Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1982 PÓLÝFÓNKÓRINN Á SPÁNI 2. HLUTI Frá tónleikunum í Granada. „Efast um að ég eigi eftir að vera á stórkostlegri tónleikum“ — sagði einn af á þriðja þúsund áheyrendum í Granada Það var talað um að tónleikarn- ir í Marbella hefðu verið jafnvel enn betri en þeir í Malaga í og með vegna þess að dómkirkjan í Mal- aga er svo stór að hljómburðurinn var yfirgnæfandi. Það vakti at- hygli í nágrenni við kirkjuna eftir tónleikana þegar meðlimir kórs og hljómsveitar löhbuðu um þröngar göturnar áleiðis að rútunum, sem biðu við aðalgötuna. Kvenfólkið var klætt í hvíta síða kufla en karlarnir voru í hvítum skyrtum og svörtum buxum en hljómsveit- in var aftur öll svartklædd. Undr- un vegfarenda varð enn meiri þeg- ar hópurinn tók lagið. Ingólfur Guðbrandsson stjórnandi leit inn í rúturnar og þakkaði kórnum fyrir fi;ammistöðuna. „Þetta var glæsi- legur konsert. Þið voruð ofsalega dugleg“, sagði hann og bætti við í glensi að hann hlakkaði mikið til þegar kórinn færi að syngja al- mennilega. Ingólfur sagðist hafa rætt við borgarstjóra Marbella eftir tónleikana og hann sagði að í svona hljómsveit og kór hafi aldrei áður heyrst í Marbella. Það væri ekkert sambærilegt við þessa tónleika. Texti: Arnaldur Indriðason Myndir: Ragnar Axelsson Brandarar um Frankó Það var galsi í fólkinu á leiðinni heim á Torremolinos. Jón Þor- steinsson einsöngvari brá á létta strengi. Hann fór með gamla ís- lenska kveðlinga og húsganga við góðar undirtektir og svo stjórnaði Sigurdór fararstjóri fjöldasöng og sagði brandara. Hann sagði tvo góða brandara um Frankó fyrr- verandi einræðisherra á Spáni. Annar var svona. Það var ein- hverntíma þegar hart var í búi á Spáni. Kndalausar biðraðir voru við hverja matvöruverslun og fólk beið oft í marga daga eftir að fá matarbita. Einn daginn sem oftar stóð José Fernandes upp á annan endan í hrikalega langri biðröð í kjötverslun. Reiðin sauð í honum þar til hann stóðst ekki mátið heldur tilkynnti að nú væri hann búinn að fá nóg af þessum biðröð- um. „Ég ætla að fara og skjóta hann Frankó," sagði hann og hvarf út í buskann. En það voru ekki liðnir margir tímar þegar José kom aftur heldur niðurlútur. Hann var spurður að því hvernig honum hefði gengið að skjóta Frankó. „Það gekk ekki neitt,“ sagði José. „Það var svo löng bið- TÖð.“ Hinn brandarinn var svona: Frankó fór ekki oft út að keyra en einn daginn tók hann það upp hjá sjálfum sér að skreppa í bíltúr eitthvað út á land og sjá svona hvern hug Spánverjar bæru til hans. Hann fór á stærsta limósín- Ingólfur Guöbrandsson stjórnandi Pólýfónkórsins inum sínum. Þetta var á þeim tím- um þegar hvert einasta torg í hverju einasta þorpi á Spáni bar nafn Frankós. Plaza de General Franco, stóð skýrum stöfum við hvert torg og oftlega voru götur nefndar eftir honum líka. Þetta sá Frankó sér til mikillar gleði í hverju þorpi. Svo ákveður hann að stoppa í einu þorpinu og fá sér hressingu. Hann rennir upp að veitingahúsi á litlum stað og stíg- ur út og fær sér sæti í veitinga- húsinu. Veitingamaðurinn svífur á hann fullkomlega virðingarlaust og spyr hann með þjósti hvað hann vilji fá að drekka. „Hvað, veistu ekki hver ég er?“ spyr Frankó. Veitingamaðurinn, sveitt- ur og feitur, lítur á hann með spurningarsvip en kemur honum ekki fyrir sig og segir: „Nei, kall minn, það held ég svei mér þá ekki.“ „En nafn mitt er skrifað stórum fallegum stöfum á torginu í þessu þorpi rétt eins og í hverju einasta þorpi öðru á Spáni,“ sagði Frankó. „Hvers vegna ferð þú ekki út á torgið hérna og þá sérðu hvað ég heiti og hver ég er?“ sagði ein- ræðisherrann og veitingamaður- inn fer en kemur fljótlega áftur og andlit hans ljómar eins og tungl í fyllingu, og það glyttir í gular tennurnar þegar hann segir: „Já, nú veit ég. Þú ert þessi frægi Kóka-Kóla.“ Svona voru brandararnir um hann Frankó og var mikið að þeim hlegið í rútunni. Og áfram var sungið og trallað alla leið inn á hótel. I1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.