Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982 Um radarmálefiti Reykjavíkurflugyallar Eftir Leif Magnússon formann flugráðs í frétt í Mbl. í gaer er m.a. viðtal við Steingrím Hermannsson, sam- gönguráðherra undir fyrirsögninni „Radarskermurinn á Keflavíkur- flugvelli — Tækið tengt til Reykja- víkur á næsta ári“. Þar segir m.a. frá fundi ráðherra með flugmála- stjóra og hans mönnum þar sem rædd voru radarmálefni. í viðtal- inu kemur hins vegar fram slíkur misskilningur um eðli og tilgang þeirra tveggja radarstöðva, sem hér eru í notkun fyrir flugumferð- arstjórn, að nauðsyn ber til að koma á almennt framfæri nokkr- um skýringum. Tegundir radartækja Fyrir þarfir flugumferðar- stjórnar eru í dag einkum starf- ræktar tvær megintegundir rad- artækja, þ.e. venjulegur radar (Primary Radar) og „svarradar" (SSR — Secondary Surveillance Radar). Sá fyrrnefndi er að eðli svipað- ur og radartæki skipa, þ.e. hann „sér“ endurkast radarmerkja frá yfirborði hluta, þ.á m. flugvéla, hindrana og að nokkru leyti frá skýjum og úrkomu. SSR byggir hins vegar á tilvist sérstaks radarsvara (transpond- er) um borð í flugvélinni. Rad- arsvarinn endurvarpar „fyrir- spurnarmerki" SSR-radarstöðv- arinnar, og þá yfirleitt með ýms- um viðbótarupplýsingum, t.d. varðandi auðkenni flugvélarinn- ar og flughæð hennar. Svæöisradar Skammt fyrir vestan Keflavík- urflugvöll starfrækir varnarliðið stóra radarstöð sem þátt í við- vörunarkerfi NATO. Árið 1971 fengu íslens stjórnvöld heimild til að nýta sér tilteknar upplýs- ingar frá þessar stöð í þágu flug- stjórnarmiðstöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli, en hún þjónar flugumferð á innan- landsleiðum svo og á stóru svæði umhverfis ísland. Nánar tiltekið voru þær upp- lýsingar, sem hér um ræðir, SSR-merki stöðvarinnar, og náðu allt að 395 km frá stöðinni. Þessa tegund merkja er auðvelt að flytja milli stöðva, t.d. eftir venjulegum símalínum, og úr- vinnsla með nútíma tölvutækni býður upp á ýmsa möguleika, sem erfiðara er að leysa með ven- julegri radartækni. Þáverandi samgönguráðherra, Ingólfur Jónsson, beitti sér fyrir samþykkt sérstakrar fjárveit- ingar til þess að íslenska flug- málastjórnin gæti keypt og tekið í notkun búnað, er ynni úr, flytti og sýndi SSR-merki þessarar stöðvar við Keflavík á tveim rad- arskjám í flugstjórnarmiðstöð- inni í Reykjavík, og var búnaður- inn tekinn í notkun seinni hluta ársins 1972. Jafnframt skyldi að því stefnt að afla samþykkis Al- þjóða-flugmálastofnunarinnar, ICAO, fyrir þátttöku hennar í stofn- og rekstrarkostnaði tækj- anna, enda væru þau notuð í Leifur Magnússon „í máli sem þessu er leit að þeim „seku“ hreint aukaat- riði. Meginatriðið hlýtur að vera að hið fyrsta verði kom- ið í framkvæmd þeirri sam- eiginlegu radar-aðflugsstjórn fyrir Keflavík og Reykjavík, sem að var stefnt með bygg- ingu nýja flugturnsins á Keflavíkurflugvelli, og þann- ig stuðlað að auknu öryggi þess flugs, sem um þá flug- velli fer.“ þágu alþjóðlegrar flugumferðar á svæðinu. Þetta samþykki fékkst árið 1976 að undangengnum löngum samningum. ICAO féllst þá á að greiða 50% af stofn- og rekstr- arkostnaði þessa kerfis. Með þeirri samþykkt varð ICAO, f.h. þeirra ríkja sem greiða kostnað við alþjóðaflugþjónustuna hér á landi, óhjákvæmilega aðili að síðari ákvarðanatöku um endur- nýjun tækjabúnaðarins, bæði hvað varðar tilhögun og tegundir tækja. Þar sem framangreindur svæðisradar er fyrst og fremst hannaður fyrir mikið langdrægi snýst loftnet hans hægt, og rad- ar-upplýsingarnar endurnýjast því á skjám flugumferðarstjór- anna aðeins 5 sinnum á mínútu. Þessi radar er því ekki hentugur til aðflugsstjórnar við flugvelli þar sem ICAO-reglur krefjast endurnýjunar 12—15 sinnum á mínútu. Adflugsradar Árið 1974 gerði þáv. utanrík- isráðherra, Einar Ágústsson, samning við bandarísk stjórn- völd er m.a. fól í sér að gerðar yrðu ýmsar endurbætur á Kefla- víkurflugvelli, þ.á m. að byggður yrði nýr flugturn ásamt aðflugs- stjórnstöð, sem búin yrði nýjustu og fullkomnustu tegund radar- tækja. Af hálfu íslands voru þeir Leifur Magnússon, þáv. varaflug- málastjóri, og Pétur Guðmunds- son, flugvallarstjóri, Keflavíkur- flugvelli, skipaðir í nefnd með fulltrúum Bandaríkjanna til að samræma kröfur um hönnun þessara mannvirkja og velja tækjabúnað. Fulltrúar íslands lögðu á það þunga áherslu að væntanleg radarstjórnstöð gæti fullnægt þörfum bæði Keflavík- urflugvallar og Reykjavíkur- flugvallar, enda eru flugvellirnir það nálægt hvor öðrum að slíkt fyrirkomulag er í raun bæði eðli- legt og nauðsynlegt, enda algengt víða erlendis. Var fallist á þetta sjónarmið, og hönnun byggingar, val tækj- anna, og staðsetning radarloft- netsins miðuð við þarfir beggja flugvalla. I þessu sambandi er rétt að geta að íslensku nefndar- mennirnir höfðu náið samráð við sérstaka nefnd þriggja flugum- ferðarstjóra, bæði frá Keflavík og Reykjavík og tilnefnd var af stjórn Félags íslenskra flugum- ferðarstjóra. Nauðsynlegt er að minna enn einu sinni á að hér er um að ræða radartæki, sem sérhönnuð eru fyrir þarfir aðflugsstjórnar, þ.á m. hvað varðar tíða endur- nýjun radarupplýsinga á skjá flugumferðarstjórans. í þessu skyni eru því notuð bæði SSR-tæki og venjulegur radar. Flugumferð- arstjórinn getur því séð allar hindranir á svæðinu, úrkomuský að nokkru leyti, svo og flugvélar, sem ekki eru búnar radarsvara, t.d. ýmsar slíkar flugvélar í sjón- flugi í nágrenni flugvallanna. Nýi flugturninn á Keflavíkur- flugvelli var formlega tekinn í notkun sumarið 1979 og síðar sama ár hófst notkun radartækj- anna við aðflugsstjórn Keflavík- urflugvallar. Aðflugsstjórn Reykjavíkur Þrátt fyrir að frá 1979 hafi öll aðstaða verið fyrir hendi á Kefla- víkurflugvelli til að sinna radar- aðflugsstjórn fyrir Reykjavíkur- flugvöll, er stóllinn, sem þeim flugumferðarstjóra er ætlaður, enn auður. Um ástæður þess munu hlutaðeigandi stjórnmála- menn og embættismenn vænt- anlega skýra frá eigin brjósti, og tel ég að svo stöddu ekki rétt að leggja þar orð í belg, nema að því marki er hér greinir. Ég vil geta þess, að það flug- ráð, sem setið hefur frá jan. 1980 hefur þrívegis gert samþykktir um þetta mál, þ.e. 24. júlí og 13. nóv. 1980 og 2. nóv. 1981. Þá vek ég jafnframt athygli á viðtali við mig sem birtist í Vísi 2. júní 1981 undir fyrirsögninni „Margra milljóna flugöryggistæki stendur ónotað“. Flugráð hefur því gert það sem því er unnt, miðað við stöðu þess og völd í stjórnkerfinu, til að þoka þessu máli áleiðis, en fram- kvæmdir stöðvast vegna tog- streitu embættismanna um völd og yfirráð, svo og sinnuleysis hlutaðeigandi stjórnmálamanna um lausn málsins. / Stjórnskipulag Með reglum nr. 94/1957 „Um skipulag flugmála á Keflavíkur- flugvelli", er Keflavíkurflugvöll- ur tekinn undan stjórn flugmála- stjóra. Reglur þessar voru settar af Guðmundi I. Guðmundssyni, sem þá var utanríkisráðherra í þriðja ráðuneyti Hermanns Jón- assonar. Síðan hafa hér setið við völd 9 ríkisstjórnir og hlutaðeig- andi ráðherrar ekki séð ástæðu til eða geta fallist á niðurfellingu umræddra reglna. Ég hef ætíð haft þá skoðun, að þetta stjórnunarfyrirkomulag sé óeðlilegt. Þó tel ég að hvað flug- umferðarstjórnina varðar hafi verið sett skýr og ótvíræð fyrir- mæli með eftirfarandi bréfi utanríkisráðuneytisins, dags. 30. okt. 1972: „Boðleiðir að stöðu yfirflugum- ferðarstjóra Keflavíkur eru tvær. Annars vegar frá fram- kvæmdastjóra flugöryggisþjón- ustunnar varðandi tæknileg mál- efni, sbr. erindisbréf samgöngu- ráðuneytisins, dags. 7. mars 1967, og hins vegar frá flugvallarstjór- anum á Keflavíkurflugvelli varð- andi daglegan rekstur, svo sem starfsmannahald, húsnæði, eftir- lit með ástandi flugbrauta, ak- brauta og flughlaða, svo og fjár- reiður." Þetta bréf var síðan birt öllum hlutaðeigandi í starfsreglum flugöryggisþjónustunnar 6. nóv. 1972, ásamt nánari skilgreiningu á skipulagi, tilgangi og verksviði flugturns Keflavíkurflugvallar. Viðtöl í Mbl. í gær Því miður hefur þessi langi inngangur verið nauðsynlegur til þess að unnt sé að leiðrétta rang- færslur, misskilning og/eða van- skilning, sem fram koma í viðtöl- um, er Mbl. átti við samgöngu- ráðherra og Guðlaug Kristinsson flugumferðarstjóra í gær. Ráðherrann telur, að vanda- málið leysist með nýjum búnaði, sem tengi flugstjórnarmiðstöð- ina í Reykjavík við aðflugs- stjórnartækin á Keflavíkurflug- velli. Orðrétt er haft eftir ráð- herranum: „í framtíðinni verður tenging- in til Reykjavíkur fullnægjandi, og við þurfum ekki á því að halda að komast að skerminum í Kefla- vík.“ Hér er hins vegar um að ræða endurnýjun radarbúnaðar flug- stjórnarmiðstöðvarinnar í Reykja- vík, sem settur var upp árið 1972, enda hefur ICAO nú með skeyti dags. 15.6. 1982 lýst samþykki sínu við þá endurnýjun. Megin- breyting frá fyrri tilhögun þessa kerfis er sú að tækin verða nú tengd við SSR-hluta aðflugsrad- arstöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli í stað þess að tengjast SSR-hluta langdrægu radar- stöðvarinnar (H-l) fyrir vestan Keflavíkurflugvöll. Kjarni málsins er sá, að hér er einungis um að ræða flutning SSR-radarmerkjanna, sem gerir notkun þessara tækja við aðflugs- stjórn óhæfa, þrátt fyrir að áfram geti þau sinnt þörfum svæðis- flugstjórnar. í öðru lagi kæmu þessi tæki ekki í notkun fyrr en seinni hluta ársins 1983, og þá að því tilskyldu að Alþingi sam- þykki fjárveitingu til verkefnis- ins á fjárlögum 1983. í þriðja lagi yrði þá af einhverjum annarleg- um ástæðum vikið frá fyrri stefnumótun í radarvæðingu flugumferðarstjórnar hér á landi, er m.a. fól í sér samræmda radar-aðflugsstjórn í sömu húsa- kynnum og með sömu tegund skjáa fyrir þarfir Keflavíkur og Reykjavíkur. Innlegg Guðlaugs Kristinssonar I furðulegu viðtali við Guðlaug Kristinsson, flugumferðarstjóra, er einnig blandað saman starf- rækslu aðflugsradars fyrir Reykjavíkurflugvöll og endur- nýjun tækjabúnaðar flugstjórn- armiðstöðvarinnar. 1 viðtalinu segir m.a. eftirfarandi: „En þá kom upp sú staða í mál- inu að formaður flugráðs taldi sig ekki fyrir sitt leyti geta mælt með að gengið yrði að tilboðinu (þ.e. endurnýjun radarbúnaðar flugstjórnarmiðstöðvarinnar) fyrr en að fullvíst væri að útlend- ingar gætu borgað tækin, þ.e. Al- þjóðaflugmálastofnunin." Ég vona að hér sé um að kenna ókunnugleika Guðlaugs um alla málavexti, og hvernig standa ber að tillögugerð, fjármögnun og framkvæmd slíkra mála. Líklega mætti leiða til vitnis alla núver- andi flugráðsmenn um þær áætl- anir og tillögur hlutaðeigandi embættismanna flugmála- stjórnar um radarmálefni, sem inn á borð flugráðs hafa borist undanfarin tvö ár, og þar sem hvert stangast á annars horn. Hið rétta er, að í júlí 1981 kom hingað til lands sérstök tækni- nefnd frá ICAO til að gera úttekt á ýmsum þáttum alþjóðaflug- þjónustunnar, þ.á m. radar- búnaði flugstjórnarmiðstöðvar- innar. Skýrsla nefndarinnar er dags. 25. nóv. 1981, og fól m.a. í sér tvær tillögur þar sem ís- Iensku flugmálastjórninni var falið að leggja fram tæknilega úttekt á því hvort unnt sé að nota SSR-hluta aðflugsradartækja Keflavíkurflugvallar í þágu svæðisflugstjórnar, sem sinnt er af flugstjórnarmiðstöðinni. í öðru lagi að lagðar verði fram áætlanir um kostnað og tilhögun við endurnýjun búnaðarins frá 1972. Með bréfi dags. 11. feb. 1982, felur samgönguráðuneytið flugmálastjóra að gera slíkar áætlanir og „leita eftir samþykkt ICAO fyrir 50% hlutdeild al- þjóðaflugþjónustunnar við kaup téðra tækja“. Samþykkt ICAO barst með skeyti til flugmálastjórnar 15. júní 1982, og það eru þessi tæki, sem ekki eru ætluð aðflugsstjórn (SSR eingöngu) sem ráðherrann og Guðlaugur eru að vitna til. Lokaorð í máli sem þessu er leit að þeim „seku“ hreint aukaatriði. Meginmarkmiðið hlýtur að vera að hið fyrsta verði komið í fram- kvæmd þeirri sameiginlegu rad- ar-aðflugsstjórn fyrir Keflavík og Reykjavík, sem að var stefnt með byggingu nýja flugturnsins á Keflavíkurflugvelli, og þannig stuðlað að auknu öryggi þess flugs, sem um þá flugvelli fer. Leifur Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.