Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1982 9 MARKADSWÓNUSTAN Opið laugardaga kl. 1—4 Lokað sunnudag HRAUNBÆR 2ja herb. ca. 65 fm á 1. hæð. Suðursvalir. Falleg íbúö KÓNGSBAKKI 2ja herb. falleg íbúö á 1. hæö ca. 60 fm. Fallegur sameiginlegur garöur. LINDARGATA 3ja herb. ca. 85 fm góö íbúö á 2. hæö. Akveðin sala. KÓNGSBAKKI 3ja herb. íbúö á 1. hæö ca. 85 fm. Fallegur sameiginlegur qarður. ALFASKEIÐ 3ja herb. ca. 86 fm vönduö ibúö. Bílskúrsplata. GOÐATÚN— GARÐABÆR 3ja herb. ca. 55 fm íbúö á jarðhæö. 50 fm bílskúr fylgir. Ákveðin sala. HÁALEITISBRAUT 3ja herb. falleg íbúö á jaröhæö. HRAUNBÆR 3ja—4ra herb. ca. 100 fm ágæt íbúö á 3ju hæö. Þvott- ur og búr innaf eldhúsi. Laus fljótlega. HJALLABRAUT HF. 3ja—4ra herb. falleg íbúö á 1. hæö ca. 100 fm. Búr innaf eld- húsi. Furuklætt hol. KIRKJUTEIGUR 4ra herb. ca. 90 fm mjög falleg kjallaraíbúö. Ný eldhúsinnr., huröir og gluggar. SKIPASUND — SÉRHÆÐ 4ra herb. ca. 95 fm íbúö á 2. hæð. Sér inng. Bílskúrsréttur. BÁRUGATA 4ra—5 herb. ca. 115 fm aö- alhæö í þríbýli. Bílskúr fylgir. MIÐVANGUR HF. 4ra—herb. ca. 120 fm falleg íbúö á 3. hæö. Sér svefnálma. Þvottur á hæöinni. Ákveöin Mla. BREIÐVANGUR HF. 4ra—5 herb. ca. 120 fm rúmgóð og skemmtileg íbúö á 3. hæð. Bílskúr fylgir. Ákv. sala. HAFNARFJÖRÐUR— SÉRHÆÐ 4ra herb. ca. 120 fm efri sér- hæö í tvíbýli. Bílskúrsréttur. Út- sýni. Hægt aö taka 3ja herb. í Noröurbæ uppí. FRAMNESVEGUR Raöhús á þremur hæöum, sam- tals um 120 fm. NÖKKVAVOGUR— EINBÝLI Jarðhæð, hæö og ris, alls ca. 240 fm. 8 herbergi. Rúmgóður bílskúr. Stór ræktuö lóö. Mögu- leiki á 2 sérhæöum. TIMBUREINBÝLI — HAFN. Nýlega standsett einbýli viö Hraunkamb. Steyptur kjallari, hæð og ris. Gefur góöa mögu- leika. Bilskúrsréttur. Möguieiki á skiptum á minni eign eöa ein- býli í Ytri-Njarðvik. VITASTÍGUR 2ja herb. ca. 50 fm risíbúð m. sér inngangi. Ný endurnýjuö. Laus í júlí. SÓLHEIMAR 3ja herb. ca. 85 fm mjög góð íbúö á 1. hæö í lyftublokk. Nýtt baö og eldhús. Húsvöröur. HRAFNHÓLAR 4ra herb. ca. 100 fm ágæt íbúö á 2. hæð. Fallegt baö- herbergi. Þvottur í íbúöinni. HRAUNKAMBUR HF. 3ja—4ra herb. mjög góö íbúö á neöri hæö í tvíbýlishúsi. Meira og minna nýstandsett. FÍFUSEL 4ra herb. ca. 117 fm nýleg fal- leg íbúö á 1. hæö. Nýtt fallegt eldhús. Þvottur á hæðinni. SKIPASUND 3ja—4ra herb. ca. 90 fm mjög góö íbúö á 2. hæö. Sam. inng. m. risi. Nýtt gull- fallegt eldhús. ÁLFASKEIÐ HF. 4ra herb. ca. 110 fm nýstand- sett íbúð á 4. hæö. Bílskúrs- sökklar. AUSTURBERG 4ra herb. ca. 95 fm íbúö á 3. hæö í fjölbýli. ibúöin er laus nú þegar. HRAUNBÆR Mjög hugguleg 4ra herb. íbúö á 4. hæð ca. 110 fm. Þvottahús innaf eldhúsi, sjónvarpshol, suöursvalir. Ákveðin sala. KLEPPSVEGUR 4ra herb. íbúö á 3. hæð ásamt aukaherb. í risi. MARÍUBAKKI 4ra herb. ca. 105 fm íbúð. Aukaherb. í kjallara. Snotur eign. KAPLASKJOLSVEGUR 4ra herb. ca. 110 fm endaíbúö á 1. hæð. SUNNUVEGUR HF. 120 fm 4ra—5 herb. neöri hæð í tvíbýlishúsi. Ný standsett baö og eldhús. Falleg eign á róleg- um staö. SPÓAHÓLAR 5—6 herb. glæsileg endaíbúö á 3. hæö (efstu). Innbyggöur bílskúr fylgir. Einstakt útsýni. ÞVERBREKKA 5—6 herb. ca. 120 fm rúmgóö íbúö á 2. hæð í lyftublokk. Mikil og góö sameign. SÓLHEIMAR — RAÐHÚS á 3 hæðum meö innb. bílskúr, alls ca. 210 fm. Skipti möguleg á hæö í Heimum eða Vogum. LAUGARÁS— SKIPTI 150 fm glæsileg sérhæö meö bilskúr. Möguleiki á skiptum á litlu einbýli í Reykjavík. Mos- fellssveit eöa Kópavogi. EINBÝLI — ÁLFTANES 170 fm Siglufjaröarhús. Innrétt- ingar vantar af mestu. Bíl- skúrssökklar. Hugsanlegt aö taka 3ja eöa 4ra herb. íbúö upp i kaupverö. Ákveöin sala. EINBÝLI — SKÓGARHVERFI Vantar fyrir úrvals kaupendur nýlegt fallegt einbýlishús í Skógarhverfi. Toppgreiöslur eöa góöar eignir í skiptum. SVÍÞJÓÐ — EINBÝLI Einbýlishús í Trollhettan (Saab-verksmiöjurnar), sem er kjallari, hæö og ris. Alls ca. 220 fm. Bílskúrsréttur. Fallegur ávaxtagaröur. Eign þessi fæst í skiptum fyrir hús eöa íbúö á Reykjavík- ursvæöinu. MARKADSÞjÓNUSTAN INGÖLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911 Róbert Arni Hreiðarsson hdl. Z7 n rnr^ n() n n lib 5) L \ALj (o_ Umsjónarmaöur Gísli Jónsson______________156. þáttur Áður en annað er skrifað, langar mig til að minna menn á orðið myndband. Ekki hafa komið fram vænlegri tillögur um nýyrði fyrir video. Nú er þetta fyrirbæri á hvers manns vörum. Ekki tölum við um radíó, telefón eða tíví, heldur útvarp, síma og sjónvarp. Ég held við ættum ekki að gerast ættlerar að þessu leyti. Orð- myndin video er mjög fram- andi, reyndar hrein latína. Við skulum nota tækifærið, sem hin mikla umræða gefur okkur, og festa rækilega hið góða nýyrði myndband í mál- inu. Það er meira að segja einu atkvæði styttra en útlenda orðið. Þá er bréf frá R.S.N. í Reykjavík. Meginefni þess er svo: „Mig langar til að þakka Morgunblaðinu fyrir að birta vikulega þætti um íslenskt mál, og nú síðustu vikurnar smáklausur um málvillur, og mig langar til að þakka þér, Gísli, fyrir ágæta þætti. Ég er ekki íslenskufræðing- ur, en ég er einn af þeim sem telja íslenska tungu fjöregg þjóðarinnar, og vil að hún sé varðveitt sem best. Mig langar til að ræða við þig nokkrar hliðar á því máli og leita álits þíns. — Að þessu sinni ætla ég að minnast eingöngu á notkun eignarfornafna, en mun skrifa um önnur mál síðar. Sú breyting er að verða, eða er orðin, á íslensku máli, að eignarfornöfn eru yfirleitt höfð á undan orðunum sem þau eiga við. Ekki þarf lengi að lesa dagblöðin eða hlusta á út- varp eða sjónvarp til að ganga úr skugga um þetta: Hann lék sína fyrstu skák. Togarinn kom úr sinni fyrstu veiðiferð. Skipið og þess áhöfn. Mínir samstarfsmenn segja mér, o.s.frv. Mér finnst þetta ljót ís- lenska, og ég tel sorglegt, að þessi breyting er orðin á ís- lenskri tungu. Ég hlýt að eiga marga skoðanabræður í þessu efni, en mér finnst gegna furðu, hve lítið er skrifað um þetta mál. Ekki skiptir máli hver orsökin er til breytingar- innar, en hitt er mikilsvert, að reynt sé að ráða bót á. Ég held að það sé unnt, ef vilji er til þess, t.d. ef ráðamenn fjöl- miðla, ríkisfjölmiðla og ann- arra fjölmiðla, prestastéttin og skólamenn hefðu samtök um það. Mér er ljóst, að stundum þarf eignarfornafn að vera á undan nafnorðinu, t.d. í föst- um orðatiltækjum, en ekki á eftir. En óþarfi er að menn séu að troða fornafninu fram fyrir alstaðar þar sem því verður við komið. Hvert er álit þitt?" Fyrst er að þakka þetta vinsamlega bréf í heild sinni. Tilhlökkunarefni er að fá fleiri slík. Þáttur sem þessi þarf mjög á því að halda, að lesend- ur glæði hann lífi. Annars stirðnar hann og veslast upp. Auk þess er það sífellt uppörv- unarefni, að finna hversu margir hafa lifandi og logandi áhuga á móðurmáli sínu, verndun þess og viðgangi. „Hvert er þitt álit?“ spyr bréfritari. Ég er í öllum meg- inatriðum á sama máli og hann. Vera kann þó að hann geri of mikið úr breytingunni sem hann fjallar um. Ég hef áður skrifað um þetta efni hér í þættinum og verður því ekki komist hjá endurtekningum. En þær eru óhjákvæmilegar í málfarsþáttum sem þessum. Að sjálfsögðu bið ég menn að fylgja þeirri meginreglu að hafa eignarfornafn á eftir en ekki undan nafnorði. Dæmi: Sonur minn er tólf ára. Óeðli- legt væri að snúa þessu við hér og segja: Minn sonur er tólf ára. Þá værum við farin að tala eins og Englendingar og Þjóðverjar, en ekki eins og ís- lendingar. En, og það er stórt en, frá þessari meginreglu er undantekning og hún veiga- mikil. Ef leggja þarf sérstaka áherslu á eignarfornafnið, er réttlætanlegt að færa það fram fyrir. Dæmi: Vera má að þú hafir mikið fylgi, en minn stuðning færðu aldrei. Ég segi aðeins að réttlætanlegt sé að flytja eignarfornafnið fram fyrir í þessari stöðu, en nauð- synlegt er það engan veginn. Með réttum tóni getum við náð sömu áhrifum, þótt orðaröðin sé eftir venjulegum lögmálum tungunnar: En stuðning minn færðu aldrei. Fleira kemur til. Bréfritari talar um föst orðatiltæki. Ég gæti hugsað mér sem dæmi: Sinn er siður í landi hverju. Eftir Benedikt Sveinbjarnar- syni Gröndal var haft: „Mitt er að yrkja, ykkar að skilja." Sitthvað í kveðskap, vegna hrynjandi, ríms og stuðla, og jafnvel tilfinningalegra blæ- brigða, getur einnig valdið því, að „rétt“ sé að hafa eignar- fornafnið fyrirsett. Snillingur- inn Jón Þorláksson á Bægisá kvað um föður sinn (ekki tek ég ábyrgð á starfsetningu tökuorðanna): MINN var faAir monsíur, með þad varð hann síra. Seinna varð hann sinníur ojj síðast tómur horlákur. En samt finnum við hversu miklu eðlilegra er íslenskunni að yrkja eins og Rósa Guð- mundsdóttir frá Fornhaga: Áugað mitt ojj aujjað þitt, ó þá fojjru steina! Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. eða hjá séra Matthíasi: <>uð minn, guð, ég hrópa gegnum myrkrið svarta. Hitt viðurkenni ég að inni- legra sé, þegar sr. Hallgrímur lýkur 44. passíusálmi, þeim sem liklega er mest listaverk þeirra allra, og kveður: Minn Jesú, andláLsorðið þitt í mínu hjarta ég geymi, Heldur en ef hann breytti orðaröðinni þarna i samræmi við hefð málsins. En hvað sem þessum vangaveltum líður, skal eindregið tekið í streng- inn með bréfritara. Við skul- um segja: Hann lék fyrstu skák sína vel. Togarinn kom hlaðinn úr fyrstu veiðiferð sinni. Skipið og áhöfn þess bjargaðist úr háskanum. Sam- starfsmenn mínir segja mér tíðindin. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Til sölu eru tvær efstu hæölr húseignarinnar aö Háteigsvegi 14, Reykjavík. Mjög góöar eignir á besta staö. Allar nánari upplýsingar eru veittar á staönum og í símum 12986 og 23288. Frestur til aö skila tilboöum í báöar íbúðirnar eöa aöra er til þriöjudags 27. júli nk. kl. 20.00. Tilboö- um skal skllaö að Háteigsvegi 14. Tryggvi Agnarsson lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.