Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 40
Síminn á afgreiöslunni er 83033 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Þessi ungi maöur vann viö að skipta um þak á geymunum í Öskjuhlíð i gær. Hann þurfti sann- arlega ekki að kvarta yfir útsýninu. Morgunhlaðið/Kristján. Tillögur Seðlabankans: 6-8% hækkun vaxta I ■ v • * f 4&m ‘ v # Lögðum fram tillög- ur um minni flugstöð — segir í fréttatilkynningu frá Alþýöubandalaginu í tilefni af ummælum Ólafs Jóhannessonar utanríkisráðherra MORtílJNBLAÐINU barst í gær rréttatilkynning frá AlþýAubanda- laginu í tilcfni af ummælum Olafs Jóhannessonar utanríkisráöherra um flugstöövarmáliö í baksíðufrétt Mbl. í gær. f fréttatilkynningunni segir m.a., aö Alþýöubandalagiö hafi lagt fram greinargerð og tillögur um málið í ríkisstjórn fyrir viku og feli þær m.a. í sér aö Alþýðubandalagið vilji verja fjármagni á fjárlögum til hönnunar á „minni og hagkvæmari flugstöð", eins og það er orðað. I viðtali við Morgunblaðið, sem birtist í gær, segir Ólafur Jóhannes- son hins vegar aðspurður um hvort einhverjar málamiðlunartillögur hefðu komið fram, „t.d. um minni byegingu", eins og þar segir: „Nei, þær virðast ekki finnast.“ Ólafur Jóhannesson segir einnig í frétt Mbl. í gær, að allar líkur bendi nú til þess að ekkert verði af byggingu nýrrar flugstöðvar þar sem alþýðubandalagsmenn hafi hafnað framkomnum tillögum og samkvæmt stjórnarsáttmálanum hafi þeir neitunarvald í málinu. Ólafur segir þetta hvað alvarleg- ast vegna þess að með því tapist fjárveiting frá Bandaríkja- mönnum, en fjárveitingarheimild- in til flugstöðvarbyggingarinnar renni út 1. október. í fréttatilkynningu Alþýðu- bandalagsins segir einnig að Al- þýðubandalagið hafni þeirri teg- und flugstöðvar sem gert hefur verið ráð fyrir á Keflavíkurflug- velli og einnig að Alþýuðbandalag- ið sé andvígt „bandarísku hernað- arfjármagni í flugstöðvarbygg- ingu“. Með fréttatilkynningunni fylgdi greinargerð og tillögur Al- þýðubandalagsins um flugstöðv- armálið og eru þær birtar á bls. 22. Ekki tókst að ná sambandi við Ólaf Jóhannesson utanríkisráð- herra vegna þessa máls í gær- kvöldi. Gjaldeyrisdeildir lokaðar í dag? BANKASTJÓRN Seðlabanka íslands sendi ríkisstjórninni tillögur sín- ar um hækkun vaxta og lækkun gengis i gær. Bankastjórnin leggur til að vextir, aðrir en vextir á gengistryggðum lánum, verði hækkaðir um 6—8% og gengi íslenzku krónunnar lækkað um 10—15%. Samkvæmt venju verður gjaldeyrisdeildum bankanna að mestu líkindum lokað í dag og þær ekki opnaðar fyrr en fyrir liggur ný skráning á gengi íslenzku krónunnar. I»að er ríkisstjórnin sem tekur endanlega ákvörð- un um hvert hið nýja gengi verður. Síðast var gjaldeyrisdeildum bank- anna lokað i janúarmánuði sl. af sömu ástæðu og stóð sú lokum þá yfir í tíu daga. I gær funduðu vísitölu-, efna- hags- og ráðherranefnd ríkis- stjórnarinnar um efnahagsmálin og lauk fundunum laust fyrir kvöldmat. Sömu aðilar koma á ný til fundar árdegis í dag. Þá funda þingflokkar Framsóknarflokks og Alþýðubandalags einnig í dag um þessi mál. Aðalumræðuefnið í gær var væntanleg gengisfelling og hækkun vaxta, auk áframhaldandi umræðna um skerðingu vísitölu, en ágreiningur hefur verið hvað mestur um þann þátt væntanlegra efnahagsaðgerða. Samkvæmt heimildum Mbl. vilja framsókn- armenn og sjálfstæðismenn í rík- isstjórn skerða vísitölu launa verulega, en alþýðubandalags- menn eru ekki á eitt sáttir um það, eins og fram kemur í annarri frétt hér á siðunni. Alþýðubandalagsmönnum hefur í umræðu um efnahagsmálin orðið tíðrætt um mikinn gróða verzlun- arinnar sem þeir telja að ganga megi að til lausnar efnahagsvand- anum. Upphaflega voru þeir með hugmyndir um að lokað yrði fyrir innflutning ýmissa vörutegunda svo sem bifreiða, húsgagna og fleira allt fram til áramóta. Sam- kvæmt heimildum Mbl. hafa þeir gefið eftir hvað þetta varðar, en krefjast þó enn einhvers konar innflutningshafta eða breytinga á útlánum bankanna til verzlunar- innar í þeim tilgangi að draga verulega úr innflutningi. I viðtöium Mbl. við stjónarliða í gær kom fram, að menn telja þessa þrjá þætti væntanlegra efnahagsaðgerða sem eru nú í brennidepli mjög samverkandi og að vart sé að vænta ákvarðana fyrr en samstaða hefur náðst um lausn þeirra í heild. Einn viðmæl- andi Mbl. úr stjórnarliðinu sagði í gærkvöldi að jafnvel mætti búast við ákvörðunum alveg á næstu dögum. Blönduvirkj- un seinkar um eitt ár NÚ MUN Ijóst ad gangsetning Blönduvirkjunar verður ekki fyrr en siðla árs 1986 eða árið 1987. 1 umræðum á Alþingi í vor var hins vegar miðað við að fyrsti áfangi virkjunarinnar kæmist í gagnið ári fyrr. Ástæður þessarar seinkunar eru einkum þær, að mun minna var unnið við virkjunarfram- kvæmdir í sumar en ráð var fyrir gert. í gær var skrifað undir samn- inga þess efnis, að Landsvirkjun virki við Blöndu og yfirtaki byggðalínur. Frá því er greint á blaðsíðu 16. Flugleiðir fljúga á ný til Baltimore „ÞAÐ ER rétt, það hefur verið tekin ákvörðun um aö hefja flug til Balti- more í Bandaríkjunum að nýju í haust," sagði Sveinn Sæmundsson hjá Flugleiðum í samtali við Mbl. Alþýðubandalagið klofið í af- stöðu til vísitöluskerðingar ALÞYÐUBANDALAGIÐ er klorið í afstöðu til þess, hvort flokkurinn geti samþykkt vísitöluskerðingu launa sem lið i þeim efnahags- ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefur haft í undirbúningi að und- anfórnu. Áhrifamiklir forystumenn Al- þýðubandalagsins á borð við Ragnar Arnalds, fjármálaráð- herra, eru reiðubúnir til þess að fallast á slíka vísitöluskerðingu sem þátt í víðtækari efnahagsað- gerðum. Svavar Gestsson, for- maður flokksins, og Olafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokksins, hafa ekki viljað faliast á slíka vísitöluskerðingu enn sem komið er, af ótta við andstöðu verkalýðshreyfingar- innar. Nú er ljóst, að Framsóknar- flokkur og sjálfstæðismenn í rík- isstjórn leggja megináherzlu á, að umtalsverð vísitöluskerðing launa 1. september eða 1. des- ember verði veigamikill þáttur í efnahagsaðgerðum ríkisstjórn- arinnar nú í ágúst. Alþýðu- bandalagsmenn munu hins veg- ar hafa lagt áherzlu á, að þær ákvarðanir verði ekki teknar fyrr en eftir 1. september. Þeir hafa á hinn bóginn ekki neitað afdráttarlaust að taka þátt í nýrri vísitöluskerðingu. Frá hausti 1978 hefur Alþýðubanda- lagið hvað eftir annað tekið þátt í skerðingu á kaupgjaldsvísitölu og yfirleitt réttlætt það með því að launþegar hafa fengið eitt- hvað annað í staðinn. Forystu- menn Alþýðubandalagsins hafa nú áhyggjur af, að verkalýðsfor- ystan í flokki þeirra muni ekki sætta sig við frekari aðgerðir af því tagi. Sveinn Sæmundsson sagði ennfremur, að til að byrja með yrði flogið eina ferð í viku, en óráðið væri með framhaldið. Flugleiðir tóku upp flug til Balti- more á árinu 1948, en þegar harðna tók á dalnum í fluginu yfir Atlantshafið var því hætt. Sveinn Sæmundsson sagði að- spurður, að veruleg aukning hefði verið á farþegaflutningum í Atl- antshafsfluginu í sumar frá því sem var á siðasta ári. „Það dugir hins vegar skammt, því fargjöldin eru ennþá langt undir því sem þau þurfa í raun að vera,“ sagði Sveinn Sæmundsson ennfremur. Um ástæður fyrir þessum auknu flutningum, sagði Sveinn að Bandaríkjamenn ferðuðust töluvert meira en þeir hafa gert um langt árabil m.a. vegna þess, að staða Bandaríkjadollars væri nú betri gagnvart Evrópugjald- miðlum en hún hefur verið um skeið. „Það má í raun segja, að Bandarikjamenn séu að lifa „hina góðu gömlu daga“ að nýju í mörg- um Evrópulöndum," sagði Sveinn Sæmundsson ennfremur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.