Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna:
463 greiddu
atkvæöi í
kjörnefnd-
arkosningu
SAMTALS greiddu 463 at-
kvæði í kjörnefndarkosningu
innan Fulltrúaráðs Sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík, en
kosningu lauk á föstudag.
Kjörnefnd hefur það hlutverk
að gera tillögu að framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins
vegna næstu kosninga til Al-
þingis, og skal tillaga nefndar-
innar lögð fyrir fulltrúaráðs-
fund. í þessum kosningum voru
kjörnir átta kjörnefndarmenn
af fimmtán sem í kjörnefnd
munu sitja, en hinir sjö verða
tilnefndir af hinum ýmsu
Sjálfstæðisfélögum í Reykja-
vík.
Þrettán voru í kjöri, en kosn-
ingu hlutu eftirtalin: Ásdís J.
Rafnar lögfræðingur, 364 at-
kvæði; Gísli Jóhannsson versl-
unarmaður, 341 atkvæði; Mar-
grét S. Einarsdóttir sjúkraliði,
328 atkvæði; Gunnar Hauksson
verslunarmaður, 323 atkvæði;
Þorvaldur Þorvaldsson bifreið-
arstjóri, 313 atkvæði; Arnar
Ingólfsson framkvæmdastjóri,
283 atkvæði; Pétur J. Eiríksson
hagfræðingur, 297 atkvæði og
örn Valdimarsson fuiltrúi
hlaut 276 atkvæði. Aðrir hlutu
færri.
Vigdís Finnbogadóttir í reðustól i sviói Guthrie-leikhússins. Að baki hennar eru talið fri vinstri: Ríkisstjórinn, stjórnarformaður leikhússins og Arntzen
stjórnarformaður American Scandinavia Today og síðan Olander forseti Norðurlandariðs.
„Næstum eins og að koma heima
*
sagði Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, í Minnesota
MinneaoU. II. ae|Seinber. Frá önnu
Rjnrnadóttur rréttnritnra Morgunblaóninn.
RÆÐU Vigdísar Finnboga-
dóttur í Guthrie-leikhúsinu i
Minnesota í dag var mjög vel og
innilega tekið. Hún talaði um
norræna menn sem byggðu
Minnesota, dugnað þeirra og at-
orkusemi og ræktunina sem þeir
lögðu við menntun með framtíð-
ina í huga. Hún sagðist öfunda
Minnesota-búa af öllum skógun-
um þar í kring og sagðist ávallt
gróðursetja þrjú tré á ferðum
sínum, en hún ætlaði að sleppa
því hér. Tré sameinuðu fortíðina
með rótum sínum og framtíðina
með því að vaxa og dafna í nú-
tímanum. Hún sagði að Norður-
landabúar væru kunnir frá
stormasamri víkingatíð, en nú
reyndu þeir að stuðla að friði í
heiminum. Þá minnti hún á
fundarhamarinn í Sameinuðu
þjóðunum sem Ásmundur
Sveinsson myndhöggvari gerði.
Hátíðarsamkoman f Guthrie-
leikhúsinu var mjög virðuleg.
Fulltrúar konungsfjölskyldn-
anna í Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð og utanríkisráðherrahjón
Finna og kona ríkisstjórans í
Minnesota gengu í salinn við
trumbuslátt og fánar voru reist-
ir. Albert Quie ríkisstjóri
Minnesota, Sandra Hale stjórn-
arformaður American Scandin-
avia Today og Else Hetemáke-
Olander forseti Norðurlandaráðs
tóku til máls áður en Vigdís
flutti setningarræðuna. Karla-
kórinn Fóstbræður söng undir
stjórn Ragnars Björnssonar.
í kvöld sat forseti íslands
veislu rektorshjóna Minnesota-
háskóla og þar var forsetanum
veitt heiðursskjal háskólans og
gefin gjöf.
Siglufjörður:
Um 300 manns marg-
klöppuðu listafólkið upp
SigluHrði 10. september, frá blm. Mbl.,
(■uðmundi Páli Arnarsyni.
ÞRIÐJU tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands og Kristjáns Jóhanns-
sonar voru haldnir i Nýja bíói í Siglu-
firði i kvöld, fóstudaginn 10. septem-
ber. Kolbeinn Friðbjarnarson tók á
móti tónlistarfólkinu fyrir hönd bæjar-
stjórnar Siglufjarðar og hélt ferðalöng-
unum matarveislu á hóteli staðarins.
Veðrið í Siglufirði var ekki upp á
marga fiska, rigningarsuddi og kuldi
í lofti, „en hverju skiptir það, þó kalt
sé í veðri ef mannlegri hlýju er fyrir
að fara,“ eins og Kolbeinn Frið-
bjarnarson orðaði þaö í boröræðu
sinni. Nýja bíó tekur rúmlega 300
manns í sæti og var nærri því hús-
fyllir sem er mjög gott og stórkost-
leg ánægja, hljómsveitin og Kristján
klöppuð upp margsinnis. Aðstand-
endur tónleikanna undirbjuggu þá
mjög vandlega, m.a. var sviðið
stækkað og er aðstaðan hér öll til
fyrirmyndar.
Helgin verður býsna strembin hjá
tónlistarfólkinu. Fernir tónleikar á
Ólafsfirði, Akureyri, Húsavík og í
Skjólbrekku.
Vantar ykkur
skjól yfir bátinn?
Viljiö þiö eignast bestu aöstööu á
landinu? Þetta skýli er til sölu.
Dráttarbraut —
bryggja —
rafmagnsspil —
2000 lítra olíutankur +
önnur aðstaða.
(Til athugunar aö taka
vagn upp í.)
Upplýsingar
í síma 52048.
Iceland Seafood Corporation
kaupir fiskréttafyrirtæki
ICELAND Seafood Corporation í
Bandaríkjunum hefur nú fest kaup á
hluta af eignum fyrirtækisins Dolph-
in Seafoods Inc. Meðal þess sem
lceland Seafood keypti af Dolphin
voru vörumerki fyrirtækisins, fram-
leiðsluþekking og uppskriftir. Þetta
fyrirtæki var þekkt fyrir sérstaka
tegund fiskrétta til djúpsteikingar
og hefur Iceland Seafood þegar bætt
þeim við framleiðslu sína, segir með-
al annars í nýútkomnum Sambands-
fréttum.
Þar segir ennfremur, Dolphin
hafi verið eitt af þekktari sjávar-
réttafyrirtækjum í Bandaríkjun-
um og hafi starfað í 21 ár áður en
það varð að hætta rekstri vegna
fjárhagserfiðleika og sé þetta
dæmi táknrænt fyrir þá erfið-
leika, sem fyrirtæki í þessari grein
INNLENT
eiga við að etja. Þá er það haft
eftir Guðjóni B. Ólafssyni, fram-
kvæmdastjóra Iceland Seafood, að
hjá fyrirtækinu hafi sala það sem
af er ársins verið góð. Fyrstu 8
mánuðina hafi aukningin verið
7% talið í dollurum miðað við
sama tíma í fyrra. Þá hafi nýlið-
inn ágústmánuður verið sá næst
söluhæsti í allri sögu félagsins, en
þá var selt fyrir 10,3 milljónir
dollara. Þá kvað Guðjón nú vera
framundan áhyggjur vegna ónógr-
ar framleiðslu á frystum þorskaf-
urðum hér heima og mætti hún
gjarnan aukast.
AJþýðubandalag farið úr meirihlutasamstarfi á Akranesi:
Þetta er innbyrðis mál
í Alþýðubandalaginu
— segir Valdimar Indriðason
„ÞAÐ LÁ fyrir að bæjarstjórinn á
Akranesi, Magnús Oddsson, ætlaði
að hætta störfum og því þurfti að
ráða bæjarstjóra. Tíu umsóknir bár-
ust og þegar þarf að taka ákvörðun í
stórum meirihluta um ráðningu bæj-
arstjóra, þá er hætt við að einhverjir
árekstrar verði,“ sagði Valdimar
Indriðason, bæjarfulltfui Sjálfstæð-
isflokksins á Akranesi í samtali við
Mbl., en hann var spurður um
ástæðu þess að Alþýðubandalagið
hefði ákveðið að segja skilið við
meirihlutann í bæjarstjóm Akra-
ness.
„Ég hef ekkert nema gott um
Rúnar Jóhannsson að segja og
gagnrýni ekki menntun hans, en
þarna réðu ekki pólitískar skoðan-
ir, því verið var að reyna að finna
hæfan mann sem samkomulag
væri um, þannig að allir yrðu
sæmilega ánægðir. Við réðum til
starfans mjög hæfan mann, Ingi-
mund Sigurpálsson, sem allan
tímann var inni í myndinni,“ sagði
Valdimar.
„Þetta er innbyrðis mál í Al-
þýðubandalaginu og skal ég engan
dóm á það leggja og ég hef ekkert
nema gott um samstarfið við þá að
segja. Enda segjast þeir ætla að
halda áfram að styðja þann mál-
efnasamning sem við gerðum með
okkur, þegar við mynduðum
meirihlutann eftir kosningar,"
sagði Valdimar Indriðason.
Morgunblaðinu hefur borist
fréttatilkynning frá
Alþýðubandalaginu á Akranesi
vegna þessa máls. Þar kemur m.a.
fram að ástæða meirihlutaslit-
anna sé sú að „óvenju hæfum um-
sækjanda, Rúnari B. Jóhannssyni,
rekstrarhagfræðingi og endur-
skoðanda, sé hafnað sakir stjórn-
málaskoðana hans.“ Sérmenntun
hans á sviði opinbers rekstrar sé
ekki metin neins, og ekki þekking
hans á bókhanldi og fjármála-
stjórn. Þá kemur fram að Alþýðu-
bandalagið leggi til að kosið verði
að nýju í ráð og nefndir bæjarins,
sé þess kostur. Ennfremur kemur
fram að flokkurinn muni virða
málefnasamkomulag það sem gert
var þegar meirihlutinn var mynd-
aður og stuðla að framgangi
þeirra mála sem þar voru til-
greind.