Morgunblaðið - 04.08.1982, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.08.1982, Qupperneq 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 16 Krá tónleikum hljómsveitarinnar Lpplyftingar i Húsafelli. Prúðmannleg framkoma 4 þúsund manna í Húsafelli IJM VKRZLUNARMANNAHKLGINA voru í Húsafelli um fjögur þúsund manns saman komin. Kkki var um neins konar dagskrá aó ræða fyrir allan þennan fjölda. Kn varðeldur var öll kvöldin og greiðasala á staðnum, jafn- framt því, sem hljómsveitin l'pplyfting hélt tónleika á laugardeginum. Var hjörgunarsveitin Ok á staðnum allan tímann og voru þeir með um 70 vaktir, 8 tíma hverja, auk lögreglu. Fjöldi húsa er á staónum sem hin ýmsu félaga- samtök eru með fyrir utan allan þann fjölda sem kom og tjaldaði þarna. Um hvítasunnuhelgina voru fluttar fréttir frá Húsafelli þar sem mikil ölvun og annar óaldarh- áttur hefði verið. Vitaskuld hefði mátt núna sem þá finna einhverja útúrdrukkna unglinga, taka myndir af þeim og segja að mikil ölvun hefði verið í Húsafelli. En það lýsti alla vegana ekki ástand- inu eins og það kom undirrituðum fyrir sjónir á laugardeginum. Þar voru í blíðskaparveðri unglingar léttklæddir, sem sátu úti í sólskin- inu o(í 20 stiga hita, spjölluðu saman og spáðu í næsta strák/ stelpu eins og gerist og gengur. Sumir voru í fótknattleik og öðr- um íþróttum. Aðrir höfðu komið með ferðasegulbandstækið sitt og stigu dans á grundunum við Kald- ána, enn aðrir sötruðu sitt límon- aði. Eitthvað var um saumaskap vegna glerbrota, sem menn höfðu skorið sig á. Enda er það ekki nema að vonum þar sem nú er í tízku að vera sokkalaus í næfur- þunnum skóm, svo það er lítið til að verja hörundið gegn glerbrot- um á jörðinni. Einn missti stein ofan á höfuðið á sér sem hann var að lyfta upp. Voru það einu meiri- háttar meiðslin, sem komu fyrir. Að sögn Sæmundar Sigmunds- sonar sérleyfishafa, sem flutti á milli 6—700 manns uppeftir, þá var hegðun krakkanna til fyrir- myndar og gott hefði verið að komast af við þau. Veðrið hefði vissulega verið gott og það hefur mikið að segja. En t.a.m. þegar hann ók á milli 4 —500 krökkum ofan úr Húsafelli og niður í Loga- land á laugardagskvöldinu og önn- ur kvöld einnig, þá hefði það ekki komið fyrir að ælt hefði verið í hópferðabílana hjá sér. Einn bíl- stjóri hefði verið með á milli 50—60 manns í bíl hjá sér og ekki hlotizt nein vandræði af. Borgarfjarðargleði var 3 kvöld í röð. Fyrst í Brún í Bæjarsveit og síðan á laugardagskvöld og sunnu- dagskvöld í Logalandi í Reyk- holtsdal. Á laugardagskvöldinu voru á annað þúsund manns staddir í og fyrir utan Logaland. Þar sem fjöldinn er orðinn svona mikill, þá þyrfti að hafa dansleik- ina á tveimur stöðum á laugar- dagskvöldinu. Heitt var í veðri og því mikil) hiti inni á dansleiknum. En hljómsveitin Uppiyfting lék allan tímann stanzlaust og er það vel að verki verið í öllum þessum hita, sem var inni í samkomuhús- inu. Komum til að hitta töff gæja Tekið var stutt viðtal við 5 stelpur í Húsafelli. Lýsir viðtal þeirra sennilega betur tilgangi svona ferðalaga og útilegu heldur en hugsunarháttur margra manna er um, hvað fram fari á svona stöðum. Líkt og heyrðist í þættin- um „Dagbókin" í hljóðvarpinu. En þar var lesið upp fyrir skömmu úr dagblöðum frá 1962, þar sem þá voru blöð full hneykslunar í garð þáverandi unelinGra. sem höfðn dottið í það á Þingvöllum um hvítasunnuhelgina. En þessir sömu „unglingar" eru nú orðnir nær fimmtugu og eiga margir hverjir þessa krakka, sem nú voru að skemmta sér um verzlunar- mannahelgina. Sumir þessara hálffimmtugu „unglinga" eru því búnir að gleyma því, hvernig það var að vera ungur að árum þá, og hvernig eldri kynslóðin hneykslað- ist á þessum fylleríislýð um hvíta- sunnuhelgina fyrir 20 árum. Til hvers komuð þið hingað? — Bara að skemmta okkur. Hvemig skemmtið þið ykkur? — Við liggjum í sólbaði og göngum hér um í góða veðrinu. Nú, svo erum við komnar til að hitta töff gæja. Eru þeir margir hér? — A.m.k. eru þeir fleiri en heima. Drekkið þið til að skemmta ykk- ur? — Ekki mikið. Við myndum ekki skemmta okkur eins, ef við gerðum það ekki. Annars drekkum við ekki það mikið, að við verðum okkur til skammar. Hafið þið sofið vel hérna á tjaldstæðunum í öllum þessum fjolda? — Hvað heldur þú að við þurf- um að sofa hér? Við gætum alveg eins verið heima hjá okkur og sof- ið þar. Við þurfum ekkert að sofa um verzlunarmannahelgina. Betra að nota tímann til einhvers ann- ars. —Haldiði að þið hafið erindi sem erfiði hér? — Alveg örugglega. Við höfum hitt marga og tökum þessu rólega. Það borgar sig ekki að flana að neinu í þessum efnum. Þeir eru svo margir hérna. -p.p. Fundu mann nær dauða en lífi á Arnarvatnsheiði SPORHUNDUR Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði fann á mánudagsmorgun um kl. hálf níu týndan mann, nær dauða en lífi á Arnarvatnsheiði. Hafði hann verið týndur síðan á sunnudagskvöldið um ellefuleytið. Þannig var, að umræddur mað- ur var í heimsókn hjá kunningja- fólki sínu í Flókadal í Borgarfirði um verslunarmannahelgina. Þurfti veiðieftirlitsmaður að fara inn á Arnarvatnsheiði að Kjarrá, þar sem tjald hafði sést við ána, og fyrir utan það lágu stangir. Var maðurinn beðinn að bíða í bílnum þar til aftur væri komið frá athug- uninni við Kjarrá. En þegar komið var aftur frá Kjarrá, var hann farinn burt úr bílnum. Þessi mað- ur er vangefinn og því erfitt að segja til um það, hvert hann hefði farið. Jafnframt, sem verra var, skall á niðaþoka í þann mund, þegar komið var að bílnum, svo útilokað var að leita að honum með miklum mannskap. Þrátt fyrir að þeir, sem uppi voru á heiði, reyndu að kalla og leita næst bílnum var það árangurs- laust. Var síðan haldið til byggða og haft samband við Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði um kl. 2 að- faranótt mánudags til þess að fá sporhund, vegna þess að ekkert viðlit var að leita í þessari miklu þoku og björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Oki í Borgar- firði voru uppteknir sumir hverjir á vakt í Húsafelli. Brugðust þeir Hafnfirðingar skjótt við og voru komnir í Reykholt kl. 5 og upp á Arnarvatnsheiði um sjöleytið á mánudagsmorgun, tilbúnir til leit- ar. Voru þeir með annan sporhund sinn, sem hóf strax að rekja spor hins týnda manns. Fór hann fyrst upp með Lambá og síðan aftur að sama stað eftir um klukkutíma. Þá var ákveðið að senda einn bíl- inn, sem var uppi á heiði niður í byggð til þess að kalla út björgun- arsveitir skáta, sem voru á Úlf- ljótsvatni, til leitar og þyrlu Land- helgisgæslunnar, sem var við leit á Þingvöllum. Um hálfum tíma síðar kölluðu leitarmenn með sporhundinn í talstöð, að maðurinn væri fund- inn. En þá var sá, sem átti að kalla út björgunarsveitir farinn fyrir hálftíma. Ekki náðist í hann í FR-stöð, þar sem engin slík var í bílunum, sem voru á leitarstaðn- um. Var því annar sendur af stað í hasti til þess að afturkalla útkall- ið. Svo „heppilega" vildi til, að það sprakk á bílnum, sem kalla átti út björgunarsveitir og þyrlu, svo það var unnt að stoppa frekara útkall. En hann hafði náð til Keflavíkur á sinni FR-stöð og beðið menn þar að kalla út lið. En það tókst að afturkalla það. Af manninum var það að frétta, að hann var orðinn stífur af kulda, þegar hann fannst. Var reynt að ganga undir honum til að byrja með. En þar sem hann var svo kaldur orðinn og máttfarinn eftir að hafa verið á ráfi í um tíu tíma, lent úti í Kjarrá og blotnað voru börur sóttar í björgunarsveitarbíl Hafnfirðinganna og hann borinn síðasta spölinn. Því næst vafinn LeiUrmenn undirbúa sig til leitar á tungunni milli Lambár og Kjarrár inni á Arnarvatnsheiði. Handbók um Ijósmyndatækni, búnað, aðferðir og val LOKSmS! Stór og ítarleg UÓSMYNDABÓK myndefnis.Yfir 1250 myndir John Hedgecoe r 41 i I a islensku með yfir 1250 myndum Arngrímur, Lárus og Örnólfur Thorlacius þýddu SETBERG Umsagnir um bókina: vönduö og fróöleg, full einfaldra útskýringa á flóknum hlutum. Cuðmundur Ingólfsson Ijósmyndari (ímynd) Frá hendi höfundar og þýðenda er Ljósmyndabókin sérlega vel unnin. Hún er auöveld í lestri því aö frábærar teikningar og myndir gera efniö auöskiliö. Út- koma bókarinnar er mikill greiði þeim sem áhuga hafa á Ijós- myndun. Hjálmar R. Báröarson Ég er mjög hrifinn af þessari bók. Hún er skýr og aðgengileg jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna í Ijósmyndun. Þetta er smekkleg og eiguieg bók, — en umfram allt nytsamleg. Traustl Thorberg (Fótóhúslnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.