Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982
Fjöldi stjórnarhermanna
sagður drepinn I Sómalíu
Nairobí, Kenýa, 23. júlí. AF.
SKÝRT VAR frá því í Nairobí í dag,
að innrásarsveitir hefðu drepið 43
stjórnarhermenn Sómala og sært 59
í átökum sem urðu við landamæri
Sómalíu og Eþíópíu fyrir tveimur
dögum. Fylgdi fréttinni að einungis
einn úr röðum skæruliðanna, sem
berjast gegn stjórninni, hefði særst.
Þá var skýrt frá því í sómalskri
útvarpsstöð að undanfarna daga
hefðu 35 liðhlaupar úr hernum
verið teknir af lífi.
Forseti Sómalíu, Mohamed Siad
Barre, hélt í dag enn fram ásökun-
um á hendur Sovétmönnum og
sakaði þá um að standa að baki
skæruliðum Eþíópíu, sem réðust
yfir landamærin. Undirstrikaði
hann að ekki væri um innlenda
skæruliða að ræða heldur utanað-
komandi öfl.
„Við höfum ekki áhuga á að
lenda í blóðugri styrjöld við ná-
grannaríki okkar. En það kemur
að því að við verðum að verja
hendur okkar fyrir innrásar-
mönnum, sem reyna að ná fótfestu
í landi okkar," sagði forsetinn
ennfremur í ræðu, sem hann
flutti.
Gasleidslan frá Síberíu:
Frakkar virda ósk-
ir Bandaríkja-
manna að vettugi
l.ondon, Bonn og San Franrisco, 23. júlí. AF.
TALSMAÐUR John Brown-fyrirtækisins, sem leggur til rafala í gasleiðsluna
frá Síberíu, hefur tilkynnt að fyrirtækið muni halda sinu striki þrátt fyrir
mótmæli Bandarikjamanna.
Bandaríkjamenn hafa tekið
fyrir alla tæknilega aðstoð við
lengingu leiðslunnar og hefur sú
ákvörðun skapað ýmis vandamál.
Er nú unnið markvisst að því að
leysa þá hnúta, sem myndast hafa
við þessa ákvörðun.
Alls eiga um 20 evrópsk fyrir-
Bretland:
Ellefu ára gömul
börn ræna pósthús
Weston Turville, Kngland, 23. júlí. AF.
LÖGREGLAN leitar í dag að
tveimur börnum, stelpu og strák
sem eru u.þ.b. ellefu ára gömul,
en þau stálu 5.000 pundum úr
pósthúsi í þessum litla bæ í
Buckinghamskíri.
Þjófnaðurinn átti sér stað í
gær, en annað barnið dró að
sér athygli afgreiðslumanns-
ins meðan hitt fór inn á póst-
húsið og hafði á brott með sér
peningana sem voru geymdir í
ólæstri hirslu, samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni.
tæki hlut að máli við lagningu
leiðslunnar og er um að ræða
samninga upp á 11 milljarða
Bandaríkjadala. Sú ákvörðun
Bandaríkjamanna að draga til
baka alla tæknilega aðstoð hefur
valdið reiði víða í Evrópu og
Frakkar hafa t.d. ákveðið að virða
óskir þeirra að vettugi og halda
áfram við sinn hluta verkefnanna
eins og ekkert hefði í skorist.
Frakkar leggja m.a. til dælubún-
að, sem fundinn er upp af banda-
rísku fyrirtæki. Bandaríkjamenn
hyggja á frekari ráðstafanir sem
svar við viðbrögðum Frakka.
Helmut Schmidt, kanslari
V-Þýskalands, lýsti í dag yfir
stuðningi sínum við ákvörðun
Frakka og vék að því, að gasleiðsl-
an væri Evrópu ákaflega mikil-
væg, ekki hvað síst vegna þess hve
mörg ríki væru háð olíu. Gasið
myndi létta á þeirri þörf. Schmidt
lét þess einnig getið, að hann
óskaði þess að Ronald Reagan
gripi í taumana og breytti afstöðu
Bandaríkjamanna til Ifeiðslunnar.
Hann bætti því ennfremur við, að
hann teldi ólíklegt að slíkt næði
fram að ganga.
Mynd þessi sýnir aðkomuna eftir að tvær lestir höfðu rekist saman milli Basel og
Lucerne í Sviss í síðustu viku, en a.m.k. sex manns létu lífið og sextíu slösuðust í þessu
slysi.
Mikil reiði innan
EBE vegna neitunar
Bandaríkjamanna
Brússel. 23. iúlí. AP.
Bhissel, 23. júlí. AP.
EFNAHAGSBANDALAG Evrópu brást illa við þeirri ákvörðun Bandaríkja-
manna að hafna tillögum 7 aðildarríkja um lausn stáldeilunnar, sem komið
hefur upp á milli EBE og Bandaríkjamanna. Vakti það gremju aðildarríkja að
Bandaríkjamenn skyldu hafna öllum tillögum þeirra án þess að koma með
gagntillögur eða benda á aðrar leiðir til lausnar deilunni.
Neyðarfundur hefur verið
boðaður með fulltrúum allra ríkja
innan EBE á morgun, laugardag.
Þá sagði einnig í tilkynningu frá
höfuðstöðvum bandalagsins í
Brússel, að fulltrúar þess væru
reiðubúnir að fljúga til Bandaríkj-
anna fyrirvaralaust til viðræðna.
EBE fór í dag fram á það við
viðskiptaráðherra Bandaríkjanna,
Malcolm Baldridge, að hann felldi
niður sérstaka verndartolla, sem
settir voru á evrópskt stál í júní og
taka gildi í ágúst. Yrði af þessari
niðurfellingu skiptir hún milljón-
um Bandaríkjadala.
A móti hafa Belgar, Frakkar, It-
alir og Bretar boðist til að minnka
hlutdeild sína í bandarískum
stálmarkaði um 10% og V-Þjóð-
verjar, Hollendingar og Luxem-
borg hafa sagst munu reyna að
auka ekki sín umsvif á næstu
þremur árum. Felli Baldridge toll-
ana ekki niður um helgina taka
þeir sjálfkrafa gildi.
Neitun Baldridge í dag byggðist
á þeim rökum, að aðgerðir ríkj-
anna 7 væru einfaldlega ekki
nándar nærri nógu áhrifaríkar til
að bjarga bandarískum stáliðnaði
úr þeirri úlfakreppu, sem hann er
nú kominn í. Afköst stáliðnaðar-
ins í Bandaríkjunum hafa ekki
verið jafn lítil í 11 ár. Á fyrri
hluta ársins framleiddu Banda-
ríkjamenn 42,7 milljónir tonna af
hrástáli á móti 65,4 milljónum
tonna á fyrri helmingi árs í fyrra.
„Heimilið og fjölskyldan ^82**:
Sýning Kaupstefnunn-
ar hefst 20. ágúst
— m.a. tívolí, veitingar og skemmtikraftar
Forsvarsmenn Kaupstefnunnar. Frá vinstri: Guðmundur Einarsson, fram-
kvæmdastjóri, Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarformaður og Halldór Guð-
mundsson, blaðafulltrúi.
Kaupstefnan-Reykjavík opnar
sýningu í Laugardalshöll hinn 20.
ágúst nk. Heiti sýningarinnar er:
„Heimilið og fjölskyldan ’82“,
ásamt skilgreiningunni „sýning, há-
tíð, kátína”. Sýningin mun standa
til 5. september.
Meðal þess sem sýnt verður má
nefna: Hljómtæki, tölvur, heimilis-
tæki, húsgögn, sjónvörp, mynd-
bandstæki, fatnaður, glervara,
byggingarefni, innréttingar, bækur,
sportvörur, bifreiðir, sumarbústaðir
og fl.
Að þessu sinni verða tvær sér-
sýningar samhliða aðalsýning-
unni, annarsvegar sérstök mat-
vælasýning í anddyri Laugar-
dalshallar, þar sem fjöldi inn-
lendra og erlendra matvælafyr-
irtækja og innflytjenda kynna
gestum framleiðslu sína. Þar á
meðal má nefna sem dæmi út-
flutningssamtök franskra mat-
vælaframleiðenda, með fjöl-
breytta kynningu franskra mat-
væla.
Hin sérsýningin er ekki síður
athyglisverð, þar sem um er að
ræða þekkta orkusýningu, sem
sýnd hefur verið víða um heim, og
er hér um að ræða þátttöku, sem
teljast hlýtur athyglisverð fyrir
þær sakir að þétta er í fyrsta
skipti, sem opinberir aðilar taka
þátt í kaupstefnunni. Bandaríkja-
menn hafa varið til þess veru-
legum fjárhæðum að kynna ný
viðhorf til orkumála og þá ekki
síst orkusparnaðar, og er sýning
þessi unnin af færustu vísinda-
mönnum þeirra þar um.
Fjöldi sýnenda er áætlaður
u.þ.b. 120 í tæplega 100 sýn-
ingardeildum.
Stærð sýningarsvæðisins er
3.000 fm í Laugardalshöll og 5.000
fm útisvæði, vegna tívolís og sýn-
enda. Undirbúningur að sýning-
unni hefur nú staðið í liðlega 'k
ár, en er nú á lokastigi. Allt sýn-
ingarsvæði innandyra er löngu
uppselt, en möguleiki enn til stað-
ar á útisvæði, sem tengt er tívolí-
svæði.
Kaupstefnan hf. hefur gert
samning við Ronald Festival Tiv-
oli í Danmörku um tívolítæki:
í tívólíinu munu verða eftirtal-
in tæki: Stór bílabraut, tvær stór-
ar hringekjur (kolkrabbi og tvist-
er), 3 minni hringekjur fyrir
yngri kynslóðina og vagnar með
skotbökkum og tombólum. Þá
verður fjölbreytt veitingasala á
útisvæðinu. Ekki verður selt sér-
staklega inn á tívolíið — að-
gangseyrir inn á sýninguna er
jafnframt aðgangseyrir á tívolí-
inu — selt verður síðan sérstak-
lega í hvert tæki. Ronald Festival
Tivoli sem kom með tæki sín
hingað til lands á sýninguna
heimilið ’80, er stærsta ferðatív-
olí á Norðurlöndum og hefur
Ronald Dennow og fjölskylda
hans rekið ferðatívolí og skylda
starfssemi í Danmörku um ára-
tuga skeið.
Með tívolítækjunum koma
hingað upp 10 starfsmenn Ron-
alds Festival Tivoli og munu þeir
sjá um rekstur og keyrslu tækj-
anna.
Á útisvæðinu í tívolíinu verður
komið fyrir stórum skemmtipalli.
Þar verða skemmtiatriði 2—3 á
degi hverjum meðan á sýningu
stendur. Þar munu koma fram
innlendir og erlendir skemmti-
kraftar.
í tengslum við sýniguna hefur
nú verið ákveðið að hingað til
lands komi þriggja manna hópur
frá einum frægasta sirkus í
heimi, Moskvusirkusnum. Hér er
um að ræða listamenn í hæsta
gæðaflokki, sem skemmt hafa
víða um lönd við fádæma hrifn-
ingu áhorfenda. Hér er um að
ræða margfaldan sigurvegara í
alþjóðlegum keppnum töfra-
manna, Amayak Akopian, og
„akrobat“-listamennina Tatyönu
og Gennady Bondarchuk.
I undirbúningi er einnig að fá
hingað ofurhuga, sem sýnt hefur
víða um heim.
Eins og á fyrri sýningum verð-
ur umfangsmikill veitingarekstur
á sýningunni. í aðalveitingasal
hallarinnar verður á boðstólum
matur, smáréttir margskonar,
pizzur, kaffi, kökur og fl.
Á útisvæði verða seldar pylsur,
is og sælgæti, svo eitthvað sé
nefnt. Stefnt er að því að dreifa
veitingasölu meira en áður hefur
verið gert, og gera gestum þannig
kleift að nálgast aðgengilegan
skyndibita, sem víðast á svæðinu.
I.
-I l_________
L_____