Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1982 Léttir myndarammar fyrir grafik, listaverk 7 og Ijósmyndir. Stærðir frá 13X18 til 50X70 cm. (plakatstærð). VerÖ frá Kr. 29.— 295 - 3 Yfir Rín á öðru en laufblaði I i MOCT 'J * l * W afCl; I % BANKASTRÆTI S: 20313 GLÆSIBÆR S: 82590 AUSTURVER S: 36161 Umboðsmenn um allt land Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Heimsstyrjöldin 1939—1945: RÍNARSÓKN eftir Franklin M. Davis og ritstjóra Time-Life bóka. Björn Jónsson íslenskaði. Almenna bókafélagið 1982. Það er farið að halla undan fæti hjá Þjóðverjum. Sókndjarfir Bandamenn sækja fram. En seint gengur. Þrátt fyrir allt verjast Þjóðverjar af hörku. Franklin M. Davis, höfundur Rínarsóknarinnar, tók sjálfur þátt í sókninni yfir Rín. Hann var þá majór í hernum. Ætla mætti þess vegna að hér sé skrifað af nokk- urri þekkingu, enda eru lýsingar greinargóðar, stundum smá- smugulegar. Ýmsum veigalitlum atriðum er haldið til haga. En engu að síður eru það oft smámun- ir sem skipta máli í stríði. Og þeg- ar maður les um stríð eru það ekki síst hinir mannlegu þættir sem varpa ljósi á stríðið í heild. Þá leitast Franklin M. Davis við að draga fram. Ekki eru nein ný sannindi opinberuð í Rínarsókninni. Allt er í samræmi við aðrar heimildir. Við fáum til dæmis að kynnast hungurvetri í Hollandi, áhyggjum vestrænna ráðamanna vegna framsóknar Stalíns og herja hans og frelsun hinna alræmdu dauða- SMI1WELD seturgæóin áoddinn RafsuÖuvír Rafsuðumenn um allan heim þekkja SMITWELD merkið. í yfir hálfa öld hefur SMITWELD þjónað iðnaði og handverks- mönnum um allan heim. SMITWELD rafsuðurvírinn er einn sá mest seldi í Evrópu. Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð- varið efni, sem selt er í Vestur- Evrópu erfrá SMITWELD. Sannar það eitt gæði hans. Við höfum fyrirliggjandi í birgðastöð okkar allar algengustu gerðir SMITWELDS rafsuðuvírs og pöntum vír fyrir sérstök verkefni. SMITWELD: FYRSTAFLOKKS VÖRUR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI SINDRA STALHF búða. Eins og löngum áður segja ljósmyndir (margar frábærar í þessari bók) mikla sögu. Ein er á bls. 161 og sýnir þjáningu fanga í Bergen-Belsen. Hann er nær dauða en lífi af hungri. Að sögn bresks hermanns fundust í Berg- en-Belsen meira en fjörutíu þús- und vinnuþrælar „og talsverður hluti þeirra var svo máttfarinn og langt leiddur að þeir lágu bara á jörðinni og gáfu engan gaum að því sem fram fór. I rauninni var erfitt að greina hina lifandi frá líkunum sem lágu alls staðar." Þegar kom að hefnd fanganna, til dæmis í Dachau, gerðu Banda- menn lítið til að koma í veg fyrir hana. Nokkrar myndir sýna fanga segja vörðum til syndanna. Fyrstu fangabúðirnar sem Bandamenn hertóku voru í Ohrdruf. Hvað vissi þýskur almenningur um ógnir fangabúðanna? Sumir játuðu að þeir hefðu vitað að eitthvað geig- vænlegt ætti sér stað í þeim, aðrir töldu sig ekkert hafa vitað. Heimamenn voru kallaðir á vett- vang og þeim skipað að horfast í augu við ósköpin. Þeir fengu að sjá hauga af líkum, gálga og lík- brennsluofna. Flestum ofbauð að sögn bókarhöfundar. Bæjarstjóra- hjónin í Ohrdruf hengdu sig eftir að þau höfðu skoðað búðirnar. Margar myndir sýna erfiðleika Bandamanna við brúargerð yfir hin ýmsu fljót. Sumar þessara mynda eru líkt og myndasögur, en nær veruleikanum en seríur sem menn voru síðar fóðraðir á. Rínarsókn sómir sér vel í hinum viðamikla bókaflokki um síðari heimsstyrjöldina sem nú hlýtur að vera langt kominn. Þýðingin er lipur. GuðfræÖinemar halda ráðstefnu um friðarmál UMRÆÐUR um friðarmál settu svip sinn á prestastefnu sl. vor. Nú ætla nokkrir guðfræðinemar að standa fyrir ráðstefnu um friðarmál i sumarbúðum kirkjunnar að Vest- mannsvatni i Aðaldal 20.—22. ágúst næstkomandi. Til ráðstefnunnar er sérstaklega boðið guðfræðinemum og prestum i Hólastifti, en annars er hún opin öllum áhugamönnum um frið og kristni. Fyrirlesarar verða fimm: Sr. Bolli Gústavsson, Dr. Gunnar Kristjánsson, sr. Jón A. Baldvinsson, Tryggvi Gislason skólameistari og dr. Þórir Kr. Þórðarson. Þá verður lögð mikil áhersla á að ráðstefnugestir sjálfir taki þátt í umræðum. Tilgangurinn með ráðstefnunni er sá að fá sem flesta til þess að taka þátt í umræðunni um frið- armál út frá kristnu sjónarhorni. Umræður munu snúast um frið Guðs, hlutverk safnaðanna i frið- arumræðunni, vígbúnaðinn, frið- aruppeldi o.fl. Þá verður þess gætt að ráð- stefnugestir fái tækifæri til þess að slaka á í friðsælu umhverfi þess unaðsreits sem umhverfi Vestmannsvatns er. Ráðstefnustjórar verða guð- fræðinemarnir Baldur Kristjáns- son og Svavar Alfreð Jónsson. Til- kynna þarf þátttöku fyrir 16. ág- ÚSt. (FrétUtilkynning) 1^1 * 1 i — ■ 1 Blaóburöarfólk óskast! Miöbær Miöbær 1 Miðbær il Hverfisgata 1 frá 4—62 Vesturbær Tjarnargata II frá 39 og upp úr Brávallagata Upplýsingar í síma 35408 => eo 1 oplýsingar í síma 5408 .mrgístt PÓSTHÓLF 881, BORGARTUNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684 Metsölublad á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.