Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
47
CliNRIANARfrrAIMir*®^*-**:
Si,,"N''n','"U f&
>/ VAHVI»»KTAI»»K !», *®<a2
V'VAKMÍISSSTAIHH i HH<MTNs| M»K . J*
I frnTl,‘Öl' Ál^AS^MK
.ahnahtahJhI ^ITII HHKIKKIA J*M***.Í 1T
SiyWIMHKfc & ,.. k,VK?-|,V
ttlTWtMTNtfl Kl IIAKIIKMO' IHIH»N|K«KTAIHM
" s.«\-mmoki'«k: », ihnkanhki;
AMh4) \lKHM.ISI.41fnHWV VMJíSwRTXTRKá.
(iUKAS'l
II, vsKfiimRsi^xiiT^Ni^
i'rssrArí"».A^'í«fcW
I VSl. I.ISS |.\MH , SK-l,M.lt\UVTI Allll
► 1 •* vjfií*
Ultolil,
f^MRU.AI
W/f%
i : TIK»KHIIB,VKS | A|»|H A»,- .y- ■
...-*•-......r&ááÉj
KIHIKHUMK R t.RISAIoniK £fcV\l.1<*TIH
' / *Jn V T0M*M.ki
W KKHI SsTAOin AJTR \ \
'ii.MAHl’#íIAKSVOKTIR fcsVl IIIIAI.l \M R \ V
N» kh»Í»».ato|.t/ 4, nninV-Nfaimi-^
■.VAI.'lMtlKSSI KIXH
.. f klNKTSIAMKS
RflvinlKIHíASTAUIHj^. '/
K IJlMfrAMK^, T-Ka\k4sI V.
^MI NIIAHOKi.
KKIStllVKKIH***
HKItVAl.lMKTAtHR
TOVTIK
irrliwirriiL
tf, V HllfcVKTOVTJ
-ÁKMsTAOIH (3K T
A rv-M.iit;
ntlKKIIIKKKr
IVAKKlVBTIH a
Wsrtrl sV,\H n»H*ASIAOIM
*V éf> ARNKKTlly
RI AAVrAIMH:
^NÍaTsIIAI
* KÁHAT«*KTIR
V ** a*
>H,MSTA«H
KI\KISTA»»TIH|
«A ,
flW'IKVAIJ>ÍSTA|)IK SLI: KIHMOKAKK
,«». *******
TTIITÍH útx • ^ l iyrSÍAOIH . 1 *
i * í,mT^w,:v t. ;'
* ■ ýiVINOAI I.NIH )H v ' V/
4>ltKfTÍ • ÍI akkatmktih//
‘s KMAKTt^iÍÍTiN.- AW'*[Í
;••* * '\\f »ÁU VRCAMtttf? i . J!
'VKOIVI
k VI IfMHI
AkAI.AKMV
SKKHI.AHOI M All
KAHATOVTIK
MlNVKIO.NjJsT AOIH .../...1..
VIKLAND
CADTE DE ,lsA PDMQSl'llI DU COTKNTtN
Om LA LANOIIT DEA VIK.INO*. LE NOtX.AS
ffi
f
1
Þetta kort hefur bla&ið Vikland gefið út, en það sýnir Cotentin-sveitina í Normandí-héraði og þar hefur áhugahópur-
inn nm norræna menningu sett niður á íslenzku, nöfnin á stöðum, sem komin eru úr norrenu að þeirra dómi, og
rakin eru til vikinganna er þar settust að.
lesendum hvað það er í rauninni,
sem tengir svo mjög Normandíbúa
og íslendinga. Kannski fer fyrir
fleirum eins og undirrituðum
blaðamanni, sem hugðist glöggva
sig betur á Göngu-Hrólfi og lenti á
„vitlausum Göngu-Hrólfi* í ís-
lenzkum sögum. Sá var Sturlaugs-
son og var að flandra um Garða-
ríki, Danmörku og England. Sá
sem hér um ræðir var Göngu-
Hrólfur, sonur Rögnvalds jarls af
Mæri í Noregi, og kemur fyrir í
Landnámu, enda Hrollaugur hálf-
bróðir hans einn af landnáms-
mönnum, kom að Horni og settist
að í Hornafirði. Segir m.a. svo í
Landnámabók.
„Rögnvaldur jarl á Mæri, sonur
Eysteins glumru ívarssonar Upp-
lendingajarls, Hálfdánarsonar ins
gamla, Rögnvaldur átti Ragnhildi
dóttur Hrólfs nefnu. Þeirra sonur
var ívarr, er féll í Suðureyjum
með Haraldi konungi inum hár-
fagra. Annarr var Göngu-Hrólfur,
er vann Normandí. Frá honum eru
Rúðujarlar komnir og Englakon-
ungar. Þriðji var Þórir jarl þegj-
andi er átti Álöfu árbót, dóttur
Haralds konungs hárfagra og var
þeirra dóttir Bergljót, móðir Há-
konar jarls ins ríka.“ Síðan segir
frá því, er Rögnvaldur jarl fer að
ráðstafa Orkneyjum til sona
sinna. „Þá gekk Hrólfur og bauð
sig til farar. Rögnvaldur kvað
honum vel hent fyrir sakir afls og
hreysti, en kveðst ætla að meiri
ofsi væri í skapi hans en hann
mætti þegar að löndum setjast. Þá
gekk Hrollaugur fram og spurði,
ef hann vildi að hann færi. Rögn-
valdur kvað hann ekki mundu jarl
verða: „Hefir þú það skap, er engi
styrjöld fylgir. Munu vegir þínir
liggja til Islands. Muntu þar göf-
ugur þykja á því landi og verða
kynsæll, en engi eru hér forlög
þín.“
„.. Hrollaugur fór til íslands
að ráði Haralds konungs og hafði
með sér konu sína og sonu.
... Síðan for hann austur í
Hornafjörð og nam land austan
frá Horni til Kvíár og bjó fyrst
undir Skarðsbrekku í Hornafirði,
en síðan á Breiðabólsstað í Fella-
hverfi. Hrollaugur var höfðingi
mikill...“ Og sejpr af því að marg-
ir menn voru á Islandi út af hon-
um komnir.
En það er af Göngu-Hrólfi að
segja að hann hélt til Normandí.
Bendir George Bernage á að svip-
uð vegalengd hafi verið frá Noregi
til íslands og til Normandí í
Frakklandi og bræðurnir foru á
sama tíma, annar til íslands og
hinn til Normandí, eða um 900. Og
að þeir töluðu sama mál sem ís-
lendingar tala nú. — Þess vegna
vekur landnám íslands mikinn
áhuga hjá okkur. Þar lentu land-
námsmenn á auðu landi, en í
Normandí voru menn fyrir. Land-
nám Normana var því sterkast á
ströndinni, en náði langt inn í
land og þar eru ótal nöfn enn
norræn. Fyrir sandströnd segjum
við til dæmis miel einsog melar og
þar af er dregið melgreus eða
melgras. Við segjum líka mauve
fyrir máfur, sem er sama orðið, og
ótal margt fleira.
Til glöggvunar er hér nauðsyn-
legt að rekja nokkuð sögu Göngu-
Hrólfs og landnám hans í Nor-
mandí. I blaðinu Heimdalli er
grein um hann eftir Eilíf Frant-
zen. Þar segir að Hrólfur hafi
fæðzt 854 á Viga á Sunnmæri son-
ur Rögnvalds Mærajarls. Strax
ungur maður var hann svo stór og
mikill að enginn hestur gat borið
hann heilan dag. Því kaus hann að
fara fótgangandi og var nefndur
Göngu-Hrólfur. Hann hraktist frá
Noregi, þar sem honum varð það á
að ræna Víkinni í Noregi. Vissi
ekki hverjir réðu þar ríkjum, hélt
að skepnur og bú tilheyrði Svíum,
en það reyndust vera norskir
þegnar og undir vernd Harlds hár-
fagra. Hann hélt til Orkneyja til
Einars bróður síns þar sem hann
eignaðist dótturina Kadlin eða
Katrínu, er giftist skozka konung-
inum Bjólan og áttu þau dótturina
Níðbjörgu, er giftist Islendingnum
Helga, barnabarni Björns aust-
ræna.
Um 900 segir að Hrólfur hafi
undirbúið víkingaferð sína á norð-
urströnd Frakklands við Ermar-
sund, þar sem litlar varnir voru
fyrir en mikil fiskigengd, og fékk
hann með sér mikið af Norðmönn-
um frá Dublin, en hungursneyð og
pestir höfðu stöðvað þar víkinga-
ferðir 891. Hafði hann því með sér
mikinn flota víkingaskipa. Lét
Hrólfur byggja mörg vígi með-
fram allri strönd Normandí, og
inn í landið, m.a. upp eftir Signu.
10 árum síðar höfðu norrænu vík-
ingarnir lagt undir sig héraðið.
Hver skipseigandi fékk ákveðið
land, sem hann skipti milli sinna
manna. Og 911 var Hrólfur til-
búinn til að mæta Karli konungi,
eða réttara sagt konungur til að
mæta honum. Varð fundur þeirra
í Saint Clair sur Epte og ritari
Hrólfs, Aslákur hinn danski, sagð-
ur túlkur þeirra. Fékk sá einmitt í
sinn hlut Contentin-sveitina, þar
sem norræn menning hélt lengi
velli. Karl konungur og Hrólfur
komust að „samningum“. Hrólfur
og hans menn viðurkenndu kon-
u»»K og gerðust allir kristnir, en í
staðinn fékk Göngu-Hrólfur sem
hertogadæmi allt það land sem
hann og menn hans höfðu þegar
tekið, þar á meðal Rouen eða
Rúðuborg og varð hann Rúðujarl.
Saga er af þessum samskiptum
konungs og víkingsins. Eftir sam-
komulagið var það skylda Hrólfs
að faðma hné konungs síns. Hrólf-
ur bað þá einn sinna manna að
lyfta fæti konungs í þá hæð að
hann þyrfti ekki að beygja sig.
Konungur féll aftur á bak við mik-
inn hlátur allra viðstaddra að því
er sagan segir. Sem fyrsti hertogi
af Normandí lét Hrólfur gera
virkisveggi um borgir sínar og tók
að stjórna héraðinu. Árið 1012 lét
Hrólfur skírast og hlaut nafnið
Rollo eða Rollon, sem var auðveld-
ara fyrir franska að bera fram
(Frakkar bera ekki fram stafinn
H). Hérað það sem hann stjórnaði
náði yfir 29.540 km!. Á hans tím-
um var Normandíhertogadæmi
skipti í 7 héruð.
Árið 923 hjálpuðu Normanarnir
Karli konungi að berja niður upp-
reisn í ríkinu. Um það leyti var
Hrólfur orðinn gamall og veikur.
Hann var of þungur til að fara
ríðandi og Guillaume, sonur hans,
stóð fyrir herförinni. Hrólfur lézt
932 og var jarðsettur í dómkirkj-
unni í Rouen eða Rúðuborg. Og
segir í grein Eilífs Franzen að af
sex hertogum af hans ætt, hafi
ættfaðirinn verið þeirra mestur.
Segir í sömu grein, að Hrólfur
hafi án efa haft spurnir af ætt-
ingjum sem norðar fóru. Hrol-
laugi sem settist að á íslandi og
átti meðal afkomenda Síðu-Halls
og Snorra Sturluson. Hálfsystur-
inni Þórdísi, sem talið er að hafi
gifzt Dýra af Sunnmæri, sem nam
land í Dýrafirði. Af Þóri bróður
sínum í Noregi, en barnabarn
hans var Hákon jarl. Segir þar að
dóttir Þóris utan hjónabands hafi
verið Vigdís, sem giftist Ingi-
mundi gamla úr Romsdal og flutti
til íslands. Og af afkomendum
Hrólfs sjálfs á Islandi er getið um
dótturdóttur hans, sem giftist
Helga og var móðir Einars Skála-
glams.
— Allar frásagnir af landnámi
á Islandi vekja áhuga okkar, sagði
George Bernage, — því það sama
var að gerast hjá okkurí Nor-
mandí á sama tíma. Þar var land-
nám Normana þéttast við strönd-
ina, en náði á marga staði langt
inni í landinu. Ótal nöfn á þessu
svæði eru norræn. íbúar þessara
svæða voru sér þess alltaf meðvit-
andi að þeir væru af norrænum
stofni, allt fram á 18. öld. Og nú á
þessari öld hefur verið mikið um
það skrifað. Áhrif frá Norðurlönd-
um eru mjög sterk í þjóðablönd-
unni, og fólk ljóshærðara en víða
annars staðar í Frakklandi, þar
sem latnesk áhrif eru meiri. Fólk í
Normandi segir gjarnan að það sé
afkomendur vikinganna, án þess
að hafa nokkurn tíma lesið íslend-
ingasögur eða vitað nokkuð meira
um það. En við viljum halda við
þekkingu á uppruna okkar,
Að lokum má geta þess, að ein
af þessum merku minjum um þá
tíma, sem hér var um fjallað, er
Refillinn mikli frá Bayeux, sem
fannst á 18. öld og sem Björn Th.
Björnsson, listfræðingur, hefur
skrifað um mikla ritgerð í bók
sinni Brotasilfur. Þar segir hann:
„í mínum augum er þetta klæði
eitt af þeim myndlistarverkum
Norðurálfu sem mest er heillandi
og ekki sízt fyrir þá skuld að úr
því liggja margir leyniþræðir inn í
heim íslenzkra bókmennta og
sögu.“ Sagan á reflinum langa,
sem er 70,34 metrar á lengd, hefst
í Westminster-höll í Lundúnum
1064. Vekur Björn athygli á því að
myndasaga klæðisins er kynslóð-
inni yngri en atburðir Fóstbræðra
sögu. Sjálft sé klæðið þó miklum
mun eldra en Fóstbræðra saga.
Klæði þetta er geymt í Bayeux í
Normandí. Það fjallar um afkom-
endur Normananna og ekki farið
út í það. Vísast um það til greinar
Björns Th. Björnssonar.
— E.PÁ.
Hólfdán gamli (fæddur 720)
I
Ivar upplendingajarl
I
Eysteinn glumra
Helgl
islenzkl
Niöbjörg
Einar Skólaglam
T
Hálfdán svarti
Haraldur hárfagri
I
Ólðf
T
Bergljót ^ Siguröur
Hákon jart
Hér er ættartala Göngu-Hrólfs, eins og hún birtist í grein um hann í blaðinu Heimdalli.