Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982
okkar, eins og ástandið hefur verið
á álmarkaði?
Ef einhver aðili fæst til sam-
starfs um stækkun álversins eig-
um við að ganga til slikra samn-
inga og fella inn i áform um
orkuiðnað í landinu. Nauðsynlegt
er að skjóta nýjum orkuiðnaðar-
stoðum undir framleiðslu og
lífskjör í landinu.
Jafnsjálfsagt er að fá fram
hækkun raforkuverðs. En hún hef-
ur ekki beinlínis verið hellulögð
leiðin að því marki af forsjár-
mánni þessa málaflokks í iðnaðar-
ráðuneytinu!
Kosningar leggjast vel í mig
Blm. víkur talinu aftur að þing-
flokknum, eftir að málefni
Reykjaneskjördæmis hafa lítið
eitt borið á góma. Þingflokkurinn
hefur og er að vinna að stefnumót-
un í öllum helztu þjóðmálum,
sagði Ólafur. Sérstök nefnd þing-
manna vinnur að því verki og lýk-
ur brátt störfum, en formaður
hennar er Pétur Sigurðsson, al-
þingismaður. Við fylgjumst og vel
með framvindu mála og ástandi í
brú þjóðarskútunnar.
Kosningar leggjast vel í mig.
Arangur sveitarstjórnakosn-
inganna er vísbending um það sem
verður í þingkosningunum. Við-
brögð forystumanna Alþýðu-
bandalagsins virðast vera þau að
nýta bæði Framsóknarflokk og
Alþýðuflokk sem hækjur til
áframhaldandi valda og kann
samstaða þessara afla um „Rússa-
samninginn", óþarfan og vafa-
saman „efnahagssamning", að
vera forsmekkur að framhaldinu.
Ljóminn er farinn af núverandi
ríkisstjórn. Flest ákvæði stjórn-
arsáttmálans eru nú umvafin van-
efndum. Verðbólgan veður áfram
og afgreiðsla kjördæmamálsins
hefur verið sett í hættu með því að
draga störf stjórnarskrárnefndar.
Ef sú nefnd skilar ekki tillögum til
Alþingis á formlegan hátt þegar í
haust mun þingflokkur sjálfstæð-
ismanna leggja fram tillögur í
þessu mannréttindamáli.
Sveitarstjórnakosningarnar
sýndu og, að sá innanflokksvandi,
sem andstæðingar okkar töldu sig
vera að skapa hjá Sjálfstæðis-
flokknum, er ekki sá, sem þeir
vonuðu. Eg tel að réttilega hafi
verið haldið á erfiðu innan-
flokksmáli af þingflokksins hálfu.
Sú atlaga, sem gerð var að Sjálf-
stæðisflokknum hefur mistekizt.
Það mun koma enn betur í ljós í
næstu þingkosningum.
Stjórnin er veikari en fyrr og
ósamstæðari og var þó ekki á bæt-
andi. Óttinn við kosningar heldur
í henni líftórunni, hve lengi skal
ósagt látið. Sjálfstæðisflokkurinn
er sterkasta stjórnmálaaflið í
landinu og sá kostur sem þjóðinni
býðst gegn vinstri breiðfylkingu
undir forystu kommúnista, sem
Alþýðubandalagið reynir nú að
klambra saman. Þeir tilburðir
skýra línur, skerpa vopn og gera
valið auðveldara í næstu kosning-
um.
Ólafur G. Einarsson, form. þingflokks sjálfstæðismanna:
„Stefnir í vinstri breiðfylkingu
undir forystu kommúnista“
Olafur G. Einarsson, form. þing-
flokks sjálfstæðismanna.
Saltverksmiðjan og efnaiðnaður í
tengslum við hana verða vonandi
arðbær viðfangsefni. Þá má held-
ur ekki gleyma stálbræðslu, sem
stefnt mun að að koma upp í
Straumsvík. Ylrækt í sambandi
við þá orku, sem til verður í
Svartsengi, er áhugaefni ýmissa.
Og önnur nýting hitaorkunnar
kemur vissulega til greina, og þá
fyrst og fremst raforkuvinnsla, en
nú eru framleidd um 8 MW í
Svartsengi, eða langleiðina í það
sem til verður í Kröflu, þó til-
kostnaði sé ekki saman að jafna.
Nú eru í gangi rannsóknir á hita-
svæðinu í Eldvörpum, hið næsta
orkuverinu í Svartsengi.
Mikið hefur verið talað um að
tryggja betur atvinnuöryggi á
Suðurnesjum. Mér finnst tími til
kominn að framkvæmdir fylgi í
kjölfar umtalsins.
Helguvík og
flugstöðvarbygging
Færsla olíutankanna er nauð-
synjamál: til að forða jarðmeng-
un, tryggja vatnsgæði og af skipu-
lagsástæðum viðkomandi byggða.
Staðarvalið, Helguvík, var niður-
staða nefndar, sem fór ofan í
saumana á öllum möguleikum.
Þessi framkvæmd er svo sjálfsagt
mál, að ekki þarf mörgum orðum
um að fara. Ég held raunar að það
sé í höfn. Alþýðubandalagið getur
ekki stöðvað það úr því sem komið
er, nema til komi einhver bola-
brögð, vegna skipulagsmála, af
hálfu félagsmálaráðherra.
Núverandi flugstöðvarbygging á
Keflavíkurflugvelli er til stór-
skammar. Það er niðurlægjandi að
þurfa að fara um þetta svæði. Það
er nauðsynlegt að aðskilja varn-
arliðssvæðið og almennan flug-
rekstur. Það verður ekki gert
nema með nýrri flugstöðvarbygg-
ingu.
Það er mikill ábyrgðarhluti að
koma í veg fyrir þessa byggingu
nú, en ákvæði stjórnarsáttmálans
hér um lagði Alþýðubandalaginu
vopn í hendur. Sjálfgefið er og að
Bandaríkjamenn leggi fram fé til
framkvæmdanna, sem þjóna
beggja hag. Hætta er á því að það
fé, sem nú stendur til boða, fáist
ekki aftur gegnum bandaríska
þingið, ef ekki verður nýtt nú, en
síðustu tímamörk þess að hefja
framkvæmdir er 1. október nk.
Hér mun vera um að ræða 20
milljónir Bandaríkjadala.
Aðstaða starfsfólks í flugstöðv-
arbyggingunni er alls óviðunandi,
allar reglur, s.s. varðandi bruna-
mál, þverbrotnar. Flugstöðin er og
andlit Islands út á við gagnvart
þúsundum flugfarþega milli Evr-
ópu og Ameríku ár hvert. Ný
flugstöð er og forsenda aðskilnað-
ar á varnarliðsstarfsemi og flug-
starfsemi. En Alþýöubandalagið
sýnist ekki vilja missa „nöldrið"
sitt. Og það er þjóðinni kostnað-
arsamt „nöldur".
Alverið í Straumsvík
Aðspurður um álverið í
Straumsvík sagði Ólafur að at-
hafnir iðnaðarráðherra hafi verið
til stórskaða, hvernig sem á væri
litið. Allt tal um kaup íslendinga á
álverinu nú, eins og rekstrarað-
stæður séu, væri þvættingur.
Hvar værum við nú staddir, ef
eignarábyrgðin væri alfarið
„Kosningar leggjast vel í mig“
Ég á ekki von á því að samstarfsaðilar í núverandi ríkisstjórn komi sér
saman um alvöruaðgerðir í efnahagsmálum, allra sízt þegar svo áliðið er
kjörtímahils, sagði Olafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæð-
ismanna, í viðtali við Mbl. á dögunum. Margt bendir og til að staða stjórnar-
innar verði veikari á næsta þingi en því síðasta, ef henni endist aldur fram á
vcturinn. Svo vanmáttug og ósamstæð ríkisstjórn á að víkja. Hins vegar
óttast Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur fátt meira en kosningar. Þessi
ótti kann að framlengja lífdaga stjórnarinnar. Þess vegna er nú kappkostað
að klambra saman einhvers konar sýndaraðgerðum og bráðabirgðaredding-
um — eina ferðina enn.
Röng sljórnarstefna
Við sjálfstæðismenn höfum um
árabil bent á þá staðreynd, að
stjórnarstefnan hlyti að leiða til
samdráttar og jafnvel stöðvunar
Uppskera eins og til var sáð
Af mörgu er að taka, sagði þing-
flokksformaðurinn, aðspurður um
þingmál sjálfstæðismanna. Við
fluttum á síðasta þingi frumvörp
og tillögur til þingsályktunar,
ásamt ítarlegum greinargerðum, í
mörgum málaflokkutn: 1) Um
orkumál og hagnýtingu orkulinda,
2) um samgöngumál, þ.á m. um
varanlega vegagerð, 3) um stefnu-
mörkun í landbúnaði, 4) um
skattamál og ríkisfjármál, 4) um
iðnaðarstefnu, 5) um bankamál —
o.m.fl. Mbl. hefur nýlega birt yfir-
litsgreinar eftir Birgirísleif Gunn-
arsson, alþingismann, um þingmál
okkar og læt ég nægja að vísa til
þeirra.
Síðasta þing var að ýmsu leyti
sérstætt. Það var ekki athafna-
samt. Störf þess einkenndust
áfram af því takmarkaða trúnað-
artrausti sem er milli manna og
flokka. Þessi trúnaðarbrestur á
upphaf sitt í myndun ríkisstjórn-
arinnar 1980. Þá eygðu forráða-
menn Framsóknar og Alþýðu-
bandalags meintan möguleika til
að koma rothöggi á Sjálfstæðis-
flokkinn, þegar þáverandi vara-
formaður hans bauðst til að
bjarga sóma Alþingis og leysa í
leiðinni vandamál þjóðarinnar — í
samstarfi við höfuðandstæðinga
Sjálfstæðisflokksins.
Þeir, sem tóku þátt í þessum
leik, eru nú að uppskera eins og
þeir til sáðu. Óróa gætir í þeirra
flokkum.
Þróun þingmála var í samræmi
við veika stöðu stjórnarinnar.
Varla komst nokkurt mál ein-
stakra ráðherra í gegnum þingið
án þess að taka verulegum breyt-
ingum. Þetta á serstaklega við um
hin stærri málin. Sum mál, sem
ráðherrar höfðu hug á að flytja,
sáu aldrei dagsins ljós.
Við þessar aðstæður hefði ríkis-
stjórn hvarvetna annars staðar en
á Islandi sagt af sér. Hér er hins
vegar samstaða ráðherra um að
sitja, þó hún nái ekki lengra. Þeg-
ar svo er í pottinn búið er erfitt að
spá fram í tímann. Þar verða
menn að gefa sér ákveðnar for-
sendur. Ég hefi viljað taka mið af
ítrekuðum yfirlýsingum forsæt-
isráðherra og formanna Alþýðu-
bandalags og Framsóknarflokks,
þessefnis, að stjórnin sitji út kjör-
tímabilið. Það þýðir hinsvegar að
vandamálum þjóðarbúsins verður
velt óleystum, eins og snjóbolta
sem hleður utan á sig, inn í fram-
tíðina. I stjórnarliðinu er engin
samstaða, hver hendin upp á móti
annarri. Óheilindin frá ársbyrjun
1980 eru að koma mönnum í koll.
Þótt þessir menn sjái nú, hversu
mjög hefur fjarað undan þeim
fylgið, og hvert röng stjórnar-
stefna hefur leitt þá, má vel vera,
að þeir reyni að halda Sjálfstæðis-
flokknum utan við stjórn eitt ár í
viðbót. Það er sameiginlegt áhuga-
mál forystumanna Alþýðubanda-
lags og Framsóknarflokks. En
hætt er við að áfram sígi á ógæfu-
hlið í þjóðmálum, ef svo verður.
atvinnuveganna, sem þjóðarbú-
skapurinn og lífskjör i landinu
hvíla á. Þetta hefur, því miður,
gengið eftir. Astæðan til þess, að
atvinnuvegirnir hafa ekki þegar
fyrir löngu steytt á skeri stöðvun-
ar, er sú, að lengst af starfstíma
stjórnarinnar hefur verið gott
verð á erlendum mörkuðum. Nú
verður ekki lengur treyst á slíka
utanaðkomandi vinninga. Við er-
um komnir á yztu mörk með nýt-
ingu fiskistofna og eigum í erfið-
leikum á sölumörkuðum vegna
innlendra tilkostnaðarhækkana
og vaxandi samkeppni annarra
þjóða.
Að undanförnu hefur málum
verið „bjargað" með því að láta
atvinnuvegina taka lán, jafnvel
erlend, til að greiða tapið á rekstr-
inum. Sú „aðgerð" verður
skammvinn. Þar er komið á enda-
punkt.
Við sjálfstæðismenn teljum það
grundvallaratriði að skapa at-
vinnuvegunum rekstrarmögu-
leika, vaxtarskilyrði og getu til að
færa út kvíar, þar sem aðstæður
leyfa. Skjóta þarf og nýjum stoð-
um undir þjóðarframleiðsluna.
Aukning þjóðartekna, sem nú
dragast saman, er forsenda þess,
að bæta almenn lífskjör í landinu
og treysta efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar. Til þess að svo megi
verða þarf að breyta stjórnar-
stefnunni. Við núverandi aðstæð-
ur þarf m.a. að skera niður ríkis-
útgjöld og skattheimtu, koma á
frjálsri verðmyndun eins og hjá
öðrum vestrænum þjóðum, ná
jafnvægisvöxtum og taka upp öfl-
uga iðnaðar- og orkustefnu.
Atvinnumál á Sudurnesjum
Atvinnumál á Suðurnesjum
byggjast að verulegu leyti á fisk-
veiðum og vinnslu. Því er mikil-
vægara en annað að tryggja
grundvöllinn fyrir þann rekstur.
Uppbygging á þvi svæði hefur á
ýmsan hátt orðið útundan —
fjöldi frystihúsa lokað undanfarin
ár. Þessari þróun þarf að snúa við.
Margt fleira þarf að koma til.