Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
Minning:
Guöbjörg Jenrtý
Vigfúsdóttir
Fædd 11. október 1902
Daín 10. ágúst 1982
Laugardaginn 14. ágúst sl. var
gerð frá Ólafsvíkurkirkju útför
Guðbjargar Jennýar Vigfúsdóttur
frá Mosfelli í Ólafsvík.
Guðbjörg lést á sjúkrahúsinu á
Akranesi 10. ágúst sl. eftir langa
sjúkdómslegu.
Guðbjörg fæddist á Kálfárvöll-
um í Staðarsveit á Snæfellsnesi
11. október 1902. Foreldrar hennar
voru Vigfús Vigfússon og Sólveig
Bjarnadóttir er bjuggu á Kálfár-
völlum.
Börn þeirra Vigfúsar og Sól-
veigar voru auk Guðbjargar
’Efemía Elín Guðbjörg, gift Einari
Jónssyni, verkamanni, Guðrún
María, gift Snæbirni Þorlákssyni,
húsasmið, Bjarnveig Kristólína,
gift Bjarna Nikulássyni, bónda,
Ólína Svanhvít, dó barn að aldri,
Elín Svanhvít, gift Sveinbirni Eg-
ilssyni, ritstjóra, Pálína Margrét,
gift Þorsteini Loftssyni, vélfræði-
ráðunaut, Sigurður Vigfús Guð-
laugur, fv. ritstjóri Kristilegs
vikublaðs — fyrri kona Jónína
Gunnarsdóttir, seinni kona Ás-
laug Stefánsdóttir, Vigfús Jón,
sjómaður, kvæntur Epepínu Ás-
björnsdóttur, Þorbjörg Gíslína,
gift Júlíusi Evert, kaupmanni,
Guðbrandur, fv. oddviti í Ólafsvík,
kvæntur Elínu Snæbjörnsdóttur.
Eftirlifandi þessa systkinahóps
eru þau Sigurður, Guðbrandur og
Þorbjörg.
Þegar Guðbjörg var tæplega 10
ára gömul missti hún móður sína
og eftir það var hún hjá eldri syst-
ur sinni, Bjarnveigu Vigfúsdóttur,
og manni hennar, Bjarna Nikulás-
syni, er bjuggu allan sinn búskap í
Böðvarsholti í Staðarsveit, sem er
næsti bær við Kálfárvelli.
Ekki þarf að efa það, að Guð-
björgu hefur verið það mikil raun
svo ungri að missa móður sína. En
Bjarnveig gekk systur sinni í móð-
ur stað og var samband þeirra alla
tíð mjög náið og tengsl fjölskyldu
Guðbjargar síðan sterk við Böðv-
arsholtsheimilið eftir að hún varð
fjölskyldumóðir.
Föður sinn missti Guðbjörg
1923 um það leyti er hún varð að
setjast að í Ólafsvík, en leið henn-
ar lá þangað til starfa og búsetu.
Fráfall föður hennar bar að með
þeim hætti, að Guðbjörg var að
fara til Ólafsvíkur í fylgd föður
síns, er hann veiktist skyndilega
og dó á heiðinni nærri Urðarmúla,
sem er sunnanvert á Fróðárheiði.
Þannig kvaddi Guðbjörg báða for-
eldra sina í fæðingarsveitinni með
svo skjótum hætti og varð ein að
ganga síðasta spölinn til þess
lífsstarfs í Ólafsvík er beið hennar
handan heiðarinnar.
1924 hóf Guðbjörg búskap með
eiginmanni sínum, Sigtryggi Sig-
tryggssyni, sjómanni, sem fæddur
var á Rip í Skagafirði, en fluttist
barn að aldri til Ólafsvíkur og ólst
þar upp. Fyrsta sameiginlega
heimili þeirra var í Efsta Bæ hjá
þeim sómahjónum Þorsteini Guð-
mundssyni og Kristínu Siggeirs-
dóttur. Síðar fluttu þau að Mos-
felli þar sem þau bjuggu eftir það
og voru jafnan kennd við Mosfell.
Lengst af stundaði Sigtryggur
sjómennsku og þá jafnan fjarrj
heimilinu svo sem þá tíðkaðist. í
fjarveru bónda síns var því verk-
efni Guðbjargar meðfram barna-
uppeldi og húsmóðurstörfum að
sjá um bústofninn, sem var kindur
og kýr eins og tíðkaðist og var í
raun forsenda fyrir lífsafkomunni.
Ekki þarf að efa, að lífsbaráttan
var hörð hjá þeim sem hófu bú-
skap í sjávarþorpi á 3. tug aldar-
innar þegar það þótti skömm að
þiggja af samfélaginu og hver
varð að treysta á sinn eigin dugn-
að og fyrirhyggju.
Þegar ég var að alast upp í
Ólafsvík höfðu húsin sín nöfn en
voru ekki númer við götu. Sú gata
sem Mosfell stendur við og er nú
Grundarbraut, var nefnd Langi-
stígur. Sú heimsmynd sem er í
huga mínum frá bernskuárunum
nær ekki vítt. Efst í huga er að
sjálfsögðu Borgarstígur og Langi-
stígurinn, en sjaldan var farið
ofar eftir honum en að Mosfelli.
Síðan voru það túnin upp með
Kotlæknum þar sem konurnar
stóðu jafnt við slátt og rakstur og
síðan en ekki síst var það Lindin.
Við Lindina hittust konurnar
sem báru þvottinn í bölum fyrir
framan sig en í Lindinni var
þvotturinn skolaður. Þá var það
oftar en ekki að börnin eltu. Frá
einni slíkri Lindarferð á ég mínar
fyrstu minningar um Guggu eins
og ættingjar og vinir kölluðu
hana. Heimili Guggu var mann-
margt og því var hún oft við Lind-
ina með þvottinn af sínum erfið-
isvinnumönnum. Vatnið í Lindinni
var kalt og ég man það, að ég var
undrandi á því hve konurnar voru
hraustar að skola í jökulköldu
vatninu. Eftir slíkar volkstundir
var oft farið að Mosfelli til Guggu
og vinkonurnar fengu kaffi í eld-
húsinu. Frá þessum ferðum og síð-
ar í heimsóknum að Mosfelli varð
mér kunnugt um hve Gugga var
einstaklega barngóð og ég hef
sjálfsagt notið þess ríkulega að
vera sonarsonur Bjarnveigar.
Gugga var einstök húsmóðir,
um það heyrði ég talað og kynntist
síðar. Á Mosfelli var allt svo fínt,
fannst mér sem barni, og svo
hljótt þó margir heimilismenn
væru.
Langistígur og Borgarstígur
voru leikvellir jafnt sumar sem
vetur. Enda þótt börnin á Mosfelli
væru vaxin úr grasi á undan mín-
um jafnöldrum fylgdist Gugga
með því sem fram fór á götunni
hjá börnunum. Skakkaði hún leik-
inn þegar fullhart var fram gengið
eða ef hrekkjalómarnir höfðu sig i
frammi. Það var eins og Gugga
fylgdist alltaf með okkur krökkun-
um þó hún hefði mikið að gera á
sinu stóra heimili þar sem hún
þjónaði meðan kraftar hennar
entust. Hún var trú þeim vilja sín-
um að heimilið væri fjölskyldunni
skjól, sem sótt væri í og allir væru
velkomnir að njóta. Enda þótt
Gugga gengi hljóð til verka sinna,
duldist engum er til þekkti, að á
hennar heimili var fyrirhyggjan i
öndvegi og þeir sem kynntust
heimilishögum á Mosfelli sem
grannar minnast hinnar einstöku
samheldni fjölskyldunnar, sem
hafði sín áhrif á þróun þess bæj-
arfélags sem var og er í mótun.
Vafalaust hefur yfirveguð og
traust framganga Guðbjargar sett
svip sinn á athafnir afkomenda
hennar.
Börn þeirra hjóna Guðbjargar
og Sigtryggs eru: Haukur, útgerð-
armaður í Ólafsvík, kvæntur
Steinunni Þorsteinsdóttur. Börn
þeirra eru: Lára, sem dó barn að
aldri, Þorsteinn, Guðbjörn Smári,
Rut, Hilmar Þór, auk dætra Stein-
unnar frá fyrra hjónabandi Krist-
ínar og Þórheiðar sem Haukur
gekk í föðurstað. Sverrir, bifreið-
arstjóri í Ólafsvík. Þráinn, skip-
stjóri í Ólafsvík, kvæntur Guð-
björgu Sveinsdóttur. Börn þeirra
eru: Egill Viðar, Pálína Svanhvít,
Bryndís, Sigurbjörg Björk, Berg-
lind og Sigtryggur. Sveinbjörn,
byggingarmeistari í Ólafsvík,
kvæntur Gyðu Vigfúsdóttur, sem
er látin. Börn þeirra eru: Loftur,
Kristinn Vigfús, Guðbjörg Jenný
og Olga. Vigfús, bifreiðarstjóri í
Ólafsvík. Hafsteinn, verkamaður í
Ólafsvík. Bjarney Sólveig, hús-
móðir í Ólafsvík, gift Ríkharði
Magnússyni. Börn þeirra eru:
Guðbjörg Jenný, Bylgja, Magnús,
Ríkharður og Díana Harpa.
Með Guðbjörgu er gengin mikil
sómakona sem hefur lagt stóran
skerf til fjölskyldu sinnar og þjóð-
félagsins.
Blessuð sé minnig hennar.
Sturla Böðvarsson.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma, langamma og langalanga-
amma,
GUDRÚN JÓNSDÓTTIR,
Eyrarvegi 9, Selfoaai,
andaðist föstudaginn 10. september.
Fyrir hönd aðstandenda.
Daatur hinnar lAtnu
t
Móöir mín, stjúpmóöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
GUDRÍDUR SÆMUNDSDÓTTIR,
Mjóuhlfö 14,
sem andaöist 3. september, veröur jarösett frá Fossvogskirkju
þriöjudaginn 14. september kl. 13.30. Þeim sem vlldu mlnnast
hennar er bent á Hatlgrímskirkju.
Sigríöur Theódóra Guömundsóttir, Sigurður Gunnaraaon,
Hrefna Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Arthúrsson,
Ragnar Þorsteinsson, Hrefna Kristjánsdóttir,
börn og barnabörn.
NBS— Bjálkabústaðir
Til sýnis í dag kl. 1—6
í Þrastarskógi,
Álftahólabraut (sjá kort).
t
Eiginkona mín og móöir okkar,
ÞÓRHILDUR VALDIMARSDÓTTIR,
Garóavegí 13, Keflavlk,
veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju þriöjudaginn 14. september
kl. 14.
Oddgeir Pótursson og börn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö vegna fráfalls fööur okkar og
tengdafööur,
JÓNASARJÓNASSONAR,
lögregluvaróstjóra.
Elín Mjöll Jónasdóttir,
Jóhannes Jónasson,
Kolbrún Helgadóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug vlö andlát og útför
eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
JÓNS GUDNASONAR,
Öldugötu 2, Hafnarfirði.
Kristín Sigríóur Einarsdóttir,
Einar V. Jónsson,
Halldóra G. Jónsdóttir,
Guöni Jónsaon,
Jóhannes Jónsson,
Marta Jónsdóttir,
Marteinn G. Þorláksson,
Berta Björgvinsdóttir
Guörún Lárusdóttir,
Jón Pálmi Skarpháöinsson
og barnabörn.
Selvík
Bregðu þér bæjarleið
og kynntu þér nýja
NBS- bjálkabústaðinn.
Þrastarlundur
NBS
Hús s/f
Austurstræti 9 - Pósthólf 362 - S: 27327 - 28190