Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982 37 fram, að Hjörtur eigi „þó hvað mestan þátt í plötunni" og „án hljómborðsleiks hans væri platan ansi aftarlega á mer- inni“. í fyrsta lagi spilar Hjört- ur aðeins í 4 lögum af 15 og í engu þeirra er hann ómissandi. í öðru lagi finnst mér Þorsteinn enn skemmtilegri hljómborðs- leikari ef eitthvað er. Þó met ég það vel við Hjört að hafa þorað að spila með Fræbbblunum. Þeir eru ekki alltof mikils metnir hjá jass-fönk-snobb- fjúsjon-bullshit-klíkunni. Sömuleiðis með Björn Thoro- ddsen. En að sólóið hans í Con- fessions of a Spider Woman sé besta hugmyndin á plötunni þykir mér fjarstæða. Nú er komið að Sigurði. Hann heldur því fram að Valli sé hreint og beint hræðilegur söngvari og svartasti blettur- inn á annars ágætri plötu, eða eitthvað á þá leið. Meðan hann slefar yfir æpandi heavy-met- al-söngvurum sem hljóma eins og stungnir grísir, hallmælir hann látlausum og traustum söngvara eins og Valla sem syngur bara eins og honum (og Fræbbblunum) er lagið. Því Fræbbblarnir væru ekki Fræbbblarnir án hans. Hann er eins ómissandi fyrir þá og Ein- ar Örn er fyrir Purrkinn. Hinu er ég sammála sem hann sagði um frábæran trommuleik Stebba, en hann er óðum að verða sá allra sterkasti í þungavigtarbumbubarningi á landinu. Maggi Stefáns má fara að passa sig. Að öllu athuguðu, held ég að þeir sem ætla sér að sverta plötu Fræbbblanna séu að hætta sér út á hálan ís. Þeir hafa alltaf verið góðir og eru alltaf að verða betri og fáar eða engar hljómsveitir íslenskar hafa jafngóða möguleika á að hasla sér völl erlendis og þessir prinsar pönkpopprokksins. Og að síðustu: Lifi Fræbbblarnir og kúlutyggjópönkið. mennum tilgangi á annatímum, til þess að greiða fyrir umferð og létta á, og eins þegar maður ætlar að fara að taka vinstri beygju. Hins vegar er þráafullur, hæga akstur á vinstri akrein í meðalum- ferð eða minni, án þess að ætlunin sé að taka vinstri beygju, með öllu óverjandi og hættulegur. Og að lokum smádæmi um óút- reiknanlega samferðamenn í um- ferðinni: Eg var um daginn að koma upp (suður) Nóatún og beygi til vinstri inn (austur) Laugaveg. Á móti mér kemur (það er norður eða niður Nóatún) einn þessara óútreiknanlegu og gefur með stefnuljósi til kynna, að hann ætli að beygja til hægri inn á Lauga- veg. Nú átti þetta að geta farið ágætlega saman. Ég stefndi á vinstri akrein Laugavegar með krappri beygju úr Nóatúni neðan- verðu og það eðlilegasta og nær- tækasta var fyrir hann að taka krappa beygju inn á hægri akrein Laugavegarins, úr Nóatúni ofan- verðu. En svona einfalt varð það nú ekki, því að þessi góði maður tók stórfallega rútubeygju í veg fyrir mig og beint yfir á vinstri akreinina. Og eftir þeirri akrein ók hann alla leið inn að Kringlu- mýrarbraut, þar sem hann ská- sneiddi yfir á þá hægri og stoppaði við ljósin. Auðvitað varð ég að nauðhemla til þess að lenda ekki í árekstri við manninn, enda þótt nóg pláss væri fyrir okkur báða. Það er vissara að vera við öllu bú- inn, þegar maður hittir „rútubíl- stjórana", ekki síst þegar þeir eru svona óútreiknanlegir. Hvað veldur slík- um seinagangi? Árni St. Árnason skrifar: .Velvakandi. Tilefni þessa bréfs er furðulegur seinagangur sem ég varð að þola af hálfu aðalpósthússins í Reykja- vik. Svo er mál með vexti, að mánu- daginn 7. júní sl. var mér sendur böggull í hraðpósti frá eyjunni Sylt í V-Þýskalandi. Þessi litli böggull barst mér í hendur viku seinna, eða 14. júní, en þá hafði ég áður fengið tilkynningu um komu hans í pósthólf mitt í Hafnarfirði. Af því er ljóst, að þessi hraðsend- ing (express) til mín, hefur legið í Reykjavík alla helgina á undan. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum, að pósthúsinu sé skylt að sjá svo um, að bögglar eða bréf, sem send eru í hraðpósti, séu bor- in til viðtakanda um leið og send- ingin berst þangað. En það var ekki gert í þetta sinn. Og ég spyr: Hvað veldur því, að svona vinnu- brögð eru viðhöfð? Að lokum má geta þess hér, að mér hefur borist bréf frá þessum sama stað í Þýskalandi tveimur dögum eftir að það var póstlagt. Virðingarfyllst.“ Purrkurinn verður meðal þeirra hljómsveita sem fram koma á Rokkhátíð ’82. Rokkliátíð ’82: Haldið tónleikana þar sem allir fá að vera með 8998-4645 skrifar: „Velvakandi. Ef unglingar innan 17 ára ald- urs mega ekki fara inn á Borgina á Rokkhátíð ’82, vegna vínsölu á staðnum, þá á ekki að halda tón- leikana þar, því að flestir ungl- ingar vilja fylgjast með og hlýða á rokkið. Með þessu aldurstakmarki er verið að banna unglingum yngri en 17 ára að hlusta á og sjá sínar uppáhaldshljómsveitir. Þess vegna segi ég: Haldið tónleikana einhvers staðar annars staðar en á Borginni, svo að allir fái að vera með. P.S. Það er ljótt að skilja suma útundan! Skurðir og moidar- haugar við Árbæ — Stórhættulegt bæði börnum og fullorðnum K.J. skrifar: okkur lokst að komast þetta. „Velvakandi. Frágangur þarna er stórhættu- Á sunnudaginn fórum við hjónin í legur, bæði börnum og fullorðn- Árbæjarsafn. Við tókum vagninn um, og borginni til háborinnar upp í Árbæ, en þegar þangað kom, skammar. Hins vegar er alltaf reyndist okkur erfitt að komast að jafn ánægjulegt að koma í safnið safninu. Þar er allt sundurgrafið og það kom okkur hjónunum á og tætt, en með því að klöngrast óvart hve sænska sýningin er yfir skurði og moldarhauga, tókst skemmtileg." GÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: í Straumsvík fer málmbræðsla fram í stórum kerjum. Rétt væri: í Straumsvík er málmur bræddur í stórum kerum. Lokað vegna sumarleyfa 26. júlí til 9. ágúst. Ágúst Ármann Sími: 86677. ÓSKUM AD KAUPA notadd digul-prentvél svo og Ijóssetningavél T ilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 30. þessa mánaðar merkt „prentun“. OG EFNISMEIRA BLAÐ! ÉG ELSKA ÞIG SVO HEITT Næturheimsókn í Buckingham-höll Á HLJÓMLEIKUM MEÐ ROLLING STONES VEIT EKKI HVORT ÉG ER AÐ VERÐA GAMALL Rætt við Guðmund á Hvanneyri áttræðan Jltajpsitltibpífe Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans AUGLYSINGASTOFA KRISTlNAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.