Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 37 Milton Friedman Menningarstofnun Bandaríkjanna: Sýnir þætti Friedmans á sjötugs- afmæli hans MILTON Friedman, nóbelsverd- launahafi í hagfræði og einn kunnasti hagfræðingur nútímans, varð sjötug- ur 31. júlí sl. Af þvi tilefni hefur Menningarstofnun Bandaríkjanna fengið sjónvarpsþættina tíu, sem hann gerði árið 1980 undir nafninu „Free to Choose“, hingað til lands. Fimm þeirra voru sem kunnugt er sýndir í íslenska sjónvarpinu vorið 1981, en hinir fimm hafa aldrei verið sýndir hérlendis. Er þar um að ræða þættina: Frá vöggu til grafar (From Cradle to Grave), Greining kreppunnar (The Ana- tomy of Crisis), Hvað er að skólun- um okkar? (What’s Wrong with Our Schools?), Hver gætir hags launþegans (Who Protects the Worker), og Straumhvörf (The Tide is Turning). Allir tíu sjónvarpsþættirnir eru í Ameríska bókasafninu og er öllum velkomið að koma og horfa þar á myndirnar á opnunartíma bóka- safnsins sem er frá kl. 11.30 til 17.30, mánudaga til föstudaga, en á fimmtudögum er opið til kl. 20.00. Athygli er vakin á því að Menning- arstofnun Bandaríkjanna hefur nimurnar aðeins að láni frá fram- leiðendum til næstu mánaðamóta. Norræna húsið: Fyrirlestur um ástir kvenna í fornsögum NORSKI rithöfundurinn Vera Henr- iksen heldur fyrirlestur í Norræna hús- inu mánudaginn 13. september kl. 20.30 og nefnir „Kjærlighet — utemm- et og lovlydig". Les hún þar upp úr óútkominni bók, sem verður 2. bindi f fjölbinda verki um konur fornsagn- anna. Fyrsta bindið „Sagens kvinner. Om stolthet og telldom, kjærlighet og hevn“ kom út 1981, og tileinkaði höf- undur Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, bókina. Vera Henriksen hefur skrifað fjölda skáldsagna sögulegs efnis. Fyrsta bók hennar kom út 1961 og var 1. bindi í þríleik um Ólaf konung helga, og 1970 kom 1. bindi í fjöl- bindaverki (5) um Bent Jonsson frá Guðbrandsdaí í Noregi, en öll fimm bindin gerast á síðari hluta 16. aldar þegar mótmælendatrúin var að festa rætur. Höfundur hefur ekki einungis skrifað bækur sögulegs efnis og má þá nefna söguna Glassberget, sem fjallar um nútímahjónaband. Hlut- verk kvenna, bæði í fortíð og nútíð, er Veru Henriksen mjög hugleikið, og í bókum hennar speglast umræð- an um hlutverk kynjanna mjög víða. Þetta ár hefur Vera Henriksen tvívegis komið til íslands til að heyja sér efni í tvær skáldsögur, sem snerta Island að meira eða minna leyti, og byggir önnur þeirra að hluta á Egilssögu. Hefur hún ferðast víða um land til að kynna sér stað- hætti og annað það, sem hún hyggst nota við samningu skáldsagnanna. Fýrirlesturinn í Norræna húsinu er öllum opinn. Fimm mánuöir: nóv., des., jan., febr. og mars fyrir aöeins kr 19.840.- Einstakt tækifæri tll þess að eyöa dimmustu og köldustu vetrarmánuöum í Mallo-kasól. fyrir minna verö, en kostar aö lifa í kuldanum og vetrarumhleypingum. Fallegar fyrsta flokks ibúðir, svefnherbergi, stór stofa, sólsvalir, flísalagt eldhús meö öllum búnaöi, snyrtiherbergi og baö, flísalagt og marmari, sundlaugar, tennisvellir og minigolf í garöinum og á grasflötunum. Islensk fararstjórn, skemmti- og skoöunarferöir um sólríkt og fagurt sólarland, par sem appelsínurnar falla fullproskaöar af trjánum í janúar. örfáum plássum óráöstafaö. Aðrar ferðir okkar: Tenerife fögur sólskinsparadís. alla þriöjudaga. Grikkland, Aþenustrendur, alla þriöjudaga. London, vikuferöir alla laugardaga. Landiö helga og Egyptaland 22 dagar, 12. október. /ÆÍrtOUr (Flugferöir) Aöalstræti 9, Mjöbæjarmarkaöinum, Z h. Símar 10661 og 15331. Vetrardvöl á Mallorka MITSUBISHI Akranes Blönduós Egilsstaðir Vík Borgarnes varmahlíð Reyðarfjörður Hvolsvöllur Vegamót - Snæfellsnesl Sauðárkrókur Neskaupstaður Hella Ólafsvík HOfSÓS Eskifjörður Selfoss Stykkishólmur Siglufjör.ður Fáskrúðsfjörður Flúðir Skriðuland í Saurbæ Ólafsfjörður Stöðvarfjörður Hveragerði Búðardalur Dalvík Breiðdalsvík Þorlákshöfn Staðarskáli Akureyri Djúpivogur Crindavík Hvammstangi Reykjahlíð Hornafjörður Keflavík Víðlhlíð Húsavík Fagurhólsmýri ísafjörður Skagaströnd Seyðisfjörður Kirkjubæjarklaustur Bolungarvík PAJERO JEPPI L-200 PICK-UP ÖD PIOMEEn BÍLHLJÓMTÆKI TIL SÝNIS í BÍLUNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.