Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Hvammur í Vatnsdal: Aurskriða féll á tún SKKIÐA féll i landi bæjarins Mvamms í Vatnsdal í A-Húnavatns- sýslu á mánudagskvöldið var. Skrið- an fyllti gil og læk sem rann eftir þvi og fór yFir tún í Hvammi. Aldrei var nein hætta á ferðum, en það var slæmt að fá grjótið yfir túnið að sögn húsfreyjunnar á Hvammi, Salóme Jónsdóttur. Unnið var að því allan daginn í gær að hreinsa túnið og afleggjar- ann og að gera ræsi fyrir lækinn, en hann stíflaðist og rann yfir túnið. Vegurinn lokaðist ekki, en skurður meðfram honum fylltist af grjóti og var einnig unnið að því að hreinsa hann og hefur grafa unnið í því. Að sögn Salóme var það óhemju vatnsveður á mánu- daginn, sem olli skriðunni, hún myndi. ekki eftir annarri eins úr- komu á þessum árstíma í fjölda ára. Þá hefði gránað í fjöll og væru þau grá ennþá. Aðspurð um heyskap, sagði hún, að hann hefði gengið ljómandi vel. Sumir væru alveg búnir og það væri lítið eftir hjá þeim, sem eitthvað ættu eftir. Heyfengur væri sennilega heldur minni en hann var í fyrra, Fuglar og fleiri dýr í veiðihusi í veiöihúsinu Brúarfossi við Hítará á Mýrum er skemmti- legt safn af uppstoppuðum fuglum og fleiri veiðidýrum, byssum og ýmsum veiðiáhöldum. Húsið byggði Jóhannes Jósefsson, hótelstjóri Hótel Borgar í Reykjavík, árið 1942 og safnaði þá þessum munum. Kristján Geirmundsson fuglastoppari mun hafa aðstoöað hann mikið við það. Veiðihúsið er nú i eigu Veiðifélags Hítarár. Landsvirkjun yfirtekur nýjar virkjanir og byggðalínur: Greiðir 437,5 millj. fyrir byggða- línur sem lagðar hafa verið MM.KÖE. í I)AG, II. ágúst, var undirritaður samningur milli ríkisstjórnar íslands og l^indsvirkjunar um virkjanamál, yf- irtöku byggðalína o.D. Samningurinn var undirritaður af viðræðunefndum iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjun- ar með fyrirvara um samþykki ríkis- stjórnar og eignaraðila, þ.e. rikisins og Keykjavíkurborgar. Meginatriði samningsins eru, að orkuveitusvæði Landsvirkjunar verður nánast landið allt, Lands- virkjun tekur að sér að reisa og reka nýjar virkjanir og yfirtekur aðal- stofnlínur landskerfisins, hinar svonefndu byggðalínur. Jafnframt skuldbindur fyrirtækið sig til að selja raforku í heildsölu eftir sömu gjaldskrá á afhendingarstöðum i öll- um landshlutum. Að máli þessu hefur verið unniö af hálfu stjórnvalda allt frá árinu 1978 með það að markmiði að koma á einu meginfyrirtæki er annist raforkuöfl- un og raforkudreifingu um landið og um leið yrði unnt að jafna raforku- verð. í framhaldi af samningaum- leitunum 1978—1979 óskaði Laxár- virkjun eftir að sameinast Lands- virkjun og var í febrúar 1981 lokið „ÉG TEL að störf okkar í Heilbrigðis- eftirliti ríkisins að þessum málum hafi borið einhvern árangur og þó að miklu sé ennþá ábótavant tel ég að með hverju ári fari neysluvatnsmál okkar íslendinga batnandi," sagði Hrafn V. Kriðriksson læknir, fyrrverandi for- stöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkis- ins, í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður um ástandið í neyslu- vatnsmálum hér á landi. Heilbrigðiseftirlit ríkisins, sem nú er búið að leggja niður og Hollustu- vernd ríkisins tekin við hennar störfum, gerði á árinu 1977 könnun á ástandi neysluvatns og kom þá í ljós að 10% þeirra, sem könnunin náði til, bjuggu við óviðunandi ngyslu- vatn, 51% bjó við neysluvatn sem var ábótavant og einungis 39% íbú- anna bjuggu við gott neysluvatn. Hrafn sagði: „Könnunin 1977 sýndi okkur fram á að full þörf væri á að kanna miklu nánar hvernig ástandið væri í framhaldi af því Frá undirritun samninganna i gær. við gerð sameignarsamnings milli rikisins, Reykjavíkurborgar og Ak- ureyrarbæjar um Landsvirkjun. Samkvæmt honum sameinast Lax- árvirkjun formlega Landsvirkjun 1. júlí á næsta ári. í samræmi við ákvæði í stjórnar- sáttmála núverandi ríkisstjórnar og samkvæmt heimildum í lögum nr. 60/1981 um raforkuver óskaði iðnað- arráðuneytið eftir því með bréfi 30. júní 1981 að stjórn Landsvirkjunar sendum við öllum heilbrigðisnefnd- um landsins bréf og báðum um nánar upplýsingar um ástand neysluvatns og hitaveituvatns í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Sömu- leiðis var óskað eítir neysluvatns- og hitaveituvatnssýnum til efnarann- sókna. 33 skýrslur bárust um ástand neysluvatnsmálanna en sveitarfélög- in í landinu eru 224. Þetta eru því mjög lélegar heimtur, þrátt fyrir að við hefðum ítrekað reynt að fá heil- brigðisnefndirnar til að skila af sér skýrslunum. Hins vegar hafa nefnd- irnar verið mjög duglegar við að taka sýni og senda í efnarannsókn og 521 sýni komið síðan 1980 og er það mjög gott. Það er yfirleitt mikill áhugi hjá heilbrigðisnefndunum að fá að vita hvernig drykkjarvatnið er efnafræðilega séð. Nú er verið að byrja á að vinna úr þeim upplýsingum sem komið hafa tilnefndi menn til viðræðna um að Landsvirkjun taki að sér: 1. Að reisa og reka Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og Villinganes- virkjun; 2. Að taka við meginstofnlínum landsins sem eignar- og rekstrarað- ili. Af hálfu iðnaðarráðuneytisins voru eftirtaldir tilnefndir í viðræðu- nefnd: Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, formaður nefndar- innar, Helgi Bergs, bankastjóri, og ekki neitt vitað um niðurstöður enn. Ég vil geta þess sérstaklega að við teljum það merkilegan áfanga sem náðist á Akranesi. Þar var reist fyrsta hreinsistöðin fyrir neysluvatn hér á landi. Hún kemur heldur ekki til af góðu því á Akranesi fer saman skortur á lindarvatni og það að yfir- borðsvatnið er mjög mengað af gerl- um. Þarna var sú leið valin að grófhreinsa vatnið fyrst með sandsíu og síðan var notuð útfjólu- blá geislun til að eyða gerlunum. Við þessa aðferð drepast gerlarnir en ekkert aukabragö verður af vatninu eins og óhjákvæmilegt er þegar klór eða öðrum efnum er bætt í það. Ég tel að þarna á Akranesi hafi þetta vandamál verið leyst mjög vel og nú hafa Akurnesingar nægilegt gerilsnautt vatn. Við verðum að grípa til þessa ráðs á þeim stöðum þar sem við fáum ekki nægt vatn úr lindum eða borholum. Eggert Haukdal, alþingismaður, og Kristján Jónsson, rafmagnsveitu- stjóri. Með nefndinni starfaði Hall- dór J. Kristjánsson, lögfræðingur í iðnaðarráðuneytinu, sem ritari. Af hálfu Landsvirkjunar voru eft- irtaldir tilnefndir til viðræðnanna: Dr. Jóhannes Nordal, stjórnarfor- maður Landsvirkjunar, Birgir ísleif- ur Gunnarsson, alþingismaður, Guð- mundur Vigfússon, deildarstjóri, Valur Arnþórsson, stjórnarformað- ur Laxárvirkjunar, og Halldór Jón- Hrafn V. Friðriksson atansson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Landsvirkjunar, sem ritari. A meðan viðræður aðila stóðu yfir samþykkti Alþingi 6. maí sl. þings- ályktun um virkjunarframkvæmdir og orkunýtingu, þar sem m.a. er kveðið á um röð nýrra virkjana. Samkvæmt samningnum tekur Landsvirkjun að sér að reisa og síð- an reka sem sína eign fyrrnefndar vatnsaflsvirkjanir frá og með 1. október 1982. Landsvirkjun tekur frá sama tíma við rannsóknum, hönnun og undirbúningsframkvæmdum vegna ofangreindra virkjana sem hingað til hafa verið í höndum Rafmagnsveitna ríkisins, þar með talin framkvæmd samninga við heimamenn um Blönduvirkjun. Samhliða yfirtöku virkjana- framkvæmda endurgreiðir Lands- virkjun samkv. sérstöku samkomu- lagi Rafmagnsveitum ríkisins og Orkustofnun kostnað þeirra af und- irbúningi og rannsóknum, sem nú er áætlað að nemi hjá Rafmagnsveitum ríkisins um 167 milljónum króna og hjá Orkustofnun um 97 milljónum króna. Hinn 1. janúar 1983 yfirtekur Landsvirkjun samkvæmt samningn- um 132 kV stofnlínur í eigu ríkisins auk tilheyrandi hlutdeildar í aðveitustöðvum, svonefndar byggð- alínur, sem nú ná frá Brennimel í Hvalfirði norður og austur um land, allt til Hafnar í Hornafirði, auk línu til Vestfjarða. Línur þessar hafa Rafmagnsveitur ríkisins byggt á undanförnum árum fyrir hönd ríkis- sjóðs. Fyrir þessar eignir greiðir Landsvirkjun 437,5 milljónir króna á verðlagi 1. jan. 1982, samkvæmt ákveðinni greiðslutilhögun. Ennfremur yfirtekur Landsvirkj- un framkvæmdir yfirstandandi árs við byggðalínur, þar á meðal svonefnda Suðurlínu, sem nú er í byggingu. Fyrir þessar framkvæmd- ir greiðir Landsvirkjun 103,5 millj- ónir króna og greiðir því til viðbótar kostnað við lúkningu Suðurlínu á ár- inu 1983, en gert er ráð fyrir að Rafmagnsveitur ríkisins sjái um framkvæmd verksins. í samningnum eru jafnframt ákvæði er lúta að samrekstrarsamn- ingum við rafmagnsframleiðendur er tengjast stofnlínukerfi Lands- virkjunar, gerð rafmagnssölusamn- inga og ákvæði um starfsmannamál. í samningnum er ennfremur gert ráð fyrir, að Rafmagnsveitur ríkis- ins annist þjónustu fyrir Lands- virkjun við byggðalínur, aðveitu- stöðvar og stjórnstöðina á Akureyri samkvæmt sérstökum samningi, sem gera skal fyrir 1. janúar 1983. Samningur þessi var ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar í gær og hefur ríkisstjórnin á hann fallist fyrir sitt leyti. Stjórn Landsvirkjun- ar hefur ennfremur samþykkt samn- inginn með fyrirvara um samþykki eignaraðila. (FrétutilkynninK frí MniðnrrMuneytinu) „Miktö ábótavant í neysiuvatnsmálum okkar íslendinga en fer þó batnandi“ — segir Hrafn V. Friðriksson fyrrverandi forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.