Morgunblaðið - 04.08.1982, Síða 31

Morgunblaðið - 04.08.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 35 Um ráðningu bæjar- stjóra á Dalvík — eftir Stefán Valgeirsson, alþm. Helgi Þorsteinsson bæjarfull- trúi sjálfstæðismanna á Dalvík og oddviti minnihlutans þar, ritaði íjrein í Morgunblaðið 20. júlí þar sem hann gerir að umræðuefni ráðningu bæjarstjóra á Dalvík og tildrög hennar. í upphafi greinarinnar kemur glöggt fram hjá Helga hver er megin ástæðan fyrir þessum skrif- um. Maðurinn er ekki kominn enn í jafnvægi eftir skellinn sem hann telur sig hafa fengið í bæjar- stjórnarkosningunum. Þó ég sé ekki einn um þá skoðun að hann hafi fengið betri kosningu en efni stóðu til. Helgi segir: „Svo sem kunnugt er af fréttum unnu framsóknar- menn eftirminnilegan kosninga- sigur á Dalvík í síðustu bæjar- stjórnarkosningum, fengu 4 af 7 og þar með hreinan meirihluta." Það ætti því ekki að fara framhjá neinum að Helga er þessi sigur eftirminnilegur og er rétt að skoða grein hans í því ljósi ásamt því að hann virðist hafa tekið að sér leik- stjórn í þessu máli fyrir minni- hlutann í bæjarstjórninni, eftir því sem heyra mátti í ríkisútvarp-, inu, kvöldið sem mál þetta var til lykta leitt í bæjarstjórn Dalvíkur- kaupstaðar. Hinsvegar mun leika nokkur vafi á hver hefur samið handritið. Hitt fer ekki á milli mála að höfundinum er gjarnt á að færa í stílinn ekki síður en Helga Þorsteinssyni í umræddri grein. Síðar í greininni segir Helgi: „Hinsvegar tóku bæjarbúar eftir því að tveir af þingmönnum kjör- dæmisins, þeir Stefán Valgeirsson og Guðmundur Bjarnason, virtust eiga nokkuð brýn erindi við bæjar- stjórnarmeirihlutann næstu daga.“ Og lokaorð Helga: „Það hvarfl- aði svona rétt að mér, hvað væri eiginlega að gera með bæjarstjórn á Dalvík fyrst ákvarðanir væru teknar út í bæ og síðan tilkynntar fyrirfram í Degi á Akureyri, og lái mér hver sem vill.“ En hvað er Helgi að upplýsa með þessum skrifum? Hann virð- ist ekki þurfa að ræða við stuðn- ingsmenn sína eða fulltrúarráð um málefni bæjarins eins og t.d. ráðningu bæjarstjóra. Hann er hneykslaður yfir því að framsókn- armenn á Dalvík skuli ræða slík mál innan sinna vébanda. Honum nægir að hafa samráð við bæjar- fulltrúa Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks um slík mál. Öðru vísi mér áður brá. Skildu það ekki þykja tíðindi á Dalvík að Helgi Þorsteinsson skuli vera svo límdur Atta sækja um stöðu félagsmála- stjóra Kópavogs UMSÓKNARFRESTUR um stöðu félagsmálastjóra Kópavogs rann út mánudaginn 26. júlí sl. Átta um- sóknir bárust og voru sjö þeirra lagðar fyrir bæjarráðsfund daginn eftir, en ein umsókn, dagsett áður en fresturinn var úti, barst ekki fyrr en eftir bæjarráðsfund 27. júli. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Arnór Pétursson, Stífluseli 2 R, Bragi Guðbrandsson, Hagamel 41 R, Gunnar Magnús Sandholt, Hólmgarði 50 R, Ingimar Jónsson, Víghólastíg 22 Kóp., Karl Laxdal Marinósson, Kaplaskjólsvegi 5 R, Ólafur Sigurðsson, Dalvík, og Þór- ey Guðmundsdóttir, Brekkubyggð 13 Mos. Einn umsækjandi óskaði nafnleyndar. Að sögn Kristjáns Guðmunds- sonar bæjarstjóra verður væntan- lega tekin afstaða til umsókna fyrir miðjan ágúst. upp við bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins, eins og skrif hans bera vitni um. Hjá okkur framsóknarmönnum eru það ekki bæjarfulltrúarnir einir, sem taka ákvörðun um slík mál, þó þeir hafi að sjálfsögðu allt frumkvæði þar um, og geri tillögu til fulltrúaráðs staðarins, sem tek- ur lokaákvörðun á fundi sínum. Af því leiðir að búið er að taka ákvörðun fyrirfram í öllum tilvik- um, hver kosinn verður í slíka stöðu. Það er því opin leið fyrir flokksblað, að hafa spurnir af þvi hver verði ráðinn í slíka stöðu. Hinsvegar er það álitamál, hven- ær á að birta slíka frétt. En blaða- menn leggja verulega upp úr því að vera fyrstir með fréttina. Hvað viðkemur hlut okkar Guð- mundar Bjarnasonar í þessu máli og tíðar ferðir okkar til Dalvíkur á þessum tíma, þá er því að svara að mér er vel kunnugt að Guðmundur kom aldrei til Dalvíkur á umrædd- um tíma, og ég aðeins einu sinni. Hvað Guðmund varðar þá hafði hann engin afskipti af þessu máli á nokkurn hátt. Hinsvegar fylgdist ég úr fjar- lægð með umræðum um ráðningu á bæjarstjóra á Dalvík á sama hátt og ég fylgist með málum í þessu kjördæmi, hitt er annað mál að ég reyndi ekki að hafa nein áhrif á það hver yrði fyrir valinu, það er fulltrúaráðið sem slíka ákvörðun tekur. Með þessum línum sendi ég mínar bestu kveðjur til Dalvík- inga allra og þó sérstaklega til bæjarstjóra og bæjarstjórnar Dalvíkurkaupstaðar, og óska þeim velfarnaðar í öllum störfum sín- Mjúkar plötur undir þreytta fætur Teg. „Hamburg" Teg. „Rotterdam" W/á Þolir olíu og sjó, rafeinangrandi, grípur vel fót og gólf. dregur úr titringi, svört, 11,5 mm þykk, stærðir allt aö 1x10 metrar. Notast í vélarrúmum og verksmiöjum þar sem fólk stendur tímum saman viö verk sitt. Þolir sæmilega olíu og sjó, grípur vel fót og gólf, dregur úr titringi, svört, 23 mm á þykkt, stæröir 40x60 cm, 40x120 cm, 60x80 cm og 80x120 cm. Notast yfir vélarrúmum og í brú og á brúarvængjum. ö[LaDl]gi[Lí]g][Lfl[rQj(§)[rD©©®[n] ^ Vesturgötu 16, Reykjavík, símar 13280/14680. Nýji pontunarlistinn Beint til þin fra London. Aöeins 75.- kr Spennandi tiska, spennandi haust! Pantid nýja stóra Freemans pöntunar listann. Nýja hausttískan - meir en 600 síður með myhdum, hug- myndum og lágu verði frá miðstöð tískunnar, London. Örugg kaup með Freemans ábyrgð. Pöntunarlistinn er fullur af vörum sem þér líkar. Setjið pöntunarmiðann í póst í dag og sjáið sjálf. Sendist til: rítefliÓA/ s á Sendið mér strax nýja * Freemans pöntunarlistann ^ með hausttískunni Aðeins 75.- kr. ^ Nafn:_ ^ Heimili: 4 * c/o BALCO hf Reykjavíkurvegi 66 220 Hafnarfirði sími 91-53900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.