Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1982
flfotgmtÞInfrifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur.'Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakið.
„Aðför að
Flugleiðuma
Hannibal Valdimarsson var samgönguráðherra þegar
ríkisvaldið hóf viðleitni til að sameina Flugfélag íslands
og Loftleiðir. Halldór E. Sigurðsson var hinsvegar ráðherra
flugmála þegar úr sameiningunni varð. Hann lýsti því þá
yfir, að sameiningin væri gerð til að styrkja íslenzkan flug-
rekstur, enda væri markaðurinn ekki stærri en það, að hann
þyldi ekki tvö flugfélög!
Morgunblaðið spurði þessa tvo fyrrverandi ráðherra flug-
mála, hvert væri þeirra álit að þeim gjörðum Steingríms
Hermannssonar, núverandi ráðherra flugmála, í málefnum
Flugleiða og Arnarflugs, sem eru í brennidepli fjölmiðla. „Ég
hélt að við ættum í það harðri samkeppni út á við,“ sagði
Hannibal Valdimarsson, „að það þyrfti ekki við að bæta. Ég
er harmi lostinn yfir ákvörðun Steingríms. Mér finnst þetta
vera aðför að Flugleiðum og því er ég bæði hryggur og reiður
yfir þessum aðförum."
Halldór E. Sigurðsson, flokksbróðir Steingríms, svaraði
svo: „Ég svara þessu ekki. Ég hef áður gert grein fyrir
afstöðu minni í þessu máli og hún er óbreytt ..Hér er að
vísu flokksleg aðgæzla í orðum, en engu að síður vitnar
Halldór til fyrri orða, sem ganga þvert á skýringar Stein-
gríms Hermannssonar á gjörðum sínum. Orð Halldórs eru,
ótvírætt, hliðhylli við almenna gagnrýni á núverandi flug-
málaráðherra, vegna afskipta hans af millilandafluginu, þó
þau séu ekki jafn hreinskipt og ummæli Hannibals.
Flugöryggismál
Flugið hefur fært byggðarlög, lönd og álfur í nánd hvers
annars og þurrkað út fyrri fjarlægðir. Þeirri samgöngu-
byltingu, sem flugið er, fylgja margir kostir — og nokkrir
gallar. Það er þó fáum þjóðum mikilvægara en íslendingum,
vegna stærðar og strjálbýlis landsins, og legu þess fjarri
meginlöndum heims. Frumkvöðlar flugsins á Islandi sýndu
með einkaframtaki sínu áræði og dugnað, sem færði þjóðinni
margskonar ávinninga, og munu skipa verðugan sess í ís-
landssögunni.
En hver hefur orðið hlutur hins opinbera, sem farið hefur
með flugvalla- og flugöryggismál? Einnig þar hefur sitthvað
áunnizt, en staðreyndin er engu að síður sú, að flugvellir og
flugöryggismál eru mjög víða hérlendis lítt viðunandi. Þetta
á við um flesta ef ekki alla strjálbýlisflugvelli — og aðflugs-
öryggi að Reykjavíkurflugvelli, sem stærstu hlutverki gegnir
í innanlandsflugi, sýnist hafa verið minna en efni stóðu til.
Það er þjóðarkrafa að hér verði bætt úr nú þegar.
Þögn sem
lætur hátt í eyrum
Eitt af því sem rætt hefur verið um í stjórnarherbúðunum,
varðandi vanda útvegsins, er hækkun fiskverðs utan
skipta, þ.e. hækkun sem gangi alfarið til útgerðaraðila en í
engu til sjómanna. Framsóknarflokkurinn er sagður hönnuð-
ur Jieirrar hugmyndar.
I hvert sinn, sem slík hækkun hefur verið rædd, fyrr á tíð,
hefur Alþýðubandalagið og Þjóðviljinn rekið upp ramakvein
— og talið gengið á hlut sjómanna. Nú heyrist hinsvegar
hvorki hósti né stuna. Hvorki er æmt né skræmt í Þjóðvilj-
anum. Þó er vitað að þessi hirgmynd mætir andstöðu í „gras-
rótar“-liði flokksins, en fellur eins og flís að rassi ráð-
herrasósíalismans! Þessvegna þegir Þjóðviljinn nú svo hat-
ramlega að glymur í eyrum.
Ráðherrasósíalisminn, sem gert hefur Alþýðubandalagið
að mesta „tækifærisflokki" Norðurlanda, hefur tungur tvær
og talar sitt í hvora áttina, eftir því sem kaupin gerast á
Eyrinni.
Alrangt að ráðuneytið
hafi komið í veg fyrir
notkun radartækjanna
— segir 1 athugasemd frá utanríkisráðuneytinu
Morgunblaðinu barst í gær eftir-
farandi frásögn frá utanríkisráðu-
neytinu:
„í tilefni blaðaskrifa í dag vegna
flugslyssins er rétt að taka eftir-
farandi fram:
Utanríkisráðuneytinu er með
öllu óviðkomandi flugumferðar-
þjónusta utan Keflavíkurflugvall-
ar.
Því er haldið fram, að ráðuneyt-
ið hafi tafið eða komið í veg fyrir
að nýleg radartæki á Keflavíkur-
flugvelli væru tekin í notkun fyrir
Reykjavíkurflugvöll. Þetta er al-
rangt. I fyrsta lagi skal á það bent,
að þáverandi utanríkisráðherra
beitti sér fyrir því, að Bandaríkja-
menn keyptu þennan tækjabúnað
til landsins til að endurbæta bún-
að flugumferðarþjónustu á Kefla-
víkurflugvelli, enda var allur
kostnaður við byggingu flugturns-
ins og búnaðar hans greiddur af
þeim. Búnaðurinn var jafnframt
þannig úr garði gerður, að hægt á
að vera að nota hann til að veita
Reykjavíkurflugvelli sömu þjón-
ustu.
Radartækin voru tilbúin til
notkunar í júlí 1979. Þjálfun
starfsmanna og aðlögunartími tók
um sjö mánuði áður en tekið var
að veita fullkomna radaraðflugs-
þjónustu fyrir Keflavíkurflugvöll.
Hljómsveit
Hauks Morthens
í tónleikaferð
til Kanada
HUÓMSVEIT Hauks Morthens
heldur á næstunni út til Kanada
í hljómleikaferð, þar sem hljóm-
sveitin mun leika á fjölmörgum
stöðum, bæði á íslendingaslóð-
um og annarsstaðar.
Meðal annars mun hljóm-
sveitin leika á Íslendingahátíð-
inni í Gimli í ágústbyrjun og
einnig mun hljómsveitin leika
á Stephans G. Stephanssonar-
hátíðinni í ágústmánuði. M.a.
munu þeir félagar leika í Tor-
onto, Winnepeg, Edmuntown,
Calgary, Regina, Markerwille,
Gimli, Seattle, Vancouver,
Portland og Winyard. Hljóm-
sveit Hauks hefur æft af kappi
að undanförnu fyrir þessa
tónleikaferð, en auk Hauks eru
í hljómsveitinni þrautreyndir
hljómlistarmenn, Eyþór Þor-
láksson á gítar, Reynir Jónas-
son á harmonikku og Guð-
mundur Steingrímsson á
trommur.
Hljómsveitin heldur utan 26.
júlí og er væntanleg heim í ág-
ústlok, en auk tónleikahalds í
Kanada munu þeir félagar
leika á nokkrum stöðum í
Bandaríkjunum.
Um mitt ár 1979 áformaði flug-
ráð án samráðs við ráðuneytið að
senda flugumferðarstjóra frá
Reykjavík til radarþjálfunar á
sama tíma og radarþjálfun flug-
umferðarstjóra á Keflavíkurflug-
velli fór fram. Ráðuneytið taldi þá
rétt, að fyrst væri lokið við þjálf-
un vegna Keflavíkurflugvallar og
byggði það álit sitt á mati inn-
lendra og erlendra sérfræðinga
sem höfðu fjallað um málið. Þar
að auki var ljóst, að flugumferðar-
stjórar á Keflavíkurflugvelli
myndu ekki sætta sig við, að flug-
umferðarstjórar frá Reykjavíkur-
flugvelli kæmu til Keflavíkur-
flugvallar á þessum tíma.
Eins og áður sagði lauk þjálfun
flugumferðarstjóra á Keflavíkur-
flugvelli í janúar 1980. Þá lá beint
við að taka fyrir radarþjónustu
fyrir Reykjavíkurflugvöll.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
ýmissa aðila, s.s. starfandi flug-
ráðs og Félags ísl. atvinnuflug-
manna, er radarþjónusta fyrir
Reykjavíkurflugvöll enn ekki
komin í gagnið. Fulltrúar utanrík-
isráðuneytisins og stjórnendur
Keflavíkur flugvallar hafa starfað
í nefndum, sem unnið hafa að mál-
inu, nú síðast í nefnd á vegum
Flugráðs, sem tók til starfa fyrri
hluta nóvembermánaðar 1981.
í nefndinni áttu sæti: Fram-
kvæmdastjóri flugöryggisþjón-
ustu, flugvallarstjóri Keflavíkur-
flugvallar, deildarstjóri flugum-
ferðarþjónustu, yfirflugumferðar-
stjóri, Reykjavík, yfirflugumferð-
arstjóri, Keflavík, fulltrúi flug-
umferðarstjóra í Reykjavík, full-
trúi flugumferðarstjóra í Kefla-
vík, fulltrúi stjórnar Félags ísl.
flugumferðarstjóra, fulltrúi ör-
yggisnefndar Fél. ísl. atvinnuflug-
manna og formaður flugráðs.
UM 90 manna hópur Vestur-íslend-
inga var væntanlegur til landsins í
morgun með leiguflugvél Arnarflugs
frá Winnipeg. Hópurinn mun dvelja
hér á landi til 18. ágúst.
Á morgun, sunnudag, messar
séra Bragi Friðriksson í Bessa-
staðakirkju kl. 2 e.h. Bílferð verður
frá Umferðamiðstöðinni kl. 1.30. Er
þess vænst, að flestir Vestur-ís-
lendingarnir verði þar viðstaddir
auk fjölmargra heimamanna. For-
seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir,
mun ávarpa gestina að lokinni
messu.
VEGNA fréttar í Mbl. í gær um að
fjórar klukkustundir hefði tekið að
finna flak flugvélarinnar í Kistufelli
hefur athygli Mbl. verið vakin á eft-
irfarandi:
„Starfsmenn Loftferðaeftirlits-
ins og björgunarmenn vissu ná-
kvæma staðsetningu flugvélar-
flaksins um klukkan 21.30. Lítil
handmiðunarstöð nam sendingar
neyðarsendis vélarinnar á Öskju-
hlíð og gaf til kynna að flakið væri
að finna í átt að Esjunni. Ekið var
með tækið upp á Kjalarnes og um
klukkan 21.30 var ljóst að flugvél-
in væri í Kistufelli, svo að segja
Auk ofangreindra tóku fulltrúar
frá samgönguráðuneyti og utan-
ríkisráðuneyti þátt í störfum
nefndarinnar.
Samkvæmt tillögu fulltrúa
utanríkisráðuneytisins, 8. febrúar
1982, varð niðurstaða nefndarinn-
ar, að flugumferðarstjórar frá
flugstjórn í Reykjavík hæfu störf í
Keflavíkurflugturni til könnunar
á notkun radarþjónustu fyrir
Reykjavíkurflugvöll án nokkurra
kvaða.
í framhaldi af niðurstöðum
nefndarinnar var deildarstjóra
flugumferðarþjónustu og yfirflug-
umferðarstjórum í Reykjavík og
Keflavík falin framkvæmd máls-
ins.
Bréf flugmálastjóra, dags. 26.
apríl 1982, til samgönguráðuneyt-
isins hefur samkvæmt framan-
sögðu engin efnisleg áhrif á fram-
kvæmd þessarar könnunar og gef-
ur þar af leiðandi ekki tilefni til
umfjöllunar fyrr en að henni lok-
inni.
Engum ábendinga þremenn-
inganna, sem eru undirstaða þess,
að umrædd könnun fari fram, hef-
ur verið sinnt. Þá er þess að geta,
að í vor tóku yfirmenn flugörygg-
isþjónustu þá ákvörðun að könn-
unin færi fram, annars vegar á
tímabilinu 1. maí til 31, maí 1982
og hins vegar frá 1. nóvember 1982
til 1. apríl 1983. Var þetta gert í
sparnaðarskyni. Þjónustutími var
ákveðinn frá 07.30 til 19.30. Af
þessu má sjá, að enda þótt könn-
unin hefði farið af stað samkvæmt
áætlun hefði radarþjónusta ekki
verið fyrir hendi á tímabilinu 1.
júní til 1. október 1982.
Reykjavík, 22. júlí 1982.
Helgi Ágústsson.
Annað kvöld efnir Þjóðræknisfé-
lagið í Reykjavík til gestamóttöku
að Hótel Sögu (Lækjarhvammi) kl.
8.30 sd. fyrir vestur-íslenzka hóp-
inn, þar sem boðið verður upp í
veitingar og skemmtiatriði. Vænst
er til, að þeir sem farið hafa í hóp-
ferðir til Vesturheims undanfarin
sumur og orðið þar aðnjótandi
sannrar gestrisni, fjölmenni á
þessa gestamóttöku á sunnu-
dagskvöld og noti um leið tækifær-
ið til að heilsa upp á góða gesti.
(Fréttatilkynning)
beint upp af Norður-Gröf. Björg-
unarmenn fóru strax af stað og
voru komnir að flakinu um tveim-
ur tímum síðar, en það var í 500
metra hæð. Svo þétt þoka var í
fjallinu, að fyrsti björgunarmað-
urinn sá flugvélina ekki fyrr en
hann átti eftir 10 metra ófarna að
henni.
Samkvæmt þessu var nákvæm
staðsetning flugvélarinnar kunn
um einum og hálfum tíma eftir
slysið en það tók björgunarmenn
tvo tíma að komast að henni. Leið
því 3'Æ tími frá slysinu þar til
björgunarmenn komu á staðinn.
90 Vestur-Islend-
ingar í heimsókn
Flugslysið í Kistufelli:
Staðsetning kunn
IV2 tíma eftir slysið