Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Frakkarnir 10, sem í sumar ferðuðust um ísland, til að kynnast söguslóðum íslendingasagna, og íslendingum, sem enn tala málið sem forfeður þeirra, víkingarnir töluðu, er þeir settust að í Normandí fyrtr 1000 árum. Afkomendur víkinganna í Normandí leita tengsla við íslendinga Strönd Normandíhéraðs í Frakklandi, sem liggur að Ermarsundi, hefur af sögulegum ástæðum að- allega tvenns konar að- dráttarafl á ferðafólk. Annars vegar var innrás bandamanna á meginlandið, sem sneri við gangi heimsstyrjaldarinnar síðari, gerð á strönd Normandí, en hins vegar er þetta strönd víkinganna frá Norðurlðndum, sem fyrir 1000 ár- um sóttu þar inn í Frakkland og settust að í héraðinu þar upp af og lögðu til í þjóðablönduna, sem nú eru Frakkar. Göngu-Hrólfur hraktist á sama tíma og á sama hátt frá Noregi undan Haraldi hárfagra sem fyrstu landnáms- menn íslands. Settist hann og þeir norrænir víkingar sem honum fylgdu að í Normandí, þar sem hann varð síðan höfðingi og réð yfir landinu sem Rúðujarl. En þeir menn frá Noregi sem norðar sigldu, svo sem bróðir hans Hrol- laugur og líklega hálfsystirin Þórdís, skiptu með sér íslandi. Munurinn er sá, að landnáms- menn íslands komu að óbyggðu landi, þar sem Göngu-Hrólfur og hans lið sótti aftur á móti inn í og settist að i landi, þar sem fólk var fyrir og blönduðust því er fram liðu stundir, sagði George Bernage frá Normandí, er hann leit sem snöggvast með konu sinni, Marie- Claire, inn á ritstjórnarskrifstofu Mbl. í sumar er hann var á förum heim eftir ferðalag um landið með 10 öðrum Normandibúum. En George Bernage er mikill áhugamaður um norrænan upp- runa Normandíbúa og norræna menningu og hefur í 10 ár gefið út hið myndarlega tímarit Heimdall, sem kemur út myndskreytt fjór- um sinnum á ári. Smám saman hafa greinarnar í því, sem kynna forna og nútíma menningu Norð- urlanda og minjar um hana í Normandí, færst meira yfir á ís- lenzka menningu og íslenzkt mál, sem talað var af norrænu víking- unum á þeim tíma sem þeir sett- ust að í Normandí. Á árinu 1976 fór Bernage svo einnig að gefa út þýddar bækur á frðnsku í sama skyni, m.a. íslendingasögur, byrj- aði á Kormáks sögu, og eru út- gáfubækurnar nú orðnar milli 30 og 40 talsins, segir hann. Auk þess sem hann gefur út aðgengilegan myndskreyttan bækling um Nor- mandí og víkingana. En tilgangur- inn með þessum útgáfum er að gera íbúum Normandíhéraðs grein fyrir menningu sinni og þá sér í lagi norrænni menningu, eins og hann segir, í umróti okkar tíma, þegar fólk um víða veröld er að leita að uppruna sínum og rót- festu, er jarðvegur fyrir upprifjun og kynni við sðgulegar rætur. George Bernage fékk upphaflega áhuga á víkingatímanum í Nor- mandí, er hann las. miðaldasögu við háskólann. Nam sögu og um leið þýzku og nokkra dönsku. Eftir að hann fór að gefa út ritið Heim- dall stækkaði áhugafólkshópurinn um þetta efni í Normandí. Og nú er hann farinn að gefa út annað rit Vikland, sem fjallar einkum um Contentin-sveitina í Normandí þar sem er mikið af sögulegum minjum frá þessum tíma. Ásgarður með margvíslega félagsstarfsemi Nýlega var svo stofnaður fyrir hans forgöngu félagsskapurinn Ásgarður í Normandí og eru áskrifendur Heimdallar-ritsins stofn hans. Þar er fólk, sem hefur áhuga á að endurvekja forna nor- ræna menningu þessa héraðs og leita róta hennar — á íslandi, eins og George Bernage sagði. Gengu 60 manns þegar í félagið Ásgarð og hefur fjölgað síðan. Þeir settu sér þá stefnuskrá að kynnast bet- ur Norðurlöndum og einbeita sér að íslandi af því að það er eina Norðurlandaþjóðin sem hefur George Bernage ritstjóri f leimdallar og kona hans Marie Claire Beraage. varðveitt þá tungu, sem vík- ingarnir töluðu fyrir 1000 árum, er þeir settust að í Normandí. Þeir vilja kynnast við bókmenntir þeirrar þjóðar og tungu og er m.a. í ritinu Heimdalli þáttur sem nefnist „Tölum tungu víking- anna", þar sem gerð er grein fyrir íslenzkum orðum og beinlínis kennsla í íslenzku. Auk þess sem tekin eru fyrir nöfn og orð sem notuð eru í Normandí og þeir telja að eigi uppruna í íslenzku. En þau virðast ekki fá. — Við yiljum hafa nánara sam- band við íslendinga, af því m.a. að íslendingar hafa áhuga á íslend- ingasögunum, sem segja frá lífi víkinganna og landnemanna bæði á íslandi og í Normandí, sagði George Bernage. — Og við viljum efla norrænu og þá einkum ís- lenzku i Normandí. I háskólanum í Caen hefur lengi verið deild, þar sem kennd eru Norðurlandamálin og þá sér í lagi íslenzka sem forn- málið. Prófessorinn er franskur, en honum til aðstoðar er íslenzk kona, Steinunn Le Breton, sem gift er Frakka. Við höfum kynnt íslenzk málefni í blaðinu okkar, m.a. eldgosið í Vestmannaeyjum á sínum tíma og nú síðast nýju kvikmyndina um Gísla Súrsson, Útlaginn, sem við viljum stuðla að, að sýnd verði í Frakklandi. Höfum skrifað Jóni Hermanns- syni um máli. Gætum kannski fundið dreifingaraðila. Og vegna kvikmyndarinnar ætla ég einmitt nú að gefa út Gísla sögu á frönsku og einnig Jómsvíkinga sögu í þýð- ingu Reger Boyer. Þá fengum við íslenzka sendiráðsritarann í París, Gunnar Snorra Gunnarsson, til að koma og sýna kvikmyndir og tala um ísland á fundi hjá okkur í vet- ur. Og raunar höfum við efnt til vel sóttra samkoma af ýmsu til- efni, svo sem 10 ára afmælisrits- ins Heimdallar, þar sem var feng- inn íslenzkur matur, og eins höfð- um við í vetur jólahátíð, þar sem þjóðlagasöngvari frá Normandí söng m.a. íslenzka ljóðið „Hrafn- inn flýgur um aftaninn". Við prentuðum það með nótum í blað- inu, sungum þannig á tungu vík- inganna sem komu fyrir 1000 ár- um, auk annarra þjóðlaga úr hér- aðinu. Og í sumarheftinu í ár var prentað með nótum „Litlu börnin leika sér". Og nú stendur fyrir dyrum hjá okkur sýning á ýmsu íslenzku, sem Steinunn Le Breton sér um og fær myndir og muni frá íslandi. Syngja Hrafninn flýgur Til að efla kynnin hefðum við gjarnan viljað hafa nokkurs konar nemendaskipti milli landanna og erum byrjuð á því. íslenzk telpa, Guðrún Jörundsdóttir, kom til Frakklands og býr í sumar hjá fjölskyldu í Normandí og 13 ára telpa frá þeirri fjölskyldu kom með okkur og býr hjá foreldrum hennar, Gauki Jörundssyni og konu hans. Og við vonum að fleiri komi á eftir. Við hjónin höfum lært nokkra íslenzku og vorum að vona að til okkar vildi koma ung stúlka, sem gæti kennt okkur ís- lenzku og lært í staðinn af okkur frönsku. Ég kom hingað til íslands fyrir 8 árum og dvaldi bara í 3 daga, en nú efndum við í þessum áhugahópi um norræna menningu til ferðar. Vorum 10 talsins frá ýmsum borgum í Frakklandi. Komum 1. ágúst og fórum um há- lendið með Ulfari Jacobsen og vor- um ákaflega ánægð með ferðina. Fyrir flestum okkar vakti að finna fyrir þessu sambandi íslendinga og Normandíbúa, sem eru af sömu rót og kynnast norrænni menn- ingu. En í f ramtíðinni þætti okkur bezt að geta skipzt á ferðafólki í einn mánuð, þannig að íslenzku gestirnir væru hjá okkur á heimil- um í einn mánuð að sumarlagi og franskur hópur dveldi aftur á móti hjá Islendingum í annan mánuð. Þá þyrfti ekki að leggja út nema ferðakostnaðinn. Þetta gæti veitt okkur tækifæri til að kynna menn- ingu okkar héraðs og okkar lands um leið og við kynntumst íslandi. Hrólfur til Frakklands, Hrollaugur til íslands Eflaust vefst það fyrir ýmsum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.