Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þt AIGLYSIR l M ALLT LAND ÞKGAR Þt AtGLYSIR I MORGl'NBLAÐINt Frágangi Áskirkju að utan er nú lokið og því var í vikunni hsegt að taka vinnupalla niður. Blasir kirkjan því við án vinnupalla framan í Laugarásnum. En söfnuðurinn er að búa sig undir síðasta byggingarátakið með fjársöfnun í dag. Fjársöfnunardagur til síðasta áfanga Askirkju DAGANA 12. — 19. september gengst Safnaðarfélag Áskirkju í Reykjavík fyrir fjársöfnun til kirkju- byggingar safnaðarins. Verður leit- ast við að heilsa upp á öllum heimil- um sóknarinnar og beðið um fjár- stuðning við bygginguna eða fyrir- heit um framlag síðar. Tilefni þessarar fjársöfnunar er þau tímamót að síðasti áfangi byggingastarfsins er hafinn. Tekið er til við múrhúðun kirkjunnar að innan jafnframt því að vinnupall- ar utanhúss hafa verið teknir niður, enda ytri frágangi hússins lokið. Þær framkvæmdir, sem nú eru að baki, hafa verið dýrar og það, hve vel hefur unnist, ber mikilli fórnfýsi safnaðarins vott sem og áhuga. Er því ekki að efa að vel verður brugðist við nú, er leitað verður eftir stuðningi til að gera myndarlegt átak innan dyra í kirkjunni. Á næsta ári eru liðin 20 ár frá stofnun Ásprestakalls og standa vonir til að á þeim tímamótum verði unnt að taka hluta kirkju- byggingarinnar í notkun. Sunnudaginn 19. september verður guðsþjónusta í Áskirkju og gefst sóknarbörnum og velunnur- um kirkjunnar þá kostur á að skoða húsið og væntanlega að- stöðu safnaðarins. Ámi Bergur Sigurbjörnsson Enn lítil ástarsaga úr Breiðholti kuldaskór á alla fjölskylduna FYRIR rúmu ári birtist i Morgun- blaðinu frásögn af köttunum hennar Yasmin Björnsdóttur undir fyrir- sögninni „Ástarsaga úr Breið- holtinu“. Yasmin hefur nú sent Morgunblaðinu myndir, sem hún hefur tekið af „barnabörnunum" þeirra Tópaz og Gepils. í bréfi, sem Yasmin sendi okkur með myndunum, segir hún, að hún geti ekki hugsað sér að láta taka litlu kettlingana sína af lífi, þeir hafi upphaflega verið 9 talsins, en enn séu einhverjir eftir, sem hún gjarnan vilji gefa. Þeir séu „ynd- islegir og fallegir" og sumir þeirrs séu með kross á bakinu. Á myndinni, sem fylgir, er Yasmin með kettlingana sína Yasmin býr í Bakkakoti vi? Vatnsveituveg 180 hér í Reykja- vík. ml öMiÚTIUF Glæsibæ, sími 82922 Teg. 102. 3 litir. Stærö- ir 37—46. Verö kr. 330. Teg. 204. 3 litir m. rennilás. Stæröir 36—46. Verö kr. 585. Teg. 600. Barnastæröir m. rennilás, dökkblá, nr. 26—37. Verö kr. 395. LANDIÐ HELGA OG EGYPTALAND 22 daga ævintýraferð. Brottför 12. október Fyrsta flokks hótel. íslenskur fararstjóri. Ferö um fögur lönd og ógleymanlega sögu- staöi. Jerúsalem — Betlehemsvellir — Hebron — Nasareth — Galileuvatn — Jeriko — Dauöahafiö Ekiö um beduinabyggöir Sinaieyöimerkur frá Jerúsalem til Kairó — Pýramídarnir miklu. Sigling á Níl — baöstrandardagar. London á heimleið. Og margt, margt fleira sem ekki er rúm til aö telja upp hér í lítilli auglýsingu. itarleg feröaáætlun fyrirliggjandí. — Aöeins fáum sætum óráöstafaö. Aðrar ferðir okkar: Tenerife, fögur sólskinsparadís, alla þriöjudaga. Grikkland, Aþenustrendur, alla þriöjudaga. London, vikuferöir, alla laugardaga. Mallorka, fimm mánuöir í vetrarsól, nóv, mars. ///HrtOUr (Flugferöir) Aðalstræti 9, Miöbæjarmarkaðinum, 2. h. Símar 10661 og 15331. Fyrirlestur um nýja hagfræöigrein PRÓFESSOR Jamcs M. Buchanan mun halda fyrirlestur í boði við- skiptadeildar Háskóla fslands mánudaginn 13. september nk. um efnið: „Almannavalsfræðin — ný grein hagfræöinnar“. Fyrirlesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, og hefst kl. 17.00. Öllun^er heimill aðgangur. (FréU frá Háskóla íslands.) AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 JMargmlttahih

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.