Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 48
83033 JMmrgnnMaMb S*tm á rítstjóm og skrífstofu: 10100 SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Hugmyndir sjávarútvegsráðuneytisins: Lækkun olíuverðs og verðtryggt lán Engin lausn í þessum hugmynd- um, segir Kristján Ragnarsson L/GKKUN olíuverðs um 20% og lántaka í Seðlabanka íslands til að losa útgerðina við lausa- og vanskila- skuldir eru meðal hugmynda sjívar- útvegsráðuneytisins um lausn á | vanda útgerðarinnar, sem lagðar verða fyrir ríkisstjórnarfund á þriðjudag. Auk þessa er sjávarút- vegsráðuneytið með fleiri hugmynd- ir, en rikisstjórnin mun síðan taka ákvorðun um hvað útvegsmönnum skuli boðið upp á. „Þetta leysir engan vanda. Okkur útgerðarmönnum var boðið upp á þessa tvo kosti á fundi með Steingrími á miðvikudagmorgun- inn áður en hann hélt af landi brott. Við höfnuðum þessu algjör- lega og sögðum honum þá að þess- ar hugmyndir væru engin lausn. Að vísu væri 20% lækkun olíu áfangi, sem lækkaði tapreksturinn um fjórðung, það er úr 16% í 12% eða úr 500 milljónum í 375. Verð- tryggt lán til að greiða taprekstur er engin bót, það gæti verið skyn- samlegt að taka slikt lán, þegar búið væri að koma rekstrinum í jafnvægi, en alls ekki eins og nú stendur á. Þetta er allt og sumt, sem okkur hefur verið boðið,“ sagði Kristján Ragnarsson, for- maður og framkvæmdastjóri LÍÚ, er Morgunblaðið innti hann álits á þessum hugmyndum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er þó enn ekki ljóst með hvaða hætti olíuverðið verður lækkað, um það verður ekki tekin ákvörðun fyrr en endanlegar til- lögur frá ríkisstjórninni liggja fyrir. Hvað varðar lántökuna í Seðlabankanum mun ætlunin að haga henni þannig, að iánið verði verðtryggt og á lágum vöxtum og útgerðin greiði það síðan á löngum tíma. Ekki mun ætlunin að út- gerðin verði styrkt sérstaklega með beinum fjárframlögum og hugmyndir um framtíðarlausn fjárhagsvandans eru mjög óljósar og samkvæmt heimildum Morg- umblaðsins mun vonast til þess að rekstrarskilyrði útgerðarinnar lagist með auknum aflabrögðum og hatnandi fiskmörkuðum. Arnarflug notar Boeing 737-þotuna í áætlun \ vetur: Hlé gert á flugi til Ziirich og Diisseldorf VETRARÁÆTLUN Arnarflugs í millilandaflugi gengur í gildi 24. september nk. og verða þær breyt- ingar helztar frá sumaráætlun, að ekki verður flogið til Ziirich í Sviss og Diisseldorf í Vestur-Þýzkalandi, en hins vegar verður eftir sem áður flogið tvisvar í viku til Amsterdam i Hollandi og hefur Arnarflug gert samninga við hollenzka flugfélagið KLM og svissneska flugfélagið Svissair um tengiflug til og frá Amst- erdam. flugfreyjur þjálfaðar til starfa á flugvélinni. Með þessu fyrirkomulagi er unnt að skila Boeing 707-flugvéI, sem Arnarflug hefur haft á leigu undanfarnar vikur og ennfremur hefur Boeing 720B-þota félagsins verið sett á sölulista. Bílaeign þjóða heims Morgunblaðið/ RAX íslendingar eru f öðru sæti þjóða heims hvað varðar bílaeign, miðað við fjölda íbúa. Grafarvogssyæðið: TILLAGA um skipulag Grafar- vogssvæðisins hefur verið lögð fram í skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar, en í tillögunni er gerð grein fyrir notkun svæðisins. Þar segir m.a. að skipulagssvæðið sé um 170 ha. að stærð, þar af geti 144 ha. farið undir „hreina“ íbúðabyggð. Af því landi geti um 65% farið undir íbúðalóðir, 5—8% undir stofnanir, um 12% und- ir götur og 15—18% undir opin svæði. í tillögunni er gert ráð fyrir því að 26 ha svæðisins fari undir atvinnuhúsnæði. Segir í tillögunni að samkvæmt skipulagsforsögn sé miðað við að meðal lóðastærðir fyrir einbýlis- hús sé um 700 fermetrar, 350 fyrir raðhús, og 150 fyrir íbúð í fjölbýli. Miðað við fyrrgreindar lóðastærð- ir gætu um 1.850 íbúðir rúmast á svæðinu. Gert er ráð fyrir að íbúðabyggðin verði ekki hærri en tveggja hæða. Um aðkomuleiðir að svæðinu segir að fyrirhugað sé að þær verði tvær; framlenging Höfðabakka yfir Grafarvog og ný tengibraut frá Vesturlandsvegi norðanvert í Keldnaholti og þaðan til vesturs, með suðurmörkum kirkjugarðsins. Gert er ráð fyrir þjónustumiðstöð í hverfinu, minni þjónustufyrirtækjum, byggingum fyrir félagsstarf, skólum, kirkju, skóladagheimilum, dagvistar- stofnunum og fleiru. Ennfremur kemur fram að áhersla sé lögð á gildi Grafarvogs- ins og strandlengjunnar norðan hans. Sjá viðtal við Vilhjálm Þ. VilhjálmsHon á bls. 36. í frétt frá Arnarflugi segir, að félagið muni nú taka inn í áætlun- arflugið nýjan flugfarkost, Boeing 737-200, vél félagsins, sem hefur aðallega verið í leiguflugi í Bret- landi síðustu mánuðina. Vélin mun anna áætlunarfluginu, jafn- framt því að sinna leigufluginu í Bretlandi áfram. íslenzkir flugmenn hafa flogið vélinni til þessa fyrir Britannia Airways, en nú verða íslenzkar Islendingar í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum Morgunblaðið/ SS Sandorpinn Mávur Þessi mynd v»r tekin nýlega af flutningaskipinu Mávi, þar sem það liggur grafið í sand í innsiglingunni til Vopnafjarðar. Skipið strandaði 2. október 1981 og bjargaði björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði 16 mönnum úr skipinu, en þess má geta að á síðasta ári björguðu sveitir Slysavarnafélagsins 37 mönnum úr sjávarháska. HEILDARFJÖLDI ökutækja á íslandi á síðasta ári var 101.617 og hafði þeim fjölgað um 5,6% frá fyrra ári, þegar fjöldinn var %.234. Á síðasta ári Toru því 2,28 landsmenn um hvern bíl Hvergi í veröldinni eru jafn margir bílar á hverja 1.000 íbúa, að Bandaríkjunum undanskildum, en þar eru tæplega 2 um hvern bíl, eða um 500 bílar á hverja 1.000 íbúa. Svíar eru í þriðja sæti listans, en þar í landi eru liðlega 3 um hvern bíl. Ef bílaeign landsmanna er skoð- uð aftur í timann kemur í ljós, að árið 1959 var heildarfjöldi bíla hér á landi 20.256, en landsmenn voru það ár 173.855. Það þýðir, að 116,5 bílar voru á hverja 1.000 íbúa, eða 8,58 menn um hvern bíl. Bílaeign á hvern íbúa hefur því aukizt um lið- lega 276% á þessum liðlega 20 ár- um. Árið 1974 voru hér á landi 71.364 bílar, en þá voru landsmenn 216.628 talsins, sem þýðir, að alls voru 329,4 bílar á hverja 1.000 íbúa, eða 3,04 um hvern bíl. Árið 1974 var metár í bílainn- eða 438,1 bílar á hverja 1.000 íbúa. flutningi og árið á eftir dróst hann hins vegar nokkuð saman, en það ár, 1975, voru hér á landi 71.459 bíl- ar, en landsmenn voru þá 218.624. Það þýðir, að hér á landi voru 326,9 bifreiðar á hverja 1.000 íbúa, eða 3,06 um hvern bíl. Árið 1978 var heildarfjöldi bíla hér á landi kominn upp í 84.141, en þá voru landsmenn 224.384, sem þýðir að alls voru 375 bílar á hverja 1.000 íbúa, eða 2,67 um hvern bíl. Árið 1979 var tala bíla komin í 90.015, en þá voru landsmenn orðnir 226.724, sem þýðir að 397 bílar voru á hverja 1.000 íbúa, eða 2,52 um hvern bíl. Árið 1980 var heildarfjöldi bíla kominn í 95.606, en þá var heildar- tala landsmanna komin upp í 229.187, sem þýðir, að 417,2 bílar eru á hverja 1.000 íbúa, eða 2,40 um hvern bíl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.