Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1982 Gagnkvæm tillitssemi er allra hagur Árið 1969 var hér gert að skyldu að hafa bílbelti í fram- sætum fólksbifreiða og lítilla sendiferðabíla. Árið 1981 var svo ökumönnum og farþegum í framsæti gert skylt að nota bíl- belti við akstur á vegum. Þetta voru stór skref í fram- faraátt, en aðeins skref á langri leið. Þó undarlegt megi virðast þykir öryggisbúnaður fyrir börn ekki jafn sjálfsagður og fyrir fullorðna. Engar reglur eru til sem miða að því að auka sér- staklega öryggi barna í bílum. Margir foreldrar láta sér nægja að venja börn sína á að sitja í aftursætinu í trausti þess að þar með séu þau vel varin. Sú skoðun að halda að aftursætið sem slíkt dugi sm varúðarráð- stöfun, er e.t.v. skýringin á því hve seint var farið að huga að öryggisbúnaði fyrir börn sem jafnast á við bílbelti fullorðinna. Rannsóknir sem gerðar voru í Svíþjóð árið 1980 á 8.000 slysum sýndu fram á að öryggi aftursæt- isins er tálvon. Rannsóknin sýndi að hættan á að verða fyrir áverkum í aftursætinu er í sum- um tilvikum jafn mikil og í framsætinu ef bilbelti eða barna- bílstóll eru ekki notuð. Ennfrem- ur kom það skýrt fram að bílbelti geta sannarlega bjargað lífí fólks og eða dregið úr alvarlegum áverk- um í bílslysum. Rannsóknin leiddi í ljós að beltanotkun kom í veg fyrir slys á 52% barna upp að 14 ára aldri, í samanburði við annan hóp sem notaði ekki belti. Þegar um er að ræða slys sem geta orsakað lífs- hættulega áverka eru áhrif belta- notkunar greinileg bæði fyrir fullorðna og börn. Rannsóknin Frá Umferðarráði sýndi einnig hvernig börnin slös- uðust. Yfir 60% af börnunum sem slösuðust hlutu höfuð- áverka, þ.e. skárust i andliti og á höfði. Það eru einmitt þess kon- ar slys sem beltin koma helst í veg fyrir. U.þ.b. þriðjungur barna sem deyja í umferðarslys- um og hafa verið farþegar í bíl- um kastast út úr þeim. Fastbund- in í beltum má ætla að flest hefðu þau bjargast. Hvernig er hægt að auka öryggi barna sem farþega í bílum? Ungbörn að 9 mánaða aldri eiga að liggja vel skorðuð í aft- ursætinu, í burðarrúmi eða efri hluta barnavagns. Best er að festa rúmin niður sem sérstök- um beltum fyrir burðarrúm. Ef belti eru ekki notuð er nauðsynlegt að fylla rýmið á milli fram og aftursætis annars getur rúmið fallið í gólfið. Það er góð regla að ferðast sem allra minnst með nýfædd börn í bíl. Þau eru mjög viðkvæm fyrir öllu hnjaski, og einnig er óvarlegt að vera einn á ferð með nýfætt barn í bíl. Til þess þarf það of mikið eftirlit, sem kemur í veg fyrir að ökumaðurinn geti beint athygl- inni óskiptri að akstrinum. Frá 6—9 mánaða til 6 ára aldurs Þegar barnið fer að geta setið án stuðnings er það nógu gamalt til þess að nota barnabílstól. Ráðlegast er að barnið sitji að- eins stutta stund í einu á meðan það er að venjast stólnum. Hvers konar stól á að kaupa? Menn eru ekki á einu máli um það hvers konar stólar séu bestir frá öryggissjónarmiði. Svíar mæla t.d. einungis með barnabílstólum sem hafðir eru í framsætum og snúa bakinu í akstursstefnu (snúa öfugt). Ástæðurnar fyrir því að þeir telja þá heppilegri en stóla sem. hafðir eru í aftursæti eru þessar: Bak stólsins snýr að mælaborð- inu sem gefur síður undan en framsætisbakið. Einnig telja þeir öryggi í því að við harðan aftaná árekstur ýtist stóllinn aftur og rekst þá í mjúkt sætis- bakið. Hér á landi fást tvær gerðir slíkra stóla, annar er gerður fyrir sérstaka tegund bíla en hinn á að vera hægt að nota í hvaða bíl sem er. Þessir stólar kosta frá 1.000—1.100 kr. I öðrum löndum er frekar Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað - með beltið spennt. ||UMFEROAR mælt með stólum sem hafðir eru í aftursæti, og er notkun þeirra mun almennari hér á landi. Báðar tegundirnar eru hann- aðar með það í huga að höggið sem áreksturinn veldur dreifist á sem stærst svæði þ.e. axlir, bak, mjaðmir og læri. Hvað þarf að hafa í huga þegar barnabilstóll er keyptur? í fyrsta lagi ætti kaupandinn að ganga úr skugga um hvort stóllinn hefur fer.gið viðurkenn- ingu frá öryggiseftirliti fram- leiðslulandsins. Ef svo er á að vera stimpill á honum frá eftir- litinu. Dæmi: British Standardt< Svensk Standard. Þá þarf að að- gæta hvort stóllinn hæfir bíln- um sem hann á að vera í, og barninu sem á að nota hann. Einnig hvort þægilegt sé að festa honum í bílinn. Stólana á að festa á svipaðan hátt og bíl- belti fullorðinna. Þá er vert að hafa í huga að auðveit sé að ná stólnum úr bílnum þegar ekki er verið að nota hann. I maímanuði sl. var verð á svona barnabílstól- um á bilinu 700—1.700 krónur. Notaðir barnabílstólar Notaðir barnabílstólar ganga oft kaupum og sölum, og má þannig gera góð kaup ef þeir eru vel farnir. Þess ber þó að gæta að ekki er ráðlegt að kaupa stól sem verið hefur í bíl sem lent hefur í árekstri. Margir stólar eru úr mjúku efni sem getur sprungið eða tapað eiginleikum sínum eftir að hafa orðið fyrir hnjaski. Beltin í stólunum duga heldur ekki endalaust og getur þurft að endurnýja þau. I flesta barnabílstóla er hægt að kaupa aukabelti. Kaupið barnabílstól sem dugir í nokkur ár. Frá því að barnabílstólar komu fyrst í verslanir fyrir nokkrum árum hafa þeir stækk- að töluvert. Fólk er farið að gera sér grein fyrir því að stólinn þarf að nota lengur en til 2—3 ára aldurs. Góðan stól á að vera hægt að nota til að a.m.k. 5 ára aldurs. Þegar höfuð barnsins er komið upp fyrir bakbrúnina á stólnum er hann orðinn of lítill fyrir það og má nota það til við- miðunar. Hvað er hægt að gera til þess að auka öryggi 6—10 ára barna í bíl- um? Nú er kominn ágætis útbúnað- ur fyrir börn sem vaxin eru upp úr barnabílstólum. Þetta er sérhannaður púði sem barnið situr á og hækkar hann svo að það getur notað bílbelti fullorþ- inna í aftursætinu. Púðinn er bæði einfaldur og þægilegur í allri notkun. Á hliðum hans eru hök sem sætisbeltið er þrætt inn í. Þegar barnið situr á púðanum leggst beltið rétt að líkamanum yfir öxlina, mjaðmir og læri. Sá hluti beltisins sem liggur yfir mjaðmirnar kemur í veg fyrir að barnið geti runnið undan belt- inu. Tvær gerðir svona púða fást í verslunum í Reykjavík, og kosta um 400 kr. Þegar börn eru orðin 10 ára geta þau flest notað bíl- belti fullorðinna. Einnig er hægt að miða við 150 cm. hæð og 30 kg. líkamsþyngd. Notið ekki farangursrými í skutbíl- um (station) fyrir farþega. Farangursrýmið í skutbílum er stundum notað fyrir börn þeg- ar farþegar eru margir. Þetta er mjög varhugaverð ráðstöfun og beinlínis hættuleg. Afturendi bílsins er ekki jafn sterkbyggður og framhlutinn, og leggst frekar saman við árekstur. Hættan á að kastast út um rúðurnar og dyrn- ar á farangursrýminu er einnig mikil Gengið á undan með góðu for- dæmi. Þegar sannfæra á barn um nauðsyn þess að sitja í barna- bílstól, eða nota annan öryggis- búnað, skiptir meginmali að geta rökstutt mál sitt á skynsamleg- an hátt, eins og með því t.d. að segja: „Þú þarft að nota belti al- veg eins og ég geri“. Útskýra síð- an hvers vegna. Síðan þarf að fylgja málinu eftir af staðfestu þá dugir ekki annað en að halda fast við það að barnið noti alltaf stólinn sinn, eða beltið, en ekki bara stundum. Börn þurfa reglur og aðhald. Reynslan sýnir að því fyrr sem barnið er vanið á að sitja í barnabílstól því betra. Barn sem alltaf hefur setið í bílstól sættir sig vel við að nota belti seinna meir þegar það hef- ur aldur til þess. Reglan á að vera: allir sem eru í bílum eiga að vera í beltum. Með því komum við í veg fyrir mörg ónauðsynleg slys á fólki. Fræösluþættir frá Geöhjálp: I dag er fyrsti dagur þeirrar ævi sem eftir er 1. í dag ætla ég að reyna að lifa allan daginn, án þess að glíma við alla erfiðleika lífs míns í einu. Ég gæti hugs- anlega gert eitthvað sem fyllir mig kvíða fyrir kom- andi framtíð. — Það ætla ég ekki að gera. 2. í dag ætla ég að vera ham- ingjusamur og gera mér grein fyrir því, að hamingja veltur ekki á því, hvað aðrir gera eða segja eða á því, hvað skeður í kringum okkur. Hamingja er árangur þess að vera í sátt við sjálf- an sig. 3. í dag ætla ég að reyna að Löng leið hefst á einu skrefi laga mig eftir því sem er, en ekki reyna að neyða allt annað til að laga sig að mín- um óskum. Ég ætla að reyna að vera í sátt við fjölskyldu mína, vini, starf og þær að- stæður, sem kunna að koma upp á daginn. 4. í dag ætla ég að hugsa um heilsu mína. Ég ætla að þjálfa huga minn og lesa eitthvað uppbyggilegt. 5. f dag ætla ég að gera ein- hverjum greiða og verða ekki hreykinn þótt einhver taki eftir því. — Þá er það ekkert að marka. Ég ætla að gera að minnsta kosti einn hlut, sem mig langar ekki til að gera, og sýna á einhvern hátt náungakærleika í verki. 6. f dag ætla ég að vera vin- gjarnlegur við þá, sem ég mæti á förnum vegi, reyna að vera þægilegur í viðmóti, reyna að líta vel út, klæðast þokkalega, tala lágt, vera kurteis, gagnrýna ekki og ekki leita að göllum hjá öðr- um. Ég ætla ekki að skikka neinn annan en sjálfan mig til að bæta sig. 7. f dag ætla ég að hafa dagskrá. Ég fyigi henni ef til vill ekki nákvæmlega, en ég ætla að reyna að muna hana: Ég ætla að reyna að forðast tvær plágur — flýti og óákveðni. 8. í dag ætla ég að hætta að segja: ,;Ef ég bara hefði tíma.“ Ég mun aldrei hafa tíma til neins, ef ég finn mér hann ekki sjálfur. 9. í dag ætla ég að taka mér hljóða stund til hugleiðinga. Þá ætla ég að hugsa um guð eins og ég hugsa mér hann. Hugsa um mig og náungann, slaka á og leita sannleikans. 10. f dag ætla ég að vera óhræddur, sérstaklega óhræddur við að vera ham- ingjusamur. Ég ætla að njóta þess, sem fagurt er og fott í lífinu. dag ætla ég að vera í sátt við sjálfan mig og lifa lífinu eins vel og ég get. 12. f dag kýs ég að trúa því að ég geti lifað þennan eina éug. Verkamenn í slagsmálum við lögreglu Gijon, Spáni, 22. júlí. AP. ÓEIRÐALÖGREGLA í Gijon á norðvestur-Spáni átti í dag í höggi við verkamenn sem vinna í skipasmíðastöð bæjarins, en þeir höfðu lagt niður vinnu og létu ófriðlega. Þúsund verkamenn fóru í verk- fall til að krefjast þess að 24 félag- ar þeirra í skipasmíðastöðinni yrðu látnir lausir en þeir voru handteknir í gær. Lögreglumenn skutu gúmmíkúl- um og notuðu táragas til að dreifa hópnum, en verkamennirnir hlóðu virki og köstuðu steinum að lög- reglunni. Sjónarvottar telja að um þrjátíu manns hafi slasast. Ókyrrt hefur verið í stöðinni alla þessa viku. Þar vinna um fjögur þúsund vefkamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.