Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.12.1982, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1982 2 Hans G. Andersen undirritar haf- réttarsáttmálann HANS G. Andersen sendiherra undirritar Hafréttarsátt- málann fyrir íslands hönd á Jamaica, næstkomandi föstu- dag. Auk Hans heldur Guð- mundur Eiríksson, þjóðréttar- fræðingur utanríkisráðuneyt- isins, til Jamaica á fundinn. Ekki er ljóst hversu mörg ríki munu skrifa undir sáttmálann, en ljóst er að Bretar, Banda- ríkjamenn og V-Þjóðverjar munu ekki skrifa undir. Utanríkisráð- herra Svíþjóð- ar í heimsókn Utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, Lennart Bodström, kemur hingað til lands í óformlega heimsókn síðdegis í dag. Bod- ström mun m.a. eiga viðræður við Ólaf Jóhannesson utanrík- isráðherra á mánudag og einn- ig hitta forsætisráðherra og forseta íslands að máli. Bod- ström hefur nýlega heimsótt Noreg og Finnland, og hyggst einnig heimsækja Danmörku. Ýr sökk í gærmorgun Vélbáturinn Ýr SU 15, gerð- ur út frá Þórshöfn, sökk á Þist- ilfirði snemma á áttunda tím- anum í gærmorgun. Ýr var 9 tonna trébátur. Eigandinn og útgerðarmaðurinn Björgvin Sveinsson var einn um borð og bjargaðist hann um borð í Val, en skipstjóri Vals er Marinó Jónsson. Stal 900 dollurum FERÐATÉKKUM að andvirði 900 dollurum var stolið frá bandarískum ferðamanni á Hótel Esju í fyrrakvöld. Mað- urinn skrapp úr herbergi sínu og skildi eftir ólæst. Á meðan var fénu stolið. Þjófnaðurinn var kærður til Rannsóknarlög- reglu ríkisins. Maður var skömmu síðar handtekinn og hefur hann viðurkennt að hafa stolið fénu og var því komið í hendur hins rétta eiganda. Um 40 árekstr- ar í Reykjavík í gær MIKIÐ var um umferðaróhöpp í umferðinni í Reykjavík í gær — frá því klukkan 10 í gærmorgun fram til klukkan 18 urðu um 40 árekstrar. Harðasti áreksturinn varð á gatnamótum Eiríksgötu og Barónsstígs. Þar skullu sam- an Toyota-bifreið með Y-númeri og Fiat-bifreið með G-númeri. Y-bifreiðinni var ekið vestur Eiríksgötu og G-bifreiðinni suður Barónsstíg og skullu bif- reiðirnar saman á gatnamót- unum. Toyotan kastaðist á kyrrstæða Peugot-bifreið. Tvennt var flutt í slysadeild en meiðsli munu ekki talin alvar- leg. Toyotan og Fiatinn eru mikið skemmdir. Jóiakaffi Hringsins frestað Jólakaffi Hringsins verður ekki á Hótel Borg sunnudaginn 5. desember eins og ráðgert var, heldur sunnudaginn 12. desember á Hótel Sögu. Morgunblaðift/Ól.K. Mag. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heilsar Gunnari Thoroddsen, forsætisráðherra, á flokksráðs- fundi Sjálfstæðisflokksins í gærdag. Sjálfstæðisflokkurinn: Flokksráðs- og formanna- fundinum lýkur í dag FJÖLMENNUR nokksráðs- og formannafundur Sjálfstæðisflokks- ins var settur að Hótel Sögu með Heimsmetið a þessu sviði er í eigu v-þýskra hljómlistarmanna og er frá árinu 1968. Léku þeir samfellt í 321 klukkustund. Ætlunin er að bæta þetta met. Leikið verður dag og nótt í Tóna- bæ, en húsið þó lokað að nóttunni. Fylgst verður gaumgæfilega með að öllum reglum verði framfylgt og verður m.a. fulltrúi frá heimsmeta- bók Guinness til staðar. Gera má ráð fyrir að 40—60 hljómsveitir taki þátt í tónleikum ræðu Geirs Hallgrímssonar for- manns flokksins kl. 15 í gær, en ræðu Geirs eru gerð skil annars þessum. Hljómsveitunum er ætlað að leika í a.m.k. sex klukkutíma hverri, en allt upp í hálfan sólar- hring ef þeim endist þrek til slíks. Allar hljómsveitirnar leika endur- gjaldslaust. Sem fyrr segir hefjast tónleikarn- ir kl. 14 í dag. Það verður hljóm- sveitin Þeyr, sem ríður á vaðið. Te fvrir tvo og Trúbad fylgja svo á eftir. Á morgun er gert ráð fyrir, að Mezzoforte leiki frá 14—20. staðar í blaðinu. Fundi var frestað síðdegis og verður framhaldið i dag. Að lokinni setningarræðu Geirs Hallgrímssonar fór fram kjör stjórnmálanefndar. Þá gerði Frið- rik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins grein fyrir drögum að stjórnmálaályktun, sem stjórnmálanefnd tók síðar til meðferðar. Að því loknu voru al- mennar stjórnmálaumræður á dagskrá. Fundinum verður framhaldið í dag. Kl. 9 kemur flokksráðið sam- an, en frá kl. 10 til 12.30 verða almennar umræður um flokks- starf og kosningaundirbúning. Þá verður sameiginlegur hádegis- verður, en kl. 14 verður stjórn- málaályktun lögð fram en síðan fara fram almennar umræður. Stjórnmálaályktun verður af- greidd í lok fundarins, en reiknað er með fundarslitum um kl. 17.30. Norðurlandskjördæmi vestra: Heimsmetstil- raun í Tónabæ ALLSÉRSTÆÐIR tónleikar hefjast í Tónabæ kl. 14 í dag. Er hér um aó ræda maraþontónleika, sem SA1T og Tónabær standa að í sameiningu. /Etlunin með þessum maraþontónleikum er að leika tónlist samfellt í 14 sólarhringa og slá þannig heimsmet. „Þarf góðan mann í þriðja sætið“ „Ánægjulegt að þeir skuli allt í einu treysta mér til þess“ segir Páll Pétursson alþingismaður „ÉG ER auðvitað mjög stoltur af því hve þessir menn treysta mér vel. Því er náttúrlega ekki að leyna, að það þarf að hafa góðan mann í þriðja sætinu, ef það á að verjast. Við unnum þetta sæti seinast og það þarf auðvitað að vanda mjög val frambjóðanda í það,“ sagði Páll Pétursson, alþingismaður, er Morgunblaðið innti hann álits á alyktun fundar framsóknarmanna í Austur-Húnavatnssýslu þess efnis að hann skipi þriðja sæti framboðslista flokksins við næstu alþingis- kosningar. Páll sagðist að svo komnu máli ekki vilja gefa neinar yfirlýsingar um það, hvort hann yrði við þessari ályktun flokksbræðra sinna og sýslunga. Framboðsmálin væru á undirbúningsstigi nú og stjórn kjördæmisráðsins tæki endanlega ákvörðun um skipan framboðslist- ans í Ijósi ályktana og óska fram- sóknarfélaganna í kjördæminu. „Ég geri ráð fyrir því, að það, sem fyrir þessum mönnum vakir, sé að þriðja sætið sé ótryggt og þeir treysti mér bezt til að tryggja, að það haldist. Ég er mjög ánægður með það hvað þeir eru allt í einu farnir að treysta mér vel, þeir hafa nú stundum ekki verið mjög ánægð- ir með það, sem ég hef verið að gera. Atkvæðagreiðsla fundarins fór reyndar á þá leið, að 21 voru með, 10 á móti og 3 sátu hjá og því ekki einróma samþykkt. Við erum staðráðnir í að verja þriðja sætið og látum það ekkert á okkur fá, þó að mikil þátttaka hafi orðið í prófkjöri sjálfstæðismanna hér í kjördæminu. Þar gekk mikill fjöldi manns eða að minnsta kosti 250 til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem ekki kusu hann seinast, jafnvel þó allir sem kusu hann síðast hafi kosið nú. Ég vil ekkert fullyrða hvernig stöðu þeirra manna sé há- ttað, þeir virðast hafa lýst því yfir með þátttöku sinni í prófkjörinu, að þeir séu sjálfstæðismenn. Ég veit ekki hvort þeir skila sér aftur til fyrri flokka sinna, en við erum stað- ráðnir í að verja þetta sæti," sagði Páll. Gögn úr próf- kjöri í vörzlu kjörnefndar KJÖRGÖGN vegna prófkjörs sjálfstæðismanna í Norðurlandi vestra eru nú í vörzlu séra Gunn- ars Gíslasonar, kjörnefndarfor- manns að Glaumbæ í Skagafirði. Inn á kjörnefndarfund á miðviku- dag barst bréf frá Jóni Ásbergs- syni, þar sem hann fór fram á við kjörnefnd, að öll kjörgögn yrðu varðveitt sem flokksskjöl og gætu frambjóðendur síðar fengið að skoða þau. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins munu ýmsir þeir er þátt tóku í prófkjörinu í Austur-Húnavatnssýslu vera lítt ánaegðir með þessa ákvörðun. Telja þeir sig hafa loforð fyrir því, að kjörgögnin yrðu brennd eða eyðilögð á annan hátt strax eða fljótlega að prófkjöri loknu. INNLENT Þorlákshöfn: Fullorðinn maður fyrir bifreið MAÐUR um sjötugt varð fyrir bifreið á Óseyrarbraut í Þor- lákshöfn á fimmtudagskvöldið. Maðurinn missti meðvitund og hlaut opið beinbrot, en komst fljótlega aftur til meðvitundar. Hann var fluttur í sjúkrahúsi í Reykjavík. Maðurinn var að ganga yfir Óseyrarbraut þegar hann varð fyrir bifreið á leið út úr bænum. Vegurinn þarna er óupplýstur. Snorri Sturluson: Fékk 16,20 krónur fyrir karfakílóið í Cuxhaven SKUTTOGARINN Snorri Sturlu- son frá Reykjavík fékk eitt hæsta meðalverð fyrir karfa í Þýzkalandi á þessu ári í Cux- haven á fimmtudag. Seldi hann samtals 212,3 lestir af mjög góð- um karfa. Heildarverð var 3.400.000 og meðalverð 16,20 krónur. Skiptaverð fyrir stærri flokk af karfa lönduðum á fs- landi er nú nálægt 5,40 krónum, með öllum uppbótum. Þann fyrsta desember seldi Hákon ÞH 80 lestir í Grimsby. Heildarverð var 1.224.470 krónur, meðalverð 15,30. Ann- an desember seldi Helga Guð- mundsdóttir BA 75,3 lestir í Hull. Heildarverð var 1.184.500 krónur, meðalverð 15,71. Þá seldi Apríl HF 143 lestir í Grimsby. Heildarverð 1.650.000 krónur, meðalverð 11,50. Þorskur er nær undantekn- ingarlaust uppistaðan í afla þeirra skipa, sem selja afla sinn í Engíandi. Meðalverð þessa vikuna fyrir þorsk er með lægsta móti, en hefur í haust náð því að komast yfir 20 krónur. Laus úr gæzluvarðhaldi GÆZLUVARÐHALD yfir eig- anda Allabúðar á Stokkseyri rann út á fimmtudag og hefur honum verið sleppt. Hann sat í gæzluvarðhaldi vegna rann- sóknar á eldsvoða í verzluninni í lok október. Rannsókn máls- ins er haldið áfram. Bókauppboö Klausturhóla ídag . Klausturhólar gangast fyrir uppboði á bókum í dag, laugar- dag kl. 14, og fer uppboðið fram í hinum nýju húsakynn- um verslunarinnar í Breiðfirð- ingabúð, Skólavörðustíg 6B. Svo sem venja hefur verið á uppboðum Klausturhóla verða boðin upp 200 númer, og er þar að finna margt fágætra bóka. Verzlanir opnar til klukkan 16.00 VERZLANIR verða almennt opnar í dag til klukkan 16.00, en síðan verður opið til klukkan 18.00 laugardaginn 11. desember nk., til klukkan 22.00 laugardag- inn 18. desember nk. og síðan til klukkan 23.00 á Þorláksmessu, fimmtudaginn 23. desember nk. Þá má geta þess, að væntanlega verða margar verzlanir lokaðar mánudaginn 3. janúar nk., vegna viirutalningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.