrnu
hefur staðið sig með afbrigðum vel í
sumar. Þeir sigruðu í Vormóti KRR
bæði í A- og B-liði, og var markatal-
an sérlega glæsileg hjá báðum lið-
um. Hjá A-liðinu var hún 37—3, og
hjá B-liðinu var hún 23—1.
Bæði þessi urðu síðan Reykja-
víkurmeistarar í vor. Við látum
hér fylgja með myndir af þessum
strákum. Þjálfari þeirra er með
B-liðinu en A-liðsstrákarnir eru
einir á mynd.