Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
41
Minning:
Pálmar Isólfsson
hljóðfœrasmiður
Fæddur 28. júlí 1900
Dáinn 26. ágúst 1982
Pálmar ísólfsson hljóðfæra-
smiður andaðist að kveldi þann 26.
ágúst sl., 82 ára að aldri. Hann
átti við þungbær veikindi að stríða
í mörg ár, og kemur því andláts-
fregn hans ekki á óvart. Að ósk
hans var hann jarðsettur í kyrr-
þey-
Það er nú liðin nærri hálf öld
síðan fundum okkar Pálmars bar
fyrst saman er hann kom á heimili
foreldra minna til að stilla píanó-
ið, en ég var þá að hefja nám við
Tónlistarskólann sem þá var ný-
stofnaður. Það kom fljótlega í ljós
að Pálmar var afburða góður
„stemmari" eins og það er oftast
kallað, og urðu þessar komur á
heimili okkar til þess að hann varð
vinur fjölskyldunnar og ávallt
boðinn og búinn að halda hljóð-
færinu í góðu ásigkomulagi. Ég
hefi því alla tíð haft náið samband
við Pálmar, og þegar hann fyrir 12
árum flutti á neðri hæðina í hús-
inu þar sem ég bý treystust vina-
bönd okkar enn betur. Pálmar
vann alla sína æfi að hljóðfæra-
viðgerðum þ.e.a.s. píanó- og
orgelviðgerðum og stillingum og
var eins og áður er nefnt hreinn
snillingur á þessu sviði. Það var
enginn sá konsert haldinn hér í
bæ í áraraðir að Pálmar væri ekki
beðinn að stemma og gera við ef
með þurfti. Hann hafði framúr-
skarandi góða heyrn og næmleika
svo hljóðfærin urðu sem ný eftir
að hann hafði farið um þau hönd-
um. Pálmar hélt þeirri reglu alla
tíð að láta tónlistarmenn ganga
fyrir öðrum ef þurfti að láta stilla
eða gera við hljóðfæri þeirra, og
senda þeir honum nú hlýjar hugs-
anir er leiðir skilja. Pálmar var
bráðvel gefinn og viðræðugóður.
Hann var mjög „sjarmerandi"
maður, og á góðra vina fundum
var hann hrókur alls fagnaðar. En
í eðli sínu var hann dulur og flík-
aði ekki tilfinningum sínum að
óþörfu. Ég minnist fjölmargra
ánægjulegra stunda er við áttum
tal saman og nú síðast sama dag-
inn er hann lést. Hann hélt and-
legum kröftum til hinnstu stund-
ar. Eins og getið er hér að framan
átti Pálmar við mikil veikindi að
stríða síðustu árin. Naut hann
umönnunar Sigurbjargar Björg-
vinsdóttur, sem af mikilli alúð og
ósérhlífni gerði það sem hægt var
til að létta honum þungbær veik-
indi, og eins vil ég nefna Bjarna
son hans sem kom til hans daglega
og stundum oft á dag til að vera
föður sínum innan handar ef þess
þurfti með.
Ég og fjölskylda mín sendum |
öllum aðstandendum hlýjar sam-
úðarkveðjur. Blessuð veri minning |
Pálmars Isólfssonar. 1
Rögnvaldur Sigurjónsson.
t
Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug vlö
andlát og jaröarför eiginmanns míns og fööur okkkar,
BJÖRGVINS EMILS GÍSLASONAR,
byggingarmeiitara,
Tjarnarflöt 7, Garöabæ.
Einnig þökkum viö starfsfólki á Grensásdeild Borgarspítalans
frábæra umönnun, Oddfellow-bræörum, kvenfélagskonum og öör-
um vinum sem þátt áttu í aö gera útför hans sem vlröulegasta.
Anna Kristinadóttir,
Unnur Björgvinsdóttir, Gísli Björgvinsson,
Kristinn Björgvínsson, Jóhann Björgvínsson.
SVAR
MITT
eftir Billy Graham
Efling
í spádómsriti Jesaja er talað um „fjársjóði myrkursins" (á
íslenzku: „hulda fjársjóði“. Hvað merkir þetta?
Orðið „myrkur" táknar venjulega einmanaleika,
aðskilnað eða sálarbaráttu. Mannssálunni líður
venjulega bezt, þegar hún þarf að berjast, þegar á
hana reynir. Öryggi og velsæld þroska ekki sálina —
heldur draga oft úr vexti hennar. Lesið mannkyns-
söguna með athygli, og þér sjáið, að andbyrinn efldi
menn, gerði þá að beztu mönnum. Enginn verður
sægarpur á því að lóna inni á víkum. Stöðugur efna-
hagur og velgengni tryggja okkur ekki hamingju né
hæfni til að vera til gagns. Píslarvottar fornaldar
styrktust í anda gagnvart ofsóknum. Þess vegna
veittist þeim kraftur, sem var ofurmannlegur.
Nútíminn þyrfti að finna að nýju „fjársjóði myrk-
ursins", þyrfti að læra þá list að hugsa í kyrrð og
einsemd. Við þurfum að vera á varðbergi fyrir hætt-
um hóglífis og sinnuleysis. Það styrkir sálina bezt að
lúta aga og reglu.
—^ -
Peningakassar
SHARP peningakassar leggja ekki bara
saman tölur —
• Þeir halda aöskildri sölu allt aö 8 af-
greiöslumanna.
• Geyma verðminni, allt aö 630 föst verö.
• Halda allt aö 30 vöruflokkum aöskildum
á kasastrimli fyrir bókhaldið.
• Sjáflvirk klukka stimplar tíma á strimil-
inn — hvenær afleysingar taka til, —
hvenær þessi eða hin ávísunin kom í
kassann.
HLJOMBÆR
HUOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI
HVERFISGÖTU 103
Sími
17244
AMSTERDAM
FÖGUR OG HEILLANDI BORG
Miðstöð menningar og lista. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Ein
hagstæðasta verslunarborg Evrópu. Draumaborg sælkerans með fjölbreyti-
legum veitingastöðum. Glaðvært skemmtanalíf. Amsterdam er sérkennileg
og fögur borg. Feneyjar Norður-Evrópu meö ótal borgarskuröum með líflegri
umferð, þar sem sérkennilegur og fagur flæmskur byggingastíllinn speglast á
Ijúfum síðsumardögum. Kynnið ykkur fjölbreytta haust- og vetraráætlun.
Þaö kostar ótrúlega lítiö
aö skreppa í viku
til Amsterdam.
Verö frá:
4 dagar 4.900.00.
5 dagar 5.300.00.
1 vika 6.200.00.