Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 — ". *■ -,"Z £- * m /: • £ -uiwr£r%J#%sr ~x*£Lr -* T ~~á ■■ - ZTJ*-: afc'^E'T~j35** -Æjí. Ljónnjnd Mbl. Krúrtján Stóru skipin þurfa líka sitt vióhald. Hér er það skemmtiferðaskipið llmatar, sem fsr andlitslyftingu. Talsvert hefur verið af skemmtiferðaskipum hér við land að undanfdrnu. Að sögn Böðvars Valgeirssonar hjá ferðaskrifstofunni Atlantik, hafa alls 13 skip koraið hingað á vegum ferðaskrifstofunnar í sumar og voru tvö þeirra stödd hér í gsr, Maxim Gorki og Eugino C. Sagði hann að von vsri á 5 til viðbótar. Steingrímur Hermannsson um hugmyndir LIU og sjómannasamtakanna: Ekki búinn að gera upp við mig hvaða leiðir ég vil fara Ljóst aö verulegar breytingar eru í sjónmáli „ÉG KALI.ADI fyrir nokkrum dög- um saman nefnd til að undirbúa fiskveiðistefnu næsta árs, og er það alltaf gert. I>að er alveg Ijóst að það cru verulegar breytingar í sjónmáli og ég er á þessari stundu ekki búinn að gera upp við mig hvaða leiðir ég vil helst fara hvað þetta varðar,“ svaraði Steingrímur llermannsson sjávarútvegsráðherra, er hann var spurður álits á sameiginlegum hugmyndum LIÚ og sjómannasam- takanna um að ekki verði heimiluð nýsmíði né innflutningur fiskiskipa næstu tvö árin. Steingrímur var spurður, hverj- ar væru þær breytingar helstar sem hann sæi fram á. Hann svar- aði: „Það er til að mynda ekki hægt að gera ráð fyrir mikilli loðnuveiði og það þýðir að loðnu- flotinn verður að vera áfram á þorskveiðum og þá er vitanlega, eins og ég hef alltaf viðurkennt, orðinn ansi þröngt setinn bekkur- inn við þorskveiðar og kann að GóÖur afli á Halamiðum MJÖG góður afli hefur verið hjá tog- urunum á Halamiðum frá því seinni- partinn á sunnudaginn, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Jón l’áll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norðurtangans á ísafirði, sagði i gær að seinast þegar hann vissi hefði afl inn verið 80—100 tonn á sólarhring hjá togurunum. Væri þetta þorskur og hann nokkuð vænn. Hefði fiskurinn byrjað að gefa sÍK, þegar ísinn færði sig um set, en togararnir eru þarna að veiðum við ísbrúnina. Isinn væri nú aftur kominn yfir, en það hefði engu breytt, samkvæmt þeim fréttum, sem hann hefði síðast fengið. Annars hefðu komið svona hrotur áður, en þær ekki staðið lengi yfir í einu. vera nauðsynlegt að grípa til harðari ráðstafana í sambandi við stærð flotans og ég hef aðeins hreyft því máli og ætla að ræða það nánar í tengslum við fiskveiði- stefnuna. „I’KSSAR hugmyndir um aðgerðir gagnvart ákveðinni atvinnugrein eru svipaðar og ef ætti að loka mann í líkkistu í tvö ár. Þetta er álíka þröng- sýnishugmynd eins og þegar mönnum datt í hug eftir að svarta skýrslan kom út, þá væri ekkert annað að gera en að binda allan flotann helming ársins eða hálfan flotann allt árið. Það eru til betri ráð en þessi," sagði Jón Sveins- son, formaður félags Dráttarbrauta og skipasmiðja, er hann var inntur eftir hugmyndum um að stöðva nýbyggingu og innflutning fiskiskipa í 2 ár. „Það er engin spurning um það að endurnýjun verður að eiga sér stað og engin spurning er um það að mik- ill hluti flotans er orðinn mjög gam- all. Sem dæmi um það má nefna að 109 skip af stærðinni 50 til 100 lestir eru að meðaltali 26 ára gömul og má nærri geta hvort þetta eru ekki orð- in úrelt atvinnutæki. Þá eru einung- is 90 skip af stærðinni innan við 500 lestir með meðalaldur 10 til 11 ár, hin eru öll eldri að meðaltali. Ég skil það vel að mönnum detti svona í hug, en þó að hrúgað hafi verið inn bæði nýjum og notuðum skipum, bætir þessi hugmynd ekki neitt Það er ekki sæmandi neinni stétt að senda svona hugmyndir frá sér og þær hafa mjög neikvæð áhrif á þróun og framtíð innlendra skipa- smiðja. Innlend skipasmíði hefur ekki verið það mikil að hún hafi átt telj- andi þátt í því að fjölga fiskiskipum — Hvað annað kemur helst til greina? „Þar má nefna, eins og komið hefur fram í fréttum, enga ný- smíði eða innflutning í tvö ár, en hér á landi. Innlendar skipasmíða- stöðvar hafa ekki bolmagn til að smíða meira en til að viðhalda með eðlilegum hætti helmingi þess flota, sem hér var fyrir 10 árum og mætti teljast eðlileg stærð. Það eru inn- „Ástandið er vissulega alvarlegt og það stefnir í óefni ef ekki verður að gert,“ sagði Sigurður E. Guð- mundsson, forstjóri Húsnæðisstofn- unar ríkisins, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Sigurður var spurður um fjárhagsstöðu stofnunarinnar eða Byggingasjóðs öllu heldur. „Það sem gerst hefur er að skuldabréfa- kaup lífeyrissjóðanna hafa ekki þró- ast á þann hátt sem gert var ráð fyrir í lánsfjáráætlun ríkisstjórnarinnar,“ sagði Sigurður ennfremur. „Það er ekki í fyrsta skipti sem slíkar áætl- anir rikisstjórna standast ekki og í ár þótti okkur gæta of mikillar bjartsýni í áætlununum. það er bara ein leiðin. Einnig hef- ur verið talað um að endurnýjun nemi aðeins 60% áf úreldingu, aðrir tala um að lækka lánshlut- fallið. Þetta eru allt hlutir sem má ræða, en ég er ekki tilbúinn á þessari stundu að gera upp við mig hvaða leiðir ég vil helst fara í því. flutningshroturnar, sem mestu hafa valdið. Ég vonast til þess að mönnum takist að stjórna betur og með öðrum hætti, en svona fátæk- legar hugmyndir bjóða upp á,“ sagði Jón. Það er hins vegar öllu haldið gangandi og enn að minnsta kosti hefur það ekki komið upp í stjórn- inni að ekki verði staðið við allar skuldbindingar. Við höldum þessu gangandi á yfirdrætti í okkar viðskiptabanka, Seðlabankanum, og svo verður það að vera áfram nema að annað hvort gerist, að við getum ekki staðið við okkar skuldbindingar, eða fjárhagsvand- inn verði leystur á annan hátt. En ljóst er að þeir sem þegar hafa fengið fyrsta hluta láns síns munu fá næstu hluta, en ef áfram sverf- ur að gæti svo farið að lán til kaupa á eldra húsnæði dragist og Elvar, Jón L. og Karl unnu ÞEIR Karl Þorsteins, Jón L. Árna- son og Elvar Guðmundsson unnu allir skákir sínar í 5. umferð á al- þjóðlega skákmótinu í Gausdal i Noregi í gær, en Helgi Ólafsson tapaði. Karl vann norska alþjóða- lega meistarann Guldbrandsen, Elvar vann danska alþjóðlega meistarann Iskov og Jón L. vann Hokky, en Helgi tapaði fyrir finnska stórmeistaranum Raantan- en. Að 5 umferðum loknum eru efstir og jafnir Dlugy frá Banda- ríkjunum, Cranling frá Svíþjóð og De Langa frá Noregi, allir með 4 vinninga. Jón L. er í 4. til 10. sæti með 3V4 vinning, Karl og Elvar eru með 3 vinninga og Helgi 2 ’/fe. Athugasemd frá Slipp- félaginu MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd frá Slippfé- laginu í Reykjavík: „Slippfélagið í Reykjavík hf., Málningarverksmiðja, óskar eftir að gera athugasemd við grein í Morgunblaðinu frá 5. ágúst 1982 frá Verðlagsstofnun varðandi ítrekað brot á birtingu auglýsinga frá Málningarverksmiðju Slippfé- lagsins um verðkönnun Verð- lagsstofnunar. I umræddri auglýsingu lagði Slippfélagið aðaláherslu á sam- anburð lítraverðs og sýndi þannig fram á hagkvæmni Vitretex- plastmálningar, Vitretex-sand- málningar og Hempels-þakmáln- ingar í verðsamanburði við aðra sambærilega innlenda málningu. Þegar þessi auglýsing hafði birst hinn 30. júlí 1982 fór Verð- lagsstofnun þess á leit að ekki yrðu birtar fleiri auglýsingar með þessum upplýsingum þar sem stofnunin teldi að ekki væri nægi- legt að bera saman lítraverð á málningu við verðsamanburð, og að heimild til birtingar upplýsinga úr verðkönnun þessari skorti. Var þá haft samband við aug- lýsingadeild Morgunblaðsins og kom í Ijós að auglýsingastjórinn hafði þegar óskað eftir stöðvun á frekari birtingu auglýsingarinnar vegna samtals við Verðlagsstofn- un. Hins vegar birtist auglýsing að nýju hinn 4. ágúst 1982 í Morg- unblaðinu vegna mannlegra mis- taka hjá auglýsingadeildinni en ekki samkvæmt beiðni frá Máln- ingarverksmiðju Slippfélagsins. Þetta óskar Málningarverk- smiðja Slippfélagsins eftir að taka fram til skýringar á grein þessari. Virðingarfyllst, Slippfélagið í Reykjavík hf., Tryggvi Magnússon, sölustjóri.“ að þeir sem gera fokhelt í sumar verði að bíða fram yfir áramót með að fá fyrsta hluta greiddan." Sigurður sagði, að ekki væri um það að ræða nú að leiguíbúðabygg- ingar væru svo mikill baggi á Byggingasjóði að almennir hús- byggjendur fengju ekki lán af þeim sökum. „Þau verkefni sem ráðist var í 1973 og 1976 eru nú á þrotum, þannig að í leiguíbúða- byggingar fer nú minna fé en und- anfarin ár. Ástæðurnar eru þær sem ég nefndi, tregari kaup lífeyr- issjóðanna á skuldabréfum en lánsfjáráætlunin gerði ráð fyrir.“ Jón Sveinsson: Ekki sæmandi neinni stétt að senda svona hugmyndir frá sér Steftiir í óefni ef ekkert verður gert — segir Sigurður E. Guðtnundsson um fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.