Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Afmælisrabb við hinn síunga Steindór frá Hlöðum áttrœðan Steindór Steindórsson frá Hlöðum, náttúrufræðingur og fyrrum rektor Menntaskólans á Akureyri, er áttræður í dag. Engin sjást þess þó merki á Steindóri, að þar fari maður, sem fæddur er skömmu eftir aldamót: Síkvikur í hreyfingum, minnið svo gott að hver ungur maður væri fullsæmdur af, og enn hyggur hann á ferðir til útlanda og á frekari ritstörf. — í tilefni afmælisins ræddi blaðamað- ur við Steindór nú fyrir nokkrum dögum og fer hér á eftir brot af því sem tókst að festa á blað, auk þess sem vitnað er til sjálfsævisögu Steindórs, en fyrra bindi hennar kem- ur út hjá Erni og Örlygi í dag. Fæðingarstaður Steindóra, MMruvellir i Hörgárdal, eins og staðurinn leit út um aldamótin. Æskuheimilið, Hlaðir í Hörgórdal. Gísli HaHdórsson verkfreðingur og Steindór í Kaupmannahöfn órið 1927. Nemendur á áttræðisaidri „Hvað annað? Hvernig er hægt að finnast annað en maður sé orð- inn gamall, þegar fyrstu nemend- urnir eru komnir á áttræðisaldur eins og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og fleiri,*" sagði Steindór, er hann var spurður hvort honum fyndist hann í raun og veru orðinn jafn fullorðinn og kirkjubækur segja til um. — Þú miðar við nemendur þína. Kennslan var löngum þitt aðal- starf. Ertu ánægður með að hafa gengið þá braut? „Já, mjög ánægður. Kennslan og það að fá að vera innan um ungt fólk hefur alltaf veitt méf mikla gleði. Svo fremi maður stundi sitt starf vel og undirbúi sig fyrir kennsluna þá er hún afar lifandi og skemmtileg, og í rauninni er ekki hægt að verða gamall í þessu starfi. Maður eldist að minnsta kosti öðru vísi á því að vera alltaf innan um og vinna með ungu fólki. — Það var að vissu leyti alltaf ákveðið að ég ætlaði mér að verða kennari. Kennslu hóf ég svo fyrir alvöru árið 1930, en hafði áður kennt við Gagnfræðaskólann á Akureyri veturinn 1923 til ’24, fyrir Guðmund G. Bárðarson, en hann þurfti þá að fara suður til lækninga. Líkadi illa vistin í Reykjavík Gagnfræðingur hafði ég hins vegar orðið árið 1922, og fór þá um haustið til Reykjavíkur í Mennta- skólann. Þar var ég við nám í einn vetur, en fór síðan aftur norður og las utanskóla til stúdentsprófs. Fylgdumst við að í þessu við Þorsteinn Stefánsson, og í Reykja- vík fengum við húsnæði hjá frú Ingileifu Aðils á Laufásvegi 45.“ — Var það vegna fjárskorts að þú last utanskóla? „Já, sú var nú ástæðan fyrst og fremst. Sumarið áður hafði mér tekist að safna saman eitthvað rétt rösklega tvö þúsund krónum, og um vorið var það allt upp étið, og hafði ég þó gætt sparnaðar í hvívetna, nema hvað eitthvað fór í bækur í Fornbókaverzlun Krist- jáns Kristjánssonar. En hitt er það, að mér líkaði það ails ekki illa að fara norður til að lesa utanskóla, því sannleikurinn er sá að mér líkaði illa í skólanum, og kunni ekki vel við mig í Reykja- vík. Góðar minningar á ég þó að sjálfsögðu frá þessum árum, eink- um tengdar skólabræörum mín- um, en við héldum vel hópinn alla tíð, ekki síst þeir sem voru utan- skóla, en nú eru 13 enn á lífi af 40 nemendum. Algengt var á þessum tíma að iesið væri utanskóla, oft 12 til 13 neinendur ár hvert. Meðal skólabræðra minna í Menntaskól- anum voru Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Einvarður Hallvarðsson, séra Sigurgeir prófastur í Saurbæ, Hjálmar ráðuneytisstjóri, Kjart- an fyrrum ísafjarðargoði og fleiri, en þessir eru enn allir á lífi.“ Fékk ólyst á íslenskum fræðum — Og þú lýkur stúdentsprófi, Auðvitað er ég gamall — nemendurnir á áttræðisaldri orðinn Steindór og Hermann Stefánsson í Ösltju. (AlUr mjndiriur eru reifur U lini úr ■JútfnerMfa SteUdúra.? f skóla á Dagverðareyri, sitjandi er Kristján Sigurðsson kennari, standandi frá vinstri: Bjarni Emilsson, Guðmundur Karl Pétursson, Steindór Stein- dórsson, Marinó L. Stefánsson og Jóhann Ó. Haraldsson. Á kennarastofunni í MA: Steindór lengst til vinstri, þá Friðrik Þorvaldsson, Gísli Jónsson og Aðalsteinn Sigurðsson. og síðan liggur leiðin til Hafnar. Hvers vegna í náttúrufræði? „Já, í rauninni hefði legið bein- ast við fyrir mig að fara í íslensk fræði, sem ég hef alltaf haft áhuga á og átti auðvitað að vera í. En einhvern veginn fékk ég ólyst á íslenskum fræðum, og það varð úr að ég ákvað að snúa mér að nátt- úrufræðinni, sem ég hafði mikinn áhuga á. Það sem þó réði úrslitum þar um, var að í greininni var eng- inn starfandi eftir að Helgi Jóns- son dó. Eg hafði að vísu einna helst viljað lesa jarðfræði, en sak- ir þess að tveir menn voru að hefja nám í þeirri grein um þetta leyti valdi ég frekar grasafræðina. Atvinnumöguleikar voru hins veg- ar ekki miklir á þessum tíma, að- eins tvær kennarastöður, ein fyrir norðan og ein hér syðra, svo ákaf- lega ólíklegt var að ég fengi eitthvað að gera í mínu fagi. En til Hafnar komst ég til náms þar sem ég fékk svonefndan fjög- urra ára styrk, sem íslendingum ,IIIP4 »4d stóð þá til boða til að nema við Hafnarháskóla." Líkara tímum Jónasar Hallgrímssonar — Og hvernig líkaði þér vistin í Kaupmannahöfn? Var ekki Höfn á þessum árum líkari þeirri Höfn er Jónas gekk um en Kaupmanna- höfn nútímans? „Mér líkaði vel í Kaupmanna- höfn, mér hefur alltaf fundist hún dásamlegur bær. Að vísu þurfti ég að vera þar í eitt ár áður en ég náði fyllilega að átta mig á borg- inni, en síðan finnst mér enginn staður betri en Höfn. í Kaup- mannahöfn bjó ég æði víðum eins og karlinn sagði, en þó lengst af við Silfurgötu, rétt hjá Sölvtorvet. — Já, ég held að borgin hafi á þessum árum verið líkari því sem var á dögum Jónasar en hún er nú, en það er hins vegar alltaf sami sjarminn yfir Höfn, og enn fer ég þangað oft.“ — En í Kaupmannahöfn veikist þú af berklum? „Já. Höfn var í rauninni gegn- berkluð á þessum árum, sjúkdóm- urinn var þar landlægur og illvið- ráðanlegur. Ég borðaði til dæmis á pensjónati, þar sem ég held að berklar hafi verið landlægir og sumir kunningjar mínir voru smitaðir af þessu. En það merki- lega var að ég var aldrei mjög illa haldinn af berklum, það rann að vísu upp úr mér blóð, en verulegan hita fékk ég aldrei. Ég hafði allt frá barnæsku verið hræddur við berkla, enda mikið um þá í minni heimasveit og jafnvel dæmi um að þeir legðu heilu fjölskyldurnar í gröfina. En af berklunum læknað- ist ég, mér liggur við að segja kraftaverkalækningu.. Mér var gefið lyfið sanochrysin, en það var þá umdeilt í Danmörku og flestir hættir að gefa það, þar sem það reyndist hættulegt í meðförum og margir veiktust hastarlega af því og dóu. En eftir fyrstu sprautuna var ég sem alheilbrigður, allt slen og doði var úr mér, og smit hvarf jafnvel úr hráka þegar í stað. Hef ég ekki fundið fyrir berklum síðar. En nokkrum dögum eftir að ég fékk lyfið fékk ég bréf frá Pálma Hannessyni, þar sem hann sagði í lokin: „Blessaður láttu þá ekki drepa þig á sanochrysininu." — Aðvörunin kom of seint en ég veit ekki hvað ég hefði gert ef bréfið hefði komið fyrr, því orð Pálma mat ég meira en annarra manna." Af norðlenskum ættum — Ef við víkjum aðeins aftur að upprunanum. Þú ert Norðlending- ur í ættir fram, eða hvað? „Já, ég er fæddur á Möðruvöll- um í Hörgárdal, og báðir foreldrar mínir eru af eyfirskum og skag- firskum ættum. Forfeður mínir hafa verið bændafólk beggja vegna Öxnadalsheiðar, og einn forfeðra minna er Árni byskup á Hólum Þórarinsson, síðasti bysk- tt '»k „rT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.