Morgunblaðið - 04.08.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982
21
Breskur hermaður
finnst óvænt á lífi
liondon, .‘I. ágúst. AP.
BRESKUR hermaður, sem talið var að hefði látið lífið í
Falklandseyjastríðinu, birtist félögum sínum, heill á húfi á
sunnudag og mun að öllum líkindum snúa aftur til síns
heima, eftir u.þ.b. viku.
Er Philip Williams gekk inn í
búðir félaga sinna á sunnudag,
var í fyrstu álitið, að um draug
væri að ræða, en í heimabæ hans
sem og á Falklandseyjum ríkir
nú mikil gleði vegna þessarar
óvæntu endurkomu.
Það var þann 14. júní sl. sem
hann týndist, en hann var þá
með í bardaganum um fjallið
Tumbledoown, aðeins nokkrum
klukkustundum áður en Argent-
ínumenn gáfust upp. Veðrið var
fremur slæmt og hann ráfaði
burt frá félögum sínum til að
leita sér skjóls, en villtist af leið.
Hann hefur síðan haldið til í
yfirgefnum húsum og veitt sér til
matar og hans fyrsta spurning er
honum hafði tekist að rekja sig
eftir símalínum til sinna fyrrum
félaga var: „Hvernig gengur
stríðið?"
Aðkoman var ófögur á slysstaðnum er eldur, sem kviknaði er bifreiðar skullu saman, hafði orðið 53 að bana.
Slysið í Frakklandi:
Frá fundi Reagans og Shamirs í Washington á mánudag
Forsetinn og Shamir utanríkisráðherra ísraels skildu í styttingi eftir snörp orðaskipti á fundinum
þar sem Reagan tjáði Shamir að ófriði í Miöausturlöndum yrði að Ijúka tafarlaust. Shamir hvikaði
ekki frá þeirri stefnu ísraela að Palestínumenn skyldu fjarlægðir frá Beirút, ef ekki með samning-
um þá með valdi.
Orsök trúlega glanna-
akstur á blautum vegi
(’repy-en-V'alois, Frakklandi, 2. ágúst. Al\
JARÐNESKAR leifar 44
barna sem brunnu til bana í
mesta umferðarslysi sem
orðið hefur í Frakklandi,
komu til heimabæjar þeirra á
sunnudag.
Ekki hefur enn komið fram
nákvæm skýring á þessu hræði-
lega slysi, sem varð á laugardag,
en samkvæmt skýrslum sjónar-
votta er talið að of hraður akstur
eigi þar hlut að máli. Alls létu 53
lífið í slysinu.
Francois Mitterand, forseti, og
Pierre Mauroy, forsætisráðherra,
ásamt fleiri ráðherrum frönsku
stjórnarinnar, hafa tilkynnt að
þeir muni verða viðstaddir útför
barnanna í Crepy-en-Valois í dag
og samúðarskeyti hafa borist að-
standendum barnanna, sem flest
voru úr þessum 11.000 manna bæ,
hvaðanæva að úr heiminum.
Slysið átti sér stað árla laugar-
dagsmorguns, er þrjár rútur og
sjö bifreiðir rákust saman, en veð-
urskilyrði voru mjög slæm og veg-
ir blautir eftir miklar rigningar.
Þetta gerðist u.þ.b. 325 kílómetr-
um suður af París, nálægt bænum
Mercuil.
Tvær rútanna fluttu börn frá
bænum Crepy-en-Valois og fimm
nálægum smábæjum, alls 107 að
tölu, en þau voru á leið í sumar-
búðir í Ölpunum.
Allt brann sem brunnið gat í langferðabílunum tveimur skammt suður af
París á laugardagsmorgun. Al’ sítnamynd.
Flest líkanna voru óþekkjanleg
af völdum elds sem kom upp í bíl-
unum, er þeir skullu saman og erf-
iðara reyndist einnig um allar
björgunaraðgerðir vegna hans.
Haft er eftir sjónarvottum að
slysinu, að greinilegt hafi verið að
bílstjórar rútubifreiðanna tveggja
hafi ekki virt hraðatakmarkanir
fyrir svo stórar bifreiðir, sem er
90 kílómetra hraði á klukkustund,
og hafi svo virst sem þeir væru í
einhvers konar „spyrnu" og haft
er eftir reiðum foreldrum að borið
hafi á því að bílstjórarnir væru
óþolinmóðir vegna seinkunar sem
orðið hafði á brottför barnanna
frá bænum.
í bænum Crepy-en-Valois hanga
nú uppi tveir listar, annar yfir
hina látnu og hinn yfir þá, sem
komust lífs af úr þessu hörmulega
slysi. Á gólfinu í leikfimihúsi bæj-
arins hvíla svo 44 litlar kistur, en
aðeins sex þeirra bera nöfn þar
sem ekki tókst að bera kennsl á
fleiri líkanna. Hinar kisturnar
bera yfirskriftina „óþekkt barn“,
en fórnarlömbin voru á aldrinum
sex til fimmtán ára.
Foreldrar og aðrir nánir að-
standendur hafa staðið syrgjandi
við kisturnar frá því á sunnudag,
en í dag mun útför barnanna fara
fram. Þau verða jarðsett í kirkju-
garði bæjarins, en aðstandendur
þeirra hafa óskað þess að þau
verði jarðsett fjögur og fjögur
saman og grafirnar verða því ell-
efu talsins með einum sameigin-
legum legsteini með nöfnum
þeirra.
Norðmenn lækka
gengi um 3 prósent
<>sló, 3. ágúst.
Krá Jan Krik Lauré, frétUritara Mbl.
ÚTREIKNINGI á gildi norsku krón-
unnar gagnvart erlendum gjaldmið-
lum hefur nú verið litillega breytt. í
rauninni er hér um u.þ.b. 3% gengis-
fellingu að r»ða. Stöðug h»kkun
Randaríkjadollara hefur gert það að
verkum, að norskur iðnaður hefur átt
í erfiðleikum með að halda úti eðli
legri samkeppni á erlcndri grund.
Við útreikning á gengi norsku
krónunnar hefur lengstum verið
stuðst við gengi Bandaríkjadollara
að fjórðungi. Við breytinguna er
hins vegar einungis tekið 11% mið
af stöðu dollara, en meira mið tekið
af stöðu v-þýska marksins og
franska frankans.
Hækkun dollarans hefur skapað
ýmisleg vandamál fyrir norskan
iðnað. Mörg fyrirtæki eru með
samninga á erlendri grund, sem
miðast við gengi dollara. Hefur orð-
ið æ dýrara að kaupa hráefni og um
leið erfiðara að stunda samkeppni
þar sem norska krónan hækkaði
Aukin sókn
í Barentshaf
()sló, 3. ágúsi.
Frá Jan Krik l>auré, fréttaritara Mbl.
LOÐNUVEIÐIBANNIÐ við Jan May-
en hefur það í för með sér, að sumar-
vertíð loðnuveiðiskipanna hefst tveim-
ur vikum síðar en áætlað var. Þetta
þýðir ennfremur, að verkamenn við
fjölda fiskiðjuvera víðsvegar um Nor-
eg, fá tveggja vikna lengra frí en boð-
ið hafði verið.
Loðnuveiðibannið kemur til með
að kosta norska þjóðarbúið um 60
milljónir króna, en tapið verður að
hluta til vegið upp með aukinni
loðnuveiði í Barentshafi. Loðnu-
kvótinn í ár er 5,9 milljónir hektó-
lítra, eða um 1,5 milljónum hektó-
lítra meiri en í fyrra.
samhliða dollaranum.
Gengislækkunar hefur verið
krafist í nokkrar vikur í Noregi og
af henni varð loks um helgina.
Hækkun dollarans hefur þó ekki
eingöngu slæmar afleiðingar. Á að-
eins nokkrum vikum hefur hún fært
Noregi þrjá milljarða króna í tekjur
vegna olíuframleiðslunnar í Norð-
ursjó. Allar olíuafurðir eru verð-
lagðar í dollurum.
Andrew prins:
Verður af
skírninni
London, 3. ágúst. Al\
ANDREW prins mun verða af
skírn bróðursonar síns í þessari
viku, vegna þess að hann hefur
ekki enn snúið heim frá skyldu-
störfum sínum við Falklandseyj-
ar, samkvæmt heimildum frá
Buckingham-höll í dag.
Daily Express heldur því
fram í dag, að Andrew sem er
næstelsti sonur Elísabetar II,
hafi beðið um Ieyfi til að geta
tekið þátt í athöfninni, en hon-
um hafi verið synjað af yfir-
manni sínum, en talsmaður
drottningar í Buckingham-höll
segir, að ekki sé sannleikskorn í
þeirri frétt.
„Prinsinn bað ekki um neitt
sérstakt leyfi. Hann hafði
aldrei í hyggju að snúa heim á
undan öðrum úr áhöfn „Invinc-
ible“. Þetta er algjör uppspuni,"
sagði talsmaðurinn við frétta-
stofu AP.
„Invincible“ er enn á Suður-
Atlantshafi og ekki er vitað
hvenær það muni snúa heim-
leiðis, en systurskip þess og það
sem mun taka við af því, „111-
ustrious" lagði af stað til Falk-
landseyja á mánudagsmorgun.
„Stefnumarkandi“ fund-
ur Nkomos og Mugabes
Kullawayo, Zimbabwe, 3. ágúst. AP.
JOSHUA Nkomo sagði í dag, að tveggja stunda viðræður, sem hann átti við
Robert Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe, v*ru skref í þá átt að slaka á
þeirri pólitísku spennu, sem ríkt hefur i landinu að undanfömu. Fundur
þeirra hefði verið „stefnumarkandi“, sagði Nkomo.
Leiðtogarnir tveir, sem eitt sinn
voru andstæðingar á meðal
skæruliða, hittust á mánudag, á
sama tíma og um 2000 lögreglu- og
hermenn héldu áfram leit sinni að
sex ferðamönnum, sem rænt var
af skæruliðum, stuðningsmönnum
Nkomos.
Ekkert nýtt hefur komið fram í
leitinni að ferðamönnunum, sem
nú hefur staðið yfir í 12 daga.
Ræningjarnir höfðu hótað að
myrða ferðamennina ef ekki yrði
gengið að kröfum þeirra og tveim-
ur háttsettum embættismönnum,
sem styðja Nkomo, yrði sleppt úr
fangelsi.
Að sögn vestrænna diplómata
hefur fjölskyldumeðlimur borið
kennsl á þrjú lík, sem fundust í
austurhluta landsins, og staðfest,
að þar væru breskir ferðamenn,
sem saknað hefur verið frá 14.
júlí. Fundust líkin á svæði þar sem
stuðningsmenn Mugabes eru í
miklum meirihluta.