Morgunblaðið - 04.08.1982, Síða 47

Morgunblaðið - 04.08.1982, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 25 Kristján Harðarson vann merkilegasta afrekið — meiösli Odds og Sigurðar þung á metunum — kvennaliöiö vann yfirburöasigur MEIÐSLI sem þeir Oddur Sig- urðsson og Sigurður Sigurðsson urðu fyrir í 200 metra hlaupinu á Kalott-keppninni um helgina urðu líklega til þess að íslandd náði ekki að fara með sigur af hólmi í samanlögðu stigakeppninni. Það voru Finnar sem sigruðu með 356 stig, ísland hafnaði í 2. sæti með 327 stig, Noregur varð í 3. sæti með 283 stig og Svíar ráku lestina með 274 stig. Það eru sem kunn- ugt er, úrvalslið frá norðurhéruð- um Noregs, Finnlands og Svíþjóð- ar auk Islands, sem keppa að jafnaði á Kalott-mótunum. íslenska kvennaliðið stóð sig mjög vel, sigraði með miklum yfirburðum, fékk 158 stig, en norsku stúlkurnar urðu í 2. sæti með 128 stig. I þriðja sæti varð Finnland með 121 stig, en Svíar ráku lestina með aðeins 105 stig. í karlaflokki sigraði finnska liðið með yfirburðum, hlaut 235 stig, ísland og Svíþjóð fengu 169 stig hvort og Noregur aðeins 155 stig. Lítum svo fyrst á fyrri keppnisdaginn og renn- um yfir greinarnar í þeirri röð sem þær fóru fram í. Keppnin hófst með 400 metra grindahlaupi karla og þar varð Þorvaldur Þórsson í þriðja sæti á 53,73 sekúndum, en Stefán Stefánsson varð fjórði á 55,50 sekúndum. í kringlukasti karla voru Oskar Jakobsson og Vésteinn Hafsteinsson frá sínu besta. Óskar náði þó öðru sætinu með 55,36 metra kasti, en Vésteinn hafnaði í þriðja sæti, kastaði 54,52 metra. Greinin vannst með 56,86 metra kasti. Sigurborg Guðmundsdóttir sigraði í 400 metra grindahlaupi kvenna og setti í leiðinni nýtt Kalott-met. Tími Sigurborgar var 61,05 sekúndur. Valdís Hall- grímsdóttir varð fjórða á 64,16 sekúndum. í hástökki karla stóð Guð- mundur R. Guðmundsson sig Is- lendinga best, vippaði sér yfir 2,01 metra og náði 3. sætinu. Unnar Vilhjálmsson varð sjötti með 1,90 metra. 200 metra hlaupið var nú næst á dagskrá og reyndist ís- lendingum afdrifaríkt. Oddur náði fljótt forystu, en tognaði svo og haltraði síðastur í mark á 29,94 sekúndum. Sigurður Sig- urðsson varð einnig fyrir meiðslum í þessu hlaupi, en náði þó 2. sætinu á 22,11 sek. Báðir meiddu sig þó svo illa, að þeir gátu ekki keppt meira á mótinu og kostaði það ísland líklega sigur á mótinu. Oddný Árnadóttir varð önnur í 100 metra hlaupi kvenna á 11,98 sekúndum, Geirlaug Geir- laugsdóttir varð þriðja á 12,28 sekúndum. Guðmundur Skúlason gat verið ánægður með frammi- stöðu sína í 800 metra hlaupinu, hann stórbætti sig í greininni, náði 2. sætinu á 1:52,3 mín. Ein- ar Guðmundsson keppti hér einnig og varð í 6. sætinu á 1:55,5 mín. 400 metra hlaup kvenna færði íslandi 3. og 4. sæti. Unnur Stefánsdóttir varð þriðja á 56,09 sekúndum og Hrönn Guð- mundsdóttir varð fjórða á 56,20 sekúndum. í kúluvarpi kvenna varð Soffía Gestsdóttir fjórða með 12,54 metra, en íris Grönfeldt varð fimmta með 11,63 metra. Guðrún Ingólfsdóttir gat ekki Oddur Sigurðsson. Meiðsli hans voru þung á metunum. keppt í þessari grein, né öðrum kastgreinum mótsins vegna meiðsla, en óhætt er að spá því að hún hefði sigrað þar örugg- lega og fært íslenska liðinu enn öruggari sigur. Kristján Harðarson, 18 ára gamall piltur úr Ármanni, vann síðan athyglisverðasta afrekið í langstökki karla. Hann stökk lengst 7,56 metra, en það er tíu sentimetrum lengra heldur en gildandi Islandsmet Vilhjálms Einarssonar, sem komið er til ára sinna. Kristján fékk metið hins vegar ekki staðfest vegna þess að meðvindur var heldur of mikill. Hins vegar er ljóst, að hið gamla met Vilhjálms er nú í stórhættu. Kristján náði einnig 7,35 metra stökki í löglegum vindi, en það er nýtt íslenskt unglingamet. Bryndís Hólm vann mjög glæsilegan og merkilegan sigur fyrir íslands hönd í langstökki kvenna. Hún byrjaði ekki ýkja gæfulega, gerði fimm fyrstu Sigurborg Guðmundsdóttir setti Kalott-met. stökk sín ógild, en náði síðan sigurstökki í síðustu tilraun, kastaði sér þá 5,95 metra. Kolbrún Rut varð hér í 7. sæti, stökk lengst 5,20 metra. Ragnheiður Ólafsdóttir varð að láta sér lynda 2. sætið í 1500 metra hlaupi kvenna, tími hennar var 4:23,2 mínútur, en Aðalbjörg Hafsteinsdóttir hljóp á 4:49,4. Sigurður P. Sigmundsson náði fimmta sætinu í 5000 metra hlaupi, tími hans var 15,11,02, en Ágúst Ásgeirsson rak lestina, hafnaði í 8. sæti á 16:22,69 mínútum. íris Grönfeldt náði bestum árangri íslendinganna í spjót- kasti kvenna, hún kastaði lengst 44,42 metra og hafnaði við það í 3. sæti. I sjötta sætið settist Bryndís Hólm, en hún náði lengst 41 metrum sléttum. í 4x100 metra boðhlaupi kvenna sigraði íslenska sveitin á nýju íslandsmeti. Tíminn var 47,02 sekúndur, en sveitina Kalott-keppnin í frjálsum íþróttum skipuðu þær Bryndís, Oddný, Sigurborg og Geirlaug. Síðari dagurinn Síðari keppnisdaginn má segja að aðeins kvenfólkið hafi haldið sínu striki, karlarnir náðu aðeins að sigra í tveimur greinum og því fór sem fór með sigurinn í þeim flokki. En síðari daginn hófst keppnin með 110 metra grindahlaupi karla. Þor- valdur Þórsson varð þar annar á 14,76 sekúndum og Hjörtur Gíslason þriðji á 14,92 sekúnd- um. Því næst var 100 metra grindahlaup kvenna á dagskrá og þar sigraði Þórdís Gísladótt- ir á 14,63 sekúndum. Valdís Hallgrímsdóttir varð þriðja á 15,14 sekúndum. Annar af tveimur sigrum karlaliðsins síðari daginn var í 4x400 metra boðhlaupi, en þar var tíminn 3:16,32, sem er að- eins lakari tími heldur en Is- landsmetið. Þeir sem hlupu voru Vilmundur, Guðmundur, Hjörtur og Þorvaldur. Þórdís Gísladóttir sigraði ör- ugglega í hástökki kvenna, lyfti sér yfir 1,81 metra. Hún reyndi því næst við nýtt Islandsmet, 1,87 metra, en það dæmi gekk ekki upp. Stúlkurnar voru nú komnar í mikinn sigurham, Hrönn Guð- mundsdóttir sigraði í 800 metra hlaupi á 2:08,95 og í næstu grein var einnig íslenskur sigur, en það var í 4x400 metra boðhlaup- inu. Tími íslensku sveitarinnar þar var 3:42,01. Þær sem hlupu sprettina voru Sigurborg, Hrönn, Unnur og Oddný. Erlendur Valdemarsson og Óskar Jakobsson urðu í 2. og 3. sæti í sleggjukastinu, Erlendur kastaði lengst 55,56 metra, en Óskar náði lengst 53,96 metrum. Nú var komið að stangar- stökkinu og Sigurður T. Sig- urðsson sverf yfir 5,10 metra. Það dugði þó ekki til sigurs, einn keppandi vatt sér yfir 5,20 og sigraði. Sigurður reyndi við 5,30, sem hefði verið íslands- met, en hann felldi þá hæð. Kristján Gissurarson varð fjórði, hann stökk yfir 4,50 metra. Óskar Jakobsson sigraði eins og við var að búast í kúluvarp- inu. Hann var þó nokkuð frá sínu besta, kastaði lengst 19,67 metra. Vésteinn Hafsteinsson varð þriðji, en hann varpaði kúlunni lengst 16,22 metra. í þrístökkinu náði Guðmund- ur Nikulásson aðeins fimmta sætinu, en lengsta stökk hans var 13,77 metrar. Unnar Vil- hjálmsson varð áttundi í þess- ari grein, en hann stökk lengst 13,43 metra. 2. og 4. sæti féllu í hlut ís- lands í 200 metra hlaupi kvenna, Oddný Árnadóttir varð önnur á 24,65 sekúndum og Sig- urborg Guðmundsdóttir varð fjórða á 25,02 sekúndum. I kringlukastinu nældi Mar- grét Óskarsdóttir í 2. sætið, en Oddný Árnadóttir var í Islands- metssveitinni. hún kastaði kringlunni 40,70 metra. Soffía Gestsdóttir varð fimmta, en lengsta kast hennar var 34,62 metrar. Islendingarnir voru ekki beinlínis sigursælir í 100 metra hlaupinu, Vilmundur Vil- hjálmsson varð þó fjórði á 10,92 sekúndum, en Hjörtur Gíslason varð sjöundi á 11,07 sek. Islensku piltarnir voru einnig fremur aftarlega á merinni í 1500 metra hlaupinu. Sigurður P. Sigmundsson varð sjötti á 4:00,15 mínútum, en Gunnar Páll Jóakimsson kom næstur á eftir honum í mark á 4:02,70 mínútum. Einar Vilhjálmsson veitti hinum finnska sigurvegara spjótkastsins harða keppni. Sá finnski sigraði þó, hann kastaði lengst 81,78 metra, en lengsta kast Einars var 79,34 metrar. Unnar Garðarsson keppti einn- ig í greininni, hann náði 6. sæt- inu með 65,50 metra kasti, en það er hans besti árangur. Aðalbjörg Hafsteinsdóttir varð fimmta í 1500 metra hlaupi kvenna, tími hennar 10:43,26. Hún var eini íslenski keppandinn í greininni. Guðmundur Skúlason náði sínum besta tíma í 400 metra hlaupi, hann hljóp á 50,19 sek- úndum sem færði honum 6. sæt- ið. Einar Guðmundsson varð áttundi á 50,83 sekúndum. Ágúst Ásgeirsson var illa fyrir kallaður í 3000 metra hindrunarhlaupinu og varð að hætta keppni vegna slappleika sem hann varð reyndar fyrir einnig fyrri daginn, en þá lauk hann þó 5000 metra hlaupinu. Islensku keppendurnir voru einnig aftarlega í 10.000 metr- unum. Sigfús Jónsson varð sjötti á 32:52,60 mínútum og Sighvatur D. Guðmundsson átt- undi á 36:00,62 mínútum. Firmakeppni Breiðabliks helgina 20., 21. og 22. ágúst 1. Almennar firmakeppnisreglur. 2. Glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Tilkynning um þátttöku berist að Digranesvegi 6, Kópavogi, eða í síma 45124 alla virka daga milli 10—12 til 11. ágúst. Knattspyrnudeild Breiðabliks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.