Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.08.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Herta Kjartansson — Minningarorð Eins og kunnugt er var samið við Hojgaard & Schultz um bygg- ingarvinnuna við Ljósafossvirkjun og skyldi henni ljúka haustið 1937, en byrjað var vorið 1935. Þegar leið á árið 1936 þótti hins vegar sýnt að þetta mundi ekki takast, því verkið var orðið allt mikið á eftir áætlun. Firmað ákvað þá að fela Kay Langvad framhald þess og kom hann hingað til lands í ársbyrjun 1937. Stjórnunarhæfi- leikar hans komu strax vel í ljós og tókst honum að vinna upp taf- irnar, þó stuttur tími væri til stefnu, og skila verkinu á réttum tíma, svo stöðin gat tekið til starfa í september sama ár. Kay var einnig mjög sýnt um að finna bestu tæknilega lausn á fram- kvæmd verks og mun það oft hafa reynst honum happadrjúgt í sam- keppninni við önnur firmu. Árið 1923 kvæntist Kay Selmu, dóttur Þórðar Guðjohnsen, kaup- manns á Húsavík, og konu hans, Maríu Kirsten Þórðardóttur, svo segja má að tengsl hans við ísland hafi byrjað snemma. Ekki minnk- uðu þau við veru hans við Ljósa- foss og áttu eftir að aukast. Á ár- unum 1938—1947 stjórnaði hann verkum Hojgaard & Schultz hér á landi og byggði þá meðal annars fyrstu Laxárvirkjunina í Suður- Þingeyjarsýslu, Hitaveitu Reykja- víkur og Skeiðsfossvirkjun. Tvö síðarnefndu verkin voru erfið vegna þeirra miklu truflana, sem stríðið olli og átti Kay Langvad mikinn þátt í að það tókst að hrinda þeim í framkvæmd og ljúka þeim. En svo var það árið 1947, að hann hvarf frá firma sínu eftir tæplega 24 ára starf og gerð- ist meðeigandi í firmanu E. Pihl & Sen í Kaupmannahöfn, sem var gamalt og gróið múrarameistara- félag, sem einkum starfaði við byggirigar og eingöngu innan- lands. Þetta breyttist fljótlega með tilkomu Kay Langvad. Verk- efnin urðu fjölbreyttari og stærri og náðu fljótt út fyrir landstein- ana til Færeyja, íslands og Græn- lands. Við Kay höfðum kynnst árið 1943 og með okkur hafði tekist vinátta, sem hélst æ síðan. Eg fylgdist því vel með framvindu mála hjá E. Pihl & Son og varð fljótlega var við að Kay réð fleiri og fleiri íslenska verkfræðinga í sína þjónustu og ekki bara það heldur fól hann þeim þráfaldlega yfirstjórn verka á vinnustað. Má sem dæmi nefna fjölda jarðganga í Færeyjum og ríkissjúkrahús þar, sjúkrahús, jarðgöng, flugvelli, hafnir og íbúðarblokkir á Græn- landi og hafnir í Danmörku. filsti sonur Kay, Soren Langvad, sem tók við stjórn fyrirtækisins á ár- unum 1971—72 hefur fetað dyggi- lega í fótspor föður síns hvað þetta snertir. Þannig eru það ís- lendingar sem nú stjórna hafnar- gerð í Mogadishu í Sómalíu og Nishtun í Suður-Yemen en Pihl & Son er með þau verk í samvinnu við nokkur önnur fyrirtæki. Einu sinni þegar þetta barst í tal spurði ég Kay í gamni, hvort Islandsvin- áttan gengi ekki full langt. Hann spratt á fætur eins og oft þegar honum var mikið niðri fyrir og sagði: Eiríkur, veistu ekki að þú færð ekki betri verkfræðing en góðan íslenskan verkfræðing. Am- en. Hér á landi vann E. Pihl & Son við ýmis verkefni, ýmist eitt sér, eins og til dæmis Mjólkárvirkjun, eða í samvinnu við önnur firmu, sem þá jafnan mynduðu sérstakt félag um verkefnið fyrir forgöngu Kay Langvad. Auk samvinnu við Verklegar framkvæmdir um Grímsárvirkjun má nefna Foss- kraft, sem byggði írafossvirkjun og var samsteypa E. Pihl & Son og tveggja sænskra fyrirtækja, Efra- fall, sem byggði Steingrímsstöð, Strákagöng o.fl. og var samsteypa E. Pihl & Sen og Almenna bygg- ingarfélagsins, og loks Fosskraft endurborið, sem byggði Búrfells- virkjun og var samsteypa E. Pihl & Sen, Almenna byggingarfélags- ins og sænska byggingarfirmans Sentab. Árið 1970 stofnaði Kay Lang- vad, ásamt nokkrum íslenskum verkfræðingum og einum utan þeirrar stéttar, firmað íslenskt verktak hf. (ístak) og hefur þátt- taka E. Pihl & Son í verkum hér á landi síðan verið á vegum þess. Verkefni Ístaks hafa verið og eru mörg bæði á eigin vegum og í sam- vinnu við aðra. Yrði of langt að telja þau upp hér en minna má á Vatnsfellsveitu við Þórisvatn, stöðvarhúsið við Hrauneyjafoss, Járnblendiverksmiðjuna á Grund- artanga, Svartsengi, vegi víðs veg- ar og hafnargerð. Eins og duglegum fram- kvæmdamanni ber, var Kay Lang- vad stundum harður í horn að taka og „lögfræðingur" var hann með afbrigðum góður, þegar hann þurfti á að halda. Nær ávallt leystust þó málin á skynsamlegan hátt og átti Kay ekki minni þátt í því en mótherjinn. En Kay var ekki síður drengur góður, hjálpfús og traustur vinur vina sinna svo að ekki sé minnst á þá kímni og gleði sem í honum bjó í góðra vina hópi. Þó hann vildi aldrei láta kalla sig annað en verkfræðing, því allir geta kallað sig „direktor", eins og hann stundum sagði, þá fann ég fljótlega að í honum bjó meira en verkfræðingurinn einn. Hann var til dæmis manna fróð- astur í mannkynssögu og þegar barnabörnin fóru að stálpast fór hann með þau eitt af öðru á fornar slóðir Grikkja og Rómverja. Það segir sína sögu. Þau Kay og Selma, en hún and- aðist árið 1976, áttu þrjá syni, þá Soren, Henrik og Eyvind, sem allir eru á lífi. Við hjónin vottum þeim og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð vegna fráfalls Kay Langvad, hins merka og mæta manns, sem varði miklum hluta af ævi sinni við störf í þágu okkar Islendinga. Það er svo margs að minnast. Eiríkur Briem Leiðrétting ORÐALAG í minningargrein um Ingimar Ingimarsson hér í blaðinu í fyrradag getur vegna mistaka í prentsmiðju valdið misskilningi. En setningin á að hljóða á þessa leið: „Ég og fjölskylda mín áttum Ingimar lengi að vini. Margs góðs er að minnast. Með söknuði kveðj- um við hann og í einlægri þökk fyrir að hafa notið vináttu hans. Blessuð sé minning hans. Sveinbjörn Dagfinnsson." Fædd 16. janúar 1910 Dáin 3. ágúst 1982 Þegar ég í dag kveð Hertu, þá kemur yfir mig, eins og alla sem kveðja sína nánustu hinstu kveðju, að minningar, já minn- ingar, sem þú annars hugsar ekki um daglega meðan „hann“ eða „hún“ er meðal okkar. Ég gæti tal- ið svo ótal margt, en ég ætla að- eins að minnast hennar með þakklæti í huga, það sem hún sýndi mér og gerði fyrir mig, þeg- ar ég kom fyrst til Bandaríkjanna 1946, rétt eftir stríð, tæplega 7 ára gömui. New York var eins og ævintýra- heimur, stóru skýjakljúfarnir, búðirnar fullar af varningi, sem ekki var til á Islandi svo ég tali nú ekki um kvikmyndahúsin full af teiknimyndum. Örlög Hertu réðu því, að árið 1942 lamaðist hún svo mikið að henni var vart hugað líf en samt urðu árin 41. Trúin og dugnaður hennar hjálpuðu henni gegnum þetta allt. Strax fann ég að barn- góð var hún og það v»r ótrúlegt hvað hún gat oft haft tíma til að fara með okkur Kristján bróður í kvikmyndahús eða á staði þar sem allt var fullt af leiktækjum og mikið um að vera. Þótt Herta væri þýsk að upp- runa talaði hún furðuvel íslensku og ensku. Hún giftist föðurbróður mínum, Fritz Kjartanssyni, 1927 í Berlín en þau slitu samvistum, en samband þeirra var aila tíð mjög náið þar til hann lést 10. desember 1951. Herta var sérstaklega mikið Fimmtudaginn 5. ágúst sl. var til moldar borinn frá Akureýrar- kirkju Hákon Eiríksson, húsvörð- ur, en hann lést að kvöldi mánu- dagsins 26. júlí, aðeins 39 ára að aldri. Hákon fæddist á Akureyri 13. október 1942 og var kjörsonur hjónanna Eiríks Sigurðssonar, fyrrverandi yfirkennara við Barnaskóla Akureyrar og síðar skólastjóra Oddeyrarskólans, og Jónínu Steinþórsdóttur. Eiríkur lést fyrir 2 árum. Hákon átti eina fóstursystur, Þóru Ásgeirsdóttur. Að loknu gagnfræðaprófi lærði Hákon húsgagnasmíði og vann við þá iðn um skeið, en síðustu árin var hann húsvörður við Oddeyr- arskólann. Hann lék um árabil á trommur í Lúðrasveit Akureyrar svo og í danshljómsveitum, er síð- ar verður nánar vikið að. Árið 1970 kvæntist hann Mörtu Elínu Jóhannsdóttur og gekk þá tveimur börnum hennar í föður- stað, Örnu Tryggvadóttur og Rafnari Birgissyni, en fyrir hjóna- bandið átti Hákon eina dóttur, Önnu Maríu. snyrtimenni, allt var í röð og reglu. Á hverjum degí var fallega hárið sett upp í fléttur og síðan kom að blómunum. Alltaf var hún mjög smekklega klædd og þá var hún tilbúin að taka á móti gestum. Gestir frá Islandi urðu geysimarg- ir og oft var kátt hjá Hertu. Þegar ég var úti var hjá henni stúlka að nafni Bryndís Þor- steinsdóttir og annaðist hún Hertu af mikilli samviskusemi, en hún er nú látin. Stríðið hafði líka áhrif á ýmsum sviðum í Banda- ríkjunum. Gleymi ég því seint, að mikið var hlegið af því auka skammtur af smjöri var fenginn út á mig, því ég var bókstaflega ekki neitt og var því alltaf send út í búð og þá var sagt við mig: „Blessað barn, þú verður að fá smjör, komin alla leið frá Islandi." Oft var dagurinn langur og ég orðin þreytt á öllu rölti okkar með Hertu í hjólastól, en þá settist ég Við Hákon kynntumst fyrst sem drengir í barnaskóla, þar sem við vorum alla tíð í sömu bekkjar- deild. Kynni okkar og vinskapur varð þó ekki verulega náinn fyrr en í fyrstu bekkjum gagnfræða- skóla, en það, sem við áttum eink- um sameiginlegt, var brennandi áhugi á tónlist. Við vorum báðir byrjaðir svolítið að fikta við hljóðfæraleik, hann á trommur en ég á píanó, og við áttum þann draum æðstan að stofna hljóm- sveit. Haustið 1956 varð draumur- inn að veruleika, við fengum til liðs við okkur tvo skólabræður og stofnuðum okkar fyrstu hljóm- sveit, þá 14 ára að aldri. í fyrstu var starfsemin innan veggja skól- ans, en fljótlega fórum við að leika fyrir dansi á skemmtistöðum í bænum og nágrannabyggðunum. Árin liðu hratt og áhyggjulaust, eins og ávallt, þegar allt leikur í lyndi og maður fæst við spennandi og skemmtilega hluti, að minnsta kosti finnst manni það, þegar litið er til baka. Haustið 1965, þegar ég fluttist svo alfarinn frá Akureyri, ___________________________31_ upp í hjá henni og Kristján bróðir stýrði ferðinni heim. Fritz frændi átti dóttur áður en hann kvæntist Hertu — Önnu Björg — og þótti Hertu vænt um hana sem sína eigin dóttur og börn hennar kallaði hún alltaf barnabörn sín, enda eitt þeirra skírt í höfuðið á henni, Nú býr Anna í Kaliforníu, en hefur alltaf sent Hertu reglulega myndir af börnum sínum. Annar föðurbróðir minn, Hannes, var búsettur í New York og gat Herta því iðulega leit- að til hans ef hana vantaði eitt- hvað. Herta fluttist alkomin til ís- lands 1949 og bjó þá á Hverfisgöt- unni. Ég byrjaði minn búskap þar og aftur naut ég nærveru hennar og börn mín fengu sömu ástúð og ég hafði fengið hjá henni. Hjá henni var þá ung þýsk stúlka, Almut að nafni, og annað- ist hún Hertu ekki síður en sína eigin móður og með þeim tókst sérstakt samband, sem aldrei rofnaði, þótt Almut sé nú flutt út og búi í Þýskalandi, gift og á 4 börn. Herta gerðist strax íslenskur ríkisborgari og taldi sig alltaf meiri íslending en Þjóðverja. Herta lá oft á spítala, en aldrei gafst hún upp. Síðustu tæplega 19 árin dvaldist hún á Vífilsstöðum. Fyrir ári fór sjónin að gefa sig og var það mikið áfall fyrir hana, þar sem hún las geysilega mikið. Að vísu var hún hætt allri handa- vinnu, en það sem hún hefur unnið í höndunum á ævi sinni er sumt hreint listaverk. Nú þegar þessari ævi er lokið og hún verður lögð við hlið Fritz held ég að hún hafi sjálf óskað eftir hvíldinni. Þannig talaði hún mjög opið við mig sl. mánuð. Þriðjudag- inn 3. ágúst kom kallið. Guð gefi henni frið. Áslaug höfðum við Hákon spilað saman í danshljómsveit í 9 ár, tímabil, sem seint mun gleymast. Nú, þegar þessi vinur minn og skólabróðir er horfinn úr þessum heimi, vil ég þakka honum þann tíma, er við áttum samleið. Hann mun ávallt lifa í minningunni sem skemmtilegur og góður félagi, greiðvikinn og hjálpsamur, hann hafði ríka kímnigáfu, komst vel að- orði og stundvísari manni hef ég aldrei kynnst. Ég votta aðstandendum hans samúð mína og bið þeim blessun- ar. Haukur Heiðar Ingólfsson Hákon Eiríksson — Minningarorð besta tækifæri til aö fá góöa skó á hlægilega lágu veröi. Verðið miðast við, að allt eigi að seljast. Opið frá 9—12 og 1—6 á skóm Orðsending til þeirra sem lásu útsöluaug- lýsinguna í fyrradag. Til að fyrirbyggja allan misskilning skal tekið fram, að húsnæðið er of dýrmætt til að hægt sér að fylla upp með afgangsvör- um sem seljast ekki fyrr en að vori. Þess vegna seljum við út og rýmum fyrir nýjum birgðum. afsláttur Allt vandaðar og góðar vörur á gjafverði. Domus Medica, Egilsgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.