Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Tvö mörk á tvejmur síðustu mínútunum og ÍA í úrslit! SKAGAMENN skoruðu tvívegis á síðustu tveimur mínútunum i undan- úrslitaleik Víkings og ÍA i bikar- keppni KSÍ í gærkvöldi og var þaö ævintýralcgur endir á sannkölluAum hörku bikarleik. Mörkin tvö nægðu Skagamönnum til sigurs í leiknum og leika þeir því til úrslita gegn ÍBK, sem sigraði KR 2—1 í Keflavík. Við- ureign Víkings og ÍA i gærkvöldi var einhver sú skemmtilegasta og besta scm undirritaður hefur augum barið í sumar og er gaman að geta annað slagið átt von á slikri skemmtun þegar farið er á völlinn. Lokatölurn- ar sem sagt 2—1 fyrir ÍA, eftir að staöan i hálfleik hafði verið 1—0 fyrir Viking. Víkingarnir voru ákveðnari fyrstu mínúturnar, en Skagamenn komu svo inn í myndina og leikur- inn jafnaðist. Talsvert var um að vera uppi við mörkin, einkum á 20. mínútu, er Sverrir Herbertsson náði skoti á mark IA eftir auka- spyrnu Stefáns Halldórssonar, en Davíð Kristjánsson varði vel. Fjórum mínútum síðar voru Skagamenn í sókn og Sigurður Lárusson átti hörkuskalla í stöng og knötturinn skoppaði síðan tæl- andi fyrir framan nefið á Júlíusi Ingólfssyni á marklínunni, en honum tókst ekki að pota í knött- inn. Og aðeins fimm mínútum síð- ar kom refsing Víkinga, góð sókn Sverris og Heimis endaði með því að varnarmaður IA skallaði knött- inn í loft upp og Helgi Helgason skallaði hann í netið er niður kom. Eftir markið voru Víkingarnir suðandi um allt, Davíð varði vel tvö skot frá Sverri Herbertssyni og einnig fallegan skalla Ómars Torfasonar. Þá var Heimir Karlsson kominn á auðan sjó á síðustu mínútu hálfleiksins, en lá svo á að hann gleymdi knettinum. í síðari hálfleik færðist sókn ÍA mjög í aukana, góður samleikur ÍA úti á vellinum og hvað eftir annað lá við að vörn Víkings opnaðist. Hvað eftir annað darr- aðardans í vítateig Víkings og mikil spenna. Víkingarnir létu Skagamönnum eftir vallarmiðj- una, en freistuðu þess síðan að ná skyndisóknum og nokkrum sinn- um voru þær vel útfærðar og hættulegar, til dæmis eins og á 67. mínútu, er Davíð varði mjög vel fast skot Aðalsteins Aðalsteins- sonar. Hinu megin varði Ögmund- ur vel skalla Guðbjarnar og glæsi- lega „hjólhestaspyrnu" Sigþórs, en sjö mínútum fyrir leikslok hefðu Víkingarnir átt að innsigla sigur- inn. Þeir náðu þá skyndisókn og Heimir komst einn á auðan sjó. Davíð kom út og varði skot Heimis glæsilega og síðan aftur skot frá Sverri sem fylgt hafði vel eftir. Þessi stórkostlega markvarsla Davíðs átti eftir að vera þung á metunum, því félagar hans gáfust ekki upp. Óg á 89. mínútu jafnaði Skaginn. ÍA fékk aukaspyrnu hægra megin og Guðjón Þórðar- son tók hana fljótt, áður en Vík- ingarnir höfðu rænu á að skipu- leggja vörn sína. Og Sigþór Ómarsson skallaði í markið, 1—1. Allt brjálað á vellinum og mínútu síðar fékk liðið hornspyrnu. Siggi Jóns sendi fyrir og Guðbjörn Tryggvason skallaði laglega í net- ið. Sigurinn í höfn þrátt fyrir að Guðmundur dómari Haraldsson léti leikinn halda áfram taisvert fram yfir 90 mínúturnar. Þetta var sem fyrr segir hörku- leikur og ástæða til að hrósa og þakka öllum leikmönnum liðanna fyrir skemmtunina. Hjá IA báru þó af Davíð markvörður, Sigurður Jónsson, Sveinbjörn Hákonarson og Árni Sveinsson. Hjá Víking var jafnræðið aðeins meira. — gg- Knötturinn i netinu hjá Víkingum og Skagamenn eru öruggir í úrslitin. Guðbjörn fagnar marki sínu. Ljónm. köe. ÍBK í úrslitin: Sigraði KR 2—1 Sigurður efstur á vallarmeti SIGIIKfHIK Pétursson GR tók for- ystuna í meistaraflokki karla á Landsmótinu í gær, en það var fyrsti mfl. á mótinu. Eftir 18 holur hefur hann aðeins notað 70 högg. Er það vallarmct eins og völlurinn var leik- inn í gær, en hann hefur aldrei verið lengri. Nigurður, Björgvin l»or- steinsson GA og Kagnar Olafsson GR léku allir mjög vel i gær. Sigurð- ur og Kagnar voru báðir tveimur undir pari eftir niu holur og Björgvin var tveimur undir eftir 10 holur. Sig- urður hélt sínu striki en hinir tveir gáfu nokkuð eftir seinni hlutann. Búast má við mjög spennandi keppni í meistaraflokknum á mót- inu, en leiknar eru 72 holur og lýk- ur keppninni á laugardag. Keppn- in í Grafarholtinu hófst kl. 7,30 í morgun, en um 200 manns fara á völlinn í dag. Meistaraflokkurinn fer af stað fyrir hádegi. Efstu menn í meistaraflokki eftir 18 hol- ur eru þessir: 1. Sigurður Pétursson GR 70 2. Björgvin Þorsteinsson GA 73 3. Ragnar Ólafsson GR 75 4. -7. Gunnlaugur Jóhannss GN 78 Eiríkur Þ. Jónsson GR 78 Tryggvi Traustason GK 78 Hannes Eyvindsson GR 78 8. Sveinn Sigurbergsson GK 79 9. -11. Magnús Halldórsson GK 80 Sigurður Hafsteinsson GR80 Óttar Ingvarsson GR 80 I meistaraflokki kvenna hófst keppni einnig í gær og ieika þær 72 holur eins og karlarnir. Allt út- lit er fyrir að keppni þar verði einnig mjög jöfn og spennandi. Staðan er nú þessi: 1. Ásgerður Sverrisdóttir GR 85 2. Þórdís Geirsdóttir GK 86 3. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 91 4. Sólveig Þorsteinsdóttir GR 92 5. Jakobína Guðlaugsdóttir GV 95 í 1., 2. og 3. flokki karla er að- eins einn dagur eftir, 54 holum leikið af 72. Lítum á stöðu efstu flokks kvenna en þær hófu keppni í gær. Staðan eftir 18 holur er þessi: 1. Ágústa Dúa Jónsdóttir GR 87 2. Ágústa Guðmundsdóttir GR 88 3. Jónína Pálsdóttir GA 90 — SH Keflvíkingar unnu sanngjarnan sigur á KR í Keflavík i gærkvöldi, og tryggðu sér þar með farseðilinn í úr- slitaleik Bikarkeppni KSÍ gegn Skagamönnum. Keflvíkingar skor- uðu tvö mörk en KR-ingar aðeins eitt. Fyrstu 20 mín. leiksins sóttu heimamenn mun meira en eftir það jafnaðist leikurinn. Sóknarlotur IBK voru hættulegri, en þrátt fyrir það náðu KR-ingar forystunni í leiknum á 33. mín. er Magnús Jónsson skor- aði af stuttu færi. Kom markið eftir fádæma klaufaskap og misskilning í ÍBK-vörninni, og Magnús náði bolt- anum af varnarmönnunum. Hættulegasta færi hálfleiksins átti Sæbjörn Guðmundsson KR-ingur er skalli hans sleikti þverslána. Annars fengu Keflvík- ingar hættulegri færi og sóttu meira. Síðari hálfleikinn hóf KR með miklum látum og sótti stíft fyrstu mín. Síðan jafnaðist leikurinn um stund og eftir það snerist dæmið algjörlega við. Heimamenn sóttu mjög stíft. Á 51. mín. komst Óli Þór inn fyrir vörnina, og mark- vörðinn, en í stað þess að gefa knöttinn freistaðist hann til þess að þvæla eina varnarmanninn sem var til staðar. Það mistókst og þar með rann gullið tækifæri út í sandinn. Á 68. mín. fengu Keflvíkingar vítaspyrnu eftir að Rúnar Georgsson hafði verið felldur inn- an teigs. Ragnar Margeirsson tók spyrnuna og skoraði af öryggi. Ragnar bætti síðan öðru marki við stuttu seinna og var það nokk- uð furðulegt. Keflvísku sóknar- mennirnir þvældust hver fyrir öðrum í markteig KR í nokkra stund áður en Ragnar, sem var á fjórum fótum, stangaði boltann í markið. Fleiri urðu mörkin ekki. Sanngjarn sigur ÍBK var því í höfn og var leikurinn bráð- skemmtilegur. Vigdís/ — SH. Óskar Jakobsson: „Er ekki ánægður með árangur minn í kúluvarpinu“ 3 íslendingar á verðlaunapall í Svíþjóð Sigurður Pétursson manna þar, og byrjum á 1. flokki. 1. Stefán Unnarsson GR 240 2. Sæmundur Pálsson GV 242 3. Jóhannes Árnason GR 244 Staðan i 2. flokki er þessi: 1. Ómar Kristjánsson GR 257 2. -3. Jón Ó. Carlsson GR 265 Stefán Halldórsson GR 265 Og í 3. flokki hafa þessir staðið sig best: 1.-2. Sveinn J. Sveinsson GOS 282 Ólafur Guðjónsson GR 282 3. -4. Þorsteinn Lárusson GR 283 Arnar Guðmundsson GR 283 Þá er aðeins eftir að geta 1. „ÉG ER ekki nógu ánægður með árangur minn þrátt fyrir annað sætið i kúluvarpinu, ég er miklu öflugri að mínu mati en nokkru sinni fyrr, kasta allt upp í 18,70 metra án at- rennu,“ sagði Óskar Jakobsson kúluvarpari í samtali við Morgun- blaðið í gær, en hann var þá nýkom- inn heim frá Vernemo-leikunum i frjálsum íþróttum sem fram fóru á samnefndum stað í Svíþjóð. Óskar keppti þarna ásamt fjórum öðrum Islendingum, Þórdísi Gísladóttur, Oddnýju Árnadóttur, Sigurði T. Sig- urðssyni og Kristjáni Gissurarsyni. Þrír íslendinganna komust á Ekki leikið á Valsvellinum EKKI verður af því að leikið verði á Valsvellinum i fyrstudeildarkeppn- inni i knattspvrnu á laugardaginn eins og jafnvel stóð til, og greint var frá i Morgunblaðinu í gær. Á laug- ardaginn mætast lið Vals og Vest- mannaeyja og hefðu það orðið nokk- ur tímamót, hefði íslenskt knatt- spyrnulið leikið í fyrsta skipti á eigin velli í fyrstu deildinni í knattspyrnu. Sigtryggur Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að málið hefði verið í athugun með það fyrir augum að leika leikinn á laugardaginn á Valsvellinum við Hlíðarenda. Við nánari athugun og af ýmsum ástæðum hefði þó verið horfið frá þessum hugmynd- um, og yrði fyrsti heimaleikur Vals á velli féiagsins því ekki fyrr en næsta sumar. Á laugardaginn verður því leikið á Laugardaisvell- inum eins og til stóð í upphafi. verðlaunapall á mótinu, sem þykir sæmilega sterkt alþjóðlegt mót. Óskar varð annar í kúluvarpinu sem fyrr segir, lengsta kast hans var 20,06 metrar. Dave Laut frá Bandaríkjunum sigraði með 20,61 metra, en Laut þessi á besta árangurinn í heiminum það sem af er þessu ári. Þórdís Gisladóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í hástökki kvenna, vippaði sér yfir 1,81 metra. Þá varð Oddný Árnadóttir í 2. sæti í 100 metra hlaupi, hljóp á 12,40 sekúndum. Stangarstökkvurunum Sigurði og Kristjáni gekk ekki vel, þeir felldu báðir byrjunarhæðir sínar og voru þar með úr leik. — gg■ Óakar Jakobsson Heimsmethafinn kominn í gifs Mary Decker Tabb Bandaríska frjálsíþróttakonan snjalla, Mary Decker Tabb, er úr leik það sem eftir liflr sumars. Tabb hefur sett 5 heimsmet í langhlaupum það sem af er þessu ári og hefur verið sérstaklega iðin við metaslátt- inn að undanfórnu. Hún á nú við meiðsl að stríða, tognaði á hásin og er komin í gifs. í þeim umbúðum þarf hún að vera í tæpan hálfan mánuð, en hún mun ætla sér að hefja keppni á ný þegar líða tekur á september. Tabb ætlaði að reyna við nýtt heimsmet í 5000 metra hlaupi á föstudagskvöldið siðastliðið, en varð að hætta við af þessum sökum. Á 12 ára ferli sínum í frjálsum íþróttum þykir stúlka þessi hafa meiðst grunsamlega oft og illa, til dæmis hefur hún áður farið undir hnífinn með þessa sömu hásin. Þess vegna sagði hún í samtali við AP: „Þetta er ekki alvarlegt að þessu sinni, en læknar tjá mér að eftir tíu daga verði þetta úr sög- unni og því skyldi ég stofna ferli mínum í hættu?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.