Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar:
Leggjum áherslu á að lóð-
ir á Grafarvogssvæðinu
komi til úthlutunar í vor v
„Á FUNDI 5. júlí sl. var arkitektunum Hilmari Ólafssyni og Hrafnkatli
Thorlacius falið að vinna skipulagsvinnu að næsta byggingarlandi í Reykja-
vik, Grafarvogssvæðinu. Á fundi í skipulagsnefnd sem haldinn var sl. mánu-
dag var tillaga um notkun þessa svæðis lögð fram og var hún kynnt skipu-
lagsnefndarmönnum og hefur nefndin nú þetta mál til umfjöllunar," sagði
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur í sam-
tali við Morgunblaðið.
' Sr7!n
... ..r' *>/?>. '
■ , ' •* . - 'J\n
■r
"j \
Fyrstu drög að skipulagi við Grafarvog, en þau hafa verið lögð fram í
skipulagsnefnd. Neðst má sjá hhita af Arbæjarhverfi, gráa svæðið þar fyrir
ofan er Ártúnshöfði, Ijósasvæðið er Grafarvogurinn og dökku fletirnir fyrir
miðri mynd er fyrirhuguð íbúðarbyggð á svæðinu.
„Svæðið sem hér um ræðir er
um 170 ha. að stærð og afmarkast
af Grafarvogi, af Keldnaholti til
austurs og kirkjugarðinum í Korp-
úlfsstaðalandi til norðurs. Svæðið
er um 3000 metra langt frá austri
til vesturs, frá Grafarvoginum að
kirkjugarðinum, og um 1200
metra breitt. Gert er ráð fyrir að
íbúar á öllu svæðinu verði í kring-
um 7000 talsins," sagði Vilhjálm-
ur.
nÞað liggur ljóst fyrir að lóða-
framboð er of lítið í Reykjavík og
þær lóðir sem þegar er ljóst að
verða til ráðstöfunar á næsta ári
eru um 160 talsins, en þær eru á
Selási. Þess vegna leggjum við á
það áherslu að lóðir á Grafar-
vogssvæðinu komi til úthlutunar á
næsta vori og yrðu það um
500—600 lóðir í fyrsta áfanga, en á
öllu svæðinu yrðu um 1800—2000
lóðir. Nú er frumvinna skipulags-
ins yfirstaðin, en kjarni málsins
er, að viðræður eru í gangi við
opinbera aðila vegna Keldnalands.
I júní mánuði sl. skipaði
menntamálaráðherra þrjá aðila
til að gera grein fyrir landþörf
Háskólans en sú athugun tengist
vissulega samningum um land
Keldna. I nefnd þeirri eru Vil-
hjálmur Lúðvíksson formaður
Rannsóknarráðs, Guðmundur Pét-
ursson forstöðumaður Keldna og
Guðmundur Magnússon háskóla-
rektor. Niðurstöður athugana
þessa hóps hafa mikla þýðingu
fyrir þær viðræður sem nú fara
fram við Keldnamenn, og ég vona
að niðurstöður athugana þeirra
liggi fyrir fljótlega, þannig að
Reykjavíkurborg og ríkið geti sem
fyrst gengið til samninga um yfir-
töku Reykjavíkurborgar á hluta
Keldnalands," sagði Vilhjálmur.
Viðræðunefnd Reykjavíkur-
borgar um þetta mál skipa Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson borgar-
fulltrúi, Markús örn Antonsson,
borgarfulltrúi og Þórður Þ. Þor-
bjarnarson borgarverkfræðingur.
„Viðræðunefnd borgarinnar og
hópurinn sem menntamálaráð-
herra skipaði hafa skiptst á skoð-
unum um þetta mál og er óhætt að
segja að fullur vilji sé til
samkomulags. Nú þegar skipu-
lagsdrögin liggja fyrir er ætlunin
að kynna þau fyrir menntamála-
ráðuneytinu og fá athugasemdir
þess. Min skoðun er sú aö i þessum
drögum hafi mjög mikið tillit ver-
ið tekið til starfseminnar sem
fram fer á Keldum, en landrými
þeirrar stofnunar hefur verið aðal
ágreiningsefnið hingað til.
Svæðið norðan Grafarvogs er
mjög fallegt ibúðastæði og útsýni
er þar mikið. Lögð verður áhersla
á að viðhalda lífríki i Grafarvogi
og munu líffræðingar fylgjast ná-
ið með þeim þætti málsins, en þeir
hafa þegar gert sínar rannsóknir á
svæðinu. Ég fullyrði að borgarbú-
ar muni gera þá kröfu til allra
borgarfulltrúa að gengið verði
rösklega til verks í skipulagsvinnu
við Grafarvog, þannig að unnt
verði að úthluta fyrstu lóðunum
þar í vor. Staðreyndin er sú, að
Reykjavíkurborg hefur ekki getað
fullnægt eftirspurn eftir íbúðar-
lóðum nema að litlu leyti og hefur
fjöldi þess vegna flust frá Reykja-
vikurborg á undanförnum árum
og áratugum. Þetta hefur verið
sérstaklega áberandi hvað lóðir
undir einbýlishús varðar og einnig
undir raðhús. Skipulagið fyrir
Grafarvogssvæðið gerir því ráð
fyrir að um 55% lóða verði undir
einbýlishús, 30% undir raðhús og
15% undir fjölbýlishús. Við gerum
ráð fyrir að í framhaldi af þeirri
skipulagsvinnu sem unnin hefur
verið, verði u.þ.b. lA hluti svæðis-
ins tekinn til deiliskipulagningar í
nóvember og vonumst við til þess
að þeim áfanga verði hægt að út-
hluta næsta vor. Stefnt er að því
að skipulagning gatnakerfis í höf-
uðdráttum verði lokið 15. nóvem-
ber nk., en það er samkvæmt til-
lögunni sem samþykkt var í borg-
arstjórn,” sagði Vilhjálmur.
„Ég tel augljóst að Reykvík-
ingar muni fylgjast mjög náið með
framgangi þessa mikilvæga hags-
munamáls síns, sem hefur veru-
lega þýðingu fyrir alla framtíð-
arbyggð í borginni, enda munu
sjálfstæðismenn leggja á það
áherslu að Reykvíkingar verði
jafnóðum upplýstir um allan gang
þessa mikilvæga máls," sagði
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
tilkynningar
Styrkir
Svölurnar veita í vetur styrki til framhalds-
náms í sérkennslu. Umsóknir meö uppl. um
menntun og skólavist, sendist fyrir 1. nóv.
1982.
Félagiö Svölurnar,
pósthólf 4284, 124 Reykjavík.
Samkeppni
Hreppsnefnd Hverageröis hefur ákveöiö aö
efna til samkeppni um gerö byggöamerkis
fyrir Hverageröi. Verölaun fyrir bestu tillögu
eru 5000 kr. Áskilinn er réttur til aö taka
hvaða tillögu sem er. Tillögur skulu berast
undirrituöum fyrir 15. okt. nk. Nafn höfundar
skal fylgja með í lokuöu umslagi.
Hverageröi 9. sept. 1982.
Sveitarstjórinn, Hverageröi.
Hestar
Tapast hafa tveir hestar frá Helgadal, Mos-
fellsveit; 5 vetra, rauöblesóttur meö hvítan
sokk á vinstra afturfæti; 7 vetra, móbrúnn
meö frostmerkingu í hægri hliö. Hestarnir
töpuöust í lok júní-mánaöar, taliö er aö sést
hafi til þeirra á Þrengslavegi í lok júlí. Þeir
sem uppl. gætu gefiö, vinsamlegast láti vita í
síma 85952.
Námsstyrkir fyrir
starfandi félagsráðgjafa
og æskulýðsleiðtoga
Council of International Programs for Youth
Leaders and Social Workers (CIP) bjóöa
styrki til þátttöku í fjögurra mánaöa nám-
skeiðum yfir félagsráögjafa, æskulýös-
fulltrúa og kennara þroskaheftra áriö 1982.
Umsóknareyöublöö og frekari upplýsingar
liggja frammi hjá Fulbrightstofnuninni, Nes-
haga 16, Reykjavík, sem er opin kl. 12—5
e.h. alla virka daga.
Umsóknarfrestur er til 27. september 1981.
Orðsending frá jarðhús-
unum við Elliðaár
Endurnýjun á leigu geymsluhólfa í jarðhúsun-
um er hafin. Þeir sem óska eftir aö halda
sömu hólfum og þeir hafa haft síðastliðiö ár
endurnýi leigusamninga fyrir 25. sept. á
skrifstofu Grænmetisverslunar landbúnaöar-
ins, Síöumúla 34, á skrifstofutíma.
Grænmetisverslun landbúnaöarins.
Auglýsing
Landsvirkjun mun næsta vetur auglýsa útboö
83. Verkið er fólgiö í hreinsun stíflugrunna,
ídælingu og stíflufyllingum.
Ákveðið hefur veriö aö kynna væntanlegum
bjóöendum verkiö, og veröur í því tilefni efnt
til skoöunarferöar inn aö Kvíslaveitum
fimmtudaginn 16. september 1982. Lagt
veröur af stað frá skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, Reykjavík kl. 08.00.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Landsvirkjun-
ar í síðasta lagi kl. 16.00 þriöjudaginn 14.
sept. 1982.
nauöungaruppboö
Nauðungaruppboð
á huseigninni Háengi 2, Selfossi, eignarhluta Róberts Benediktsson-
ar, áöur auglýst í 107., 112. og 114. tbl. Lögbirtingarblaös 1981, fer
fram á eignlnni sjálfrl, föstudaginn 17. sept. 1982 kl. 11.30, sam-
kvæmt kröfu Kristjáns Eiríkssonar hrl.
Bælarfógetlnn á Selfossl.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta uppboö á húseigninni Úthaga 9, Selfossi, þinglýstri
eign Ingólfs Þorlákssonar, áöur auglýst í 107., 112. og 114. tbl.
Lögbirtingarblaös 1981, fer fram á eigninnl sjálfri, föstudaginn 17.
sept. 1982 kl. 10.30, samkvæmt kröfum Landsbanka Islands og
lögmannanna Jóns Ólafssonar og Vllhjálms H. Vllhjálmssonar.
Bæjarfógetlnn á Selfossl.
Nauðungaruppboð
á húseigninnl Miöengi 19 á Selfossl, eign Benedlkts Jóhannssonar
áöur auglýst í 104., 107. og 112. tbl. Lögblrtingarblaös 1981, fer fram
á eigninni sjálfri, föstudaginn 17. sept. 1982 kl. 13.30, samkvæmt
kröfu innheimtumanns ríkissjóös.
Bæjarfógetlnn á Selfossi.
Hvöt — trúnaðarráð
Fundur verður í trúnaðarráöi Hvatar, þriöju-
daginn 14. sept. kl. 17.30 í Valhöll. Rætt um
stjórnarskrármáliö.
Stjórnin.
Hvöt,
félag sjálfstæðiskvenna
i tilefni af 45 ára afmæli Hvatar kemur út afmælisrit fólagsins í lok
október. Söfnun afmælisáskrifta slendur nú yfir.
Þeir sem hafa áhuga á þvi aö gerast áskrifendur vlnsamlega hafl
samband í síma 82900 og 82779. Stiórnln