Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 5 Skelvinnsla Sigurðar Ágústssonar hf.: Óvissa með sölu á hörpudiski „VIÐ höfum kvóta til vinnslu hálft árið og erum þvi með hálfnýtta fjárfestingu. Af þeim sökum höf- um við verid alfarið á móti nýjum vinnsluleyfum," sagði Magnús Þ. Þórðarson, framkvæmdastjóri Skelvinnslu Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi, i samtali við Morgunblaðið. Sigurður Ágústsson hf. rekur verksmiðju til vinnslu á hörpu- diski. Við vinnsluna og veiðarnar starfa að jafnaði á annað hundr- að manns yfir vertíðina. Aðspurður um sölumálin sagði Magnús: „Við seljum okkar framleiðslu sjálfir á Bandaríkja- markaði undir eigin vörumerki. Við erum búnir að selja fram- leiðslu síðustu vertíðar en verðið var orðið dapurlegt. Þar sem vertíðin er rétt að byrja núna er ekki vitað hvernig þetta kemur til með að ganga nú en ljóst er að verðhrun hefur orðið frá því í fyrra. Þessi verðlækkun stafar af því að á síðastliðnu einu og hálfu ári hefur framboðið verið ofboðslegt á Bandaríkjamarkaðnum, sér- staklega á ferskum hörpudiski. Kanadamenn og Bandaríkja- menn ráða um 90% af markaðn- um og þegar framleiðsla þeirra eykst mikið hefur það úrslita- áhrif. Sem dæmi má taka að um áramót voru þrefalt meiri birgð- ir en venjulega þá var 3ja mán- aða heildarsala i birgðum." Fullunninn hörpufiskur, bíður eftir þvi að veróa borðaður í Ameríku. Húsafriðun af einkaaðila. Risið f gamla verstuaarhúsi Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi hefur verið fært í upprunalegt borf og þar eru geymdir nokkrir gamlir vershmar- og skrifstofumunir. Tilraunavegur í Ólafsvíkurenni UNNIÐ er að undirbúningi við gerð tilraunavegar í Ólafsvíkur- enni en þar á að leggja veg niður í fjöru á ákveðnum kafla þannig að unnt verði að sjá hvernig veg- urinn þolir ágang sjávarins, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Birgi Guðmundssyni, umdæmisverk- fræðingi Vegagerðar ríkisins, í gær. Sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið að verið væri að flytja tæki á staðinn og myndi stærsta jarðýta landsins vinna að þessu verki. Kvað Birgir hönnun vegarins langt komna. Sagði hann að byrja ætti fram- kvæmdir vestast í enninu og þar myndi jarðýtan brjóta sér leið niður í fjöru. Efninu, sem jarð- ýtan losar um við þær fram- kvæmdir, verður ýtt þangað sem Sýning Valtýs framlengd ÁKVEÐIÐ hefur verið að fram- lengja sýningu Valtýs Pétursson- ar, sem staðið hefur yfir í Þrast- arlundi undanfarnar vikur vegna góðrar aðsóknar. Sýningin mun standa fram á næsta sunnudag, 15. ágúst. vegurinn á að vera. Þannig myndast garður, en síðan kemur í ljós hvort sjórinn nær að vinna á honum. Fjárveiting til fram- kvæmdanna nemur í ár 6,9 millj- ónum króna. Bíll fór út af og valt á Þingvallavegi: Farþegi mikið slasaður MAÐIJR á fimmtugsaldri slasaðist mikið í bílslysi á þriðjudag, en hann var farþegi í bifreið sem fór út af Þingvallavegi á móts við Skálafell. Ökumaður bifreiðarinnar er grunað- ur um ölvun, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið fékk hjá rannsóknarlögreglunni í Hafnar- firði. Bíllinn fór út af veginum og valt síðan ofan í skurð og er hann tal- inn ónýtur. Ökumaðurinn slasað- ist lítið, en farþeginn var fluttur meðvitundarlaus á spítala. Hann er mikið slasaður eins og áður gat, en er nú kominn til meðvitundar. Selfoss: Sigurður Kristjánsson ráðinn kaupfélagsstjóri SIGURÐUR Kristjánsson kaupfé- lagsstjóri á Þingeyri hefur verið ráð- inn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Sigurður mun taka við embættinu um næstu ára- mót. Um stöðuna sóttu sjö manns, en þeir æsktu allir nafnleyndar. Nú- verandi kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Árnesinga er Öddur Sigur- bergsson, en hann lætur af störf- um vegna aldurs. RAUN ER ÞURRU LOFTI rakatœkió sem gefur i LB—30 Verö kr. 1798 LB—21 Verö kr. 998 ■Æí™9 / Reyrisla 1 Piónnctm SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.