Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR
201. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Prentsmidja Morgunblaðsins
Kreppu spáð á
lánamörkuðum
New York, 11. sept AP.
RÍKISSrrJÓRNIR, sem vilja taka lán á hinum alþjóðlega lánamarkaði, munu
brátt komast að því sér til hrellingar, að fáir bankar eru fúsir til ad lána þeim
fé. Frá þessu segir í bandaríska viðskiptaritinu Business Week, sem spáir
því, að innan árs muni aðeins 100 stórir bankar, af 1100 nú, lána umtalsverð-
ar fjárhæðir til erlendra ríkisstjórna.
í síðasta hefti Business Week
segir, að þessi þróun hafi verið
fyrirsjáanleg vegna þrenginganna
í efnahagslífi heims en greiðslu-
þrot Mexíkana og líkurnar á sams
konar ástandi í Argentínu hafi
verkað á hana sem olía á eld. Þeg-
ar litlu bönkunum fækkar mun
áhætta þeirra stærri aukast að
sama skapi og af þeim sökum
munu þeir neyðast til að lána enn
meira fé þeim ríkjum, sem geta
staðið í skilum, til þess eins að
halda sér á réttum kili, að því er
segir í Business Week.
Tólfta þinginu
lokið í Kína
IVking, 11. sept AP.
TÓLFTA ÞINGI kínvcrska kommúnistaflokksins lýkur í dag og er það
verkefni síðasta fundar þess að kjósa i aganefnd og fullskipa miðstjórnina,
að því er Xinhua-fréttastofan greinir frá.
Aganefndinni er ætlað að fylgj-
ast með því að flokksfélagar fari
eftir settum reglum en í Kína þyk-
ir stjórnvöldum mjög vera farið að
bera á hugsjónalegum doða,
skriffinnsku, spillingu og jafnvel
fjárdrætti úr sjóðum flokksins og
hins opinbera. Á fundi þingsins í
gær, föstudag, var ný miðstjórn
kosin og auk þess sérstakt öld-
ungaráð, sem á að gefa holl ráð
um stjórnarstefnuna og auðvelda
valdatöku yngri manna. Nýja mið-
stjórnin mun brátt koma saman
til að kjósa stjórnmálanefndina en
hún er helsta valdaeining komm-
únistaflokksins.
Erlendum fréttamönnum hefur
ekki verið leyft að fylgjast með
þinginu en búist var við blaða-
mannafundi og lokatilkynningu
um störf þess síðar í dag.
Fulltrúar austurs og vesturs á fundi í Tromsö:
„Og svo segjast
Sovétmenn vera
boðberar friðarins“
Tronwö, Noregi, 11. aeplember. AP.
SAMSKIPTI austurs og vesturs hafa farið mjög kólnandi á undanförnum
mánuðum og þá ekki hvað síst vegna andstöðu Bandaríkjamanna við
lagningu gasleiðslunnar miklu frá Síberíu. Kom það vel í Ijós í gærkvöld
i eftirfarandi sögu frá Tromsö í Noregi.
Þangað voru komnir sinn full-
trúinn frá hvoru stórveldanna til
að halda fyrirlestra við háskól-
ann í Tromsö í tilefni 10 ára af-
mælis skólans. Annar var
Georgy Arbatov, náinn sam-
starfsmaður Brezhnevs og ör-
yggisráðgjafi hans, og hinn var
Max Kampelman, sendiherra og
formaður bandarisku sendi-
nefndarinnar á öryggisráð-
stefnu Evrópu í Madrid.
Strax fyrir fundinn þvertók
Arbatov fyrir að hitta Kamp-
elman með norskum útvarps-
mönnum, sem vildu fá stutt við-
tal við þá báða. Sagðist Arbatov
ekki vera kominn til Tromsö til
annars en að halda sinn fyrir-
lestur. „Mínar skoðanir og af-
staða mín kemur fram í honum,“
sagði Rússinn. öllum bar hins
vegar saman um að ekkert nýtt
hefði komið fram í fyrirlestrum
þeirra beggja.
Eins og vænta mátti var geysi-
legur stefnumunur á fyrirlestr-
um ræðumannanna tveggja og
það næsta, sem þeir komust að
vera sammála, var þegar Arba-
tov sagði „enginn okkar er full-
kominn“.
Arbatov sagði m.a.: „Utanrík-
isstefna Bandaríkjanna byggist
nú orðið eingöngu á því að kenna
Sovétmönnum, kommúnistun-
um, um allt hið illa í heiminum."
Kampelman svaraði harðorður
og ásakaði Sovétmenn um
mannréttindabrot af öllu tagi,
auk þess sem hann fordæmdi
veru sovéska hersins í
Afghanistan.
Hann lauk máli sínu á eftir-
farandi hátt: „Þá erum við
komnir að Póllandi. Þar hafa
hei lög verið sett á að frumkvæði
Sovétmanna, verkafólki er hald-
ið föngnu, upplýsingastreymi er
stöðvað, frelsi almennings er
heft og fólk er beitt ofbeldi á
götum úti. Og svo segjast Sov-
étmenn vera boðberar friðarins."
MorfaablaAU/KAX.
Litla stúlkan virtlst eftthrað ósátt rið ástandið þegar RAX smellti af benni mynd í gegnum netmöskvana niðri á
Grandagarði f gær. Vonandi befur hún þó brosað við veröldinni á nýjan leik enda birtir öll él upp um sfðir.
Páll páfí vill eiga
fiind með Arafat
Róm. U.wfL AP.
JÓHANNES Páll páfi II vill hitta
Yasser Arafat, leiðtoga PLO, að máli
meðan á tveggja daga heimsókn
hans í Róm stendur í næstu viku, að
því er tilkynnt var í páfagarði í dag.
Blaðafulltrúi páfagarðs, Romeo
Panciroli, sagði, að páfi væri
reiðubúinn til að eiga fund með
Arafat um þjáningar og réttindi
palestínsku þjóðarinnar, enda
hefði páfi gert þeim málum mikil
skil í ræðu nú nýverið. Ef af verð-
ur er þetta í fyrsta sinn, sem þeir
finnast, páfi og Arafat.
Nemer Hammad, fulltrúi PLO í
Róm, sagði að væntanlegur fundur
páfa og Arafats væri samtökunum
afar mikilvægur og liður í því að
sýna Vesturlandabúum fram á, að
PLO væru ekki samtök hryðju-
verkamanna heldur „ábyrgt afl“ i
málefnum Miðausturlanda.
Hammad kvað Arafat mundu
koma til Rómar nk. miðvikudag
frá Túnis þar sem hann hefur sett
upp höfuðstöðvar sinar ásamt
8000 liðsmönnum PLO.
Arafat hefur verið boðið til
Rómar sem fulltrúa Þjóðarráðs
Palestínumanna á árlegum fundi
þingmanna víðs vegar að úr heim-
inum. Fundurinn hefst nk. þriðju-
dag en þar munu þingmenn frá 98
þjóðlöndum ræða um afvopnun,
niðurskurð hernaðarútgjalda og
hungrið í heiminum.
Óttast um líf 32
Monnheim. V-Þýslillmndi, II. neptember. AP.
TALIÐ er nær fullvíst að 30 fall-
hlífarhermenn og tveir flugmenn
bandarískrar herþyrlu hafi látið
lífið er hún hrapaði niður á þjóðveg
rétt fyrir utan Mannheim i
V-Þýskalandi í dag.
Litlar fregnir var að hafa af
atburðinum, en þyrlan tók þátt í
flugsýningu í tilefni 375 ára af-
mælis Mannheim-borgar. Síð-
ustu fregnir hermdu að fallhlíf-
arhermennirnir 30 hafi flestir
verið áhugamenn um fallhlífar-
stökk frá Mannheim, en ekki
bandariskir hermenn eins og í
fyrstunni var talið. Þjóðveginum
var þegar í stað lokað og umferð
beint í aðrar áttir.