Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Sænsk skýrsla upplýsir: 21 kjarnorkusprengja fyrstu sex mánuðina Stokkhólmi, II. ágú.st. Al*. AÐ MINNSTA kosti 21 kjarnorkusprengja var sprengd neöanjarðar í heiminum fvrstu sex mánuði þessa árs, segir í skýrslu sem gerð er af sænskri rannsókn- arnefnd fyrir þarlend varnarmála- yfirvöld. Bandaríkin báru ábyrgð á níu þeirra, Sovétríkin á sex, Frakk- land á fimm og Bretland á einni. „Allar nema ein fóru fram á stöðum sem venjulega eru not- aðir til kjarnorkutilrauna," seg- ir í skýrslunni. „Það var þann 30. júli þegar Sovétmenn sprengdu neðanjarðar í Mið- Síberíu.“ Einnig kemur fram að Sovét- ríkin hafi að öllum líkindum sprengt sína öflugustu spreng- ingu þann fjórða júlí sl. Styrk- leiki hennar mældist vera 7,0 stig. Öflugasta sprenging Bandaríkjamanna fór fram þann 6. maí sl. og mældist hún 6,0 stig. Á sama tíma á sl. ári fóru fram 23 kjarnorkusprengingar í heiminum, þar sem Bandaríkin og Sovétríkin báru ábyrgð á átta sprengingum hvor um sig. Dauðadómi fullnægt Kichmond, Mrginíuríki, II. áj;ú.st. Ar. FRANK J. ('oppola, ákærður morðingi, var tekinn tl lífi í raf- magnsstóli Virginíurikis seint í gærkvöldi, aðeins klukkustundu eftir að hæstirétiur Bandaríkjanna samþykkti beiðni hins ákærða um að aftöku hans yrði flýtt sem frek- ast væri kostur. Coppola, sem var 38 ára að aldri, hélt því fram til hinstu stundar að hann væri saklaus af því að hafa árið 1978 barið Muriel Hatchell til dauða, en sagðist vera reiðubúinn að láta líf sitt til að íorða ástvinum sín- um frá frekari áhyggjum. Þetta var fimmta dauðarefs- ingin sem fullnægt er í Banda- ríkjunum frá árinu 1976, en síð- asta aftakan í Virginíuríki fór fram fyrir tveimur áratugum. Ættingjar og blaðamenn fengu ekki að vera viðstaddir af- tökuna, en útnefnd voru sex vitni að því að refsingunni yrði fullnægt. Veður víða um heim Akureyri 8 skýjaó Amsterdam 22 heióskírt Aþena 32 skýjaó Barcelona 27 heiórikt Berlín 22 skýjaó BrUasel 24 heiórikt Chicago 20 skýjaó Dyflinni 25 heiórikt Feneyjar 30 heiórfkt Frankfurt 25 skýjaó Færeyjar 12 skýjaó Genf 25 heiðskírt Helsinki 20 heióskírt Hong Kong 32 heióskírt Jerúsalem 29 heióskírt Jóhannesarborg 21 heióskírt Kaíró 35 heióskírt Kaupmannah. 20 skýjaó Las palmas 24 léttskýjaó Lissabon 38 heióskírt London 25 heióskirt Los Angeles 30 heióskírt Madrid 32 heiðskirt Majorka 31 léttskýjaó Malaga 28 heiórikt Miamí 30 rigning Moskva 26 skýjaó Nýja Delhi 30 rigning New York 31 skýjaó Osló 23 heiórikt París 23 heióríkt Peking 32 skýjað Perth 17 rigning Reykjavik 10 léttskýjaó Rio de Janeiro 31 heióríkt Rómaborg 32 heióskírt San Francisco 18 heióskírt Stokkhólmur 23 skýjað Sydney 20 heióskírt Stuttu áður en aftakan átti að fara fram safnaðist mikill hópur manna saman fyrir utan aftöku- staðinn til að lýsa yfir and- styggð sinni á þessum refs- ingarmáta. Dauðarefsingar eru nú í lög- um 35 ríkja Bandaríkjanna, þar sem New Jersey bættist í hóp þeirra sl. föstudag. Umræða um þessi mál fer nú fram í nokkrum öðrum ríkjum og eru menn þar ekki á eitt sáttir. Mynd þessi var tekin á flugvellinum í Ankara sl. laugardag eftir að tveir armenskir hryðjuverkamenn höfðu drepið þar níu manns og sært 71 með skotárás. Andlegur leiðtogi Armena biður: Armenskir skæruliðar hætti árásum á Tyrki Islanbúl, Tyrklandi, II. ágútit. AP. SHNORK Kaloustian yfirbiskup, andlegur leiðtogi hinnar armensku rétttrúnaðarkirkju, bað þess í dag að að armenskir hryðjuverkamenn hættu árásum sinum á tyrkneskri grund. Á blaðamannafundi sem hann boðaði til beindi hann orðum sín- um til Armena um allan heim, en tilefnið er níu ára barátta arm- enskra hryðjuverkamanna gegn tyrkneskum stjórnarerindrekum erlendis, en 23 hafa látist af völd- um þeirra og margir særst hættulega. I síðustu árás armenskra skæruliða létu níu manns lífið og 71 særðist þegar tveir armenskir byssumenn köstuðu sprengjum og skutu á vegfarendur í flugstöð- inni í Ankara sl. laugardag. Armenskir skæruliðar segja árásir þessar lið í tilraunum þeirra til að fá tyrknesk yfirvöld til að viðurkenna morð á 1,5 milljónum Armena í fyrri heims- styrjöldinni. Tyrknesk yfirvöld neita að samþykkja þessar tölur og minna á að fjöldi Tyrkja var einnig drepinn af Armenum í Austur-Anatoliu. Minnkandi olíueyðsla l’arís, 11. ágúst. AP. OLÍUEYÐSLA helstu iðnríkja heims minnkaði um 7 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs ef miðað er við sama tíma í fyrra, eða niður í 371 milljón tonna, samkvæmt upplýsingum frá al- þjóðlegu orkumálaskrifstofunni í dag. Samdrátturinn er skýrður með hliðsjón af minnkandi hag- sæld í heiminum ásamt vax- andi notkun annarra orkugjafa. Olíuinnflutningur 24 ríkja Trjástofn drap lík- kistusmiðinn Istanbul, II. ágúst. AP. FIMMTUGUR líkkistusmiður að nafni Safak Mantar lézt þegar trjástofn, sem hann var að höggva niður til að smiða úr líkkistu, lenti á höfðinu á honum. Þetta gerðist í bænum Sam- sun við Svartahafið. Tekið er fram að í þorpi Mantars reiki nú harmur í húsum, bæði vegna hins sviplega fráfalls og ekki síður vegna þess að hann er eini líkkistusmiðurinn á stóru svæði í heimabyggð sinni. OECD minnkaði um 15,7 pró- sent frá janúar til marsmánað- ar, eða niður í 220 milljónir tonna. Einnig kemur fram í upplýs- ingum frá skrifstofunni að Noregur og Bretland hafa aukið olíuframleiðslu sína til muna á sama tíma. í dag bárust einnig fréttir þess eðlis að Saudi-Arabía og Líbýa hafi bæði farið fram úr dagskvótum þeim er áður höfðu verið samþykktir af OPEC- ríkjunum í nýgerðum samning- um. Á kreiki er orðrómur um að Saudi-Arabía, sem er helsta olíuútflutningsríki heims, hafi aukið dagsframleiðslu sína um nærri 30 prósent, en kvótinn, sem samþykktur var nýlega, náði yfir 7 milljónir tunna á dag. Þessi orðrómur mun eiga sinn þátt í hækkun dollarans gagnvart öðrum gjaldmiðlum samkvæmt upplýsingum frá New York í morgun. Mynd þessi sýnir Al- an Reeve, 33 ára að aldri, en hann var handtekinn í Amst- erdam eftir að hafa skotið lögregluþjón til bana. Lögreglu- þjónninn skaut hann er hann var staðinn að verki við þjófnað á vínflöskum, en lög- regluyfirvöld prisa sig nú sæl að hafa haft uppi á honum þar eð hann er sakað- ur um að hafa orðið a.m.k. tveimur mönnum að bana á undanförnum árum. Jafntefli hjá Spassky Toluca, Mexico-borg, II. áfpíst. AP. BORIS Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Arthur Yusupov frá Sovétríkjunum gerðu jafntefli í fyrstu skák sinni eftir 37 leiki á alþjóðlega svæðamótinu sem er að hefjast í Mexico í dag. Aðrar skákir fóru svo að Yass- er Seirawan frá Bandaríkjunum og Igor Ivanov frá Kanada gerðu jafntefli, sömuleiðis Adorjan frá Ungverjalandi og Polugajevsky frá Sovétríkjunum og enn eitt jafntefli varð í skák John Nunn frá Bretlandi og Yuri Balashov frá Sovétríkjunum. Kouatly frá Líbanon tapaði skák sinni við Hulak frá Júgóslavíu og Torre frá Filippseyjum gerði jafntefli við Rubinetti frá Argentínu. Ólokið var skák Portisch frá Ungverjalandi við Amador Rodr- igues frá Kúbu, en Kúbumaður- inn þótti hafa betri stöðu. Hundur át hús- bónda sinn Stokkhólmi, II. áfnÍMt. AP. HUNDUR af þýzku fjárhunda- kyni virðist hafa lifað af þrjár vikur innilokaður í íbúð í Stokkhólmi, með því að éta lík húsbónda sins, að því er Stokkhólmslögreglan sagði í dag. Lögreglan segir að maður- inn hafi líklega látizt fyrir þremur vikum, en hann bjó einn með hundi sínum, og var ekki farið að grennslast fyrir um hann fyrr en í dag og var þá aðkoman heldur óþekkileg. Lögreglan segir að hundurinn hafi líkast til byrjað að narta í líkið eftir að hafa þjáðst af hungri og þorsta í allmarga daga. Bátamenn á Kapri í verkfall Kapri, 11. á(píst. AP. FERÐAMENN á ítölsku eynni Kapri komust ekki í bláa hellinn margfræga í dag, vegna þess að bátakallar, sem flytja ferðamenn á staðinn ákváðu að gera verkfall. Þeir vilja fá hækkun úr 750 lír- um í þúsund lírur fyrir ferðina. Þetta samsvarar í ísl. krónum að þeir hafi nú um 6,50 ísl. fyrir vikið en sú upphæð hækkaði um 25 pró- sent ef gengið yrði að kröfum þeirra. Talsmaður verkalýðsfé- lagsbátakalla á Kapri sagði að þetta myndi hafa í för með sér að fjögur þúsund ferðamenn á dag kæmust ekki í hellinn. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.