Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 21 en skipverjar höfðu varla undan að dæla. Um morguninn var Giötheborg skammt undan landi og var þá stormur, fannkoma og stjórsjór. Tveimur akkerum var kastað út og mældist dýpið um 25 faðmar, en brotsjóir gengu yfir skipið hvað eftir annað svo menn óttuðust að það mundi liðast sundur undir sér. Skipsstjórnarmenn hugsuðu þá um að hleypa á land, en þorðu ekki, því brimrótið var svo mikið að sýnt þótti að enginn maður mundi komast af. Gripið var til þess ráðs að höggva allar þrjár siglurnar og var þeim komið fyrir borð með rá og reiða. Undir kvöldið lægði nokkuð en þó var ekki viðlit að hleypa á land fyrir brimi. Voru skipverjar nú flestir orðnir mjög þrekaðir og var gripið til þess ráðs að skjóta nokkrum neyðarskotum ef það mætti verða til að einhverjir heyrðu og kæmu þeim til aðstoðar á þessari stund neyðarinnar. Brynjólfur á Hrauni kemur til sögunnar Víkur nú sögunni að Hrauni í Ölfusi en þar bjó þá Brynjólfur lögréttumaður Jónsson. Um nótt- ina heyrðu heimamenn fallbyssu- drunurnar og sendi Brynjólfur þrjá menn hinn næsta morgun niður að sjó til að forvitnast um hvort þeir yrðu einhvers vísari. Er þeir komu heim um kvöldið höfðu þeir þær fréttir að færa, að stórt skip lægi á Hafnarvík og væri af því möstur og reiði. En þar sem nú var farið að dimma og grenjandi hríð brostin á var ekkert hægt að gera þá um kvöldið enda óratandi suður yfir sand. Þennan dag köstuðu þeir á Giötheborg fyrir borð öllum fall- byssum á efsta þilfari til að létta skipið áður en hleypt yrði á land því nú var fyrirsjáanlegt að ekki yrði hjá því komist og því fyrr því betra. Af dagbók skipsins má ráða að ekki hefur skipverjum verið rótt og stendur m.a.: „Guð veri oss náðugur". Næsta dag fór Brynjólfur á Hrauni niður á sand við sjötta mann til að reyna að bjarga skipbrotsmönnum ef nokkur kost- ur væri. Komu þeir niður á Hraunsskeið og lá skipið þar fyrir framan. í fjörunni fundu þeir brak úr skipinu, rár með reiða, fall- byssustokka og sitthvað fleira, þar á meðal litla tunnu sem á var skrifað með stórum stöfum: „Opnið mig og lesið bréfið". En vegna þess hversu hvasst var og myrkur skollið á þorði Brynjólfur ekki að opna tunnuna, en fór með hana heim að Hrauni. Innan úr tunnunni kom „kóngs- ins fáni“ og bréf dagsett þann sama dag. Var það frá skipherran- um á Giötheborg og var á þessa leið: „Háttvirtu góðu vinir. — Því miður hef ég ratað í sjávarháska með herskipið Giötheborg hér við land og er illa staddur. í guðs nafni og konungsins vegna bið ég yður 'að gefa merki í landi, þar sem vér helst gætum komist lífs af með því að hleypa skipinu upp, ef nauðsyn krefur. — Haldið vörð þarna nótt og dag, svo að vér vesa- lingar fáum bjargað lífinu, því að fyrir það fáið þér laun hjá guði og hylli konungsins." Brynjólfur brá skjótt við eftir að hann hafði lesið bréfið og um miðnætti lögðu þeir sex aftur af stað til að athuga nánar aðstæður og reyna að fara eftir fyrirmælum skipherrans. Er þangað var komið festu þeir upp „kóngsins flagg“ á þeim stað sem þeim þótti vænleg- ast að hleypa skipinu upp á sand- inn. Giötheborg hleypt á land Á meðan á þessu stóð hefur ver- ið dapurlegt um að litast í Giöthe- borg. Flestir bjuggust við dauða sinum og allan sunnudaginn var glórulaus stórhríð og stormur svo varla sá út úr augum. Skipið lá nú flatt fyrir brotsjóunum og bjugg- ust menn við að það myndi liðast í sundur á hverri stundu. Á þessu gekk alla mánudagsnóttina og um morguninn var auðfundið að skip- ið var mikið farið að liðast. Með birtingu fór það að reka og var þá ekki um annað að ræða en að höggva á akkerisfestar og hleypa skipinu á land. Dagbók skipsins er fáorð um þátt mannanna í landi og raunar er þess hvergi getið að íslendingar hafi átt neinn þátt í að bjarga skipbrotsmönnum og skal vikið að því atriði síðar. Á dagbókinni er ekki að sjá að skipbrotsmenn hafi séð merki það er þeir Brynjólfur höfðu sett upp í landi, en flaggið var uppi þangað til skipið var strandað og var það klukkan 9 um morguninn. Af frásögn Brynjólfs má hins vegar ráða, að hann hefur haldið að skipverjar hafi farið eft- ir leiðbeiningum sínum og hafi skipið borið að landi á þeim stað sem fáninn var. Stutt var úr skipi í land eftir að það var strandað, en brimið var svo mikið að ekki var viðlit að setja bát á flot. Tveir menn buðust þá til að synda í land með streng sem bundinn var um mitti þeirra. Af öðrum manninum er það að segja, að hann gafst upp í barátt- unni við holskeflurnar og urðu þeir að draga hann um borð aftur. Hinn komst að vísu á land en missti strenginn úr höndum sér er hann var að leysa sig og voru þeir því engu nær. Var þá gripið til þess ráðs að smíða fleka og fóru átta menn á hann og lögðu frá borði með ífestan kaðal. Er þá bar að landi riðu brotsjóir yfir flek- ann, skoluðu mönnunum af honum og drukknuðu þeir allir fyrir aug- unum á félögum sínum. Flekann bar hins vegar á land og með hon- um kaðalinn og hefði því alveg eins verið hægt að koma kaðlinum í land á flekanum mannlausum, svo að lífum þessara manna var fórnað að þarflausu. Skipbrotsmenn komast í land Skipverjar á Giötheborg tóku nú til við að fleygja öllu lauslegu útbyrðis og einnig því sem nokkur þungi var í til að létta skipið undir næsta flóð og skolaði flóðið skip- inu 10 föðmum nær landi en það hafði verið. Var nú kaðallinn fest- ur um stafnmerki þess og þegar fjaraði renndu flestir sér á honum til lands. Undir kvöldið hvessti f»jög og varð þá að hætta björgun og þeir sem þá voru eftir í skipinu urðu að hírast þar um nóttina. Daginn eftir fóru allir í land sem eftir voru í skipinu nema þrír eða fjórir yfirmenn en næstu nótt braut brotsjór káetuna og skipið lagðist á hliðina og eftir það var engum vært þar. Friis skipherra ritaði nú bréf sem senda átti með hraðboða til Bessastaða þar sem hann skýrir frá hvernig högum þeirra sé komið. Biður hann amtmann og landfógeta að koma þegar í stað og greiða fyrir sér í vandræðum þessum. Skipbrotsmenn urðu auðvitað fegnir að hafa fast land undir fót- um, en heldur var köld aðkoman þarna á eyðisandinum. Hvergi var neitt afdrep, veður slæmt og þeir allir votir. Þeim tókst þó að kveikja eld sem þeir vermdu sér við fyrstu nóttina, en þeim hafði tekist að bjarga nokkrum matar- forða úr skipinu svo að þeir þurftu ekki að líða skort. Veðurofsinn hélst þó hinn sami og skóf sandinn svo óvönum mönnum var ekki vært undir beru lofti og tókst þeim að gera tjöld úr slitrum af seglum skipsins. En brimið gekk upp á tjöldin með næsta flóði svo þar var ekki vært heldur. Lenti nú allt í ráðleysi svo engri reglu var við komið og stukku þá nokkrir menn í burt í leyfisleysi að leita bæja. Komu þeir aftur næsta dag og sögðu félögum sín- um að skárra væri að vera ofan við sandinn. Varð þá alger upp- lausn í liðinu og lögðu sumir af stað upp sandinn án þess að vita hvað við tæki. Á fimmtudaginn var svo komið að ekki voru eftir á strandstaðnum nema átta menn, er gæta skyldu vogreksins. Þáttur Islendinga í björguninni Eins og áður er getið kemur hvergi fram að íslendingar hafi átt neinn þátt í því að bjarga skipbrotsmönnum, en reyndar var ekki siður að halda slíku á lofti í þá daga. Árni óla telur hins vegar að þarna hafi af fáum mönnum verið framkvæmt hið mesta björg- unarstarf sem sögur fara af á ís- landi því þarna hafi fleiri mönnum verið bjargað úr sjávar- háska en dæmi eru til hér á landi. Á skipinu munu upphaflega hafa verið nær 190 manns.Tíu höfðu látist frá því skipið lagði af stað frá Hafnarfirði, en landfógeti seg- ir á einum stað, að rúmlega 170 hafi bjargast, eða álíka inargir og íbúar hafa verið í einum hreppi. En í skýrslum sínum geta hinir útlendu menn ekki um þátt íslend- inga í björguninni og Brynjólfur á Hrauni og hans menn eru þá held- ur ekki að gorta af framgöngu sinni. En að sögn Árna Óla má ýmislegt annað lesa á milli lín- anna í frásögn þeirra. Þegar fallbyssuskotin heyrast heim að Hrauni eru menn látnir brjótast á strandstað í ófæru veðri, stórhríð og sandbyl. Brynjólfur fer síðan við sjötta mann út á strandstaðinn og halda þeir þar vörð í aftakaveðri og þeg- ar birtir gefa þeir skipverjum merki um það hvar þeim muni vera óhætt að hleypa skipinu á land. Rétt á eftir eru akkeris- strengir skipsins höggnir og skip- inu hleypt á land einmitt á þeim stað, sem þeir Brynjólfur höfðu sett upp „kóngsins fána“. Þarna hefur landtakan verið best og þess vegna tekst svo vel til að rúmlega 170 mannslífum er bjargað. Þá segir Árni Óla að enginn efi sé á því að það hafi verið þeir Brynjólfur, sem tóku kaðalinn er flekinn flutti í land og festu hann og þess vegna hafi skipverjar get- að rennt sér á honum í land og þar hafi þeir Brynjólfur tekið við þeim jafnharðan. Þeir hafi því tekið við hlutverkum sem hinum átta, er SJÁ NÆSTU SÍÐU skip í þjónustu Danakonungs í heimildum er ekki að finna ná- kvæma lýsingu á herskipinu Giöthe- borg, en þó má gera sér nokkuð glögga mynd af skipinu með samanburði við önn- ur skip sömu tegund- ar frá þessum tíma. Giötheborg var svo- kallað orlogsskip, það er herskip stærra en freigáta, en byssu- fjöldi á þessum skip- um gat verið nokkuð mismunandi, allt frá 50 og upp í 120. Byss- urnar voru yfirleitt á þremur þilförunum, þungar fallbyssur á hinum tveimur neðri, lokuðu þilförum og léttari fallbyssur á opna þilfarinu. Giötheborg hefur lík- lega ekki verið ósvip- að sænska orlogs- skipinu Vasa, sem sökk í jómfrúrferð sinni í innsigiingu Stokkhólms 10. ágúst • 1627. Skipinu var bjargað af hafsbotni árið 1961 og telst nú til dýrmætustu þjóð- minja Svía. Vasa var 64. fall- byssu orlogsskip, sem Gústav II. Adolf Svíakonungur lét smíða þegar Svíar blönduðu sér í 30 ára stríðið. Lengd þess var 62 metrar, kjal- arlengd 50 metrar, breidd 11,7 metrar, vó 1300 tonn og gat borið 1070 tonn. Það hafði 47 fallbyssur, 24 punda á tveimur lokuðum þilförum og 16 minni fallbyssur á opnu þilfari. Af þeim heimildum sem undirritaður hafði tiltækar varð ekki ráðið með vissu hvernig sænska herskipið féll í hend- ur Dönum. Giöthe- borg mun hafa verið eitt af svokölluðum „konungsskipum" Svía, sem voru eins konar flaggskip í hverri flotadeild — og má leiða nokkrar líkur að því hvernig og hvenær eigenda- skiptin urðu. Danir og Svíar börðust blóðugum styrjöldum um for- ræði Norðurlanda og háðu margar rimmur á hafinu. Ein sú mesta varð við Ey- land út af austur- strönd Svíþjóðar þar sem Danir, með að- stoð hollenskrar flotadeildar, sigruðu Svía árið 1676. Þar fórst í púðurspreng- ingu risavaxið kon- ungsskip Svía, Stóra Krónan, orlogsskip með 120 fallbyssum. Ef til vill hefur Giötheborg fallið í hendur Dana í þess- ari orustu þótt lík- legra sé að það hafi orðið seinna. í Norðurlanda- stríðinu mikla upp úr 1700, þegar Danir voru bandamenn Rússa gegn Svíum, má nefna nokkrar sjóorustur á milli frændþjóðanna þar sem Giötheborg gæti hafa skipt um eigend- ur. í orustu við Fem- ern 1715 tókst Dön- um, undir stjórn Gabel flotaforingja að ná allmörgum sænskum herskipum á sitt vald og ekki ólíklegt að Giöthe- borg hafi verið í þeim hópi. Ein mesta hetj- an í þessari orustu var Norðmaðurinn Pétur Wessel, sem tók sér aðalsheitið Tordenskjöld, og að orustunni lokinni tókst honum með ótrúlegri dirfsku að ná fimm sænskum herskipum. Mesta af- rek sitt vann hann 1716. Þá sóttu Svíar inn í Austfold í Nor- egi og höfðu safnað miklum herflutn- ingafloka í Dýnakíl- firði. Tordenskjöld réðst með fáliðuðum freigátu- og galeiðu- flota inn á lægið og vann ótrúleg hervirki á skömmum tíma. Af 13 orlogsskipum her- tók hann 9, hin voru eyðilögð, en alls misstu Svíar þar 44 skip. Síðar endurtók Tordenskjold álíka djarfar leifturárásir á sænskar flotadeild- ir í Marstrand og Gautaborg. í Norðurlanda- stríðinu tóku Svíar upp á því að hertaka dönsk íslandsför og leiddi það til þess, að dönskum skipum í Is- landssiglingum var skipað í lestir og varnarskip látin fylgja þeim með bækistöð í Hafnar- firði. í þjónustu Danakonungs fékk Giötheborg því það hlutverk að verja ís- landsför fyrir árásum flota síns fyrri hús- bónda, Svíakonungs. — Sv.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.