Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 29 Aer Lingus tapaði 22 milljónum punda á Atlantehafsfuginu 1981: Irska ríkið fyrir- skipar áíram flug þrátt fyrir, að stjórn félagsins vilji hætta því og segja upp 1.500 starfsmönnum ÍRSKA ríkisstjórnin hefur fyrir- skipað Aer Lingus-flugfélaginu írska, aö halda áfram áætlunarflugi sinu yfir Norður-Atlantshafið, þrátt fyrir að félagið hafi tapað um 22 milljónum punda á þessu flugi á síðasta ári. Þessi ákvörðun rikisstjórnarinn- ar kemur aðeins degi eftir að stjórn fyrirtækisins komst að þeirri niður- stöðu, að eina færa leiðin út úr ógöngum þess væri, að hætta Atl- antshafsfluginu og fækka starfs- mönnum um 1.500. Félagið hafði óskað eftir um 20 milljóna punda aukafjárframlagi ríkisins, en talsmaður ríkis- stjórnarinnar tilkynnti á dögun- um, að félagið fengi aðeins 10 milljónir punda. Það er því ljóst, að Aer Lingus mun eiga í gríðar- legum rekstrarerfiðleikum á næstu mánuðum og árum. Skuldir félagsins nema nú lið- lega 155 milljónum punda og hafa aldrei verið meiri. Vegna þessa ástands hefur það komið verulega inn í umræðu stjórnar fyrirtækisins, að selja eignarhlut þess í hótelstarfsemi ýmiskonar. Boeing: 10 pantanir bárust á öðrum ársfjórðungi en 39 á sama tíma á síðasta ári VANDRÆÐI flugvélaframleiðenda eru mikil þessa mánuðina samfara hinum miklu rekstrarerfiðleikum sem flugfélög víðs vegar um heiminn eiga við að stríða. Talsmaður Boeing-verksmiðjanna bandarísku tilkynnti á dögunum, að fyrirtækið hefði aðeins fengið 10 pantanir á far- þegaþotum á öðrum ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 39 á sama tíma í fyrra. Talsmaðurinn sagði ennfremur, að þrátt fyrir þetta væri gert ráð fyrir, að sala fyrirtækisins á þessu ári yrði eitthvað í námunda við 9 milljarða dollara, en til saman- burðar var sala síðasta árs um 9,79 milljarðar dollara. Hann sagði Boeing-menn gera sér miklar vonir um gott gengi með hinar nýju vélar verksmiðj- anna, Boeing 757 og Boeing 767. Reyndar gat hann þess, að Boeing 767 hefði nú fengið flughæfnis- vottorð frá bandarískum flug- málayfirvöldum. Fyrstu vélarnar yrðu því afhentar Únited Airlines í lok þessa mánaðar, en félagið hefur þegar pantað 15 vélar. Boeing hefur fengið 173 pantan- ir á Boeing 767-vélinni frá 17 flugfélögum víðs vegar um heim- inn. Frönsku kartöflurnar frá Svalbarðseyri: Vinna stöðugt á innflutninginn segir Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Garra, sem tekiö hefur að sér söluumboð á Suðvesturlandi FYRIRTÆKIÐ Garri í Reykjavík hefur tekið að sér söluumboð fyrir hinar svokölluðu Svalbarðseyrar- kartöflur, sem Kaupfélag Sval- barðseyrar framleiðir á Suðvestur- landi. Um er að ræða hálfsteiktar „franskar" kartöflur, sem eru til- búnar í djúpsteikingarpotta. Magnús Jónsson, fram- kvæmdastjóri Garra, sagði í samtali við Mbl., að salan gengi vel, enda væri um að ræða fylli- lega samkeppnishæfa vöru við innflutninginn, sem ráðið hefur ríkjum í gegnum árin. Magnús sagði ennfremur, að Garri væri með almenna dreif- Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri Garra. Ljé*my«d Mbl. ingu á svæðinu, en fyrirtækið hefur þó í gegnum tíðina sérhæft sig í þjónustu við hótel, veit- ingastaði og mötuneyti. Kartöflunum er dreift í tveim- ur stærðum í smásölu, annars vegar 800 gramma pakkningu og hins vegar í 2ja kílóa pakkningu. Magnús Jónsson sagði aug- ljóst, að góð framtíð væri í sölu þessarar vöru enda hefði það sýnt sig á þeim stutta tíma, sem Kaupfélag Svalbarðseyrar hefði verið með þessar kartöflur í framleiðslu, að þær væru stöðugt að vinna á innflutninginn, sem ráðið hefur ríkjum. — Það er erfitt að gera sér glögga grein fyrir ársneyzlunni, en þó held ég að hún sé eitthvað í námunda við eitt þúsund tonn. Framleiðslan hjá Kaupfélagi Svalbarðseyrar hefur verið í kringum 50 tonn á mánuði, eða um 600 tonn á ári, sagði Magnús Jónsson ennfrem- ur. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF — umsjón Sighvatur Blöndahl Útsala Kjólar, dragtir, blússur pils. Mikil verölækkun. Dragtin Klapparstíg 37. Aðalfundur fyrir Akur hf., Glerárgötu 7, Akureyri, veröur haldinn fimmtudaginn 26. ágúst 1982, kl. 16 síödegis í húsa- kynnum félagsins. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Á fundinum veröur lögö fram tillaga um aö fækka stjórnarmönnum um tvo, þannig aö í aöalstjórn sitji 3 menn og tveir til vara. Stjórn Akurs hf. Saab 900 GLS Til sölu SAAB 900 GLS (sjálfskiptur, 4ra dyra). Uppl. Bílasmiöurinn sf., Lágmúla 7. Sími 35181. r Beint flug í sólina Þriggja vikna ferö til BENIDORM 14. sept. ■ (Beint flug) * ■ 5. okt: Tvær vikur á strönd BENIDORM með S ■ viðkomu í LONDON 2 eða 4 daga. s ■ Hringiö og fáið sendan feröabækling og |g ■ veróupplýsingar. ■ III FERDA I miðstodiim; ^AÐALSTRÆTI 9 S. 281331

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.