Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 3 Bókaútgáfan Iöunn: Ljóðasafn Hannesar Sigfússonar LJÓÐASAFN Hannesar Sigfússonar skálds er meðal þeirra bóka, sem vsntanlegar eru frá Bókaútgáfunni lóunni nú fyrir jólin. Hér er um að ræða heildarútgáfu á Ijóðum Hann- csar, og hefur Kjartan Guðjónsson listmálari myndskreyU bókina. Þetta er fjórða bókin í flokki Ið- unnar með ljóðasöfnum kunnra samtíðarskálda. Áður eru komnar út bækur með ljóðum eftir Hannes Pétursson, Stefán Hörð Grímsson og Sigfús Daðason. Þorskafjarðarheidi ófær: Snjóaði í sjó norðan Djúps, hiti við frostmark Bjpjum, 10. september. HÉR ER í dag norðanrok og slyddu- hríð og geysileg úrkoma, snjóaði í sjó hér norðan Djúpsins og hiti við frostmarkið. Þorskafjarðarheiði er ófær vegna bleytu og snjóa. Djúpbátur- inn sneri við vegna veðurs til ísa- fjarðar úr ferð sinni, sem átti samkvæmt áætlun að fara í dag í eyjarnar og Bæi. Heldur dró úr veðurofsanum þegar á daginn leið, en nautpen- ingur er allur á básum bundinn. — Jens í Kaldalóni Akranes: Lærbrotnaði undir hlaða af rúðugleri UNGUR piltur lærbrotnaði og skrámaðist á höndum og í andliti, er hann varð undir hlaða af rúðugleri í sendiferðabifreið á Akranesi á föstu- dag. Pilturinn liggur á sjúkrahúsinu á Akranesi. Tildrög slyssins voru þau, að sögn lögreglunnar, að pilturinn var að aðstoða við flutning á rúðu- gleri og studdi við glerið aftur í sendiferðabifreið. Þegar bifreiðin beygði af Skagabraut inn á Suður- götu hrundi hlaðinn yfir hann með fyrrgreindum afleiðingum. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um málshöfðun Margrétar Guðnadóttur prófessors á hendur mennta- málaráðherra Ingvari Gíslasyni, er fjallað um málsatvik við veitingu prófessorsstöðu í ónæmisfræðum við háskólann. I fréttinni kemur ekki nægilega skýrt fram, hvernig dómnefnd úr- skurðaði hæfni umsækjenda, karls og konu. Dómnefndin dæmdi báða umsækjendur hæfa, en í þeim eft- irmálum, sem urðu, lýstu tveir af þremur dómnefndarmönnum karl- manninn hæfari og var mennta- málaráðherra tilkynnt um þá niðurstöðu. Feröaþjónusta er sérhæft Yfir aldafjóröungs reynsla í ferðaþjón- ustu í síbreytilegum heimi er þekking, sem treysta má — Notfærið ykkur hana. Hjá ÚTSÝN annast aöeins reyndir fagmenn ferðaþjónustuna Þessir sérfræðingar í sérfargjöldum þekkja allir leiðirnar sem færar eru — Ekki aðeins til og frá Islandi, heldur einnig um Evrópu, Afrfku, Asíu, Ástralíu, Bandaríki Norður-Ameríku, Kanada, Mið og Suður-Ameri"ku. Spyrjiö hin sérfróðu í ÚTSÝN — Það svarar kostnaði. flugfélag með ferskan blæ ^jjrARNARFWG Lágmúla7,sími84477 MEÐ HVAÐA FLUG- FÉLAGI VILTU FLJÚGA? UTSYN útvegar þér lægsta fáanlega far- gjald á hvaða flugleið sem er á áætlunar- leiöum allra helztu flugfélaga heimsins. Þú færð fiugfarseðil hvergi ódýrari en hjá ÚT- SVN með hvaða flugfélagi sem þú flýgur. Starfsfólk ÚTSYNAR miðlar af þekkingu sinni og reynslu, gefur góð ráð og leið- beinir ferðamanninum um alla skipulagn- ingu ferðarinnar. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi British ( airways AMSTERDAM HELGARFERÐIR TIL HEIMSBORGARINNAR AMSTERDAM. Ein sérstæðasta borg meginlandsins, iöandi af mannlífi og listviðburðum á heimsmæli kvarða. Brottför föstudaga. LUIMUUIM — Verö frá 4.770,- Heimsborgin sem býður eitthvaö við allra haefi: Leiklist — tónlist — myndlist — úrval matsölustaða — knattspyrnuleikir — söfn og verzl- anir og fjölbreytt skemmtanalíf. Enn sem fyrr býður ÚTSÝN hagstaeöustu kjörin vegna margra ára viöskipta og hagkvæmra samninga viö gististaöi í hjarta borgarinnar Brottför þriöjudaga og fimmtudaga. GLASGOW HELGARFERDIR Brottför: 17. sept., 24. sept., 15. okt., 29. okt 10. des. föstudagur til mánudags. Örfá sæti laus í þessum feröum COSTA DEL SOL — Sumarparadísin 16. sept. — 1 eöa 2 vikur 30. sept. — 3 vikur AUSTURRIKI Sólarferðir til skíðalanda Beint flug til Innsbruck 1982—1983 Lech — Badgastein — Zillertal — Kitzbúhel. Verö frá kr. 7.522,00. Brottför: 19. des., 2., 16. og 30. j 13. og 27. febr., 13. og 27. mars. SIKILEY 3 vikur Staðurinn sem sló í gegn 1982. Síðasta brottför. Austurstræti 17, Reykjavík. Sími 26611. Kaupvangsstræti 4, Akureyri. Sími 22911 FLORIDA St. Petersburg Brottför 3ja hvern laugardag frá 2. okt Feröaskrifstofan '0 /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.